Mánudagur, 16. mars 2009
Ríkið þarf ekki að leggja bönkunum til eins mikið fé og reiknað var með
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, telur ríkinu duga að leggja nýju bönkunum til talsvert lægri fjárhæð til endurreisnar þeirra en áður var áætlað. Bankarnir verða minni en búist hafði verið við. Endanlegt mat á stöðu bankanna á að liggja fyrir um næstu mánaðamót.
Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vakti máls á endurreisn bankakerfisins á Alþingi í dag og sagði þingið skorta upplýsingar um framgang mála. Samþykkt hefði verið að veita bankakerfinu um 380 milljarða í eigið fé þegar mati á eignum þeirra væri lokið. En það er mikilvægt að vanda mjög til verka, sagði Bjarni. Einungis 10% frávik í heildarvirði eigna nýja bankkerfisins myndi leiða til þess að allt þetta eigið fé myndi fuðra upp, allir 380 milljarðarnir. Ef kerfið er jafn stórt og gefið sé til kynna og óvissan um virði eignanna svona mikil geti 10% ofmat á heildareignunum koma til með að þurrka upp alla þá 385 milljarða, sem vilji hefði verið til að leggja nýja bankakerfinu til.
Mikilvægt er að mismunurinn lendi ekki á almenningi, bætti Bjarni við. Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, var hins vegar bjartsýnn á viðuandi niðurstöðu.
Í efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi verið gert ráð fyrir að eigið fjár framlag ríkisins yrði 385 milljarðar en nú virðist hins vegar allt útlit fyrir að talsvert lægri fjárhæð dugi, þó ekki liggi fyrir hver hún verði. Skýringin sé fyrst og fremst sú að það stefni í að bankarnir verði talsvert minni en gert hafi verið ráð fyrir
Aðkoma erlendra kröfuhafa að rekstri bankanna gæti jafnframt orðið tl þess að lækka megi framlag ríkisins. Gylfi sagði óvíst hve margar fjármálastofnanir verða og hverjir munu eiga þær. Aðalatriðið sé að allt stefni í að Ísland verði þegar upp er staðið komið með heilbrigt og vel fjármagnað bankakerfi sem vel geti staðið undir þörfum íslensks atvinnulífsins. Að því leyti verði Ísland jafnvel fyrr en varir litin öfundaraugum af ýmsum nágrannaþjóðum sem ekki hafi neyðst að fara í viðlíka tiltekt í sínum fjármálakerfum þrátt fyrir verulega veikleika.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 16. mars 2009
Jón Baldvin ekki í formannskjör
Jón Baldvin Hannibalsson mun ekki bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar né taka sæti eftir að hafa hafnað í þrettánda sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Þetta kom fram í pistli sem Jón Baldvin ritaði á vefsvæði Pressunar (pressan.is).
Jón Baldvin útlistar hugsalegar skýringar á hraklegri útreið" sinni eins og hann orðar það sjálfur. Hann tölusetur ástæðurnar og segir að í fyrsta lagi sé ástæðan lokað forval. Í öðru lagi hafi þátttaka í prófkjörinu verið aðeins um fjörtíu prósent - sem þykir lítil. Og í þriðja og síðasta lagi þá hafi myndast banadalög heimavarnaliða helstu frambjóðanda gegn utanaðkomandi ógn"
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 16. mars 2009
Launþegar eiga lífeyrissjóðina
Sigurður G.Tómasson sagði á Útvarpi Sögu í morgun,að þegar lífeyrissjóðunum hefði verið komið á fót hefði verið ákveðið að launþegar fengju lífeyrissjóð í stað kauphækkunar.M.ö.o. hefði verið ákveðið að launþegar greiddu ákveðinn hundraðshluta launa sinna í lífeyrissjóð gegn ákveðnu framlagi frá atvinnurekendum á móti.Ef ekki hefði verið samið um lífeyrissjóðinn hefðu launþegar fengið meiri kauphækkun í umræddum samningum. Launþegar afsöluðu sér kauphækkun vegna samkomulags um lífeyrissjóð.Af þessu leiðir að launþegar eiga lífeyrissjóðina og þeir eiga þá óskerta. Hið opinbera hefur ekkert leyfi til þess að skerða lífeyrissjóðina hvorki beint né óbeint. Og launþegar eiga að hafa full yfirráð yfir lífeyrissjóðunum.Það er næsta krafa launþega og lífeyrisþega,að skerðing á tryggingabótum vegna lífeyrissjóðstekna verði afnumin.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 16. mars 2009
Ísland getur ekki orðið gjaldþrota
Þorvaldur Gylfason,hinn virti hafræðiprófessor,skrifaði athyglisverða grein í Fréttablaðið fyrir stuttu. Þar leiddi hann rök að því að ríki gæti ekki orðið gjaldþrota. Einstaklingar og fyrirtæki gætu orðið gjaldþrota en ekki ríki.Hins vegar gæti ríki lent í vanskilum og jafnvel lýst því yfir,að það gæti ekki greitt einhverjar skuldir.En ríki héldi áfram að hala inn tekjur.
En ég tel,að Ísland eigi ekki að skuldbinda sig til .þess að greiða einhverjar erlendar skuldir,sem það ræður ekki við að greiða,t.d. Ivce save skuldirnar.Við eigum fyrst og fremst að greiða þær skuldir,sem ríkinu ber skylda til þess að greiða en aðrar ekki.Íslenska ríkinu ber ekki skylda til þess að greiða Ice save reikninga einkabanka.Ef Ísland af pólitískum ástæðum kýs samt að greiða eitthvað af þessum reikningnum verður það að vera innan viðráðanlegra marka.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 16. mars 2009
Spá lækkun stýrivaxta um 1-1/2 %
Hagfræðideild Landsbankans reiknar með því að Seðlabankinn muni lækka stýrivexti um 1 til 1,5 prósentustig á fimmtudaginn kemur en þá verður ákvörðun tekin um stýtivexti.
Þetta verður í fyrsta sinn sem ný peningastefnunefnd tekur ákvörðun um vextina.
Fram kemur í daglegu fréttabréfi hagfræðideildarinnar að ef gengi krónunnar haldist stöðugt og ef verðbólguþróunin verði áfram hagstæð muni Seðlabankinn líklega lækka stýrivexti nokkrum sinnum fyrir utan hefðbundna vaxtaákvörðunardaga sína.
Í fréttabréfinu segir að niðursveiflan í hagkerfinu kalli á lækkun stýrivaxta en raunvextir verði að vera jákvæðir áfram til að létta undir með afnámi gjaldeyrishaftanna.(mbl.is)
Vonandi gengur þessi spá eftir.En heldur er þetta lítil vaxtalækkun,sem spáð er.Það þarf að lækka vexti mikið meira ef gagn á að vera að henni fyrir atvinnulífið.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 16. mars 2009
Hafðu góðan dag!
Áhrif ensku á íslenskt mál eru mikil og margvísleg.Algengt er að fólk segi: Hafðu góðan dag.Þetta er bein þýðing úr ensku: Have a good day.Mér finnst þetta hvimleitt Eðlilegt er að segja: Blessaður.Vertu sæll.Eða : Hafðu það gott Það er ekki eðlilegt íslenskt mál að segja : Hafðu góðan dag.
Unga fólkið notar mikið alls konar ensku slettur eins og :; Bæ og bæ,bæ.Og okey og key.Allt í key.Sjálfsagt er erfitt að uppræta þetta. :Það er orðið svo fast í máli unga fólksns en við þurfum að varðveita íslenska tungu og reyna að halda henni eins hrenni og unnt er.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. mars 2009
Litlar breytingar í prófkjörum
Þrátt fyrir marga mótmælafundi og mikla ólgu í þjóðfélaginu vegna bankahruns eru breytingar í prófkjörum litlar.Segja má,að mestu breytingarnar hafi orðið áður en prófkjörin fóru fram,með broitthvarfi Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar úr stjórnmálum vegna veikinda. En breytingar í prófkjörunum sjálfum voru sáralitlar.Foringjarnir,Jóhanna,Steingrímur og Bjarnir Ben og Þorgerður Katrín héldu velli.Það komu nokkrir nýir þingmenn inn en þeir felldu ekki neina sitjandi þingmenn.Nýir þingmenn hjá Samfylkingu í Rvk. eru Skúli Helgason,Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Valgerður Bjarnadóttir. Endurkoma Jóns Baldvins í pólitík mistókst. Hann fékk 13.sæti.ÓIöf Nordal náði þingsæti í Rvk. hjá Sjálfstæðisflokki en hún var ekki ný,heldur flutti hún sig frá Austfjörðum til Rvíkur.Svandís Svavarsdóttir náði góðum árangri í prófkjöri VG í Rvk og ítti ráðherranum Kolbrúnu niður eftir listanum.Eins og áður leiða karlmenn flesta lista,efða 7 af 10. Jafnréttið á undir högg að sækja. Fjórflokkurinn blívur og ný framboð koma tæpast að manni.Frjálslyndir berjast fyrir lífi sínu.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 16. mars 2009
Aflaverðmæti eykst þrátt fyrir minni aflaheimildir
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 99 milljörðum króna á árinu 2008 samanborið við 80 milljarða yfir árið 2007. Aflaverðmæti hefur því aukist um 18,8 milljarða eða 23,5% á milli ára. Aflaverðmæti í desember nam tæpum 8 milljörðum miðað við rúma 5 milljarða í desember 2007. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.
Aflaverðmæti botnfisks var 70 milljarðar á árinu 2008 og jókst um 15,8% frá fyrra ári þegar aflaverðmætið nam rúmum 60 milljörðum. Verðmæti þorskafla var um 32 milljarðar og jókst um 8,8% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 14,1 milljarði og jókst um 3,9% en verðmæti karfaaflans nam 9,2 milljörðum, sem er rúm 58,6% aukning frá árinu 2007. Verðmæti ufsaaflans jókst einnig umtalsvert, það nam tæpum 6,5 milljörðum sem er 52,1% aukning frá fyrra ári.
Verðmæti flatfiskafla nam 6,6 milljörðum á árinu 2008 og jókst um 53,7% frá fyrra ári. Aflaverðmæti uppsjávarafla nam rúmum 21 milljarði, sem er 46,4% aukning milli ára. Verðmæti síldaraflans yfir árið nam rúmum 12 milljörðum sem er 112,7% aukning frá árinu 2007. Verðmæti makríls jókst einnig mikið á milli ára, nam tæpum 4,6 milljörðum samanborið við 1,6 milljarða á árinu 2007.
Verðmæti afla, sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 36,8 milljörðum króna, sem er aukning um 14,8% frá fyrra ári. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands jókst um 2,6% milli ára og var tæpir 13 milljarðar yfir árið 2008. Aflaverðmæti sjófrystingar nam 33,8 milljörðum og jókst um 35,1% og verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam rúmum 12 milljörðum, sem er 41,8% aukning frá árinu 2007.(mbl.is)
Allt frá því aflaheimildir þorsks voru minnkaðar hefur aflaverðmætið aukist,sem er asthyglisvert.Það er vegna þess að meira hefur fengist fyrir fiskinn.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 16. mars 2009
Íslenskum togurum fagnað í Grimsby
Íslenskir togarar eru farnir að sigla til Grimsby á ný og er fagnað þar.Hér áður sigldu togarar héðan mjög mikið til Grimsby og Hull.En svo lögðust siglingar að mestu af og í staðinn hófst mikill útflutningur á heilum ferskum fiski í gámum svo og útflutningur á ferskum flökum í flugi. Útflutningur á ferskum flökum er mjög mikill nú til margra landa í Evrópu en mest til Bretlands,Frakklands og Þýskalands. En siglingar til Bretlands vekja athygli nú,þar eð þeir voru oðrnar litlar sem engar.
Björgvin Guðmundsson