Geir baðst afsökunar á Skjá 1

Geir H. Haarde segir að langt sé í að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fari aftur saman í samstarf. Þetta kom fram í spjalli Geirs við Sölva Tryggvason á Skjá einum nú í kvöld. Geir sagðist biðjast afsökunar á öllum þeim mistökum sem hann hefur gert. Hann gæti hinsvegar ekki beðist afsökunar á mistökum annarra.

„Þetta með afsökunarbeiðnina er svolítið flókið mál. Ég ber auðvitað ábyrgð á öllum þeim mistökum sem ég hef gert og þau eru sjálfsagt mörg. Ég get beðist afsökunar á því," sagði Geir en mistök annarra svosem einkaaðila og aðila erlendis frá gæti hann ekki borið ábyrgð á.

„Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að svara því heldur verða menn að leita að því hvar ábyrgðin liggur í málinu. Það er nú sérstaklega verið að rannsaka það núna og mér þykir miður að þetta skyldi gerast og það finnst öllum."

Geir sagði að fyrir kosningarnar 2007 hefðu allir flokkar verið ánægðir með það sem var að gerast í bankaheiminum og enginn hefði sagt neitt.

Ögmundur Jónasson hefði reyndar misst út úr sér að þar sem bankarnir væru að greiða svo há laun gætu þeir alveg eins farið úr landi. Hann hafi hinsvegar leiðrétt það seinna meira. „Það var enginn að tala um neitt annað en að þessi þróun væri af hinu góða." (visir.is)

 

Björgvin Guðmundsson

 


Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest framlög frá fyrirtækjum

Sjálfstæðisflokkurinn fékk hæst fjárframlög frá fyrirtækjum, af öllum stjórnmálaflokkum, sem buðu fram árið 2007 samkvæmt ársreikningum stjórnmálaflokkanna fyrir árið 2007.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 56.9 milljónir frá fyrirtækjum, Samfylkingin fékk um 23,5 milljónir króna frá fyrirtækjum, Framsóknarflokkurinn fékk 28,6 milljónir Vinstri hreyfingin grænt framboð fékk 16.9 milljónir, Íslandshreyfingin fékk 5.7 milljónir og Frjálslyndir fengu 4.8 milljónir.

Hæsta framlag frá hverju fyrirtæki var 300 þúsund samkvæmt ársreikningunum. Athygli vekur að Ólafur Ólafsson greiddi Framsóknarflokknum 650 þúsund krónur í gegnum þrjú félög, Ker, Kjalar og Samskip.

Þess má svo geta að fyrirtækin fá greitt úr ríkissjóði eftir þingmannafjölda. Sjálfstæðisflokkurinn var með flesta þingmenn þetta ár og fékk því mest úr ríkissjóði líka. (mbl.is)

Það kemur ekki á óvart,að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið mest framlög frá fyrirtækjum.Það hefur alltaf verið svo.

 

Björgvin Guðmundsson



 


Stærsti landsfundur VG

Sjötti landsfundur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs er nú settur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður, sagði fundinn þann langstærsta í sögu flokksins, enda færi flokkurinn ört stækkandi.

Von er á 500-700 gestum á landsfundinn, og að bætist í hópinn þegar líður á daginn. Opnunarhátíð fundarins verður kl.17 og mun þá formaðurinn halda setningarræðu sína.

Lagt var til að Sjöfn Ingólfsdóttir yrði fyrsti forseti fundarins, og var það samþykkt með lófataki. Tillögur um aðra starfsmenn fundarins voru einnig samþykktar með lófataki.

Í kvöld munu fara fram almennar stjórnmálaumræður, en kosið verður í stjórn flokksins í fyrramálið. (mbl.is)

Mjög er horft til þessa landsfundar VG,þar eð fokkurinn er nú í ríkisstjórrn og stefnir að því að verða áfram í stjórn með Samfylkingu eftir kosningar.

 

Björgvin Guðmundsson

 


 

Fara til baka 


Grandi greiðir kauphækkunina.Frábært skref hjá fyrirtækinu

HB Grandi hefur ákveðið að greiða starfsfólki fyrirtækisins þær launahækkanir sem samið hafði verið um að tækju gildi 1. mars áður en aðilar vinnumarkaðarins komu sér saman um að fresta þeim. Ákvörðunin hefur þegar verið kynnt starfsfólki fyrirtækisins, að fram kemur í tilkynningu.

Arðgreiðslurnar til eigenda fyrirtækisins hafa verið gagnrýndar harðlega að undanförnu enda var ákveðið að fresta launahækkunum til starfsmanna sem búið var að semja um. Til að mynda sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og miðstjórn ASÍ að ákvörðunin væri siðlaus.

,,HB Grandi er í Samtökum atvinnulífsins og þar með sjálfkrafa aðili að samningnum um áðurnefnda frestun. Efling-stéttarfélag skoraði nýverið á fyrirtækið, í ljósi afkomu þess, að greiða áður umsamdar hækkanir. HB Grandi hefur í dag á fundi með formanni og skrifstofustjóra Eflingar-stéttarfélags og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins svarað erindinu jákvætt. Ákvörðunin nær til allra starfsmanna fyrirtækisins sem frestunin náði yfir, annarra en æðstu stjórnenda þess og gildir frá 1. mars," segir í tilkynningu HB Granda.

Stjórnendur HB Granda harma þá neikvæðu umræðu, sem verið hefur um fyrirtækið undanfarna daga enda hafa þeir kappkostað að eiga góð samskipti við starfsfólk félagsins og verkalýðsforystuna. Það er von þeirra að þessi ákvörðun skapi frið um rekstur fyrirtækisins sem er mikilvægur fyrir starfsfólkið og þjóðarbúið í heild, segir í tilkynningunni.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Ögmundur afnemur daggjöld hjá dagdeildum

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, greindi frá því í ríkisstjórn í morgun að hann afnæmi svokölluð dagdeildargjöld sem lögð voru á 1. janúar 2009.

„Með afnámi dagdeildargjaldsins, sem var nýtt gjald sem fyrsta sinni var innheimt af sjúklingum sem sóttu sér heilbrigðisþjónustu á dagdeildum sjúkrahúsa, vildi ráðherra koma til móts við óskir Félags nýrnasjúkra og afnema íþyngjandi gjöld á geðsjúka, sem höfðu áður ekki greitt vegna tíðra koma á dagdeildir," segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

„Þessi nýi tekjustofn, sem forveri minn fann, var alveg ótrúlegur þegar haft er í huga hvaða sjúklingahópa var farið að rukka. Þetta voru nýrnasjúkir, sem þurftu í blóðskilun, þetta voru geðsjúkir sem þurftu mjög á dagdeildarþjónustu að halda og þetta var fólk sem var í stífri endurhæfingu eftir alvarleg slys eða meiriháttar sjúkdóma," segir Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra og bætir við að óverjandi sé að leggja svona gjöld á afmarkaðan hóp.

Reglugerðin tekur gildi 1. apríl. Kostnaðurinn við að afnema gjaldið er um 10 milljónir króna á árinu. (visir.is)

Þetta var hraustlega gert hjá Ögmundi.Hann hefur svo sannarlega tekið til hendinni síðan hann tók við heilbrigðisráðuneytinu.

 

Björgvin Guðmundsson


Jóhanna vill halda samstarfinu við VG áfram

Jóhanna Sigurðardóttir segir að formennska í Samfylkingunni sé ögrandi og spennandi verkefni sem hún sem forsætisráðherra hafi ekki getað skorast undan. Hún segir brýnt að Samfylkingin verði leiðandi afl í næstu ríkisstjórn og sér fyrir sér sömu flokka áfram, nái þeir meirihluta. Jóhanna útilokar ekki að flokkarnir gangi bundir til kosninga.

Jóhanna lýsti því yfir í gærkvöldi að hún hygðist gefa kost á sér til formennsku í Samfylkingunni. Hún skýrði hversvegna að loknum ríkisstjórnarfundi skömmu fyrir hádegi.

„Það lág alltaf fyrir eftir prófkjörið að ég fékk mjög góðan stuðning. Ég fékk líka mikla hvatningu frá félögum mínum um allt land. Eftir nokkra yfirlegu ákvað ég að slá til."

Spurð hvort hún hafi fyrir fáeinum mánuðum séð fyrir sér að hætta í stjórnmálum svarði Jóhanna: „Nei, það vil ég ekki segja. Í byrjun seinasta kjörtímabils hugsaði ég til þess að þetta yrði kannski seinasta kjörtímabilið en það hefur ýmislegt breyst á þessum tíma þannig að ég ákvað að halda áfram."

Núverandi stjórnarsamstarf er farsælt, að mati Jóhönnu sem telur brýnt að Samfylkingin verði leiðandi flokkur í næstu ríkisstjórn. ,,Þannig að ég get alveg séð fyrir mér þetta samstarf áfram fái þessir tveir flokkar meirihluta.

Aðpurð hvort að hún vilji að ríkisstjórnarflokkarnir gefi út að þeir gangi bundnir til kosninga sagði Jóhanna: „Það er alltof fljótt að segja til um það. Við munum fara yfir málin." (mbl.is)

Jóhasnna útilokar ekki,að flokkarnir gangi bundnir til kosninga.Margir þingmenn Samfylkingar vilja það.Ég tel,að svo ætti að vera.

 

Björgvin Guðmundsson



Mikil skerðing tryggingabóta vegna fjármagnstekna

Ég hefi oft gagnrýnt skerðingu á lífeyri aldraðra frá almannatryggingum vegna tekna úr lífeyrissjóði.Þá skerðingu verður að afnema.Ríkið á ekkert með að seilast  þannig óbeint í lífeyrinn í lífeyrissjóðum.En það er einnig mjög ámælisvert,að lífeyrir aldraðra skuli skertur mjög mikið vegna fjármagnstekna.Frítekjumark vegna fjármagnstekna er 98.640 kr.Á ÁRI.Það er ekki neitt. Frítekjumarkið ætti að vera 100 þús. kr. á mánuði eins og vegna atvinnutekna.Hér þarf að koma til leiðrétting. Ef fólk sparar  nokkrar krónur til efri áranna á ekki að refsa því með því að hrifsa hluta af sparnaðinum og skerða tryggingabætur . Það er eins farið að gagnvart ellilífeyrisþegum sem eiga lífeyri í lífeyrissjóði eins og gagnvart þeim,sem eiga nokkrar krónur í banka.Í báðum tilvikum er hrammur ríkisins á lofti og hrifsar  í raun hluta lífeyrisins eða sparnaðarins með því  að skerða tryggingabætur verulega.Hér er verk að vinna. Þetta þarf að leiðrétta.

 

Björgvin Guðmundsson


Vorboði: Lóan er komin

Kunnuglegur og kærkominn söngur barst mönnum til eyrna á Höfn í Hornafirði snemma í morgun og reyndist þar heiðlóan vera komin til landsins. Lóan var ein á ferð og flaug yfir Einarslund á Höfn syngjandi sitt fagra dirrindí og því greinilega komin í þeim erindagjörðum að boða komu vorsins að því er fram kemur á vefnum fuglar.is

Lóan er í fyrra fallinu í ár, en á síðustu 10 árum hafa þær fyrstu að jafnaði komið á  bilinu 20. til 31. mars. Í byrjun mánaðarins bárust reyndar fregnir um að sést hefði til lóu við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi og á Hlíðsnesi á Álftanesi en talið er líklegast að þar hafi vetursetufuglar verið á ferð. Enginn vafi leikur hinsvegar á því nú að lóan er komin aftur  til að njóta íslenska sumarsins, líkt og margir eru vafalaust byrjaðir að gera í huganum.(mbl.is)

Þetta eru  ánægjulegar fréttir.Þær  þýða,að vorið er á næsta leiti. Ekki veitir af birtu og yl nú í miðri kreppunni.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Verður áfram félagshyggjustjórn?

Skoðanakönnun Gallups um fylgi flokkanna,sem birt var í gær,lofar góðu um áframhaldandi félagshyggjustjórn eftir kosningar.Í viðtali við Fréttablaðið í dag segir Steingrímur J. Sigfússon,formaður VG,að hann vilji,að framhald verði á stjórnarsamstarfinu.

Mikil og erfið verkefni bíða nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningar.Þar ber hæst að leysa ríkisfjármálin en eftir er að ákveða hvernig loka á gatinu á fjárlögum.Ljóst er,að það verðu bæði að skera niður ríkisútgjöld og auka tekjur ríkisins.Þetta er erfitt verkefni fyrir félagshyggjuflokka,sem vilja auka framlög til velferðarmála. En treysta verður félagshyggjuflokkum betur til þess að leysa þetta erfiða verkefni en Sjálfstæðisflokknum.

 

Björgvin Guðmundsson


Bandaríkjamenn mótmæla græðgisvæðingu fjármálastofnana

Grasrótarsamtök vestan hafs efna til mótmæla í dag við banka og fjármálastofnanir vítt og breitt um Bandaríkin. Þau vilja andæfa háum kaupaaukagreiðslum til stjórnenda og fleiru sem beri vott um græðgisvæðingu viðskiptalífsins.

 

Nú síðast hafa kaupaukagreiðslur til starfsmanna AIG-tryggingarisans vakið reiðiöldu vestan hafs enda fyrirtækið þegið mikla fjárhagsaðstoð stjórnvalda.

Mótmælt er í flestum stærstu borgum Bandaríkjanna við höfuðstöðvar eða útibú fyrirtækja á borð við AIG, Goldman Sachs-bankans, Bank of America og þannig mætti áfram telja.

Skipuleggjendur vonast til að tugþúsundir taki þátt í mótmælunum.

Timothy Geitner, fjármálaráðherra, liggur nú undir ámæli fyrir vinnubrögð sín í kaupaaukamáli AIG en Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur lýst yfir fullum stuðningi við ráðherrann. Sá starfsmaður AIG sem fékk hæstu kaupaaukagreiðsluna, um sex og hálfa milljón dala, hefur nú ákveðið að skila henni.
Björgvin Guðmundsson 

 


Næsta síða »

Bloggfærslur 20. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband