Jóhanna sigraði örugglega í Rvk.Árni Páll efstur í Kraganum

Lokatölur voru lesnar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík á 11. tímanum í kvöld. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félagsmálaráðherra, fór upp í 8. sæti á lokasprettinum og Mörður Árnason, varaþingmaður, fór einnig upp fyrir Önnu Pálu Sverrisdóttur, formann Ungra jafnaðarmanna, sem var í 8. sæti lengi vel.

Þá höfðu Helgi Hjörvar og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sætaskipti í 3. og 4. sætinu en Helgi fór upp í það sæti á endanum. Jóhanna Sigurðardóttir fékk 78% atkvæða í 1. sætið.

Alls greiddu 3543 atkvæði í prófkjörinu sem er 45,8% kjörsókn. Þetta er mun minni þátttaka en var í prófkjöri flokksins í árslok 2006 en þá kusu rúmlega 4800 manns. Samfylkingin fékk 8 þingmenn í Reykjavík í síðustu alþingiskosningum.

Lokaröðin varð þessi:

  1. Jóhanna Sigurðardóttir, 2766 atkvæði í 1. sæti
  2. Össur Skarphéðinsson, 1182 atkvæði í 1.-2. sæti
  3. Helgi Hjörvar 822 atkvæði í 1.-3. sæti 
  4. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir 1104 atkvæði í 1.-4. sæti
  5. Skúli Helgason 1277 atkvæði í 1.-5. sæti
  6. Valgerður Bjarnadóttir 1448 atkvæði í 1.-6. sæti
  7. Steinunn Valdís Óskarsdóttir 1602 atkvæði í 1.-7. sæti
  8. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, 1605 atkvæði í 1.-8. sæti
  9. Mörður Árnason, 1474 atkvæði í 1.-9. sæti
  10. Anna Pála Sverrisdóttir 1352 atkvæði í 1.-10. sæti.
  11. Dofri Hermannsson 1268 atkvæði í 1.-11. sæti
  12. Sigríður Arnardóttir 964 atkvæði í 1.-12. sæti
  13. Jón Baldvin Hannibalsson
  14. Sigbjörg Sigurgeirsdóttir
  15. Pétur Tyrfingsson
  16. Jón Daníelsson
  17. Björgvin Valur Guðmundsson
  18. Hörður J. Oddfríðarson
  19. Sverrir Jensson.

 (mbl.is)

Mestu tíðindin í Kraganum voru þau,að Árni Páll varð efstur.Við  það kemst hann í forustusveit Samfylkingarinnar.Katrín Júlíusdóttir varð í öðru sæti,Lúðvík Geirsson í 3. og Þórunn Sveinvbjarnar í 4.sæti.

 

Björgvin Guðmundsson


IMF á móti tillögum Framsóknar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, heldur því fram að afstaða fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, til niðurfærsluleiðar sem framsókn hefur kynnt, sé þjónkun í garð ríkisstjórnar Samfylkingar og VG. Sigmundur Davíð segir að fulltrúar IMF hafi fyrir skömmu lýst sig samþykka flatri 20% lánaafskrift einstaklinga en í gær hafi Mark Flanagan, starfsmaður IMF slegið allar slíkar hugmyndir af borðinu.

Sigmundur Davíð skrifar um fund sem hann átti fyrir skömmu, ásamt þremur ráðgjöfum, með fulltrúum IMF. Þar voru kynntar tillögur sem Framsóknarflokkurinn hefur sett fram í efnahagsmálum, einkum tillögu um flata 20% lánaafskrift. Sigmundur Davíð segir að á fundinum hafi fulltrúi IMF upplýst að hann væri sammála framsókn um allar forsendur sem og nauðsyn þess að fara í flatar, kerfisbundnar lánaafskriftir.

„Við ræddum það jafnframt að skoða bæri hvort finna mætti formúlu sem skilaði hagkvæmari dreifingu en flöt 20% enda lá fyrir vilji til að bæta tillöguna ef finna mætti enn hagkvæmari leiðir. Auk þess vorum við sammála um að ef mjög stór hluti þjóðarinnar teldist uppfylla skilyrði fyrir flatri skuldaniðurfellingu mundi vart borga sig að ætla að skilja hluta skuldara útundan,“ segir Sigmundur Davíð.
 
Hann segir að eftir yfirferð um málið hafi áhyggjur fulltrúa IMF einkum snúið að því að ef tillögurnar næðu fram að ganga kynnu kröfuhafar að gera sér von um töluvert meiri heimtur af lánum til íslenskra banka en ella. Það væri því æskilegt að semja við kröfuhafa áður en niðurfellingin ætti sér stað.
 
Þá segir Sigmundur Davíð að fulltrúi IMF hafi slegið út af borðinu tillögur á borð við þær sem ríkisstjórnin hefur talað fyrir. Þ.e. sértækar aðgerðir þar sem hvert tilfelli fyrir sig yrði metið og aðstoð svo úthlutað. Fullyrt var að slíkar leiðir væru ófærar.

Í gær hafnaði svo Mark Flanagan starfsmaður IMF, hugmyndum Framsóknarflokksins um kerfisbundna 20% niðurfellingu skulda. Sigmundur Davíð segir þessa afstöðu mjög í andstöðu við það sem fram fór á fundinum. sem áður er minnst á.

„Flanagan gerði mér þó grein fyrir því að hlutverk hans væri fyrst og fremst að bakka upp þau stjórnvöld sem ríktu hverju sinni,“ segir Sigmundur Davíð og beinir spjótum sínum einnig að Samfylkingunni.

„Forsætisráðuneytinu og þingmönnum Samfylkingarinnar hefur einhverra hluta vegna verið mikið í mun að kveða í kútinn tillöguna um að afskriftir af skuldum Íslendinga verði látnar ganga áfram til skuldaranna. Í þetta hefur verið eytt óvenju miklu púðri, eins og sést best á því að enn er vakið máls á hugmyndinni, sem var aðeins ein af 18 samhangandi aðgerðum í tillögunum, í því augnamiði að gera lítið úr henni. Í því skyni var m.a. sett færsla inná heimasíðu forsætisráðuneytisins. Færslan var svo fjarlægð af vefsíðunni skömmu síðar, væntanlega eftir að menn þar á bæ gerðu sér grein fyrir að athugasemdirnar hefðu verið vanhugsaðar.  
Nú hefur hins vegar verið gengið skrefinu lengra og fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins blandað í málið í von um að tryggja mætti endalok hugmynda um jafnræði skuldara,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (mbl.is)

Mig undrar,að IMF skuli hafa tekið svo afdráttarlausa afstöðu til tillagna Framsóknar sem raun ber  vitni. Ég taldi,að IMF vildi ekki blanda sér í innanlandspólitík hér.Mér líst að vísu ekkert á tillögur Framsóknar en það er önnur saga.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Eva Joly: Líkur á að stjórnendur bankanna hafi framið lögbrot

Eva Joly norski sérfræðingurinn í efnahagsbrotum og spillingarmálum var í norskum sjónvarpsþætti í gærkveldi.Þar sagði hún,að hún teldi yfirgnæfandi líkur á því,að stjórnendur íslensklu bankanna hefðu brotið lög.Ég er sammmála því.Margt af því sem íslenskir fjölmiðlar hafa dregið fram undanfarið úr rekstri bankanna bendir til þess að lögbrot hafi verið framin.Bankarnir stóðu að því ásamt mörgum fyrirtækjum að koma fjármunum fyrir í ýmsum skattaskjólum erlendis.Ýmsar grunsemdir hafa vaknað í sambandi við þessar ráðstafanir banka og fyrirtækja. Líklegt er,að lögbrot hafi verið framin.Það þarf að rannsaka

 

Björgvin Guðmundsson


Góð stjórnarsamvinna Samfylkingar og VG

Stjórnarsamvinna Samfylkingar og VG hefur gengið vel.Þau Jóhanna og Steingrímur J. vinna vel  saman. Þessir  tveir flokkar,Samfylking og Vinstri græn, hafa líka sýn á þjóðfélagsmálin.Báðir flokkarnir eru félagshyggjuflokkar,sem vilja gæta hagsmuna launafólks  og láglaunafólks sérstaklega. Flokkarnir ná því vel saman.Ég er mjög ánægður með að þessir flokkar skyldu mynda ríkisstjórn og hefði vilja að þeir hefðu náð saman eftir síðustu kosningar.En þá vildu menn ekki vinna með Framsókn,sem nýlega var komin úr samstarfi við íhaldið.Nú hefur Framsókn kosið  sér nýja forustu og tekið upp breytta stefnu. Flokkurinn er á ný orðin félagshyggjuflokkur og getur því unnið með Samfylkingu og VG. Ég tel æskilegt að félagshyggjuflokkarnir verði áfram við völd eftir kosningar.

 

Björgvin Guðmundsson


Spennandi prófkjör í dag

Helgin verður mjög lífleg í pólitíkinni. Í dag fer fram prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í fimm kjördæmum, tvenn prófkjör hjá Samfylkingunni, eitt forval hjá Vinstri grænum auk þess sem kosið verður á einn framboðslista hjá framsóknarmönnum. Þetta er sú helgi ársins þegar flest prófkjör fara fram. Því er ljóst að tugir þúsunda manna munu um helgina velja frambjóðendur á lista flokkanna í alþingiskosningunum 25. apríl n.k.

Aukakjördæmisþing framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi verður haldið á Egilsstöðum á morgun, sunnudag, og hefst það klukkan 12. Klukkan 14,35 hefst kosning um skipan framboðslista flokksins í alþingiskosningunum 25. apríl. 16 manns gefa kost á sér til setu á listanum. Þeir munu allir halda framboðsræður, áður en þingfulltrúar ganga til kosninga. Niðurstaða kosninganna verður tilkynnt klukkan 17. Valgerður Sverrisdóttir, oddviti flokksins til margra ára, gefur ekki kost á sér til framboðs að þessu sinni. SamfylkinginPrófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum báðum og Suðvesturkjördæmi lýkur í dag, en netkosning hefur staðið yfir.

 

Í Reykjavík verður hefðbundinn kjörstaður opinn í kosningamiðstöðunni í Skólabrú við Austurvöll kl. 9-18. Þangað geta þeir komið, sem ekki vilja kjósa rafrænt.

Klukkan 18 hefst kosningavaka í Skólabrú. Fyrstu tölur verða birtar fljótlega eftir opnun. Stefnt er að því að birta næstu tölur um klukkan 20 og lokatölur um miðnætti. 19 manns gáfu kost á sér í prófkjörinu. Helstu tíðindin eru þau, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar og oddviti flokksins í Reykjavík, gefur ekki kost á sér að þessu sinni.

Í Suðvesturkjördæmi fer hefðbundin kosning fram á þremur stöðum kl. 10-17. Þátttakendur í prófkjörinu eru 15 talsins. Oddviti flokksins í kjördæminu, Gunnar Svavarsson, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi þingmennsku. Kosningavaka verður í félagsheimili Samfylkingarinnar að Strandgötu 43 í Hafnarfirði og hefst hún klukkan 18. Búist er við fyrstu tölum fljótlega uppúr klukkan 18.Sjálfstæðisflokkurinn

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum verður í dag klukkan 10-18. Kosið er á 7 stöðum. Alls gefa 29 kost á sér í prófkjörinu. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti flokksins, gefur ekki kost á sér að þessu sinni og heldur ekki Björn Bjarnason. Talning fer fram í Valhöll og eru fyrstu tölur væntanlegar uppúr kl. 18. Ekki er búist við því að talningu ljúki fyrr en um eða eftir miðnætti.

 

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fer fram klukkan 9-18. Kosið er á 6 stöðum. 12 manns eru í framboði. Talning fer fram í Sjálfstæðishúsinu við Hlíðarsmára í Kópavogi. Fyrstu tölur eru væntanlegar upp úr klukkan 18.

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi hefst klukkan 9 og því lýkur klukkan 18. Kosið er á 20 stöðum, en opið er skemur í nokkrum smærri byggðarlögum. 10 manns eru í framboði. Talning hefst strax að loknum kjörfundi, en talið verður á Akureyri. Hins vegar verða tölur ekki birtar fyrr en á morgun, sunnudag. Kjördæmið er víðfeðmt svo tíma tekur að safna saman atkvæðunum. Að auki er veðurspáin óhagstæð.

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi verður haldið klukkan 10-18 og er kosið á 23 stöðum. Þar er einnig opið skemur í nokkrum kjördæmum. 17 hafa gefið kost á sér í prófkjörinu. Árni M. Mathiesen, oddviti flokksins í kjördæminu, býður sig ekki fram til endurkjörs. Talning fer fram í Sjálfstæðishúsinu við Austurveg á Selfossi og eru fyrstu tölur væntanlegar klukkan 19. Klukkan 22 hefst kosningavaka á Hótel Selfossi og verða næstu tölur þá birtar. Óvíst er hvenær talningu lýkur því veðurspá er óhagstæð og alls óljóst hvort tekst að koma atkvæðaseðlum frá Vestmannaeyjum á talningarstað.Vinstri grænir

Forval Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fer fram í dag og stendur frá 10 til 22. Kosið er á þremur stöðum. Alls gefa 15 manns kost á sér í forval.(mbl.is)

Ef Jóhanna fær góða kosningu í prófkjöri Samfylkingar í Rvk.getur það stuðlað að því að hún gefi kost á sér sem formaður flokksins.

 

Björgvin Guðmundsson


Frjálsi lífeyrissjóðurinn skerðir ekki lífeyri til félagsmanna

Frjálsi lífeyrissjóðurinn þarf ekki að skerða réttindi og lífeyri sjóðfélaga í tryggingadeild sjóðsins þrátt fyrir þann ólgusjó sem ríkti á verðbréfamörkuðum árið 2008. Í tilkynningu segir að tryggingafræðileg staða sjóðsins hafi verið neikvæð um 4,8% í lok árs 2008 sem er innan þeirra marka sem lög mæla fyrir um.

Í tilkynningunni segir að Frjálsi lífeyrissjóðurinn hafi ekki farið varhluta af erfiðleikum á fjármálamörkuðum árið 2008. Aðgerðir í Eignastýringu Kaupþings, sem er rekstraraðili sjóðsins, höfðu þó miðað að því að minnka markvisst áhættu með því að auka vægi ríkisskuldabréfa og selja hlutabréf. Þannig tókst að draga verulega úr neikvæðum áhrifum á eignasafn Frjálsa lífeyrissjóðsins sem endurspeglast í ávöxtun sjóðsins árið 2008.

Hrein eign sjóðsins var í árslok rúmlega 68 milljarðar króna og jókst um 2 milljarða á árinu. Fjöldi sjóðfélaga í árslok var tæplega 42.000 en um 15.400 manns greiddu iðgjöld í sjóðinn á árinu.

Ávöxtun þriggja fjárfestingarleiða sjóðsins var neikvæð um 4,9% til 7,6% árið 2008. Jákvæð ávöxtun var af tveimur fjárfestingarleiðum sjóðsins, Frjálsi 3 skilaði 23,6% ávöxtun og Frjálsi 2 skilaði 12,3% ávöxtun.

Björgvin Guðmundsson

PDF-skrá 

Bloggfærslur 14. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband