Mánudagur, 23. mars 2009
VG vill hátekjuskatt
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, vísaði til þess í Zetunni, nýjum viðtalsþætti á mbl.is, í hádeginu að hann hefði lagt fram frumvarp á Alþingi á síðasta ári með tillögu um útfærslu á álagi á hærri laun.
Þar er gert ráð fyrir 3% skatt tekjur einstaklinga yfir 500 þúsund krónur og hjóna sem hafa yfir 1 milljón á mánuð og 5% álag til viðbótar á tekjur yfir 700 þúsund krónur á mánuði hjá einstaklingum og 1400 þúsund krónur hjá hjónum. Sagði Steingrímur að þetta gæti skilað ríkissjóði 3,5-4 milljörðum króna.
Í stjórnmálaályktun landsfundar VG um helgina var m.a. sett fram markmið um að skattbyrðinni verði dreift með réttlátum hætti og að skattkerfið verði notað markvisst til tekjujöfnunar með þrepaskiptum tekjuskatti eða álagi á há laun.
Steingrímur sagði í viðtalinu ljóst að draga verði úr halla ríkissjóðs á næsta ári um 35-50 milljarða. Til þess væru tvær leiðir, að minna útgjöldin eða auka tekjurnar. Sagði Steingrímur að að ekki hægt að ná þessu fram með niðurskurði og ekki væri heldur hægt að ná þessu með auknum sköttum. Því yrði að fara blandaða leið.
Steingrímur sagði að fara yrði með stækkunarglerið á alla möguleika á hagræðingu í ríkisrekstri. Óumflýjanlegt væri að horfa til skipulagsbreytinga, sameina einkingar í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu, við erum með marga háskóla," sagði Steingrímur og bætti við að ekki væri hægt að útiloka neitt fyrirfram. (mbl.is)
Tillögur VG eru athyglisverðar og sjálfsagt verður nauðsynlegt að fara einhverja slíka leið til þess að loka fjárlagagatinu.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 23. mars 2009
Auknir fjármunir til sérstaks saksóknara
Steingrímur J. Sigfússon segir að lagðir verði auknir fjármunir til embættis sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins. Rannsóknin verði ekki látin stranda á skorti á þeim.
Það stefnir í að þetta starf verði umfangsmeira en áætlanir gerðu ráð fyrir í byrjun og það kallar á fjárveitingar og þá verður bara að bregðast við því, segir Steingrímur. Ljóst sé þó að auknar fjárheimildir verði ekki afgreiddar á yfirstandandi þingi. Það eru nægir fjármunir ætlaðir í þetta til að standa straum af kostnaði í bili. Það er þá eitthvað sem menn leiðrétta síðar á árinu í fjáraukalögum.(mbl.is)
Fagna ber því,að fjármálaráðherra hafi ákveðið að leggja aukna fjármuni til sérstaks saksóknara,Setja verður fullan kraft á rannsóknarstarf þessa embættismanns.Það er mjög mikilvægt.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 23. mars 2009
Kaupmáttur hefur minnkað um 9,3% sl. 12 mánuði
Vísitala kaupmáttar launa í febrúar var 108,4 stig en síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 9,3%.
Launavísitala í febrúar 2009 var 355,7 stig og var óbreytt frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hagstofunni. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,7%. Kaupmáttur launa hefur hins vegar lækkað um 0,5% frá fyrri mánuði.(visir.is)
Þetta er mikil minnkun kaupmáttar. Það er erfitt fyrir launþega að sæta svo mikilli kjaraskerðingu.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 23. mars 2009
Frjálslyndi flokkurinn að hverfa?
Ásgerður Jóna Flosadóttir sem nýverið var kjörin varaformaður Frjálslynda flokksins hefur ákveðið að segja sig úr flokknum. Hún segir að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, vilji ekki gera nauðsynlegar breytingar á flokknum. Ásgerður var kjörin varaformaður á landsþingi sem haldið var fyrir níu dögum.
Auk varaformennsku hefur Ásgerður verið formaður í Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum. Jafnframt var búið að tilkynna að hún myndi leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður en það hyggst hún ekki gera.
Frjálslyndi flokkurinn fékk fjóra þingmenn kjörna í þingkosningunum 2007. Tveir þeirra Jón Magnússon og Kristinn H. Gunnarsson sögðu sig núverið úr flokknum. Þá sögðu formenn formenn kjördæmisráðanna í Reykavík fyrir skömmu einnig skilið við flokkinn.
Flokknum barst þó liðstyrkur nýverið þegar að þingmaðurinn Karl V. Matthíasson gekk til liðs við flokkinn úr Samfylkingunni. Hann mun leiða flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum 25. apríl.
Tilkynning Ásgerðar:
Fyrir nokkru var ég kjörin varaformaður Frjálslynda flokksins. Ég hef starfað fyrir Frjálslynda flokkinn af heilindum frá því að ég gekk í flokkinn á haustmánuðum 2006 og reynt að fá flokksfólk til að vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Ég hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn m.a. verið formaður Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum, setið í miðstjórn flokksins og einnig skipaði ég annað sæti flokksins við þingkosningar 2007 í Reykjavík Norður. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar verða að bera virðingu fyrir sínum innri reglum og lögum og rækta af samviskusemi og koma fram við félaga sína af virðingu en á það hefur skort í FF.
Ég hef gagnrýnt hvernig staðið hefur verið að starfsmannamálum og mörgu fleiru í æðstu yfirstjórn flokksins. Nú er hins vegar ljóst að formaður flokksins ætlar sér ekki að að gera nauðsynlegar breytingar á starfsmannahaldi flokksins. Þá hefur því verið hafnað að standa löglega að uppstillingu á framboðslista flokksins í Suð Vestur kjördæmi en ég hef ítrekað gert athugasemdir við að uppstilling flokksins í því kjördæmi sé ólögleg þar sem ekki hafi verið boðað til fundar með löglegum hætti.
Þann tíma sem ég hefi gengt starfi varaformanns Frjálslynda flokksins sé ég ekki að vilji sé til neinna breytinga. Flokkur sem virðist ekki geta haft stjórn á sínum innri málefnum er ekki nægilega trúverðugur að mínu mati, en nauðsynlegt er að stjórnmálaflokkar njóti trúverðugleika í þeirri endurreisn og uppbygginu sem framundan er í íslensku þjóðfélagi. Ég hef því ákveðið að segja af mér öllum trúnaðarstörfum á vegum flokksins þar með talið varaformennsku í flokkum og formennsku í Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum og mun ekki taka sæti á framboðslista flokksins í næstu alþingiskosningum. Jafnframt tilkynni ég hér með að ég segi mig úr Frjálslynda flokknum frá og með deginum í dag. Ég vil þakka öllum þeim fjölmörgu samstarfsmönnum traustið sem þeir hafa sýnt mér og óska flokknum velfarnaðar.
Reykjavík 23, mars 2009
Virðingarfyllst,
Ásgerður Jóna Flosadóttir
(mbl.is)
Það ætlar ekki af Frjálslynda flokknum að ganga.Kristinn H.Gunnarsson er nýgenginn úr flokknum,svo og Jón Magnússon og nú varaformaður flokksins.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23. mars 2009
Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum
Kristján Þór Júlíusson,alþingismaður,hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns í Sjálfstæðisflokknum.Verða þá tveir menn í framboði til formanns,Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson.Má búast við spennandi og tvísýnum kosngum.Þessir menn eru báðir mjög frambærilegir.Hvorugur hefur verið ráðherra og bera því ekki sömu ábyrgð og ráðherrar á bankahruninu.Hins vegar bera þeir báðir ábyrgð á stjórnarstefnu frjálshyggju,sem leiddi til falls bankanna.Bjarni Benediktsson hefur nokkurt forskot í formannsslagnum en ekki skyldu menn vanmeta Kristján Þór.Hann er vel metinn og hefur áreiðanlega mikið fylgi úti á landi.
Björgvin Guðmundssoin
Mánudagur, 23. mars 2009
Stjórnlagaþing: Athyglisverðar hugmyndir Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns
Ragnar Aðalsteinssdon lögmaður var í Silfri Egils í gær. Ragnar er einn virtasti lögmaður landsins.Hann ræddi um stjórnlagaþing og setti fram mjög athyglisverðar hugmyndir um þingið.Hann leggur til,að stjórnlagaþing verði þverskurður af þjóðinni.Þar sitji 600 manns,úr öllum stéttum þjóðfélagsins.Þingið sitji tvo tímabil.Eftir fyrra tímabilið verði drög að stjórnarskrá kynnt út um allt land og hlustað á athugasemdir fólksins og tekið tillit til þeirra.Síðan setjist stjórnlagaþingið að störfum á ný og ljúki gerð stjórnarskrár,sem lögð verði fyrir þjóðina í þjóðaratkvlæðagreiðslu.Ragnar kvað hættu á því að stjórnmálaflokkarnir mundur reyna að ráða vali fulltrúa á stjórnlagaþing ef farið yrði fram með þær tillögur um þingið,sem nú væru í mótun.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 23. mars 2009
Eldri borgurum refsað fyrir að greiða í lífeyrissjóð og spara nokkrar krónur
Einhleypingur,sem er orðinn ellilífeyrisþegi fær í dag frá almannatryggingum 155 þús.á mánuði í lífeyri eftir skatt.Ef sá hinn sami fær 50 þús. kr. á mánuði frá lífeyrissjóði þá lækkar greiðslan frá almannatryggingum um 32 þús. kr. á mánuði og fer niður í 123 þús.á mánuði eftir skatt..Þannig hrifsar ríkið 32 þús. á mánuði vegna þess að umræddur einhleypingur er í lífeyrissjóði. Þetta kemur út eins og rikið taki 32 þús. kr. af 50 þús. kr. lífeyrirgreiðslunni.Er þetta hægt?Sumir segja að með þessu sé verið að stela hluta af lífeyrissjóðnum. Þetta er alla vega mikið ranglæti. Ef umræddur einhleypingur hefur auk þess kr. 500 þús í fjármagnstekjur yfir árið þá lækkar lífeyrir hans frá TR enn um 16 þús. á mánuði og fer niður í 107 þús.kr. eftir skatt.Það er þá búiö að skerða lífeyri hans um alls 48 þús kr. vegna lífeyrissjóðstekna og sparifjáreignar.Þessum lífeyrisþega er því bæði refsað fyrir að hafa greitt í lífeyrissjóð og fyrir að hafa sparað nokkrar krónur
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 23. mars 2009
Skiladagur skattframtals er í dag
Í dag er síðasti dagur til þess að skila skattframtali,ef frestur er ekki fenginn en auðvelt mun að fá frest til mánaðamóta.Það er nú orðið mjög auðvelt að fylla út skattframtal.Nær allar upplýsingar eru þegar forritaðar á framtalið.Nú hefur það bætst við,að allar bankainnistæður eru ritaðar á framtölin.Ekki eru allir ánægðir með það.Áður var talið,að vegna bankaleyndar gætu skattyfirvöld ekki komist í bankainnistæður fólks.En bankaleyndin gildir aðeins fyrir suma en aðra ekki.Sennilega gildir hún fyrir útrásarvíkinga.Ekki verður séð,að það skipti miklu máli fyrir skattyfirvöld,að hnýsast í sparifé fólks. Bankarnir hafa um langt skeð haldið eftir staðgreiöslu af fjármagnstekjum. En að einu leyti skiptir þetta máli: Tryggingastofnun á auðveldara en áður með að skerða lífeyri aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum.Aldraðir og öryrkjar finna vel fyrir því.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 23. mars 2009
Á þriðja hundrað manns missa vinnuna í Spron og Sparisjóðabanka
Öllum útibúum SPRON verður lokað og viðskiptavinum beint til Nýja Kaupþings. Á þriðja hundrað manns missa vinnuna samtals í Sparisjóðabankanum og SPRON í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið (FME) tók yfir starfsemina hjá báðum fyrirtækjum.
Mér sýnist á öllu að meirihlutinn missi vinnuna, segir Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF), um yfirtöku SPRON og Sparisjóðabankans. Um 180 manns unnu hjá SPRON og færist hluti þeirra yfir til nýrra starfa hjá Nýja Kaupþingi og einhverjir munu sinna ráðgjafarstörfum hjá skilanefnd. 60-70 manns unnu hjá Sparisjóðabankanum. Á þriðja hundrað bankamenn eru því að bætast við þá 1.300 sem nú þegar eru atvinnulausir. Ég hugsa til þess með hryllingi að þetta skuli gerast. [...] Ef við tökum fjölda starfsmanna í bönkunum áður en þessi bóla fór af stað þá voru starfsmenn í bönkunum rúmlega 4.000 talsins, áramótin 2003-2004, segir Friðbert. Hann segir að næstu skref hjá SSF séu að tryggja áunnin réttindi þeirra starfsmanna sem missa vinnuna.(mbl.is)
Þetta er hörmulegt.Áður hafa um 1300 bankamenn misst atvinnuna.Bankageirinn hefur farið mjög illa út úr efnahagshruninu.
Björgvin Guðmundsson
Til baka
Mánudagur, 23. mars 2009
Obama sér vonarneista í hagkerfinu
Barack Obama Bandaríkjaforseti segir þegar bera á vonarneistum í hagkerfinu. Endurfjármögnun húsnæðislána hafi aukist verulega og vextir aldrei verið lægri.
Obama lét þessi ummæli falla í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 minutes í kvöld, með þeim orðum að þetta benti til þess að a.m.k. veltan á húsnæðismarkaði væri að ná lágmarki og að hann myndi senn ná stöðugleika.
Vék forsetinn jafnframt að því hversu tengd alþjóðavædd hagkerfin væru orðin.
Þessi staðreynd ætti þátt í hversu hröð niðursveiflan væri en gæti að sama skapi boðað hraðari uppsveiflu en margan grunaði.
Forsetinn svaraði því einnig játandi að verulega gæti hrikt í stöðum bandaríska hagkerfisins ef risafyrirtæki á borð við AIG og Citicorp færu í greiðslustöðvun.
Kerfislæg áhætta væri enn til staðar.
Hann væri þó bjartsýnn enda hefðu menn lært af reynslunni af kreppunni miklu árið 1929.
Obama vék einnig að atkvæðagreiðslu í fulltrúadeildinni í síðustu viku um að leggja 90 prósent skatt á aukagreiðslur á borð við þær sem starfsmenn tryggingarisans AIG fengu, þrátt fyrir að ríkið hefði komið fyrirtækinu til bjargar.
Sagði forsetinn, sem er menntaður lögfræðingur, að lagasetning mætti ekki beinast að fámennum hópi einstaklinga.
Almenningur yrði að skilja að lagasetning af þessu tagi gæti haft þveröfug áhrif.
Samkvæmt lagasetningunni yrðu kaupaukar starfsmanna fyrirtækja sem hafa meira en 250.000 dali í árstekjur skattlagðir um 90 prósent, að því gefnu að fyrirtæki þeirra hafi fengið meira en 5 milljarða dala í neyðaraðstoð frá ríkinu.
Almenningur tók frumvarpinu vel en fregnir af 165 milljón dala kaupaukum AIG, sem fengið hefur 170 milljarða dala í neyðaraðstoð, voru þá í hámæli.(mbl.is)
Vonandi hefur Obama á réttu að standa varðandi,að viðsnúningur sé ekki langt undan.Ef hagkerfið í Bandarikjunum fer að rétta við þá hefur það áhrif á alla heimsbyggðina og Ísland þar með.
Björgvin Guðmundsson