Miðvikudagur, 11. mars 2009
Gunnar Páll tapaði í VR
Kristinn Örn Jóhannesson var í dag kosinn nýr formaður VR. Rafrænni allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna VR um framboð til formanns, stjórnarmanna í einstaklingskjöri og lista til stjórnar og trúnaðarráðs lauk á hádegi í dag.
Samkvæmt upplýsingum Halldórs Grönvold, formanns kjörstjórnar, hlaut Kristinn 2.651 atkvæði eða 41,9%, Lúðvík Lúðvíksson hlaut 1.904 atkvæði eða 30% og Gunnar Páll Pálsson hlaut 1.774 atkvæði eða 28%. Auðir og ógildir seðlar voru 409.
Auk þess sem kosið var á milli frambjóðendanna þriggja til formanns VR, var kosið á milli sjö frambjóðenda í einstaklingskjöri til þriggja stjórnarsæta og tveggja lista með fjórum frambjóðendum til stjórnar og 82 einstaklingum til trúnaðarráðs.
Annars vegar er um að ræða A-lista trúnaðarráðs og trúnaðarmanna VR og hins vegar L-lista lýðræðis fyrir VR.
Alls voru 25.095 félagsmenn VR á kjörskrá.(mbl.is)
Ekki kemur það á óvart,að Gunnar Páll skyldi verða að lúta í lægra haldi. Hann hafði sætt harðri gagnrýni fyrir störf sín í stjórn Kaupþings og það varð honum að falli.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 11. mars 2009
Jón Ásgeir: Búið að glutra niður 5000 milljörðum í bankakerfinu
Mér líður hræðilega eftir þessi tíðindi," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi Baugs, um þá staðreynd að beiðni áframhaldandi greiðslustöðvun Baugs Group var hafnað í dag. Tíðindin þýða að Baugur er gjaldþrota og Jón Ásgeir segir að þessi niðurstaða muni kosta hluthafa og kröfuhafa mikið fé.
Hann segist vera gapandi hissa á því að áframhaldandi greiðslustöðvun hafi ekki verið samþykkt. Ég fer ekki ofan af því að sú áætlun sem við lögðum fram í lok janúar hafi verið langbesta leiðin til að veranda verðmæti eigna Baugs. Því miður þá ákváðu skilanefndirnar að hlusta frekar á ráð frá PwC en menn þar á bæ höfðu lítið kynnt sér málið eða í tvær vikur og höfðu ekki svo mikið fyrir því að kynna Baugi niðurstöðu áður en lengra var haldið sem er mjög sérstakt. Ég óttast að minna fáist fyrir eignirnar með þessu. Þær verða sundurtættar og þeir einu sem munu hagnast eru erlendir aðilar sem fá eignirnar nánast gefins eins og markaðurinn er í dag. Það er búið að glutra niður eignaverðmætum upp á 5000 milljarða í bankakerfinu frá því að Gltinir var tekinn yfir af ríkinu. Menn þurfa að spyrja sig hvort við Íslendingar séum að tækla bankahrunið með réttum hætti. Það er mikið af góðu fólki í skilanefndum en þetta er spurning um aðferðafræðina," segir Jón Ásgeir.
Aðspurður um ástæðu þess hversu hart Glitnir gekk fram í að hindra áframhaldandi greiðslustöðvun segist Jón Ásgeir ekki geta svarað því. Það er gjörsamlega óskiljanlegt að einn ríkisbanki skuli ganga svona hart fram og greinilegt að menn voru tilbúnir að leggja mikið á sig til að koma okkur á kné. Á meðan hefur sami banki beðið sína lánadrotna um skilning á hlutum svo hægt sé að bjarga verðmætum því það vita allir að gjaldþrot er versta niðurstaða fyrir fyrirtæki og eignir þess."
Gaumur, fjölskyldufélag Jóns Ásgeirs, var stærsti hluthafinn í Baugi Group. Félagið á Haga, sem reka meðal annars Bónus, Hagkaup og 10/11 og stóran hluta í Teymi. Aðspurður segir Jón Ásgeir að fall Baugs komi við Gaum. Við töpum tugum milljarða á þessu. Ég óttast hins vegar ekki um framtíð Haga. Félagið er vel rekið og mun betur sett en mörg önnur. Pabbi [Jóhannes Jónsson] hefur séð um þennan rekstur hér heima um árabil og mun einbeita sér að því áfram og ég trúi ekki öðru en það muni blómstra í hans höndum sem hingað til," segir Jón Ásgeir.
Hann á sjálfur ásamt eiginkonu sinni fjölmiðlafyrirtækið 365 miðlar, undir hvers merkjum Fréttablaðið, Stöð 2, Bylgjan og Vísir.is er, sem hann segir ekki í neinni hættu vegna þrots Baugs. (visir.is)
Vonandi mun þrot Baugs ekki hafa mikil áhrif á Haga. Almenningur á Ísland heldur upp á Bónus og treystir á að þær verslanir haldi áfram.En mér sýnist,að óhætt hefði verið að framlengja greiðslustöðvun BAUGS.þAÐ hefði þá komið í ljós hvort unnt hefði verið að bjarga rekstrinum.
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 11. mars 2009
Lífeyrisþegar fái aftur það,sem tekið var af þeim um áramót
Um síðustu áramót voru kjör þorra lífeyrisþega skert að raungildi til,þar eð þeir fengu ekki fulla verðlagsuppbót eins og lög höfðu staðið til.Þeir lífeyrisþegar,sem voru á allra lægstu bótum,fengu fulla verðlagsuppbót,tæplega 20% hækkun á lífeyri eins og verðbólgan hafði verið en aðrir lífeyrisþegar fengu aðeins 9,6% hækkun.Þetta var forkastanlegt og i raun var hér gengið harðar fram gegn lífeyrisþegum en gegn launþegum almennt. Þetta verður að leiðrétta strax. Núverandi ríkisstjórn lýsti því yfir,að hún mundi slá skjaldborg um heimilin og verja velferðarkerfið. Í samræmi við það verður hún strax að skila lífeyrisþegum til baka þvi sem tekið var af þeim um áramót.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 11. mars 2009
Baugur í gjaldþrot?
Baugi Group var í Héraðsdómi Reykjavíkur synjað um áframhaldandi greiðslustöðvun félagsins. Félagið hefur verið í greiðslustöðvun í þrjár vikur en dómari féllst ekki á kröfu Baugs um áframhald greiðslustöðvunar. Þetta þýðir að gjaldþrot blasir nú við Baugi Group.
Glitnir og Íslandsbanki, sem eru í kröfuhafahópi Baugs lögðust gegn því að félaginu yrði veitt áframhaldandi greiðslustöðvun.
Stjórnendur Baugs ætla ekki að tjá sig um ákvörðun dómarans á þessu stigi málsins en úrskurðinum er ekki unnt að áfrýja. (visir.is)
Það eru slæm tíðindi,að gjaldþrot blasi við Baugi.Hér er um geysimikið viðskiptaveldi að ræða,sem Jón Ásgeir Jóhannesson hefur átt stærsta þátt í að byggja upp.Alveg er óvíst hver framtíð fyrirtækisins verður.Ef til vill verður fyrirtækið tekið yfir af eignaumsýslufyrirtæki Íslandsbanka.Á það ber þó að líta að umsvif Baugs eru mest erlendis.Það gæti dregið úr því að rikið tæki fyrirtækið yfir.En áhrif Baugs eru víða.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 11. mars 2009
Hrindum árásum á lífeyrissjóðina
Miðvikudagur, 11. mars 2009
14000 heimili eiga minna en ekkert
Fjórtán þúsund heimili eða átján prósent allra fjölskyldna eiga minna en ekki neitt þótt ekki séu tekin með í reikninginn yfirdráttarlán, bílalán og skuldir eða eignir hjá Lífeyrissjóðum.
Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á blaðamannafundi eftir hádegið en þetta er lagt til grundvallar aðgerðum til bjargar heimilunum í landinu.
Ríkisstjórnin ætlar að gera fólki í fjárhagserfiðleikum kleift að breyta gengislánum í hefðbundin lán, hækka vaxtabætur um 25 prósent en þær skatttekjur sem ríkissjóður fær af útleystum séreignasparnaði á að hrökkva fyrir því. Þá er meiningin að ganga lengra í greiðsluaðlögun en gert er í því frumvarpi sem nú liggur fyrir þinginu og láta það einnig ná til til fasteignaveðlána.
Verið er að skoða hvort veita eigi Íbúðalánasjóði heimild til að lána fólki til að greiða upp Íbúðalán hjá bönkum og sparisjóðum.
Formenn stjórnarflokkanna saka Sjálfstæðisflokkinn um að standa fyrir málþófi á Alþingi og hindra að mikilvæg mál fyrir heimilin komist í gegnum þingið en þau taka gildi strax við samþykkt.
Björgvin Giðmundsson