Sunnudagur, 1. mars 2009
IMF vildi í apríl sl.,að dregið væri úr umsvifum bankanna
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að krafa hafi komið um það í apríl að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið beittu þeim tækjum sem þeir hefðu til að draga úr umsvifum bankanna. Þessi krafa kom bæði frá Norrænu bönkunum og Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv. Hún segir baráttuanda sinn og þverskap fyrir því að gefast ekki upp hafa verið sinn mesta veikleika.
Sök okkar liggur í því að hafa ekki skoðað það nógu vel og fylgt því nógu vel eftir. Við vissum að við stæðum frammi fyrir erfiðleikum en gerðum okkur ekki grein fyrir því að við stæðum frammi fyrir kerfishruni," sagði Ingibjörg Sólrún.
Aðspurð um mistök sín sagði Ingibjörg að baráttuandi sinn og þverskap fyrir því að gefast upp hafi kannski verið sinn mesti veikleiki. Þegar ég vildi ekki gefast upp á Sjálfstæðisflokknum alveg strax."(ruv.is)
samkvæmt ummælum ISG er alveg ljóst,að Seðlabankinn og FME brugðust gersamlega.Þrátt fyrir tilmæli höfðust þessar stofnanir ekki að.
Björgvin Guðmundsson
.
Sunnudagur, 1. mars 2009
Steingrímur andvígur álveri í Helguvik
Oddvita ríkisstjórnarinnar, þau Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstri grænna, greinir á um túlkun á ákvæði stjórnarsáttmálans um engin ný áform um álver.
Jóhanna hefur lýst því að túlkun Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra sé rétt að þetta ákvæði komi hvorki í veg fyrir nýtt álver í Helguvík né á Bakka við Húsavík.
Í útvarpsþættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun lýsti Steingrímur J. Sigfússon hins vegar yfir annarri túlkun og sagði að Samfylking og Vinstri grænir hefðu náð saman um ríkisstjórn á þeim grunni að engar nýjar ákvarðanir yrðu teknar. Þingmenn Vinstri Grænna muni því ekki styðja frumvarp Össurar um Helguvík.
Steingrímur sagði að umrætt frumvarp væri arfur fyrrverandi ríkisstjórnar og snéri að bindandi samningum iðnaðarráðherra og þingmenn Vinstri grænna væru ekki skuldbundnir til þess að greiða því atkvæði.
Sjálfsagt reyna stjórnarflokkarnir að leysa þetta deilumál.En ef það tekst ekki er spurning hvort stjórnarandstaðan bjargar iðnaðarráðherra í málinu.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 1. mars 2009
Dagur styður Ingibjörgu Sólrúnu
Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi ætlar að gefa kost á sér sem varaformaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í lok mánaðarins. Dagur segist styðja núverandi formann flokksins og gagnrýnir að Jón Baldvin Hannibalsson skuli níða skóinn af flokksforystunni í stað þess að leggja áherslu á eigin mannkosti.
Dagur segir að ástæða framboðsins sé sú sannfæring sín að mikilvægustu verkefni næstu ára verði að endurheimta traust almennings á stjórnmálum. Það sé mjög mikilvægt að stjórnmálin endurnýji sig og sú samfélagslega deigla og áhugi sem sjá má í þjóðfélaginu nái inn í raðir stjórnmálanna.
Hann segist styðja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann flokksins, en hart hefur verið sótt að henni fyrir að víkja ekki og axla þannig ábyrgð á að hafa setið í ríkisstjórn þegar efnahagshrunið átti sér stað. Jón Baldvin Hannibalsson er einn þeirra sem hefur haldið þessari gagnrýni fram og gefið kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar af þeim sökum. Degi finnst sjálfsagt að allir gefi kost á sér en dapurlegt sé að gera lítið úr Ingibjörgu Sólrúnu og Jóhönnu Sigurðardóttir í staðinn fyrir að leggja áherslu á eigin mannkosti.
Aðspurður hvort gagnrýni á Samfylkinguna sé réttmæt svarar hann því að ekki megi ætlast til þess að Samfylking hafi getað snúið við 12 ára þróun á 18 mánuðum í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Samfylking hafi hinsvegar slitið samstarfinu og myndað ríkisstjórn með Jóhönnu Sigurðardóttur í broddi fylkingar, það hafi verið rétt skref.
(ruv.is)
Ljóst er,að ekki verður aðeins slagur um formannssætið hjá Samfylkingunni heldur einnig varaformannssætið,þar eð Dagur keppir við Árna Pál um það.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 1. mars 2009
IMF hefur áhyggjur af atvinnuleysinu
Vaxandi atvinnuleysi og tafir við endurreisn bankakerfisins eru meðal helstu áhyggjuefna sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem nú er stödd hér á landi. Þetta kemur fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Ráðherra segir að fulltrúar sjóðsins séu þó í meginatriðum sáttir við þann árangur sem náðst hefur hingað til.
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kom hingað til lands á fimmtudag en fulltrúar sjóðsins hafa meðal annars fundað með ráðherrum og embættismönnum. Markmiðið er að gera úttekt og taka stöðu á efnhagsáætlun ríkisstjórnarinnar og alþjóðagjaldeyrissjóðsin. Nefndin fer af landi brott 10. mars.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fundaði með fulltrúum sjóðsins á fimmtudag.
Aðspurður hvort fulltrúar sjóðsins hafi verið ánægðir með þann árangur sem náðst hefur hingað til segist Steingrímur ekki hafa heyrt annað.
Auðvitað hefði ég viljað sjá suma hluti ganga hraðar og það vita allir að endurreisn bankakerfisins og sérstaklega það að bankarnir fái efnhagsreikning hefur gengið hægar en til stóð. Ýmiss undirbúningur hafði goldið fyrir ástandið eða óvissunar hér síðarihluta desembermánaðar. Ég held hinsvegar að þeir hafi verið mjög sáttir við þá vinnu sem þessi ríkisstjórn hefur sett í farveg," segir Steingrímur.
Þeir eru í aðalatriðum sáttir við framvinduna en hafa áhyggjur af til dæmis vaxandi atvinnuleysi og öðrum vandamálum sem er verið að reyna að greiða úr, við getum tekið stöðu sparisjóðakerfisins og við getum tekið fleira. En þetta eru allt saman hlutir sem er veirð að fara yfir og verða ræddir."
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 1. mars 2009
Ásta Ragnheiður býður sig fram í 4.sæti
Jóhanna Sigurðardóttir býður sig fram í 1.sæti Samfylkingar i Reykjavík,Ingibjörg Sólrún býður sig fram í 2.sæti og Össur Skarphéðinsson í 3.sæti.Það má því segja,að þessi þrjú sæti séu frátekin. En siðan verður heljar slagur um 4.sætið. Þar bjóða sig a.m.k. 4 fram, 1 kona og 3 karlar. Konan er Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,félags og tryggingamálaráðherra. Hún hefur mjög látið málefni aldraðra og öryrkja til sín taka.Karlarnir eru,Helgi Hjörvar,Mörður Árnason og Skúli Helgason.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 1. mars 2009
Íslandsbanki afskrifar á annan milljarð við afgreiðslu á tilboði Þórsmerkur í Árvakur!
Bankastjóri Íslandsbanka hefur upplýst,að bankinn afskrifi á annan milljarð króna við samþykkt á tilboði Þórsmerkur í Árvakur,sem rekur Mbl. Það er ágætt,að Íslandsbanki geti afskrifað mikið af skuldum Árvakurs en spurningin er sú hvað ætlar bankinn að afskrifa mikið af skuldum almennings?Íslandsbanki er ríkisbanki og getur því ekki mismunað skattgreiðendum,eigendum bankans, í þessu efni.Bankinn verður að afskrifa sambærilega hjá öðrum fyrirtækjum og bankinn verður að afskrifa hluta af skuldum almennings.Við bíðum eftir að heyra hvað bankinn gerir i því efni.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 1. mars 2009
Steingrímur spáir vaxtalækkun
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra telur allar vísbendingar vera í þá átt að verðbólga og vextir lækki hratt á næstu mánuðum. Þetta kom fram í viðtali Sigurjóns M. Egilssonar við Steingrím á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Steingrímur taldi að ný stjórn Seðlabanka Íslands muni auka trúverðugleika hans. Hann sagði að fráfarandi stjórn bankans hafi haft mikinn áhuga á að fara að lækka vexti. Það gildi einnig um stjórnvöld og nýja stjórn í Seðlabankanum.
Steingrímur nefndi að fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins væru hér og sagði að í aðalatriðum væri allt samkvæmt áætlun, nema að endurreisn bankakerfisins hafi tekið lengri tíma en ætlað var, sérstaklega að fá nýju efnahagsreikningana.
Reyndar er einn áhyggjuþáttur og það er að atvinnuleysið hefur vaxið heldur hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir, sagði Steingrímur. Hann kvaðst hafa óttast það þegar á liðnu hausti að spár um atvinnuleysi þá væru of lágar.(mbl.is)
Þetta eru góð tíðindi. Búast má við,að stutt sé í vaxtalækkun. Háir vextir eru að sliga atvinnufyrirtækin í landinu og raunar almenning líka.
Björgvin Guðmundsson
Til baka

Sunnudagur, 1. mars 2009
Skemmtilegt fimmtugsafmæli
Fimmtugsafmæli Rúnars Björgvinssonar var haldið hátíðegt í gærkveldi i húsnæði Íslensks sjávarfangs.Það var mjög skemmtilegt og fjölsótt. Matur var á borðum og skemmtiatriði og dansað af miklum krafti fram að miðnætti við undirleik geysigóðrar hljómsveitar.Stemmning var frábær. En það sem gerði mesta lukku var kvikmynd eða myndband,sem dætur Rúnars höfðu gert.Þar var rakin ævi Rúnars og mikið af myndum frá æsku og uppvexti hans,ljósmyndir og kvikmyndir.Einnig voru kveðjur frá öllum bræðrum Rúnars,foreldrum og tengdaforeldrum.Þetta kom allt mjög vel út,m.a. var kveðja frá Finnlandi. Björgvin bróðir Rúnars söng afmælissöng til Rúnars á finnsku.Mjög skemmtilegt. Sem sagt: Frábært afmæli.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 1. mars 2009
Ekki má afhenda útlendingun bankana
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA heldur áfram áróðri fyrir því,að Íslendingar afhendi útlendingum nýju bankana.Eða eins og hann segir: Erlendir kröfuhafar eignist bankana. Hann var í þætti Sigurjóns Egilssonar Á sprengisandi á Bylgjunni í morgun og hélt þessum söng áfram.Ég tel þetta stórhættulegan áróður og ég er algerlega andvígur því,að útlendingar eignist nýju íslesku bankana af eftirfarandi ástæðum: Þetta eru einkaaðilar,sem geta alveg eins farið á hausinn eins og þeir íslensku einkaðilar gerðu sem áttu bankana. Við höfum ekki efni á nýju ævintýri,nýrri einkavæðingu,sem getur sett bankana aftur á hausinn. Bankar hrynja unnvörpum erlendis og það er engin trygging fyrir öryggi bankanna að setja þá í hendur erlendra einkafyrirtæja. En auk þess vil ég nefna,að skuldir útgerðarinnar,5-600 milljarðar eru í ríkisbönkunum og ef við létum útlendinga fá bankana mundu þeir eignast þessar skuldir og þar með kvótana. Viljum við láta útlendinga hirða alla kvóta landsmanna? Ég held ekki.
Það var gert ráð fyrir því þegar bönkunum var skipt að gömlu bankarnir mundu sitja uppi með erlendar skuldir en nýju bankarnir verða með hreint borð. Við skulum halda okkur við það. Gömlu einkabankarnir fóru á hausinn. Og ríkið á ekki að greiða erlendar skuldir þeirra.
Björgvin Guðmundsson