Miðvikudagur, 18. mars 2009
Landsbankinn hefur afskrifað 1,8 milljarð hjá fyrirtækjum
Af nýju ríkisbönkunum þremur hefur aðeins nýi Landsbankinn endanlega afskrifað lán, að því er fram kom í svari Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Eygló Harðardóttur, Framsóknarflokki, á Alþingi í dag.
Svaraði Steingrímur með yfirliti sundurliðuðu eftir bönkum.
Því væri til að svara að Íslandsbanki hefði óskað eftir því að bú þriggja félaga yrðu tekin til gjaldþrotaskipta frá því að bankinn tók við eignum úr hendi Glitnis hinn 14. október síðastliðinn.
Nýi Kaupþing banki hefði sent eina gjaldþrotabeiðni vegna gjaldþrots fyrirtækja en ekkert félag hefði verið úrskurðað gjaldþrota að beiðni nýja Landsbankans.
Hinn 12. mars hafi verið áætluð gjaldþrotaskipti yfir einu félagi en svar borist frá Landsbankanum daginn áður.
Vert er að taka fram að í flestum tilvikum óska stjórnar fyrirtækja sjálfar eftir gjaldþrotaskiptum, sagði Steingrímur.
Hvað varðaði spurningu Eyglóar um heildarupphæð afskrifaðra skulda fyrirtækja hjá nýju bönkunum, sundurliðað eftir bönkum, sagði Steingrímur Íslandsbanka ekki hafa samþykkt endanlega afskrift neinna útlána frá því bankinn tók við eignum úr hendi Glitnis.
Engin lán yrðu afskrifuð af bankanum endanlega fyrr en í fyrsta lagi eftir að stofnefnahagsreikningur nýs banka og verðmat á þeim eignum sem fluttar voru á milli gamla og nýja bankans liggur fyrir.
Sama gildi um nýja Kauþing.
Hins vegar hefði bankaráð Landsbankans samþykkt að afskrifa útlán til fyrirtækja að fjárhæð 1.772.311 krónum, eða að upphæð tæplega 1.800 milljóna króna.
Hvað snerti spurninguna um í hve mörgum tilvikum eignum fyrirtækja hefði verið ráðstafað aftur til fyrri eigenda eða tengdra aðila hefði ekkert tilvik þess efnis verið um að ræða hjá Íslandsbanka.
Einstök uppgjörsmál væru ekki komin á það stig að hægt væri að tala um endanlega úrlausn þessara mála og ráðstafanir til fyrri eða annarra eigenda hjá nýja Kaupþingi.
Hjá Landsbankanum hefði eignum fyrirtækja ekki verið úthlutað til fyrri eigenda eða tengdra aðila.
Hins vegar hefði í nokkrum tilvikum verið samið við hluthafa um að leggja fyrirtækjum til nýtt hlutafé og frysta afborganir lána.
(mbl.is)
Reikna má með að hluti afskrifta Landsbankans séu afskriftir á skuldum Árvakurs.En sú spurning vankar hvort ekki þarf að afskrifa einnhvað af skuldum einstaklinga til jafns við afskriftir á skuldum fyrirtækja.Það gengur ekki að afskrifa aðeins skuldir fyrirtækja en ekki einstaklingq.
Björgvin Guðmundssopn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 18. mars 2009
Rógur um Björgvin G.Sigurðsson kveðinn niður
Landsbankinn hefur staðfest orð Björgvins G. Sigurðssonar, alþingismanns um að bankinn hafi aldrei afskrifað neinar kröfur á Björgvin. Þetta kemur fram á fréttavefnum Sunnlendingur.is. Þar með hefur Landsbankinn staðfest orð Björgvins sem koma fram í grein sem hann ritaði og birt er í Morgunblaðinu í dag.
Í greininni í Morgunblaðinu vísar Björgvin alfarið á bug sögusögnum þess efnis að hann hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu hjá fjármálastofnunum. Segist hann eingöngu hafa verið í viðskiptum við einn banka, Landsbankann, og þar hafi hann ... ekki fengið eina einustu krónu afskrifaða eða niðurfellda ... eins og hann orðar það í greininni.
Í grein Björgvins í Morgunblaðinu segir meðal annars:
Um helgina hringdi í mig vandaður maður og sagði mér að kosningasmalar Sjálfstæðisflokksins hefðu sótt hann heim. Reynt að fá hann til að kjósa í prófkjöri hjá Flokknum en hann sagði nei, hann styddi Björgvin og Samfylkinguna og kysi ekki hjá öðrum. Þetta þóttu smölunum afleitt að heyra. Björgvin væri ekki ekki hægt að kjósa þar sem hann hefði fengið afskrifaðar 100 milljónir í bankakerfinu! Eitt hundrað milljónir, takk fyrir.(mbl.is)
Það er ljótt þegar sett er í gang rógsherferð gegn ákveðnum mönnum,í þessu tilviki gegn Björgvin G,.Sigurðssyni fyrrv, ráðherra. En það er gott að hann hefur nú kveðið róginn niður með yfirlýsingu frá Landsbankanum.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 18. mars 2009
Grétar Mar gagnrýnir mannréttindabrot í kvótakerfinu
Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, kvaðst í fyrirspurn til sjávarútvegsráðherra í dag ekki trúa öðru en að ríkið stefndi að því að gera samninga við sjómennina tvo sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna taldi ríkið hafi brotið á í frægum úrskurði.
Var niðurstaða nefndarinnar sú að íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið bryti í bága við 26. gr. Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.
Rifjaði Grétar Mar upp að hér væri á ferð 14 til 15 mánaða gamalt mál og lék honum forvitni á að heyra frá sjávarútvegsráðherra hvernig þessu máli liði.
Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra svaraði því til að þegar málið hafi komið upp hafi hann verið í stjórnarandstöðu.
Afstaða hans hefði þá verið sú að stórnvöld ættu að fara í efnislegar viðræur við mannréttindanefndina um málið og þar með bregðast við úrskurðinum með öðrum hætti en stjórnin bauð upp á.
Í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar hefðu gengið bréf á milli hennar og nefndarinnar.
Eftir bankahrunið hefði henni hins vegar verið gerð grein fyrir því að stjórnvöld væru önnum kafin vegna þess alvarlega ástands sem við blasti í atvinnu- og fjármálalífi þjóðarinnar.
Ég gef bara hreinskilið svar um að ég hef ekki haft tíma til þess að setja mig rækilega í málið," svaraði Steingrímur.
Grétar Mar gagnrýndi þá ráðherrann fyrir að svara því svo til að það væri svo mikið að gera að ekki væri hægt að virða mannréttindi á sama tíma og ríkið væri að setja 14 milljarða í tónlistarhús.(mbl.is)
Ég er sammmála Grétari Mar. Þqð er til skammar,að íslenskt stjórnvöld skuli ekkert gera í því að bæta mannréttindi á Íslandi eftir að mannréttindanefnd Sþ úrskurðaði,að kvótakerfið fæli í sér brot á mannréttindum.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 18. mars 2009
Lýsa vantrausti á forseta og samninganefnd ASÍ
Drífandi stéttarfélag í Vestmannaeyjum lýsir yfir miklum vonbrigðum og vantrausti á störf forseta og samninganefndar ASÍ í aðdraganda endurskoðunar kjarasamninganna. Drífandi var eitt sex félaga sem var andvígt frestun launahækkana. Félagið vill að samkomulagi við Samtök atvinnulífsins verði þegar í stað rift og farið í viðræður við SA með nýrri samninganefnd.
Í ályktun Drífanda, sem birt er á eyjar.net segir að Drífandi fagni góðum uppgjörum sjávarútvegsfyrirtækja undanfarið. Staða margra fyrirtækja sé góð þrátt fyrir þrengingar í þjóðfélaginu. Það sýni að málflutningur þeirra sex stéttarfélaga er kröfðust þess að launahækkunin kæmi til framkvæmda 1. mars, hafi verið var hárréttur. Þá er vonbrigðum og vantrausti lýst á störf forseta og samninganefndar ASÍ í aðdraganda endurskoðunar kjarasamninganna.
Sérstaklega er alvarlegt að einstakir aðilar innan samninganefndarinnar virðast hafa verið að gera samninga við fyrirtæki um launahækkanir til handa sínum félagsmönnum, en á sama tíma frestað gildistöku samninga annars launafólks í skjóli Alþýðusambandsins. Drífandi krefst þess að nú þegar verði sagt upp samkomulaginu við Samtök atvinnurekenda um frestun kjarasamninga og farið verði í viðræður við samtökin með nýrri samninganefnd, segir í ályktun Drífanda. (mbl.is)
Ályktun Drífandi er eðlileg.Hún endurspeglar viðhorf verkafólks almennt.Það vill fá umdamdar kauphækkanir og engar refjar.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 18. mars 2009
Skerðingar hjá TR: Hvers vegna munur á launum og eftirlaunum?
Vakin hefur verið athygli mín á því,að í rauninni sé engin munur á launum og eftirlaunum.Eftirlaun eru í raun laun eins og þau laun sem maður fær greidd fyrir vinnu.Eftirlaun eru laun,sem menn fá greidd,þegar þeir eru hættir að vinna.Með tilliti til þess ætti ekki að gera greinarmun á því við skerðingar tryggingabóta hjá almannatryggingum hvort tekjur lífeyrisþega eru laun eða eftirlaun.Það ætti að gilda sama regla við skerðingar hvort sem um laun eða eftirlaun er að ræða.Nú er það ekki svo.Það gildir 100 þús frítekjumark á mánuði við atvinnutekjur eftirlaunamanna en ekkert frítekjumark við eftirlaunatekjur eftirlaunamanna.Þetta verður að leiðrétta.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 18. mars 2009
Eva Joly á að hreinsa út
Veiðar á þeim sem bera ábyrgð á efnahagshruni Íslands eru hafnar fyrir alvöru. Spillingarhausaveiðarinn Eva Joly á að hreinsa þar út. .
Á þessa lund hefst frásögn danska fréttavefjarins business.dk af framvindu bankahrunsins á Íslandi.
Ekki er lengur einungis talað um óábyrg útlán banka, stefnu stjórnvalda og helst til of áhættusækna framkvæmdastjóra. Nei, nú snýst umræðan um hreinan og beinan þjófnað, segir í greininni, þar sem fjallað er um aðkomu Evu Joly að íslenskum rannsóknum á bankahruninu. Sagt er frá því að hún hafi mætt í viðtal hjá ríkissjónvarpinu og talað þar tæpitungulaust um ástandið á Íslandi. Þrátt fyrir það hafi Íslendingar ekki móðgast, heldur krafist þess að hún yrði ráðin til þess að taka hér til.
Lýst er atburðarásinni frá bankahruni til búsáhaldabyltingar, ríkisstjórnarskipta og stjórnarskipta í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti. Þetta er samt ekki nóg til að lægja kröfur fólksins um að þeir sem beri ábyrgð axli hana. Langt í frá.(mbl.is)
Þessi grein er skrýtin.Það eina,sem er rétt í greininni er,að Ísland hefur ráðið Evu Joly sem ráðgjafa.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 18. mars 2009
Framsýn vill rifta samkomulagi um frestun kauphækkana
Framsýn stéttarfélag ítrekar kröfur um að samninganefnd ASÍ eigi þegar í stað að rifta samkomulagi sem gert var við Samtök atvinnulífsins um frestun á launahækkunum sem koma áttu til framkvæmda 1. mars sl.
Í ályktun félagsins sem samþykkt var í gærkvöld, er skorað á stjórnendur HB Granda að hætta við arðgreiðslur og hækka í staðinn laun verkafólks.
Framsýn- stéttarfélag telur að Samninganefnd ASÍ eigi þegar í stað að rifta samkomulagi sem gert var við Samtök atvinnulífsins 25. febrúar um frestun á launahækkunum sem koma áttu til framkvæmda 1. mars sl.
Eins og fréttir af arðgreiðslum til eigenda HB Granda bera með sér, eru til fyrirtæki sem hafa fulla burði til að standa við gerða kjarasamninga. Á þetta hefur Framsýn margsinnis bent og lagðist því gegn frestun launahækkana. Hins vegar var góður meirihluti aðildarfélaga ASÍ með frestun. Í ljósi ákvörðunar HB Granda verður því seint trúað að verkalýðshreyfingin ætli að sitja hjá og viðurkenna þennan gjörning sem er siðlaus með öllu.
Framsýn- stéttarfélag skorar á stjórnendur HB Granda að falla frá arðgreiðslum til hluthafa og hækka þess í stað laun starfsfólks um kjarasamningsbundnar hækkanir frá og með 1. mars 2009.(mbl.is)
Mér finnst krafa Framsýnar eðlileg.Verkafólk var fengið til þess að fresta umsaminni kauphækkun á þeim forsendum að staða atvinnufyrirtækja væri erfið en síðan greiðir Grandi 150 millj. í arð til eigenda.Mörg fyrirtæki ráða vel við að greiða umsamda kauphækun þó önnur eigi erfitt með það.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 18. mars 2009
Allt góðærið á "krít"
Skuldir einstaklinga og fyrirtækja hafa aukist gríðarlega á síðustu árum. Þetta má lesa út úr skattskýrslum, en upplýsingarnar eru birtar í Tíund, blaði ríkisskattstjóra, sem var að koma út.
Skuldir fyrirtækjanna í landinu voru 15.685 milljarðar króna í árslok 2007, eða 15.685.000.000.000 krónur. Vafalaust er þetta hærri tala en áður hefur birst í íslensku blaði. Til samanburðar má nefna að skuldir fyrirtækja námu 346 milljörðum árið 1998.
Fram kemur í Tíund að skuldasöfnun fyrirtækjanna hafi hafist fyrir alvöru árið 2003, þegar aðgengi að lánsfé jókst. Á tveimur síðustu framtalsárum, þ.e. 2006 og 2007, jukust skuldir fyrirtækjanna um tæpa 9.000 milljarða. Af þeim 15.685 milljörðum, sem íslensk fyrirtæki skulduðu í árslok 2007, skulduðu níu bankar og sparisjóðir og eitt kaupleigufyrirtæki samtals 8.822 milljarða króna.
Opinberir aðilar, þ.e. ríki, sveitarfélög og stofnanir þeirra, þar með talinn Íbúðalánasjóður, eru ekki meðtaldir í þessum tölum.
Skuldir einstaklinga hafa hækkað um 129% á síðustu fimm árum og námu í árslok 2007 samtals 1.348 milljörðum króna. Páll Kolbeins hagfræðingur segir í grein í Tíund, að það veki athygli hversu margir einstaklingar skuldi mikið og hve ört hafi fjölgað í þeim hópi sem svo er ástatt um. Á síðustu árum hafi það færst í vöxt að einstaklingar, sem hafi notið lánstrausts, hafi fengið mikið fé að láni til þess að kaupa verðbréf. Árið 2003 töldu 120 einstaklingar fram meira en 50 milljónir króna í skuldir. Einn framteljandi skuldaði þá meira en 400 milljónir. Fimm árum síðar, árið 2008, skuldaði 1.841 framteljandi meira en 50 milljónir. Þar af skulduðu 44 meira en 400 milljónir og 18 framteljendur skulduðu meira en 1.000 milljónir króna hver. Skuldir þessara 18 einstaklinga námu samtals 31,7 milljörðum króna.
Einstaklingar og fyrirtæki eru nú að telja fram til skatts fyrir árið 2008. Upplýsingar um skuldastöðuna í árslok 2008 munu liggja fyrir í október. (mbl.is)
Þessar rosalegur tölur um skuldir einstaklinga og fyrirtækja undanfarin ár leiða í ljós,að "góðærið" var allt á lánum,allt á "krít"
Björgvin Guðmundsson

Miðvikudagur, 18. mars 2009
Orkuveitan á að greiða Hafnarfirði 7,6 milljarða fyrir hlut í Hitaveitu Suðurnesja
Hjörleifur segir að málsástæður OR hafi verið þær að fyrirtækinu hefði ekki verið heimilt að kaupa hlut Hafnarfjarðar, en um er að ræða tæplega fimmtán prósent hlut í HS. Samkeppniseftirlitið og áfrýjunarnefnd samkeppnismála höfðu komist að þeirri niðurstöðu að við mættum ekki eiga nema tíu prósent í félaginu. Við áttum fyrir sextán prósent og því var erfitt fyrir okkur að bæta við okkur tæpum fimmtán prósentum. Við töldum að lög landsins stæðu gegn því. Dómarinn kemst hins vegar að annarri niðurstöðu."
Að sögn Hjörleifs mun hluturinn fara í söluferli ef endanleg niðurstaða verður á þann veg að OR verður að kaupa hann. Þegar Hafnarfjörður tók ákvörðun um að selja okkur þetta þá vorum við af fullum heillindum að vinna að því að kaupa hlutinn þar til að samkeppnisyfirvöld gripu inn í málið. Við vorum að vinna að því að fjármagna þessi kaup. En það er alveg ljóst núna að Orkuveitan hefur ætlað að selja hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja, þannig að ef við myndum eignast þennan hlut þá yrði hann settur í sölumeðferð líka."
Hann telur OR ekki eiga eftir að lenda í erfiðleikum með að fjármagna þessi kaup nú ef Hæstiréttur úrskurðar að þau eigi að standa. Ég tel að við getum gert það. Þetta er góð eign. En það verður að koma í ljós og það gefst töluverður tími til þess að velta þeim hlutum fyrir sér ef málið fer líka fyrir Hæstarétt. Ég held líka að bankar og lánastofnanir séu nú að fara að taka við sér úti um allan heim. Það hafa aðilar sýnt þessari eign áhuga, bæði vestan hafs og austan. Það hafa komið hingað aðilar og viljað skoða þetta. Við erum búnir að ráða fyrirtæki til að vinna að sölunni fyrir okkur og það ferli er í gangi." (mbl.is)
Fróðlegt verður að sjá hvernig mál þetta fer í Hæstarétti. Sagt er,að útlendingar hafi áhuga á hlutnum í Hitaveitu Suðurnesja.Ég tel,að það eigi að banna það að selja hlutinn til útlanda.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)