FME hefur tekið Spron yfir

Fjármálaeftirlitið hefur tekið SPRON og Sparisjóðabankann yfir og verður starfsemi þeirra flutt til annarra fjármálastofnana. SPRON til Nýja Kaupþings og Sparisjóðabankinn til Seðlabanka Íslands. Rekstur annarra sparisjóða verður tryggður. Þetta kom fram í máli viðskiptaráðherra, Gylfa Magnússonar á blaðamannafundi í dag.

Skilanefnd verður sett yfir SPRON og er ljóst að einhverjir starfsmenn SPRON munu ekki fá vinnu áfram en einhverjir fá vinnu hjá Nýja Kaupþingi. Viðskiptavinir SPRON fá, að því er fram kom á fundinum, sjálfkrafa aðgang að innstæðum sínum og njóta annarrar bankaþjónustu hjá Nýja Kaupþingi. Sama gildir um viðskiiptavini Netbankans.

Engin skilanefnd verður sett yfir Sparisjóðabankann (Icebank) enda starfsemi hans með öðrum hætti. Greiðslumiðlun hans flyst til Seðlabankans. Reiknað er með að bankinn fari í hefðbundið greiðslustöðvunarferli.

Fram kom hjá Gylfa að stjórnvöld hefðu ákveðið að grípa til samhæfðra aðgerða til að verja hagsmuni viðskiptavina sparisjóðanna og tryggja bankaþjónustu um allt land. Með þeim aðgerðum hafi styrkum stoðum verið skotið undir áframhaldandi starfsemi sparisjóða og þeim gert kleift að taka virkan þátt í endurreisn hagkerfisins. 

Af þessu tilefni áréttar ríkisstjórnin að innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi eru tryggðar að fullu.

Sagði Gylfi að að SPRON og Sparisjóðabankinn hafi starfað með undanþágu undanfarna mánuði varðandi eiginfjárstöðu. Fyrirtækin hafa fengið lausafjárfyrirgreiðslu hjá Seðlabankanum með skilyrðum um að samkomulag næðist við lánardrottna um lausn eiginfjárvanda fyrirtækjanna gegn því að þau fengju eiginfjárframlag frá ríkissjóði. Einnig væri það skilyrði sett að fullnægjandi veð yrðu lögð fram til að áhætta ríkissjóðs yrði takmörkuð.  Gylfi sagði að rætt hafi verið við lánardrottna um hugsanlega endurfjármögnun skulda en lausafjárstaðan hafi haldið áfram að versna. Því hafi verið óhjákvæmilegt að grípa inn í rekstur SPRON og Sparisjóðabankans.

„Ég hefði gjarnan viljað sá þessa sögu enda öðruvísi. SPRON og Icebank eru stofnanir sem hefðu gjarnan mátt lifa. Því miður voru ekki forsendur fyrir því og því fór sem fór. Hugur okkar er með starfsfólki,“ sagði Gylfi og kvaðst vona að það tækist að vinna úr þeim málum með góðum hætti. Tók hann fram að einhver hluti starfsmanna SPRON flytjist yfir til Nýja Kaupþings en það geti ekki orðið stór hluti.

Gunnar Haraldsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, sagði á blaðamannafundinum að vegna vandamála með eiginfjárstöðu og ekki síst lausafjárstöðu þessara tveggja fjármálafyrirtækja hafi verið of mikil áhætta í kerfinu, að mati Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. Reynt hafi verið að finna lausnir en niðurstaðan hafi verið að grípa til þessarar neyðarráðstöfunar þar sem aðrar leiðir hafi ekki verið færar. Gat hann þess að Fjármálaeftirlitið hefði fengið bréf frá stjórnun SPRON og Sparisjóðabankans þar sem mælst er til að rekstur þeirra verði tekinn yfir.

 

Gylfi sagði frá því að gripið yrði til aðgerða til að tryggja rekstur ellefu sparisjóða. (mbl.is)

Það er synd,að Spron skuli komið   í þrot.En svo virðist sem bankinn hafi orðið græðgisvæðingunni að bráð.

 

Björgvin Guðmundsson


Blekkingar um "kjarabætur " aldraðra

Nýlega sagði Pétur Blöndal alþingismaður í þingræðu,að lífeyrir öryrkja hefði nýlega  verið hækkaður um 20%.Hér var annað hvort um blekkingu eða vanþekkingu að ræða hjá þingmanninum.Staðreyndir málsins eru þessar:

Öryrkjar og aldraðir áttu samkvæmt eldri lögum að fá verðlagsuppbót á lífeyri sinn frá sl. áramótum.Þetta var haft af flestum .þeirra.Flestir fengu aðeins 9,6% hækkun en áttu að fá tæp 20% eða eins og verðbólgan hafði aukist.Þeir sem fengu aðeins 9,6% máttu sæta skerðingu á lífeyri sínum að raungildi til.Mig undrar,að Pétur Plöndal,sem er stærðfræðingur skuli,  kalla það hækkun þegar það er verið að greiða lögbundna verðlagsuppbót.

Það er alltaf verið að tala um einhverjar miklar kjarabætur til handa öldruðum. En ekki er um þær að ræða.Það hefur verið dregið úr tekjutengingum,þ.e. skertar minna en áður tryggingabætur þeirra sem eru á  vinnumarkaði.En þeir,sem hættir eru að vinna hafa ekki fengið sambærilegar kjarabætur.Þeir lægst launuðu hafa fengið einhverja hungurlús en aðrir ekkert.Það er mikið verk að vinna á þessu sviði.

 

Björgvin Guðmundsson 


Steingrímur J. endurkjörinn formaður VG

Steingrímur Jóhann Sigfússon var endurkjörinn sem formaður Vinstri grænna en hann hefur gegnt embættinu frá stofnun flokksins.

Varaformaðurinn var einnig endukjörinn, sem er Katrín Jakobsdóttir, núverandi menntamálaráðherra. Þá var Sóley Tómasdóttir kosinn sem ritari flokksins og Hildur Traustadóttir gjaldkeri. (vMisir.is)

Ég óska Steingrími til hamingju með endurkjörið.Hann hefur verið formaður VG frá stofnun flokksins.Hann stendur sig vel í ríkisstjórninni.

 

Björgvin Guðmundsson


Kominn á Face book

Nú er ég kominn á Face book. Það voru allir í kringum mig alltaf að tala um Face book.Ég sá það á Face book sögðu menn. Svo ég sá minn kost vænstan að vera þar einnig.En auk þess er  ég með heimasíðu: www.gudmundsson.net  Þar eru flestar greinar mínar,sem birst hafa í dagblöðum undanfarin ár. birtar.Og svo er ég með þessa bloggsíðu.

Björgvin Guðmundsson

 


Bjarni Ben.að snúast í afstöðu til ESB?Segir evru með aðild sterkasta kostinn

Bjarni Benediktsson, þingmaður og formannsefni Sjálfstæðisflokksins, vill afnema verðtryggingu og hyggst beita sér fyrir því. Þetta kemur fram í ítarlegu fréttaviðtali í dag.

Bjarni leggur til að þessi vinna hefjist í vor í samráði og samstarfi við helstu hagsmunaaðila, auk þess sem ríkið komi að málum með afgerandi hætti. Engan tíma megi missa til að tryggja að hér myndist húsnæðislánamarkaður með óverðtryggðum lánum.

Bjarni er efins um að hægt sé að auka stöðugleika hér á landi með krónunni og ekki verði lengur umflúið að taka afstöðu til ESB aðildar. „Rætt hefur verið um einhliða upptöku annarrar myntar, en ég tel að í gjaldmiðilsmálum sé enginn kostur jafn sterkur og evran með ESB-aðild í stað krónunnar," segir hann. Ákvörðun um inngöngu í ESB verði þó að taka með hliðsjón af þeim fórnum sem þarf að færa. Hann býst við að þetta verði átakamál innan Sjálfstæðisflokksins.

Bjarni telur að fyrrverandi ríkisstjórn hafi vanmetið þörfina á pólitísku uppgjöri strax eftir hrun bankanna. Sjálfstæðisflokkurinn hafi hins vegar axlað pólitíska ábyrgð á efnahagshruninu þegar hann gekk úr stjórnarsamstarfi við Samfylkinguna og lagði til þjóðstjórn. Flokkurinn eigi nú brýnt erindi við kjósendur og bjóði fram með það að markmiði að komast aftur í ríkisstjórn.(mbl.is)

Þetta eru talsverð tíðindi.Þau gætu bent til þess,að skammt sé í þaö,að Sjálfstæðisflokkurinn mæli með aðild að ESB.Sennilega verður það lagt til,að uppfyllltum ákveðnum skilyrðum.

 

Björgvin Guðmundsson




Sjálfstæðismenn: Kreppan að miklu leyti heimatilbúin

Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins sem kom út í dag og er harðorð í garð Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins og stjórnvalda í aðdraganda bankahrunsins.

Skýrslunni er skipt í fjóra meginhluta sem nefnast Uppgjör og lærdómur, Hagvöxtur framtíðarinnar, Atvinnulíf og fjölskyldur og Samkeppnishæfni. Fyrsti kaflinn vekur athygli fyrir hversu harðorður hann er varðandi ábyrgð stjórnvalda.

Segir m.a. að þrátt fyrir alþjóðakreppuna sé vandinn hér á landi að miklu leyti heimabúinn enda kreppan óvíða jafn djúp og hér. Seðlabankinn og stjórnvöld hafi of seint brugðist við mikilli stækkun bankakerfisins – til þess hafi áhugi íslenskra stjórnmálamanna og forkólfa atvinnulífsins á að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð verið of mikill.

Þá hefðu Seðlabankinn og FME átt að kanna á hvaða viðskiptalegu forsendum bankarnir kepptu við Íbúðalánasjóð um lánveitingar því ekki verði séð að bankarnir hafi haft af þeim venjulegan hagnað. Það hafi verið óheillaskref að samþykkja 90% húsnæðislán og hækka lánshámörk.

Miklar lánveitingar Seðlabankans til bankanna gengum svokölluð endurhverf viðskipti eru sögð hafa verið alvarleg mistök. Ein stærstu mistök stjórnvalda hafi þó falist í því að samþykkja innlánssöfnun íslensku bankanna á erlendri grundu, s.s. Icesave reikningana, sem féllu undir íslenskar innistæðutryggingar.

Þá hafi háir stýrivextir hvatt almenning og fyrirtæki til að taka erlend lán og erlenda aðila til að fjárfesta í íslenskri krónu vegna vaxtamunar. Um leið og erlendir aðilar hafi kippt að sér höndum hafi gengi krónunnar fallið með tilheyrandi verðbólgu. Skortur á frumkvæði Seðlabankans, en ekki síst ríkisstjórnarinnar við að endurmeta peningastefnuna hafi verið afar óheppileg.

Mjög er gagnrýnt hvernig staðið var að einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans. Ferlið hafi verið ógagnsætt og hagstæðari tilboð fyrir ríkissjóð á alla hefðbundna mælikvarða hafi verið sniðgengin.

 

Kaflinn um hagvöxt framtíðarinnar er eðlilega nokkuð litaður af því sem á undan er gengið. Þannig segir að siðgæði, jafnrétti, samhugur og löghlýðni þurfi að öðlast „aukinn sess" í því gildismati sem endurreisnin byggir á. „Forsenda árangurs þegar til lengdar er litið er ekki að læra „trikk" eða verða fær í viðskiptalegum „loftfimleikum" heldur að vera dyggðugur," segir í skýrslunni. Þá nái samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja og stjórnenda einnig til þess að krafan um „hámörkun" arðs leiði „ekki til þess að öllum meðulum sé beitt."

Meðal þeirra aðgerða sem nefndar eru sem nýtast myndu atvinnulífi væru tímabundinn skattafrádráttur til fyrirtækja vegna nýráðninga, hvati vegna góðgerðarstarfa og stuðningur við fyrstu skref einstaklinga við stofnun fyrirtækja, svo eitthvað sé nefnt.

Þá segir að huga þurfi að því hvort „ekki sé rétt að útvista eða setja í einkarekstur verkefni ríkis og sveitarfélaga „svo jafna megi kynjahlutfall til forystustarfa í atvinnulífinu. Þetta á m.a. við inna heilbrigðisstétta, umönnunarstétta og í skólamálum, svo fátt eitt sé nefnt."

Endurmat þurfi á flestum sviðum samfélagsins. Opna þurfi hagkerfið enn frekar og rjúfa endanlega einangrun landsins.

Segir að eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda nú sé að leggja grunninn að því með markvissum hætti að eignir ríkisins í atvinnurekstri verði á ný færðar með skilvirkum og gegnsæjum hætti í hendur einkaaðila.

Í kaflanum um atvinnulíf og fjölskyldur segir að frjálst markaðskerfi sé án efa besta og skynsamlegasta leiðin í atvinnulífinu en til að komist verði hjá miklum hagsveiflum þurfi stjórn peninga- og fjármála ríkisins að vera á hendi stjórnvalda, „rétt eins og löggæsla." Sjálfstæðisflokkurinn verði að skapa traust á ný, m.a. með því að gangast við mistökum.

Hvetja þurfi almenning til að taka þátt í að endurreisa efnahagslífið og hann þarf að fá traust á að vel sé farið með sparnað. Taka þurfi upp skattalega hvata til sparnaðar og fjárfestinga á ný.

Segir að enginn þjóðhagslegur hagur sé í því að reka fjölskyldur úr íbúðahúsnæði sínu sem komnar eru í greiðsluþrot þegar nóg er af tómu og ónýttu húsnæði.

Þá þurfi ríki og sveitarfélög að deila stærri verkefnum niður til smærri þætti til að auðvelda innlendum fyrirtækjum að bjóða í verk, innan marka EES reglna.

Samningar um endurgreiðslutíma, vexti, erlend lán, verðtryggingu og endurfjármögnun þurfi að vera sveigjanlegir án þess að „viðhalda óraunhæfu ástandi."

Lækka þurfi stýrivexti strax og koma þeim á stuttum tíma í það horf sem er í nálægum löndum. Brýnt sé að ekki sé gengið að atvinnurekstri sem er kominn í þrot en hefur rekstrargrundvöll.

Bent er á að ríkið sé stærsti kaupandi þjónustu fyrir mennta-, heilbrigðis- og tryggingakerfi landsmanna. Þar liggi miklir möguleikar við að koma á nýsköpun og stofna sprotafyrirtæki sem myndu vaxa í skjóli kaupa ríkisins á þessari þjónustu.

Og vegna óvissunnar í atvinnumálum er áhersla lögð á að komast í gang með nýjar hugmyndir.

 

Í kaflanum um samkeppnishæfni segir að forsendur hennar séu opinn og frjáls markaður, með frjálsum og gjaldlausum aðgangi að útflutningsmörkuðum, hindrunarlaust flæði innflutnings, fjármagns, vöru, þjónustu og vinnuafls. Sömuleiðis sé stöðugt efnahagsumhverfi grunnforsenda.

Þá velti samkeppnishæfni landsins á þremur meginþáttum. Þeir séu í fyrsta lagi samkeppnisforskoti einstakra fyrirtækja og í öðru lagi aðgangur að sérhæfðum framleiðsluþáttum, s.s. þungum fjárfestingum og sérhæfðu starfsfólki. Í þriðja lagi velti samkeppnishæfnin á fyrirtækjaklösum sem örvi viðbragðshraða og sveigjanleika, breikki þekkingu og skapi nýjungar.(mbl.is)

Það er athyglisvert,að sagt er í skýrslunni,að kreppan sé að miklu leyti heimatilbúin.Það vill segja að hún er að verulegu leyti sök íslenskra stjórnvalda.Viðurkennt er einnig í skýrslunni,að eftirlit með fjármálastofnunum þarf að vera nægt.Og hörð gagnrýni er borin fram á Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

Fara til baka Til baka


LEB hefur áhyggjur af miklum skerðingum lífeyris eldri borgara

Við höfum mestar áhyggjur af óhóflegri tekjutengingu fjármagnstekna við lífeyri hjá Tryggingastofnun. Það er líka slæmt ef lífeyrissjóðirnir bregðast, ofan á allt annað,“ segir Helgi K. Hjálmsson, formaður stjórnar Landssambands eldri borgara. Samtök eldri borgara hafa áhyggjur af fyrirsjáanlegri skerðingu á lífeyri hjá lífeyrissjóðunum.

Eignir allra lífeyrissjóðanna rýrnuðu á síðasta ári vegna erfiðleika á fjármálamarkaði um 10 til 30% og það vantar upp á að eignir allra stærri sjóðanna dugi til að hægt sé að standa undir fullum lífeyrisgreiðslum í framtíðinni. Nokkrir sjóðir hafa boðað lækkun lífeyris.

Unnar Stefánsson, nýkjörinn formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, segir mikilvægt að standa vörð um lífeyrissjóðina, þeir eigi að vera friðhelgir.

Helgi Hjálmsson segir að vissulega hafi bankahrunið haft áhrif á ávöxtun lífeyrissjóðanna. Skerðing sparnaðar eldri borgara í lífeyrissjóðunum bætist ofan á ýmsar aðrar hremmingar, s.s. tap margra á séreignarsparnaði. „Fólk hefur ekki í nein hús að venda. Við höfum verið að berjast fyrir hækkun grunnlífeyris Tryggingastofnunar en talað fyrir daufum eyrum. Það er ætlast til þess að eldri borgarar lifi á tekjum langt undir fátæktarmörkum. Svo er fólki refsað fyrir ráðdeildarsemi því vextir og verðbætur af sparnaði sem fólk hefur náð að nurla saman og rétt nær að hanga í verðlagsþróun koma til frádráttar lífeyri,“ segir Helgi.(mbl.is)

Ég tek undir með Helga formanni LEB.Það er verið að skerða kjör eldri borgara á mörgum sviðum: Verðlagsuppbætur á lífeyri aldraðra voru skornar niður um áramót,þannig að í raun voru kjörin skert.

Lífeyrir aldraðra er skertur mikið vegna fjármagnstekna og .þessar skerðingar voru auknar um áramót.Nú er vægi fjármagnstekna í skerðingum 100% en áður var það 50%. Og sumir lífeyrissjóðir eru að skera niður lífeyri til sjóðsfélaga vegna taps í bankahruninu.Ljóst er,að samtöki eldri borgara verða að herða baráttuna.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka Til baka


Bloggfærslur 21. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband