Samfylkingin stærst með 31,2% hjá Gallup

Ríkisstjórnarflokkarnir fengju 38 þingsæti af 63 samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent-Gallup. Þá segjast 64.3% styðja stjórnina, en 35.7% vera henni andvíg.

 

Samfylkingin mælist með mest fylgi eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafði verið í fyrsta sæti síðustu tvær vikur. 
Samfylkingin fær 31,2% atkvæða, samkvæmt samkvæmt nýrri könnun Capacent-Gallup fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Hún bætir við sig rúmum tveimur prósentustigum frá síðustu könnun fyrir viku. Sjálfstæðisflokkurinn tapar álíka miklu fylgi og fær nú 26,5%. Vinstri-græn eru í þriðja sæti með 24.6% og Framsóknarflokkurinn 11,3%.
Frjálslyndi flokkurinn mælist með minnst fylgi allra framboða, 1,3%, fyrir neðan Borgarahreyfinguna sem fær 2,5% og Fullveldissinna sem fá 1,9%. Úrtakið var rúmlega 1555 manns og svarhlutfall rúm 62%. Könnunin var gerð dagana 11. -17. mars.
Björgvin Guðmundsson

Jóhanna býður sig fram til formanns

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar á komandi landsfuni flokksins. Jóhanna segir að í ljósi prófkjörsins í Reykjavík og þeirrar miklu hvatningar og eindregnu óska um að hún gefi kost á sér hefur hún tekið fyrrgreinda ákvörðun.

„Ég er afar þakklát fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt og vil ekki skorast undan því að leggja mitt af mörkum við að leiða flokkinn í einum mikilvægustu kosningum í sögu lýðveldisins," segir Jóhanna í tilkynningu sem barst fyrri stundu.

„Við jafnaðarmenn fengum það hlutskipti að leiða vinstristjórn eftir einhver harkalegustu áföll sem íslenskt efnahagslíf hefur orðið fyrir. Verkefnið er hins vegar rétt að hefjast. Brýnt er að því verði fylgt eftir af festu og að við stjórn landsins fari saman ábyrg efnahagsstjórn og félagslegar áherslur. Því tel ég áríðandi að Samfylkingin gegni áfram lykilhlutverki í endurreisnarstarfinu, með jafnræði og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.

Á þeim viðsjárverðu tímum sem nú eru á Íslandi er nauðsynlegt að allir leggi hönd á plóg og sem forsætisráðherra get ég ekki gert minni kröfur til sjálfrar mín en annarra í þeim efnum. Með framboði mínu til formanns Samfylkingarinnar lýsi ég yfir að ég er reiðubúin að leiða flokkinn og ríkisstjórn undir hans forystu í því veigamikla uppbyggingarstarfi sem nú er hafið." (visir.is)

Það er ánægjuefni,að Jóhanna skuli bjóða sig fram til formanns.

 

Björgvin Guðmundsson




Lífeyrisþegar mótmæla skerðingu á lífeyri

Landssamband eldri borgara,Öryrkjabandalag Íslands og Þroskahjálp mótmæla harðlega þeirri skerðingu á lífeyr,sem átti sér stað um sl. áramót.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar tók ákvörðun um að skerða lögverndaðan lífeyri almannatrygginga um 10 prósent   um sl. áramót hjá meginþorra lífeyrisþega.  Þetta var gert þrátt fyrir öryggisákvæði laga sem var sérstaklega sett til að vernda lífeyrisþega á krepputímum.  . .Athygli vekur að hin nýja ríkisstjórn Samfylkingar   og VG hefur ekki enn horfið frá því að ráðist sé með þessum hætti á tugþúsundir lífeyrisþega.

Það er lýðræðisleg krafa að ríkisstjórnarflokkarnir svari því skýrt og skilmerkilega hvort, og þá hvenær, þeir hyggist leiðrétta ofannefnda gjörninga.

Samtökin,sem mótmæla lífeyrisskerðingunni hyggjast ræða við stjórnmálaflokkana um málið.

Björgvin Guðmundsson.  .


Annarri af 2 legudeildum á Grenás lokað!

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra segir erfitt að koma í veg fyrir að þjónusta í heilbrigðiskerfinu verði skert vegna niðurskurðarins sem ákveðinn var í fjárlögum þessa árs. Stjórnvöld séu á endanum ábyrg fyrir því hve naumt sé skammtað.

Í síðustu viku var greint frá þeirri ákvörðun Landspítalans að loka annarri af tveimur legudeildum endurhæfingarinnar á Grensási en við það fækkar leguplássum úr 40 í 26. Ögmundur segist treysta því að stjórnendur Landspítalans útfæri sínar breytingar þannig að þjónusta við sjúklinga skerðist ekki þótt legurýmum fækki. „Við höfum sett fram ákveðin grundvallaratriði, þ.e. að forðast verði að skerða þjónustu við sjúklinga og að kjör og störf þess starfsfólks sem er með minnstar tekjur verði varin. (mbl.is)

Mér finnst forkastanlegt,að legudeild skuli lokað á Grensás.Ég fullyrði,að það verður enginn sparnaður af þeirri ráðstöfun.Ef sjúklingar  fá ekki næga endurhæfingu   þá kemur þaö fram í auknum kostnaði annars staðar.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Verðbólgan á undanhaldi en vextir samt í hámarki

Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, segir að þrátt fyrir verðbólguþrýstingur hafi verið á undanhald, atvinna minnkað og eftirspurn dregist saman þá þyki nauðsynlegt að beita áfram aðhaldi í peningamálastefnunni. Svo virðist sem verðbólga hafi náð hámarki og horfur á að hún verði mun minni á fyrsta ársfjórðungi heldur en spáð var en spáin hljóðaði upp á 18,6% verðbólgu. Í febrúar mældist tólf mánaða verðbólga 17,6% en í janúar var hún 18,6%. Verðbólgutölur fyrir marsmánuð verða kynntar þann 24. mars nk. 

Að sögn Øygard hefur verið ákveðið að bæta við nýjum vaxtaákvörðunardegi, þann 8. apríl, en áður stóð til að næsti vaxtaákvörðunardagur yrði 25. júní.

Segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar að allar ákvarðanir verði að taka mið af því að fjárhagslegt tap einkaaðila í kjölfar fjármálakreppunnar falli ekki á hið opinbera umfram það sem þegar er orðið.

Arnór Sighvatsson, aðstoðar seðlabankastjóri, segir að peningastefnunefndin vilji stíga varlega til jarðar þegar ákvörðun er tekin um stýrivexti. 

 

„Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti bankans um eina prósentu í 17%. Hagvísar benda til þess að skilyrði séu til þess að draga úr peningalegu aðhaldi.

Verðbólguþrýstingur hefur verið á undanhaldi um leið og eftirspurn hefur dregist saman, atvinna minnkað og gengi krónunnar orðið stöðugra. Sveigjanleiki þjóðarbúskaparins hefur komið fram í hraðri aðlögun innlendrar eftirspurnar, kaupmáttar launa og ytri jafnaðar. Mikill halli á vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd hefur snúist í verulegan afgang.

Mikilvægt er að halda gengi krónunnar stöðugu í ljósi þess hve efnahagur heimila, fyrirtækja og banka er viðkvæmur gagnvart gengissveiflum. Fyrir vikið er óhjákvæmilegt að peningalegt aðhald sé meira en annars væri viðeigandi.

Á næstu mánuðum verða stigin mikilvæg skref í endurskipulagningu íslenska fjármálakerfisins. Þegar endurskipulagningunni verður lokið, dregið hefur úr óvissu um erlendar skuldir, skuldir hins opinbera og stöðu ríkisfjármála, og virkni fjármálamarkaða hefur aukist mun peningastefnan í auknum mæli geta stutt við efnahagsbata.

Eftir aðlögun í kjölfar gengislækkunar krónunnar á sl. ári virðist sem verðbólga hafi náð hámarki í janúar og að hraðar dragi úr henni en spáð var. Horfur eru á að verðbólga á fyrsta fjórðungi ársins verði umtalsvert minni en 18,6%, eins og spáð var í janúar, og að 2,5% verðbólgumarkmiðinu verði náð snemma á næsta ári. Vaxandi slaki í þjóðarbúskapnum styður við þessa þróun, eins og niðurstöður nýlegra þjóðhagsreikninga, aukið atvinnuleysi og aðrar skammtímavísbendingar bera vitni um. Slaki á vinnumarkaði dregur verulega úr hættu á víxlverkun launa og verðlags.

Þótt verðbólgumarkmiðið sé áfram langtímamarkmið peningastefnunnar er gengisstöðugleiki markmið hennar við núverandi aðstæður. Meginástæðan er nauðsyn þess að verja viðkvæma efnahagsreikninga heimila og fyrirtækja á meðan endurreisn fjármálakerfisins stendur yfir.

Fjármagnshöft styðja við þetta markmið með því að hindra mikið útflæði fjármagns og verja gjaldeyrisforðann. Höftin verða áfram til staðar uns talið verður óhætt að afnema þau. Nokkur óvissa ríkir enn um erlendar skuldir þjóðarbúsins, fjármál hins opinbera og endurreisn fjármálakerfisins, auk þess sem alþjóðlegar aðstæður eru óhagfelldar. Nauðsynleg skilyrði þess að höftunum verði aflétt eru því ekki enn fyrir hendi.

Ákvarðanir í peningamálum þurfa að taka mið af því að höftunum verður að lokum aflétt. Nægjanleg áhættuleiðrétt ávöxtun innlendra fjáreigna þarf því áfram að vera til staðar. Hins vegar hafa skammtímavextir lækkað töluvert í umheiminum frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi. Vaxtamunur við útlönd hefur aukist sem því nemur. Minna peningalegt aðhald ætti því ekki að grafa undan stöðugleika krónunnar. Við upphaf vaxtalækkunarferlisins telur peningastefnunefndin rétt að fara varlega og haga vaxtabreytingum með hliðsjón af tíðu endurmati á stöðunni eftir því sem efnahagslegur stöðugleiki eykst. Í því ljósi hefur nefndin ákveðið að bæta við vaxtaákvörðunarfundi 8. apríl næstkomandi.

Heilbrigt fjármálakerfi er mikilvæg forsenda uppbyggingar íslensks efnahagslífs. Þess vegna er mikilvægt að endurskipulagning „nýju” og „gömlu” bankanna taki sem skemmstan tíma og sé gerð á viðeigandi hátt. Hið sama á við um aðgerðir til að byggja upp traustan eiginfjárgrunn annarra banka í samvinnu við kröfuhafa, eigendur og stjórnvöld. Allar þessar ákvarðanir þarf að taka með það fyrir augum að fjárhagslegt tap einkaaðila í kjölfar fjármálakreppunnar falli ekki á hið opinbera umfram það sem þegar er orðið," að því er segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands. (mbl.is)

Fulltrúar atvinnulífsins eru mjög óánægðir með það hvað vextir lækka lítið.Um alla Evrópu og í Bandarikjunum er verið að lækka vexti mikið og allt niður i o% utan Evrópu. Hér er verið að pína fyrirtæki og almenning með alltof háum vöxtum.

 

Björgvin Guðmundssoin

Fara til baka 


Formaður Framsóknar ræðst á Samfylkinguna!

Formaður Framsóknar,Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, réðst harkalega á Samfylkinguna  í ræðu í gær eða fyrradag. Hann sagði,að Samfylkingin væri loftbóluflokkur! Ekki veit ég hvað það er. Hann sagði,að  Samfylkingin hefði verið stofnuð á loftbólutímabilinu.Síðan hældi hann VG og sagði,að sá flokkur væri heiðarlegur og  segði alltaf satt! Þetta er  óskiljanlegur  málflutningur.Formaður Framsóknar getur ekki skammað Samfylkinguna fyrir að vera stofnaður á tímabili,sem hann kenniur við  loftbólur.Svona málflutningur er ekki sæmandi fiormanni í stjórnmálaflokki.Það er engin leið að botna í því hvað formaðurinn er að fara.Formaður Framsóknar getur heldur ekki haldið því fram,að forsætisráðherra,Jóhanna Sigurðardóttir,sé ekki heiðarlegur  stjórnmálamaður.Hún er svo sannarlega ekki síður heiðarleg en formaður og forustumenn VG.

Ég held,að ljóst sé að formaður Framsóknar  er að ráðast á Samfylkinguna vegna þess að hún snérist gegn tillögu Framsóknar um 20 % flatan niðurskurpð á skuldum. Jóhanna var heiðarleg og sagði ákveðna skoðun sína á tillögum Framsóknar.Ef hún  hefði slegið úr og í eða verið loðin í afsöðu hefði Framsókn ef til vill verið ánægðari. En Jóhanna er ekki þannig stjórnmálamaður.Hún er hreinskiptin og ákveðin í afstöðu sinni.Það er kostur en ekki galli.

 

Björgvin Guðmundsson


Bankahrunið: Ekkert verið að rannsaka?

Viðtal var í Sjónvarpinu í gær við sérstakan saksóknara,sem rannsaka á bankahrunið.Fram kom,að hann hefur ekki hafið rannsókn á neinu máli að eigin frumkvæði.Hann virðist bíða eftir að fá mál send frá Fjármálaeftirlitinu.Þetta er ekki nógu gott. Fjölmiðlar  hafa bent á fjölda mála,sem eru mjög grunsamleg í bönkunum.Nú síðast var bent á,að Kaupþing hafi lánað um 500 milljarða  til eigenda sinna rétt fyrir bankahrunið.Svo virðist sem með þessum lánveitingum hafi reglur bankans verið brotnar.Á sama tíma og bankinn lánaði eigendum sínum 500 milljarða sagði hann venjuleguim viðskiptamönnum á innlendum markaði,að engir peningar væru til. Sérstakur saksóknari á strax að hefja rannsókn á þessu máli.

Eva Joly sem ráðinn hefur verið ráðgjafi við rannsókn efnahagsbrota segir,að það þurfi að gera húsrannsóknir til þess að rannsaka hvar peningar séu faldir,t.d. í skattaskjólum erlendis.Þetta er rétt hjá henni. En ekkert er gert. Þessir rannsóknaraðilar sitja bara með hendur í skauti. Eins er með rannsóknarnefnd alþingis.Hún gerir ekki neitt. Hún er að kortleggja .það sem gerðist. Það hefði eins mátt fela félagi sagnfræðinga slíka kortlagningu. Það þarf að rannsaka hvað gerðist og yfirheyra þá sem bera ábyrgð æá bankahruninu. Og það þolir enga bið.

 

Björgvin  Guðmundsson


Vextir lækka í 17%

Peningastefnunefnd hefur ákveðið að lækka stýrivexti Seðlabanka Íslands um 1,0 prósentu í 17,0%. Aðrir vextir Seðlabankans verða einnig lækkaðir í sama mæli.

Klukkan 11 í dag verður kynningar­fundur bankans af þessu tilefni sendur út á vef bankans jafnframt því sem birt verða nánari rök fyrir ákvörðun peningastefnunefndar. (mbl.is)

Þetta eru ánægjulegqr fréttir.Að vísu hefði verið æskilegra,að vaxtalækkunin yrði meiri,.þar eð atvinnulífið stynur undan háum vöxtum.En þetta er alla vega fyrsta skrefið.

 

Björgvin Guðmundsson



Bloggfærslur 19. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband