Samfylkingin stærst,með 33%

Grasrótarframboðin nýju fá engan fulltrúa inn á Alþingi Íslendinga samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins á fylgi flokkanna. Samfylkingin er stærsti stjórnmálaflokkur landsins og hefur fylgið lítið breyst eftir brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur úr stjórnmálum.

Endurnýjun, raddir fólksins, kosningar strax voru slagorðin sem ómuðu í búsáhaldabyltingunni. Nú styttist í kosningar, tvær nýjar hreyfingar hafa ákveðið að bjóða fram og stefna að framboðum í öllum kjördæmum - en ef marka má nýja könnun Stöðvar tvö, sem gerð var í gær, njóta þessar nýju hreyfingar lítils stuðnings.

L listinn með Bjarna Harðarson og séra Þórhall Heimisson í broddi fylkingar fengi 1,6 prósent atkvæða og engan mann á þing. Borgarahreyfingin sem segir fjórflokkakerfið rotið, nær ekki að hrófla við því, og fengi 2 prósent atkvæða.

Samfylkingin er stærsti flokkurinn samkvæmt þessari könnun, fengi 33 prósent atkvæða og eykur fylgi sitt um rúm tvö prósent frá því í febrúar. Allar breytingar milli mánaða í þessari könnun eru þó innan skekkjumarka.

Hinn ríkisstjórnarflokkurinn, Vinstri grænir, dalar um tæp þrjú prósent milli mánaða en tæp 22 prósent kváðust í gær myndu kjósa hann. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dregst lítillega saman og er nú nærri 27%. Framsóknarflokkurinn stendur í stað með rúm tólf prósent og sömuleiðis Frjálslyndir sem fengi rúm 2 prósent atkvæða og næðu ekki manni inn á þing.

Niðurstaðan byggist á 800 svörum sem skiptist jafn á milli karla og kvenna og hlutfallslega eftir búsetu.(visir.is)

Það er ánægjulegt,að sjá fylgi Samfylkingarinnar.Hún er greinilega að uppskera fyrir trausta stjórnarforustu í minnihlutastjórninni.Stjórnin hefur lagt hvert málið á fætur öðru fyrir þing að undanförnu og nokkur eru orðin að lögum. Tilkynnt var í gær,að vaxtabætur yrðu hækkaðar um 25%.

 

Björgvin Guðmundsson


Verður tilkynnt um þingrof á morgun?

Afgreiðsla mála hefur gengið hratt fyrir sig á Alþingi í dag, enda mikil áhersla lögð á að afgreiða sem flest mál áður en þing lætur af störfum fyrir kosningar. Þannig hafa þingmenn lokið fyrstu umræðu um þrettán mál og umræður standa nú yfir um hið fjórtánda. Annarri umræðu er lokið í tveimur málum og þingið hefur afgreitt eina þingsályktunartillögu. Að auki hafa ráðherrar svarað fyrirspurnum þingmanna og ein utandagskrárumræða hefur farið fram. Líklegt er talið að þingrof verði tilkynnt á morgun.

Þetta er allt annar hraði en verið hefur á afgreiðslu mála á Alþingi undanfarna daga. En í gær ræddu þingmenn til dæmis í tólf klukkustundir um stjórnlagafrumvarpið, sem reyndar er flutt í mikilli andstöðu við þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

Leiðtogar stjórnarflokkanna funduðu í hádeginu í dag með forystumönnum annarra flokka á þingi, þar sem reynt var að komast að samkomulagi um þinglok. En í dag rann upp hámarksfrestur fyrir forsætisráðherra til að tilkynna um þingrof. Forystumönnum flokkanna tókst ekki að innsigla samkomulag á fundinum og hefur annar fundur verið boðaður um framgang mála á Alþingi klukkan fimm.

Sjálfstæðismenn hafa boðið upp á samkomulag um stjórnlagafrumvarpið en ekki er víst að forystumenn stjórnarflokkanna og forysta Framsóknarflokksins fallist á tillögur Sjálfstæðismanna. Líklegt er að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tilkynni um þingrof á þingfundi á morgun en þingstörfum er lokið í dag. Þá verði jafnframt ákveðið hvað þingið sitji lengi fram að kosningum og hvaða mál fái afgreiðslu áður en þingmenn fara heim.(visir,is)

Það  er gott,að þingstörf ganga betur en áður. Væntanlega tekst að afgreiða mikilvægustu málin áður en þingi verður slitið.

 

Björgvin Guðmundsson


Samningu til að stöðva skattaflótta

Eftir umfangsmikla undirbúningsvinnu var í síðustu viku gengið frá samkomulagi milli aðildarríkja Norrænu ráðherranefndarinnar og Cayman-eyja um undirritun upplýsingaskiptasamnings. Samningurinn er liður í sameiginlegri viðleitni samningsaðilanna til að stöðva skattaflótta.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Þar segir einnig að samningurinn veiti skattayfirvöldum aðgang að upplýsingum um innistæður og tekjur skattskyldra aðila og getur orðið til þess að leiða í ljós eignir og tekjur sem ekki hafa verið gefnar upp í heimalandinu.

„Næstu vikur munu samningsaðilar ganga frá nauðsynlegum atriðum heima fyrir áður en upplýsingaskiptasamningurinn verður undirritaður þann 1. apríl nk. í Stokkhólmi. Samningurinn er liður í umfangsmiklu verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar en áður hafa Norðurlöndin gert sambærilega samninga við Mön, Jersey og Guernsey. Þá eru samningsviðræður eru langt komnar m.a. við Arúba, Bermúda, Bresku Jómfrúareyjarnar og Hollensku Antillaeyjarnar," segir í tilkynningunni.

„Samningurinn við Norðurlöndin er liður í því að Cayman-eyjar hrindi í framkvæmd stefnu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um gegnsæi og upplýsingaskipti í skattamálum en stjórnvöld á Cayman hafa, með sérstöku samkomulagi við OECD, skuldbundið sig til að mæta kröfum stofnunarinnar á þessu sviði. Cayman-eyjar hafa á undanförnum árum tekið skref í þessa átt og undirrituðu árið 2001 upplýsingaskiptasamning við Bandaríki Norður-Ameríku sem kom til framkvæmda 1. janúar 2004. Auk þess eru Cayman-eyjar aðilar að Sparnaðartilskipum ESB og að miðla sjálfvirkt bankaupplýsingum í samræmi við hana."

 

Björgvin Guðmundsson




Ris og fall Baugs

Fall Baugs er sorgarfregn.Uppbygging Baugs var ævintýri líkast.Stofnendur,feðgarnir Jóhannes og Jón Ásgeir byrjuðu með tvær hendur tómar og stofnuðu fyrst eina Bónus verslun. Þeir ráku verlsunina vel,lækkuðu vöruverð og viðtökur voru frábærar. Íslendingar Þekkja framhaldið.Hver verslunin á fætur annarri bættist við. Nú segir Jón Ásgeir,að hann hefði átt að halda sig við  Bónus búðirnar. Það kann að vera rétt. En eftir að Bónus keðjan hafði eignast Hagkaup og fleiri fyrirtæki var Baugur stofnaður og úrás til annarra landa hafin.Í fyrstu virtist þetta ganga mjög vel.Baugur fékk útflutningsverðlaun forseta Íslands i fyrra.Það sem almenningur vissi ekki varðandi uppgang Baugs var hvað félagið var skuldsett.Menn héldu,að fjárfestingar hefðu í ríkari mæli  en var verið fjármagnaðar með  eigin fé.Það kemur einnig á óvart hvað fjárrmögnunin var að miklu leyti byggð á lánsfé úr íslenskum bönkum. Eðlilegra hefði verið að erlendir bankar hefðu fjármagnað Baug þar eð starfsemin var að mestu leyti   erlendis.

Ég tel,að Baugur hafi færst of mikið í fang.Útþenslan var of mikil.Þetta var einkenni á mörgum fyrirtækjum í góðærinu,þar á meðal á bönkunum. Lögð var meiri  áhersla á stækkun,útþenslu en traustan grundvöll og góða afkomu.Víst á hin alþjóðlega kreppa stóran þátt í hruni Baugs,ef til vill stærsta þáttinn. En án tillits til alþjóðlegrar kreppu hefði Baugur samt orðið að rifa seglin og treysta grundvöllinn.

 

Björgvin Guðmundsson


Forsætisráðherra bað Breiðavíkurdrengina afsökunar

Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og þjóðarinnar beðið Breiðavíkurdrengina og fjölskyldur þeirra formlega afsökunar á þeirri ómannúðlegu meðferð sem þeir sættu á Breiðavíkurheimilinu.

 

Eins og fram hefur komið í skýrslum og fréttum þá sættu margir af vistmönnum illri meðferð eða ofbeldi og hafa aldrei beðið þess bætur.

 

Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun spurði Helgi Hjörvar alþingismaður Jóhönnu hvort hún teldi ástæðu til að biðja fórnarlömb Breiðavíkurheimilisins formlega afsökunar. Það stóð ekki á svarinu hjá forsætisráðherra, þótt fyrr hefði verið eins og ráðherra komst að orði.

 

Jóhanna sagði meðal annars að gera verði upp þennan kafla í sögu íslenskra barnaverndarmála, öðruvísi fáist ekki fyrirgefning.

 

Ráðherra upplýsti jafnframt að fulltrúar í forsætisráðuneytinu hefðu átt fundi undanfarna daga með forsvarsmönnum Breiðavíkurheimilisins vegna bótagreiðslna og vonast ráðherra til að hægt verið að ljúka því máli í bærilegri sátt. (ruv.is)

 

Þetta var goitt framtak hjá Jóhönnu.Ég tek ofan fyrir henni.

 

 

Björgvin  Guðmundsson


Samkvæmt tilskipun ESB ber Íslandi ekki að greiða Ice Save

Rætt var um Ice Save á alþingi í morgun. Sif Friðleifsdóttir tók málið upp.Miklar umræður urðu og voru skoðanir mjög skiptar. Sumir töldu,að við ættum ekki að greiða Ice Save reikningana.Meðal þeirra voru Pétur Blöndal,Sigurður Kári Kristjánsson og Guðjón Arnar.Aðrir töldu að okkur bæri skylda til þessa.Meðal talsmanna þess sjónarmiðs var fjármálaráðherrann og Árni Páll Árnason.
Ég hefi lesið tilskipun ESB um innlánstryggungarkerfi fyrir spariinnlán.Hvergi er stafur í tilskipuninni um,að ríki þurfi að greiða,ef innlánstryggingarssjóður dugar ekki. Samkvæmt tilskipuninni ber íslenska ríkinu því engin skylda til þess  að greiða Ice Save reikningana.Þvert á móti segir í aðfararorðum tilskipunarinnar að   innlánsfyrirtækin fjármagni tryggingakerfið og að aðildarríkin beri ekki ábyrgð á  innstæðum,ef tryggingakerfið hefur verið innleitt og framkvæmt í samræmi við tilskipunina. Svo var gert og engar athugasemdir gerðar af hálfu ESB við innlánstryggingarkerfið,sem Ísland kom á fót.
En hvers vegna vill íslenska ríkið þá greiða það sem því ber engin skylda til? Hvers vegna ljáði fyrri  ríkisstjórn máls á þvi? Það er vegna þess,að  Íslendingar voru kúgaðir.Bretar,Evrópusambandið og jafnvel Norðurlöndin stóðu að því að kúga Íslendinga.Þeim var sagt,að þeir fengju ekki aðstoð frá IMF,ef þeir  semdu ekki við  Breta og greiddu Ice Save.Því var jafnvel hótað að EES samningurinn yrði settur í uppnám ef  Ísland hlýddi ekki.Þetta var hrein kúgun. Ísland hefði ekki átt að láta kúga sig.Ísland hefði átt að standa fast á því að láta dómstóla skera úr um það hvort íslenska ríkið þyrfti að greiða Ice Save.Ísland hefði örugglega unnið það mál.Bretar og ESB lögðust gegn málaferlum. Þessir aðilar óttuðust að Ísland ynnu málið og  stórfelldir gallar á regluverkinu um innlánstryggingarnar yrði opinberaðir.
Menn segja: Þá hefðum við ekki fengið lán IMF.Gott of vel. Okkur lá ekkert á því láni. Við erum ekkert farnir að nota af því enn.Það var tekið til þess að koma á frjálsum gjaldeyrisviðskiptum,til þess að láta krónuna fljóta. En við höfum frestað þeim aðfgerðum og haldið gjaldeyrishöftum.Við hefðum örugglega fengið aðstoð hjá einhverjum vinveittum þjóðum þó IMF hefði reynt að kúga okkur. En ég tel,að IMF hefði ekki komist upp með það og ESB hefði heldur ekki komist upp með það að setja EES samninginn í uppnám til þess að þóknast Bretum.
 Björgvin Guðmundsson

55% vilja Jóhönnu sem formann

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja 55% fá Jóhönnu Sigurðardóttur sem formann Samfylkingarinnar.25,3% vilja fá Dag B.Eggertsson,5,7% vilja Jón Baldvin,4,6% Lúðvík Geirsson,5,8% Árna Pál Árnason.Samkvæmt þessari könnun er ljóst,að Jóhanna hefur yfirburðastöðu í þessu máli.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 12. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband