Þriðjudagur, 10. mars 2009
Fjölgað verði búsetuúrræðum aldraðra
Á nýafstöðnum aðalfundi FEB í Rvk. var samþykkt að fjölga ætti búsetuúrræðum aldraðra.Lögð var áhersla á,að framfylgt yrði í reynd þeirri stefnu í búsetumálum aldraðra að þeir ættu kost á fjölbreyttum valkostum s.s. þjónustuíbúðum,sambýlum,hjúkrunaríbúðum o.fl Stuðlað verði að sjálfstæði þeirria á eigin forsendum og að þeir haldi fjárforræði sínu
Flestir aldraðir vilja búa sem lengst í heimahúsum en það byggist m.a. á nægri heimilishjálp og heimahjúkrun að það sé unnt.Einnig getur þurft að gera breytingar á sumum íbúðum svo aldraðir geti áfram búið í þeim.Til þess getur þurft fjárhagsaðstoð.Einnig þarf að tryggja að aðstandendur fái umönnunarbætur,ef þeir kjósa að sinna sjúkum,öldruðum heima.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 10. mars 2009
Eva Joly ráðin ráðgjafi við rannsókn efnahagsbrota
Ríkisstjórnin samþykkti í dag tillögu Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, um að Eva Joly, fyrrverandi saksóknari, verði sérstakur ráðgjafi vegna rannsókna á efnahagsbrotum sem tengjast hruni fjármálakerfisins.
Eva Joly gegndi áður stöðu rannsóknardómara í Frakklandi en er nú meðal annars ráðgjafi norsku ríkisstjórnarinnar. Hún hefur stundað rannsóknir á fjármálabrotum og fjármálaspillingu í Evrópu og víðar.
Eva Joly hitti nokkra ráðherra í gær og ræddi um rannsókn fjármálabrota. Í samtali við Mbl. sjónvarp sagðist hún leggja til að meiri þungi verði settur í að rannsaka efnahagsbrot í tengslum við bankahrunið hér á landi og finna hvar peningar sé að finna sem hafi verið komið undan. (mbl.is)
Þetta eru góðar fréttir. Eva Joly veit hvernig rannsaka á efnahagsbrot og telur að ganga eigi hart fram. M.a. hefur hún bent á að haldleggja þurfi eignir auðmanna og gera húsrannsóknir hjá þeim.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 10. mars 2009
Sláum skjaldborg um lífeyrissjóðina
Lífeyrissjóðirnir hafa á ný orðið fyrir áfalli við þrot Straums.Þeir tapa við það nokkrum fjármunum.Áður höfðu þeir tapað talsverðu við þrot stóru bankanna.En sem betur fer höfðu þeir áður grætt mikið þannig,að ekki ætti að koma til þess að skerða þurfi lífeyri til félagsmanna.
Nauðsynlegt er að taka mál lífeyrissjóðanna til endurskoðunar. Það er óhóflegt bruðl hjá forstöðumönnum og stjórnendum lífeyrissjóðanna.Það þarf að lækka laun þeirra og taka af þeim bílana.Sláum skjaldborg um lífeyrissjóðina og hindrum að stjórnvöld seilist í sjóðina.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 10. mars 2009
Óábyrg stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokksins
Stjórnarliðar sökuðu stjórnarandstæðinga um málþóf til að tefja fyrir umræðu um stjórnskipunarfrumvarpið. Stjórnarandstæðingar svöruðu því til að umræðan væri nauðsynleg vegna galla á frumvarpinu um séreignarsparnað. Stjórnskipunarfrumvarpið kemur væntanlega til umræðu í dag.(visir,is)
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið mjög óábyrgur í stjórnarandstöðunni síðan flokkurinn hrökklaðist úr stjórn.Flokkurinn reynir að tefja mál fyrir rikisstjórninni sem mest hann má og vill ráða dagskrá alþingis þó hann hafi ekki þingforsetann. Flokkurinn á erfitt með að ráða ekki ölllu eins og sl. 18 ár.Þannig lagðist flokkurinn algerlega gegn því í gær,að frv, um stjórnskipunarlög og stjórnlagaþing yrði rætt.Þegar ekki var orðið við því lagðist flokkurinn í málþóf og hélt því áfram til miðnættis. Þetta getur ekki talist ábyrg stjónarandstaða.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)