Sunnudagur, 15. mars 2009
Skuldir sjávarútvegsins 458 millj.kr.
Skuldir sjávarútvegsins hafa hækkað mikið eftir gengishrun krónunnar í fyrra. Um áramót mældust þær rúmlega 526 milljarðar króna, hafa síðan lækkað talsvert og voru um síðustu mánaðamót rúmlega 458 milljarðar. Þetta eru heildarskuldir, nettóskuldir eru 130 til 140 milljörðum lægri. Heildartekjur sjávarútvegsins voru í fyrra rúmlega 171 milljarður og undanfarinn áratug hefur framlegðin verið um 20 prósent af tekjum. Ljóst er að stór hluti fer í að greiða vexti. Friðrik Jón Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ segir þetta áhyggjuefni ekki síst vegna lækkandi verðs á mörkuðum, en hann telur að greinin sem heild ráði við þessa skuldabyrði, þótt staða einstakra fyrirtækja sé misjöfn.(ruv.is)
Þessar skuldir eru að mestu leyti í ríkisbönkunum,þannig að ríkið á skuldirnar.Þjóðin ´á einnig kvótana.Það er því tímabært að innkalla kvótana.Það þarf að endurskoða allt kvótakerfið .
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 15. mars 2009
Framsókn hnýtir í Samfylkinguna
Formaður Framsóknar,Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,hefur verið að hnýta í Samfylkinguna að undanförnu.Hefur hann einkum beint óánægju sinni að Jóhönnu Sigurðardóttur,forsætisráðherra.Fylgi Framsóknar hefur dalað nokkuð í skoðanakönnunum að undanförnu.En ástæðulaust og óskynsamlegt er að láta óánægju með skoðanakannanir bitna á Samfylkingunni.Framsókn líkaði illa hvað Samfylkingin tók illa í tillöguna um 20% flatan niðurskurð á skuldum.Jóhanna sagði .það hreint út að hún gæti ekki samþykkt 20% lækkun skulda hjá öllum,líka efnafóli,sem ekki þyrfti á slíkum niðurskurði að halda.Þarna talaði Jóhanna hreint út eins og venjan er hjá henni.Ef Framsókn hefur áhuga á því að starfa í ríkisstjórn með Samfylkingu og VG eftir kosningar er ekki skynsamlegt hjá henni að vera alltaf að hnýta í Samfylkinguna.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 15. mars 2009
Jákvætt viðmót gagnvart Íslandi erlendis
Ísland hefur ekki í annan tíma fengið eins mikla athygli í erlendum fjölmiðlum og umliðna mánuði. Öll vitum við að það kemur ekki til af góðu. Það er ekki á hverjum degi sem bankakerfi heillar þjóðar hrynur eins og spilaborg. Fyrst eftir hrunið bárust fréttir hingað heim af hremmingum landa okkar erlendis og jafnvel óþægilegu viðmóti fólks í þeirra garð. Það þarf heldur ekki að tala lengi við Íslendinga til að komast að því að sumir eru smeykir um að við höfum brennt allar brýr að baki okkur meðal erlendra þjóða. Æran sé fokin út í veður og vind. Í stað þess að pakka sandölum og ermalausum bolum fyrir ferðina til útlanda fer gamla góða lambhúshettan nú fyrst niður í skjóðuna.
En skyldi það vera óþarfi? Þetta er alltént ekki upplifun Halldórs G. Eyjólfssonar, forstjóra 66°Norður, sem er nýkominn heim frá útlöndum úr mikilli sýningaferð. 66°Norður tók þátt í útivistarsýningum á Norðurlöndunum og stærstu sýningunni af þessu tagi í Evrópu, ISPO sem fram fer í München í Þýskalandi og OR, stærstu útivistarsýningunni í Bandaríkjunum sem haldin er í Salt Lake City.
Okkur var vel tekið alls staðar og fólk hafði mikinn áhuga á því að vita hvernig við hefðum það uppi á Íslandi. Það sýndi vanda okkar líka mikinn skilning. Það komu örugglega um tuttugu manns á básinn hjá okkur í Bandaríkjunum gagngert til að spyrja að þessu, segir Halldór.
Þið voruð fyrstir til að fara á hliðina, segir hann Bandaríkjamennina hafa fullyrt við sig. Það vildu þeir setja í samhengi við skuldabréfavafningana í Bandaríkjunum og í raun hafði enginn orð á því að við Íslendingar hefðum einhverja sérstöðu í þessum efnum. Ástandið er mjög slæmt í Bandaríkjunum og greinilegt að menn líta á þetta sem heimskreppu. Og við Íslendingar erum í þeirra huga bara fyrsta fórnarlamb hennar, segir Halldór.
Halldór segir íslenska fjölmiðla hafa gert sér mat úr neikvæðri umræðu um Ísland á alþjóðavettvangi og fyrir vikið hafi hann verið við öllu búinn þegar hann lét úr vör. Þetta viðmót kom mér þægilega á óvart enda voru menn búnir að vara mig við því að ég ætti örugglega eftir að fá það óþvegið í andlitið. Allir litu á Íslendinga sem ótínda glæpamenn og enginn vildi eiga viðskipti við okkur. Það var öðru nær, ég fann ekki fyrir neinum neikvæðum straumum. Hvorki í Bandaríkjunum né Evrópu. Það dettur ekki nokkrum manni í hug að íslenska bankakerfið hafi hrunið eingöngu vegna óeðlilegrar stærðar þess. Það verður að laga þennan tón í umræðunni hérna heima. Hann gefur ekki rétta mynd af stöðunni. Það finnur maður fljótt þegar maður talar við fólk úti í heimi.
Enda þótt umfjöllun heimspressunnar um landið bláa komi ekki til af góðu segir Halldór um að gera fyrir Íslendinga að færa sér hana í nyt. Þegar ég var í Salt Lake City í fyrra vissi varla nokkur maður hvar Ísland væri. Það er gömul saga og ný að Bandaríkjamenn haldi að það sé eitt af ríkjunum þar vestra, jafnvel þorp á austurströndinni. Nú vissu allir hvar Ísland er. Leigubílstjórar, fólk á veitingastöðum, á sýningunum, allir. Ísland hefur fengið mjög mikla umfjöllun og það eiga íslensk stjórnvöld að nýta sér með því að kynna landið og fá þannig fram margfeldisáhrif. Með þessu væri vafalaust hægt að auka ferðamannastrauminn til landsins og skapa fjölda starfa. Þetta er ekki bara bundið við Bandaríkin, ég hitti t.d. margt fólk frá Asíu á þessum sýningum og það er mjög forvitið líka. Núna er tækifærið!(mbl.is)
Það er ánægjulegt að heyra að viðmótið erlendis gagnvart Íslandi skuli vera jákvætt.Það er ef til vill skrifað of mikið neikvætt í íslensku blöðin og fjölmiðlana Það mætti ef til vill skrifa meira jákvætt.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 15. mars 2009
Nokkrir fyrrverandi ráðherrar fengu slæma kosningu
Þórunn Sveinbjarnardóttir fyrrverandi umhverfisráðherra fékk slæma kosningu í prókjöri Samfylkingar í Kraganum.Hún lenti i 4.sæti.Hið sama er að segja um Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur.Hún lenti í 8.sæti í Rvk.Guðlaugur Þór varð að lúta í lægra haldi fyrir Illuga Gunnarssyni í Rvk.Hins vegar fékk Jóhanna gífurlega góða kosningu í Rvk.Og Össur fékk þokkalega kosningu.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 15. mars 2009
Árni Páll og Illugi nýir leiðtogar í stjórnmálunum
Illugi Gunnarsson hreppti efsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Reykjavík. Illugi fékk ríflega helmingi fleiri atkvæði í fyrsta sætið en keppinautur hans Guðlaugur Þór Þórðarson sem hafnaði í öðru sæti. Alls tóku tæplega 8 þúsund manns þátt í prófkjörinu en talningu lauk skömmu fyrir miðnætti í gær. Pétur Blöndal hlaut þriðja sætið og Ólöf Nordal fjórða. Þar á eftir komu þeir Sigurður Kári Kristjánsson og Birgir Ármannsson. Ásta Möller hafnaði í sjöunda sæti og Erla Ósk Ásgeirsdóttir í því áttunda.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hlaut 78 prósent atkvæða í fyrsta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem lauk í gær. Jóhanna hlaut 2.766 atkvæði en alls voru greidd 3.543 atkvæði í prófkjörinu. Innan við helmingur flokksmanna tók þátt í prófkjörinu en kjörsókn var 45,8 prósent. Össur Skarphéðinsson iðnaðar- og utanríkisráðherra varð í öðru sæti og Helgi Hjörvar í því þriðja.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir kemur ný inn á listann í fjórða sæti eins og Skúli Helgason sem lenti í fimmta sætinu og Valgerður Bjarnadóttir í því sjötta. Steinunn Valdís Óskarsdóttir er í sjöunda sæti og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félagsmálaráðherra í áttunda sæti. Hún var lengi framan af mun neðar á listanum og leit út fyrir að hún næði ekki mögulegu þingsæti, en Samfylkingin hefur nú átta þingmenn í Reykjavík. Margt bendir því til að Ásta Ragnheiður hafi átt töluvert af utankjörfundaratkvæðum, en kosningin fór annars fram á Internetinu.
Mörður Árnason fyrrverandi þingmaður, sem nú situr sem varamaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á Alþingi, er í níunda sæti og í því tíunda er Anna Pála Sverrisdóttir formaður Ungra jafnaðarmanna, sem framan af kvöldi var lengi í áttunda sætinu.
Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, sem lýst hefur yfir vilja til að leiða Samfylkinguna fari Jóhanna ekki í formannsframboð, hafnaði í þrettánda sæti.
Rúmlega 5 þúsund kusu í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Suðvesturkjördæmi en talningu lauk um klukkan ellefu í gær. Röð efstu manna er sem hér segir: Bjarni Benediktsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Ármann Kr. Ólafsson, alþingismaður, sem sóttist eftir 2. til 3. sæti hafnaði í sjöunda sæti.
Árni Páll Árnason alþingismaður sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi sem lauk í gær, með rúmlega 42 prósent í fyrsta sæti listans. en hann var í fjórða sæti hans fyrir síðustu kosningar. Gunnar Svavarsson var þá í fyrsta sæti en gaf ekki kost á sér nú.
Katrín Júlíusdóttir hlaut annað sætið, eins og hún hafði áður og Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði, sem stefndi á fyrsta sætið, lenti í þriðja sæti. Þórunn Sveinbjarnardóttir fyrrverandi umhverfisráðherra varð í fjórða sæti, sem hingað til hefur verið baráttusæti flokksins í kjördæminu. Magnús Orri Schram, sem er nýr á lista, lenti í fimmta sæti, en kosning var bindandi í fyrstu fimm sætin í prófkjörinu.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sigraði í forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi í gær og hlaut 64 prósent atkvæða í fyrsta sætið. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra sem sóttist eftir öðru sætinu, fékk það sæti.
Vinstri grænir eru nú með einn þingmann í kjördæminu og því ljóst að flokkurinn þarf að bæta við sig fylgi frá síðustu kosningum til að Ögmundur nái kjöri, en skoðanakannanir að undanförnu benda til þess að það takist. Í þriðja sæti er Ólafur Þór Gunnarsson og Andrés magnússon er í fjórða sæti.
Ragnheiður Elín Árnadóttir hreppti fyrsta sætið í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi en þar kusu um 4 þúsund manns. Árni Johnsen varð í 2. sæti og Unnur Brá Konráðsdóttir í því þriðja. Þingmennirnir Kjartan Ólafsson og Björk Guðjónsdóttir, náðu ekki öruggum sætum í prófkjörinu. (visir.is)
Það eru mikil tíðindi,að Illugi skyldi fara upp fyrir Guðlaug Þór í prófkjörinu. Með því hefur hann tryggt sér ráðherrasæti þegar íhaldið fer á ný í stjórn.Hið sama er að segja um Árna Pál.Hann hefur tryggt sér ráðherrasæti í stjórn Samfylkingar eftir kosningar.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 15. mars 2009
Lífeyrissjóðurinn Gildi vill lækka réttindi sjóðfélaga.Kemur ekki til greina
Stjórn Gildis lífeyrissjóðs hyggst leggja til á ársfundi sjóðsins, sem fer fram 21. apríl nk., að réttindi sjóðfélaga, verði lækkuð um 10%. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir að þetta sé gert vegna núverandi stöðu í efnahagsmálum.
Árni segir, að staða sjóðsins hafi versnað og sé komin út fyrir þau mörk sem samþykktir sjóðsins segi til um. Taka verði á vandanum og því hafi verið ákveðið að grípa til þessarar ráðstöfunar, að höfðu samráði við tryggingafræðing sjóðsins.
Árni bendir á að réttindi sjóðfélaga hafi verið hækkuð um 17,7% frá stofnun Gildis árið 2005. Það sé til viðbótar vísitöluhækkunum. (mbl.is)
Það gengur ekki að ætla að rýra réttindi sjóðfélaga Gildis,þegar kreppa ríkis og lífskjör fólks skerðast.Þá er einmitt þörf á að halda réttindum óskertum.Lífeyrissjóðurinn Gildi á að breyta samþykktum sínum,ef þau eru komin út fyrir þau mörk sem samþykktir sjóðsins setja.
Björgvin Guðmundsson