Þriðjudagur, 17. mars 2009
Afhentu 83000 undirskriftir með mótmælum gegn hryðjuverkalögunum
Forsvarsmenn Indefence-hópsins afhentu breskum þingmönnum undirskriftir rúmlega 83.000 Íslendinga fyrir stundu. Þar er mótmælt setningu hryðjuverkalaga frá því í haust.
Hópurinn gekk fylktu liði yfir Westminister-brúna til þinghússins. Með í för eru Orri Páll Dýrason úr hljómsveitinni Sigur Rós, sem lék göngumars á trommur, og íslensk kona í skautbúningi. Fyrir utan þingið eru námsmenn og félagar í Íslendingafélaginu í Lundúnum, og heldur fólkið á kröfuspjöldum.
Við náðum tali af Magnúsi Árna Skúlasyni, einum forsvarsmanna Indefence-hópsins fyrir stundu. Hann var beið þess þá að vera hleypt inn í breska þingið ásamt félögum sínum.
Auk þingmanna býst Magnús við að hópurinn eigi fundi með undirráðherrum í bresku ríkisstjórninni. (ruv.is)
Þetta er mjög gott framtak hjá Indefence hópnum.Það athæfi Breta að beita okkur hryðjuverkalögum var algert níðingsverk.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 17. mars 2009
Á ríkið að styrkja sparisjóðina?
Sparisjóðurinn BYR tapaði 29 milljörðum sl. ár. Byr hefurv nú farið fram á,að ríkið leggi honum til 13 milljarða.Það eru miklir fjármunir.En spurningin er þessi:Á ríkið að hjálpa öllum einkafyrirtækjum ,sem eru í fjárhagsvandræðum?Og spurningin er einnig sú hvort ríkið hafi efni á því.Síðari spurningunni er strax unnt að svara neitandi.Ríkið hefur ekki efni á því. Ég tel,að ríkið geti ekki hlaupið undir bagga með öllum einkafyrirtækjum,sem eru í vandræðum.Sparisjóðirnir njóta að vísu nokkurrar sérstöðu.Þeir nutu virðingar og gegndu mikilvægu hlutverki hér áður. En þeir fóru út af sporinu.Þeir urðu græðgisvæðingunni að bráð eins og fleiri.Þeir æltluðu að græða einhver ósköp á braski og töpuðu miklu í staðinn.Þeim hefði verið nær að halda sig við hefðbundinn sparisjóðarekstur.
Það kemur til greina að ríkið gerist hluthafi í einhverjum sparisjóðum en ekki kemur til greina að mínu mati að leggja þeim til fjármagn í öðru formi.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. mars 2009
Skuldir ríkissjóðs 1100 milljarðar í lok árs
Við sjáum enn ekki til lands í því hvenær hægt verður að fresta þingi, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á vikulegum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar sem haldinn var í Þjóðmenningarhúsinu í dag.
Á fundinum sátu fyrir svörum auk Jóhönnu þeir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.
Á fundinum voru kynnt gögn sem varpa stöðu á þjóðarbúskaparins og ríkisfjármálin. Flestir eru sammála þeirri spá að íslenska hagkerfið nái sér á strik á ný, en árin 2009 og 2010 verði engu að síður mjög erfið fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga, sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Þar kemur meðal annars fram að stutt sé í að stærsti verðbólgukúfurinn verði yfirstaðinn en jafnframt að atvinnuleysi verði verði enn töluvert á næsta ári þegar búist er við að hagkerfið vaxi á ný árið 2011.
Að mati fjármálaráðherra mun fjárfesting dragast saman um 30% á þessu ári, eftir 20% samdrátt á því síðasta, draga mun úr vexti samneyslu og einkaneyslu. Áætlaðar skuldir ríkissjóðs í lok ársins 2009 eru 1.100 milljarðar króna og í fjárlögum er gert ráð fyrir að vaxtagjöld verði 87 milljarðar króna á árinu.
Jóhanna kynnti vinnu ríkisstjórnarinnar að siðareglum fyrir ráðherra og embættismenn. Jafnframt var á ríkisstjórnarfundi samþykkt tillaga félagsmálaráðherra aðgerðaráætlun gegn mansali og kynnt verður á blaðamannafundi í félagsmálaráðuneytinu í dag kl. 15.
Einnig var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun samþykkt áætlun um kynjaða hagstjórn. Steingrímur sagði að færa mætti rök fyrir því að slík sjónarmið væru aldrei brýnni en núna. Kynjuð hagfræði miðar að því að skoða ákvarðanir stjórnvalda og ólík áhrif þess á kynin. Þetta er alþjóðlega viðurkennd aðferðarfræði og í raun löngu tímabært að Íslendingar taki á þessum málum, sagði Steingrímur.
Á fundinum voru kynnt gögn sem varpa stöðu á þjóðarbúskaparins og ríkisfjármálin. Benti Steingrímur á að vöxtur þjóðarbúsins hefði verið 10% á sl. árum og raunar mætti ljóst vera að slíkt gæti ekki verið sjálfbært til lengri tíma litið. Sagði Steingrímur það von manna að verðbólgan lækki hratt á næstunni. Benti hann á að það væri enginn undirliggjandi verðbólguþrýstingur. Benti hann á að í samanburði við nágrannalöndin okkar hefðu Íslendingar skorið sig úr þegar kom að viðskiptajöfnuðinum sem var neikvæður sl. ár.
Sagði Steingrímur að skuldastaða þjóðarbúsins hefði verið nálægt 200% af vergri landsframleiðslu í árslok 2008. Sagði hann stefnt að því að ríkissjóður skili afgangi árið 2013.
Flestir eru sammála þeirri spá að íslenska hagkerfið nái sér á strik á ný, en árin 2009 og 2010 verði engu að síður mjög erfið fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga, sagði Steingrímur og vísaði þar til spá fjármálaráðuneytisins, Seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Þetta er tilraun til þess að standa við fyrirheit okkar um að upplýsa þjóðina um það hvernig við stöndum, sagði Steingrímur að kynningu lokinni.
Á blaðamannafundinum var spurt hvort og hversu mikla stýrivaxtalækkun búast mætti við nk. fimmtudag. Viðskiptaráðherra sagði ljóst að búast mætti við lækkun, en minnti jafnharðan á að ákvörðunin væri í höndum peningastefnunefndar en ekki stjórnvalda. (mbl.is)
Leiðtogar stjórnarflokkanna voru sammmála um að Ísland mundi ná sér á strik.Það er aðeins spurning um tíma.Fulltrúi IMF telur, að viðsnúningur verði seint á þessu ári.Vonandi gengur það eftir.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 17. mars 2009
Krafan er: Aukinn jöfnuður og uppstokkun kvótakerfisins
Samfylkingin verður að leggja áherslu á aukinn jöfnuð i þjóðfélaginu og uppstokkun kvótakerfisins í næstu ríkisstjórn.Þetta eru stærstu málin í dag. Koma má á auknum jöfnuði með ráðstöfunum i skattamálum: Hærri sköttum á þá tekjuhærri og lægri sköttum á þá tekjulægri.Uppstokkun kvótakerfisins getur einnig stuðlað að auknum jöfnuði.Framkvæmd kvótakerfsins hefur skapað gífurlegt ranglæti í þjóðfélaginu og ójöfnuð.Það þarf að vinda ofan af þessu kerfi.Innkalla veiðiheimildir og úthluta þeim á ný á réttlátan hátt eða bjóða þær upp.Samfylkingin getur ekki ítt kvótamálinu lengur á undan sér. Næsta ríkisstjórn verður að taka það mál fyrir og leysa það.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 17. mars 2009
Bankaleynd á að afnema
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra vill draga mikið úr bankaleynd og segir hana skýra að hluta til hversvegna bankarnir komust upp með margt af því sem hefur komið í ljós. Hann segir að ekki gefist tími til að leggja fram frumvarp um lagabreytingar fyrir kosningar en ætlar að skoða með hvaða hætti sé hægt að túlka núverandi lög með öðrum hætti. Hann segir fráleitt að bankaleynd eigi að koma í veg fyrir að hægt sé að upplýsa að eigendur bankana hafi lánað sjálfum sér mörg hundruð milljarða fyrir hrunið.
Gylfi segir að þegar séu að koma til landsins sérfræðingar sem Eva Joly lagði til að myndu aðstoða við rannsóknina á bankahruninu.(mbl.is)
Það er fráleitt að viðhalda bankaleynd.Hana á að afnema með öllu eða nær öllu,ef talið er nauðsynlegt að halda í hana í vissum tilvikum.Strax á að heimila sérstökum saksóknara að fá öll gögn úr bönkunum.ella getur hann ekki rannsakað bankanþ
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 17. mars 2009
Vilhjálmur Birgisson:Lækka ber laun starfsmanna lífeyrissjóða
Það ætti svo sannarlega að skoða hvort ekki megi lækka laun hjá forstjórum og framkvæmdastjórum lífeyris-sjóðanna, sem eru með allt að þrjátíu milljónir á ári í laun, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Sérstaklega eigi þetta við um Lífeyrissjóð verslunarmanna og Gildi, þar sem yfirmennirnir þéni milli tuttugu og þrjátíu milljónir á ári.
Þessi laun eru ekki í neinum takti við það sem eðlilegt getur talist. En það er fleira sem má skoða, svo sem aðkoma atvinnurekenda að stjórnum sjóðanna," segir Vilhjálmur.
Óeðlilegt sé að atvinnurekendur véli með lífeyri launþega. Hagsmunaárekstrar geti til dæmis myndast þegar teknar séu ákvarðanir um fjárfestingar. Launþegarnir eigi að fara með stjórn eigin lífeyris.(visir.is)
Ég tek undir með Vilhjálmi Birgissyni.Laun framkvæmdastjóra og stjórnarmanna lífeyrisjóðanna eru alltof há. Þau verður að lækka.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 17. mars 2009
Skóli i Úlfarsárdal næsta ár
Fyrirhugað er að samrekinn leik- og grunnskóli fyrir 1.-4. bekk, ásamt frístundaheimili, taki til starfa í Úlfarsárdal í ágúst 2010. Tillögur þessa efnis hafa verið samþykktar í þremur ráðum Reykjavíkurborgar.
Lagt er til við framkvæmda- og eignaráð borgarinnar að í þessu skyni verði sem fyrst hafin bygging húsnæðis við Úlfarsbraut 118-120, sem hugsuð var sem framtíðarhúsnæði leikskóla í hverfinu. Byggingin er hönnuð sem 5-6 deilda leikskóli á 5.350 fermetra lóð og hentar því einnig vel fyrir starfsemi yngstu bekkja grunnskóla. Reiknað er með 40-50 börnum á leikskólaaldri á fyrsta starfsári skólans og svipuðum fjölda grunnskólabarna í 1.-4. bekk. (mbl.is)
Ég bý í Grafarholti og horfi yfir Úlfarsárdal út um eldhúsgluggann hjá mér.Rúmlega 100 manns eru fluttir í þetta nýja hverfi en framkvæmdir eru nú litlar þarna miðað við það sem áður var. Margir hafa skilað lóðum sínum vegna efnahagsástandsins og aðrir geta ekki haldið áfram framkvæmdum vegna fjárskorts.Bankarnir lána ekki neitt og eru tæplega komnir í gang. Það er ánægjulegt,að Reykjavíkurborg skuli ætla að hefja skólastarf í hverfinu næsta ár.Það mun þá ekki standa á því.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 17. mars 2009
17000 atvinnulausir.Þeir sem eru í hlutastörfum meðtaldir
Alls eru 17.087 einstaklingar skráðir á atvinnuleysisskrá Vinnumálastofnunar, þar af 10.848 karlar og 6.239 konur. Á höfuðborgarsvæðinu eru 11.834 skráðir á atvinnuleysisskrá. Taka verður tillit til þess að á skránni eru allir þeir sem eru skráðir, einnig þeir sem eru í hlutastörfum og fá atvinnuleysisbætur að hluta.
Á vef Vinnumálastofnunar kemur fram að gera verði ráð fyrir að þar af séu nálægt 1.000 manns sem ekki eru í atvinnuleit vegna breyttra aðstæðna eftir að þeir skráðu sig, en upplýsingar um slíkt berast Vinnumálastofnun yfirleitt ekki fyrr en um eða upp úr mánaðarmótum.
Þá verður að hafa í huga að sá hópur sem ekki er að fullu atvinnulaus fer stækkandi, þ.e. þeir sem eru á hlutabótum á móti hlutastarfi. Um þessar mundir er fjöldi þeirra sem eru á hlutabótum á móti hlutastarfi á milli 2.000 og 2.500. (mbl.is)
Þetta eru hörmulegar tölur.Á sama tíma berast fregnir af því að á útsölu Max hafi allir flatskjáir selst upp á örskömmum tíma.Ætlar fólk að halda áfram á eyðslufylleríi á sama tíma og 17ööo manns eru atvinnulausir. Allt fé atvinnuleysistryggingasjóðs verður uppurið fyrir áramót. Það þýðir,að ríkissjóður verður að leggja sjóðnum til nýtt fjármagn.Það þýðir að leggja verður nýja skatta á þjóðina.Þegar ástandið er svona getur hluti þjóðarinnar ekki haldið áfram á neyslufylleríi.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 17. mars 2009
Blekktu atvinnurekendur launþega?
Verkalýðsforystan hefur brugðist illa við fréttunum af fyrirhugaðri arðgreiðslu. Þannig skorar Efling-stéttarfélag á stjórn HB Granda, í ljósi arðgreiðslna til hluthafa og yfirlýsinga um að fyrirtækið standi vel rekstrarlega, að taka umsvifalaust ákvörðun um að launahækkun til starfsmanna Granda hf. komi þegar í stað til framkvæmda.
Að sögn Kristjáns kemur ákvörðun stjórnar HB Granda einkennilega fyrir sjónir þegar blekið sé ekki þornað á þeim pappírum þar sem beðist var undan launahækkunum til handa verkafólki. Ef menn hafa svigrúm til þess að greiða sér ríflegan arð miðað við ástandið í þjóðfélaginu, þá er svigrúm til launahækkana hjá fiskverkafólki, sem á þær svo sannarlega skilið, segir Kristján og bendir á að fiskverkafólk hafi á síðustu mánuðum spýtt í lófana til þess að afla eftirsóttra gjaldeyristekna fyrir landið. Ég ætla rétt að vona að stjórn Granda sjái að sér og kippi málinu í liðinn áður en þeir setja hér þjóðfélagið á annan endann.
(mbl.is)
Svo virðist sem atvinnurekendur hafi blekkt launþega.Þeir báru sig aumlega og sögðu ekkert svigrúm til kauphlækkana en geta síðan greitt eigendum sínum arð. Granda ber siðferðisleg skylda til þess að greiða starfsfólki sínu launauppbót og mér kæmi ekki á óvart þó ASÍ mundi endurskoða samkomulagið um að fresta launahækkunum.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 17. mars 2009
Stórar lánveitingar Kaupþings hugsanlega brot gegn reglum
Stórar lánveitingar Kaupþings til bresk-íranska viðskiptamannsins Roberts Tchenguiz brutu hugsanlega gegn reglum um stórar áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækja. 30. júní 2008 voru útistandandi lán Kaupþings til Roberts Tchenguiz og félaga í hans eigu 230,2 milljarðar króna. Eiginfjárgrunnur bankans 30. júní var 582,9 milljarðar króna.
Það þýðir að lán til Tchenguiz námu 39,4% af eiginfjárgrunni bankans.
Í 3. gr. reglna nr. 216/2007 um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum segir að stórar áhættuskuldbindingar vegna einstakra viðskiptamanna eða fjárhagslegra tengdra aðila megi ekki fara yfir 25% af eiginfjárgrunni fjármálafyrirtækis.
Í reglunum koma fram viðmið um hvað undanskilja megi frá þessum útreikningi. Í f-lið 4.gr er vísað til handveðs í innstæðum og í j-lið er vísað í handveð í verðbréfum. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfar umfjöllunar Morgunblaðsins um lánveitingar til eigenda og tengdra aðila Kaupþings að áhættuskuldbindingar til Tchenguiz hefðu verið eðlilegar, með vísan til þessa, þ.e handveðs í innstæðum og hlutabréfum. Hann gaf þó ekki upp hverjar skuldbindingarnar hefðu verið.
Samtals námu útlán til Roberts Tchenguiz, Ágústs og Lýðs Guðmundssona og Ólafs Ólafssonar 478 milljörðum króna hinn 30. júní 2008. Lánin voru ýmist veitt þeim sjálfum, íslenskum fyrirtækjum sem þeir áttu eða eignarhaldsfélögum í Hollandi og á Tortola-eyju. Lán til Ágústs og Lýðs voru 169,1 milljarður króna og þ.a.l. 29% af eiginfjárgrunninum.(mbl.is)
Samtals námu lán til Tchenguiz 39,4% af eiginfjárgrunni bankans.Hvað var hér að gerast.Þetta hefur örugglega verið brot á reglum bankans og hvers vegna var bankinn að lána einstökum aðilum svona mikið og stórt hlutfall af af eiginfjárgrunni bankans,þegar bankinn sagði við innlenda lántakendur,að það væru engir peningar til .Það hefur eitthvað mikið verið að þarna. Og vissulega ástæða til þess að taka mark á Evu Joly og rannsaka allt niður í kjölinn.
Björgvin Guðmundsson