Slæmt skref Karls V. Matthíassonar

Karl V. Matthíasson hefur sagt sig úr Samfylkingunni og gengið  í Frjálslynda flokkinn.Ég gagnrýndi Jón Magnússon harðlega þegar hann sagði sig úr Frjálslynda flokknum og gekk í Sjálfstæðisflokkinn .Kvað  ég það svik við kjósendur. Hið sama á við nú.Kjósendur Samfylkingarinnar kusu Karl á þing.Það er siðferðilega rangt  að fara með þingsætið úr Samfylkingunni yfir i Frjálslynda flokkinn.Karl V. Matthíasson féll í prófkjöri Samfylkingarinnar úr 2.sæti niður í 5.sæti en hlaut  það 4. vegna kynjakvóta.Það sæti er hins vegar vonlaust sem þingsæti.Sjálfsagt hefur prófkjörið átt stærsta þáttinn í því að Karl  skipti um flokk.Sjálfur segir hann,að hann geti betur unnið að leiðréttingu kvótakerfisins í Frjálslynda flokknum.

Björgvin Guðmundsson


Þingrof ákveðið 25.apríl

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra las upp forsetabréf um þingrof 25. apríl og kosningar í upphafi þingfundar í morgun. Enn liggur þó ekkert fyrir um hvenær þingfundum verður frestað þar sem samkomulag hefur ekki náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu.

Jóhanna sagði að nú verði unnt að hefja undirbúning kosninga. Hún benti á að nú félli kjördagur saman við þingrofsdag í samræmi við breytingar sem voru gerðar á stjórnarskránni árið 1991. Unnt verði að leggja fram ný lög á þingi þrátt fyrir þessa tilkynningu.  Ekkert hefði verið ákveðið um hvenær þingfundum verði frestað. Hingað til hefði skemmst liðið mánuður frá frestun funda þingsins og til kjördags. Lagði hún áherslu á að öll brýn mál verði afgreidd áður en þinginu verður frestað.

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Sjálfstæðisflokkinn ekki gera ágreining við tilkynningu forsætisráðherra. Hins vegar gagnrýndi hann að ætlunin sé að þingið starfi jafnvel vikum saman eftir að þessi tilkhynning hefði verið lesin upp. Það væri óeðlilegt.  

Geir sagði að breytingin á þingrofsákvæði stjórnarskrárinnar hefði ekki verið hugsuð svo að  þingið starfaði eins og ekkert hefði í skorist eftir að þingrofstilkynningin hefði verið lesin upp, þó það væri formlega heimilt. Geir sagði að ætlast hefði verið til þess að þingið lyki aðeins brýnustu störfum eftir að þingrof hefur verið tilkynnt. Hann sagði að sjálfstæðismenn vildu greiða fyrr framgangi mikilvægra mála. Hvatti hann forsætisráðherra að beita sér fyrir því að náð verði samkomulagi um þinglok. Geir sagði hægt að ljúka þingstörfum á mjög stuttum tíma ef vilji væri fyrir hendi.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagðist ekki hafa áhyggjur af forminu eins og ástatt væri í þjóðfélaginu. Nú væri búið að festa kjördag en Alþingi þurfi að ljúka mjög mikilvægum verkefnum, m.a. þeim lýðræðisumbótum sem þjóðin kallaði eftir.

Steingrímur hvatti til þess að flokkarnir næðu saman um að kosningabaráttan verði hófstillt og með eins litlum tilkostnaði og unnt væri.

Sérnefnd um stjórnarskrárbreytingar kom saman til síns fyrsta fundar í morgun, en nefndin hefur fengið fruvmarpið til breytinga á stjórnarskránni til meðferðar.(mbl.is)

Það styttist í kosningar og lítið  er eftir af þinghaldinu. Nauðsynlegt er þó að afgreiða ýmis mikikvæg mál áður en þing fer heim.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


IMF jákvæður varðandi Ísland

Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hefur lokið störfum hér á landi í bili. Hún hefur undanfarnar tvær vikur metið hvernig gengið hefur að starfa eftir efnahagsáætlun Íslands og Gjaldeyrissjóðsins. Bjartsýni gætti í tali Marks Flanagans, sem stýrir sendinefndinni, á blaðamannafundi í hádeginu í dag. Hann sagði jákvætt að verðbólgan væri að hjaðna hraðar en búist hefði verið við og að krónan væri stöðug.

 

Atvinnuleysi hefði hins vegar aukist hraðar en búist hefði verið við. Í yfirlýsingu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og forsætisráðuneytinu kemur fram að á næstu vikum verði nokkur tæknileg atriði útkljáð og í kjölfarið verði ný viljayfirlýsing lögð fyrir stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til umfjöllunar. Búist sé við að afgreiðslu sjóðsins á vormánuðum og að henni lokinni berist íslenskum stjórnvöldum annar hluti lánsins. Flanagan segir að nú séu skilyrði fyrir því að lækka stýrivexti og býst við að mál fari að horfa til betri vegar á seinni hluta ársins. (ruv.is)

Áætlun IMF og Íslands virðist í stórum dráttum hafa gengið eftir áætlun.Með lækkun verðbólgu og lækkun stýrivaxta mun ástandið byrja að batna.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

f

IMF: Svigrúm til vaxtalækkunar

Þróun efnahagsmála hér á landi undanfarna mánuði hefur gróflega verið í samræmi við áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Staða hagkerfisins er erfið en búast má við því að bati hefjist síðar á þessu ári. Kom þetta fram í máli Mark Flanagans, fulltrúa sjóðsins, á fundi í Seðlabankanum í dag. Segir hann að allt útlit sé fyrir að verðbólga hafi nú náð hámarki, fyrr en búist hafði verið við. Þá sé gengi krónunnar nú stöðugt og hafi styrkst aðeins umfram áætlanir.

Var Flanagan hér á landi til að funda með íslenskum stjórnvöldum vegan endurskoðunar á efnahagsáætlun sjóðsins, en hún er endurskoðuð ársfjórðungslega.

Hingað til hefur áætlunin miðað að því að verja þá sem höllum fæti standa vegan kreppunnar, en á næstunni mun áhersla aukast á endurskipulagningu opinberra fjármála. Þá segir hann að koma verði bankakerfinu á réttan kjöl sem first og að létta verði á peningastefnu Seðlabankans sem fyrst.

Þetta geti annað hvort komið fram í afléttingu gjaldeyrishafta eða lækkun stýrivaxta. Segir Flanagan að mat sjóðsins sé að ráðrúm sé til að lækka vexti, en ákvörðun um það liggi hjá Seðlabanka Íslands. Hvað varðar gjaldeyrishöft vildi Flanagan ekki segja annað en að Seðlabankinn geti tekið ákvörðun um afléttingu þegar bankinn telji ástæðu til.

Aðspurður segist Flanagan telja að skuldastaða íslenska ríkisins sé ekki það mikil að ríkið geti ekki staðið við skuldbindingar. Skuldir ríkisins séu vissulega háar, en mat sjóðsins sé að ríkið geti staðið í skilum. Hafa beri í huga að á móti skuldum ríkisins komi einnig töluverðar eignir, innlendar og erlendar.

Hvað varðar opinber fjármál segir Flanagan að áætlun sjóðsins geri ráð fyrir því að árið 2010 verði íslenska ríkið að hagræða í rekstri sínum og að möguleikar til þess hafi verið ræddir við íslensk stjórnvöld núna. Ekki hafi verið teknar ákvarðanir um hvaða leið verði farin til að rétta af rekstur ríkissjóðs, en þær verði væntanlega teknar síðar á þessu ári.

Segir hann að íslensk stjórnvöld hafi komið fram við kröfuhafa bankanna á réttan hátt og ekki mismunað erlendum kröfuhöfum.  

Lækkun íbúðalána um 20%, eins og Framsóknarflokkurinn hefur lagt til, væri slæm leið til að leysa vanda heimilanna. Margir fengju þar aðstoð, sem ekki þurfa á henni að halda, og hún yrði afar kostnaðarsöm fyrir ríkið. “Þessi leið væri afar dýr og myndi ekki skila miklum árangri,” segir Flanagan.

Í viljayfirlýsingu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda er aðgerðum stjórnvalda lýst og stefnan mótuð fyrir næstu misseri. Á næstu vikum verða nokkur tæknileg atriði vegna áætlunarinnar útkljáð. Í kjölfarið verður ný viljayfirlýsing lögð fyrir stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til umfjöllunar. Búist er við afgreiðslu sjóðsins á vormánuðum og að henni lokinni berst íslenskum stjórnvöldum annar hluti láns hans.

Heildarlánveiting AGS til Íslands nemur 2,1 milljarði bandaríkjadala. Þegar hafa verið greiddar 827 milljónir dala inn á reikning Seðlabanka Íslands í seðlabanka .(mbl.is)

Þetta eru góðar fréttir.Væntanlega lækka vextir strax í næstu viku.

 

Björgvin Guðmundsson


Tap borgar vegna uppkaupa húsanna Laugavegur 4 og 6 nemur 500 millj,

Framkvæmda- og eignaráð borgarinnar hefur samþykkt að 100 milljónum króna verði varið til uppbyggingar á Laugavegi 4 og 6 á þessu ári. Er þá miðað við að húsin verði gerð upp þannig að síðar verði hægt að byggja á lóðinni í heild samkvæmt deiliskipulagi.

Einnig er gert ráð fyrir að gengið verði frá lóðinni með þeim hætti að hægt verði að nota hana sem opið svæði fyrir almenning. Uppbygging á lóðunum yrði m.a. liður í því að veita atvinnu.

Þetta kemur fram í svari borgarstjóra við fyrirspurn Samfylkingar um Laugaveg 4 og 6 sem var lagt fram í borgarráði í dag.

Tilefni fyrirspurnarinnar var að lítið fé var til verkefnisins í fjárhagsáætlun ársins og því ljóst að húsin stæðu óhreyfð fram til ársins 2010. Fulltrúar Samfylkingarinnar segja að af gögnum málsins sé ljóst að tap borgarinnar vegna uppkaupa húsanna fyrir ári síðan verði meira en 500 milljónir. Í bókun Samfylkingarinnar segir að kostnaður borgarinnar vegna kaupa á húsunum við Laugaveg 4 og 6 í janúar á síðasta ári sé orðinn hátt í 700 milljónir. Þá hafi 580 milljóna króna kaupverð verið uppreiknað miðað við verðbætur og 4% vexti.

„Nú er ljóst að 100 milljónum á að verja í ytra byrði húsanna og gera húsin tilbúin undir tréverk. Þá er ótalinn kostnaður við að flytja Laugaveg 6 af staðnum þegar byggt verður á baklóðinni, og til baka þegar þeirri uppbyggingu er lokið, einsog áform meirihlutans gera ráð fyrir.  Því er ljóst að jafnvel þó húsin yrðu leigð út eða seld á næstu árum fyrir hámarksverð er ljóst að fórnarkostnaður Reykjavíkurborgar verður töluvert yfir hálfum milljarði króna vegna hinna makalausu kaupa á Laugavegi 4 og 6. Allt vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn vildi stöðva friðun húsanna sem þá var í formlegu ferli,“ segir í bókun Samfylkingarinnar.

Fulltrúar meirihlutans í borgarráði vísa fullyrðingum og reiknikúnstum Samfylkingarinnar í bókuninni á bug.

„Eins og kemur fram í svari borgarstjóra er fjármagnskostnaður vegna kaupanna á Laugavegi 4 og 6 ekki til staðar enda var kaupverðið ekki tekið að láni. Kaup á Laugavegi 4 og 6 komu í veg fyrir eyðileggingu á sögulegri götumynd og er þessi uppbygging, sem nú á að ráðast í mikilvæg fyrir ásýnd Laugavegarins,“ segir í bókun meirihlutans.(mbl.is)

Hér er um algert bruðl að ræða. Ólafur F. Magnússon þrýsti þessari óráðsíu í gegn sem aldrei skyldi verið hafa.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka


Sjálfstæðisflokkur og Samfylking með svipað fylgi hjá Gallup

Aðeins 0,5% skilja að Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokk samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup. Þannig mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 28,8% fylgi og Samfylking með 28,3%. Munurinn er ekki marktækur. Vinstrihreyfingin – grænt framboð mælist með 25,7%, Framsóknarflokkur með 12,6% og Frjálslyndi flokkurinn með 1,6%. Nýju framboðin tvö, Bandalag frjálsra frambjóðenda og Borgarahreyfingin, mælast samanlagt með ríflega 2% fylgi.

Skoðanakönnunin, sem unnin var fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið, var gerð dagana 4.-10. mars sl. Um netkönnun er að ræða. Úrtakið í könnuninni var tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Heildarúrtaksstærð var 1.173 manns 18 ára og eldri, en svarhlutfall var 62,2%. Af þeim sem svöruðu tóku 80% afstöðu til flokkanna.

Ríflega 80% svarenda töldu miklar líkur á því að þeir myndu kjósa í komandi alþingiskosningum og rúm 14% töldu nokkrar líkur á því að þeir myndu kjósa.

Ívið fleiri segjast nú styðja ríkisstjórnina en í síðustu Capacent-könnun, sem gerð var um síðustu mánaðamót. Þannig styðja 58,3% svarenda ríkisstjórnina nú miðað við 57,1% síðast. (mbl.is)

Þessi könnun er nokkuð frábrugðin könnun Fréttablaðsins,sem birt var í gær en það hefur alltað verið nokkur munur á  könnunum   þessara aðila.Ljóst er,að kosningarnar 25apríl verða spennandi.

 

Björgvin Guðmundsson

Þ

 


Bloggfærslur 13. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband