Sr.Gunnar: Saklaus eða sekur

Hæstiréttur sýknaði sr. Gunnar Björnsson og biskup hefur ákveðið að hann taki við   á ný sem sóknarprestur  á Selfossi 1.mai n.k. Ekki munu aðstandendur stúlknanna,sem í hlut eiga,ánægðir með það.A.m.k. hafa foreldrar einnar stúlknanna sagt sig úr þjóðkirkjunni í mótmælaskyni.Skiptar skoðanir munu vera á Selfossi um það hvort Sr.Gunnar sé saklaus eða sekur.En hæstiréttur hefur fellt sinn dóm og þá er eðlilegt,að sr. Gunnar taki við embætti sínu á ný.

 

Björgvin Guðmundsson


Samningar ASÍ og SA í uppnámi

Annað hvort halda þessir samningar eða ekki. Ef að menn ætla að brjóta þá niður þá eigum við ekki marga kosti. Við getum auðvitað hrakist í þá stöðu að framlengja ekki gildandi kjarasamning frá 1. júlí og það verði fullkomin upplausn og óvissuástand,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Bullandi óánægja er innan Samtaka atvinnulífsins, SA, með þá ákvörðun nokkurra fyrirtækja að greiða áður umsamdar launahækkanir frá 1. mars, þrátt fyrir að samninganefndir SA og ASÍ hafi samið um frestun kjarasamninga fram á sumar.

HB Grandi reið á vaðið eftir mjög neikvæða umræðu um arðgreiðslur til eigenda HB Granda. Fleiri fyrirtæki fylgdu í kjölfarið og fjölmörg fyrirtæki íhuga að greiða launahækkanir frá 1. mars.

 

Það er stóralvarlegt mál að grafa undan því samkomulagi sem gert var milli samninganefnda SA og ASÍ í febrúar um frestun kjarasamninga fram á sumar. Við sjáum það bara á fjölgun á atvinnuleysiskrá. Það er engin tilviljun að fyrirtækin vilja fá að fresta launahækkunum. Um það var samið þannig að það er ekkert um það að ræða að fyrirtæki séu að brjóta samninga þegar þau fresta launahækkunum,“ segir Vilhjálmur Egilsson.

Hann segir HB Grandamálið sérstakt mál. Það sé ekkert að því að fyrirtæki þurfi að réttlæta sínar gjörðir gagnvart sínu starfsfólki, en það sem þar var á ferðinni sé allt annars eðlis. Auk þess sé ekki gott fyrir eitt fyrirtæki að vera komið í baráttu við forsætisráðherra landsins.

„Ef við tökum HB Granda út fyrir sviga, þá hafa menn í öðrum tilvikum verið að taka óyfirvegaðar skyndiákvarðanir. Og þetta getur auðveldlega grafið undan samningnum við ASÍ. Sú hætta er fyrir hendi ef fyrirtæki, undir þrýstingi, hækka laun með þessum hætti, að þá flæði það yfir á önnur fyrirtæki óháð þeirra stöðu og leiði til enn meiri vandræða. Þá verða líklega uppsagnarbréfin með kveðju frá þeim sem hafa verið að grafa undan samningnum,“ segir Vilhjálmur.

Hann segir að þegar eitt fyrirtæki hækkar laun þá skapist þrýstingur á aðra. Þar með sé verið að skapa óraunhæfar væntingar í fyrirtækjunum. Þrýstingurinn hafi bæði komið frá þeim verkalýðsfélögum sem hvað harðast hafa beitt sér og ekki síður frá Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra.

„Mér fundust afskipti hennar mjög óeðlileg af viðkvæmri deilu og þeir sem eru að beita þessum þrýstingi eru að leika sér að störfum félaga sinna,“ segir Vilhjálmur en hann situr nú á fundi með Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ og ræðir stöðu samkomulagsins sem gert var milli ASÍ og SA í febrúar.

„Við getum auðvitað hrakist í þá stöðu að framlengja ekki gildandi kjarasamning frá 1. júlí, með öðrum orðum að það verði engar hækkanir 1. júlí og það verði fullkomin upplausn og óvissuástand.“(mbl.is)

Það yrði mjög slæmt,ef samningur ASÍ og SA héldu ekki.Í því atvinnuástandi sem nú er þá er mjög mikilvægt að samkomulag haldist og verkafólk fái umsamdar kaunahækkanir.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 


Sérstakur saksóknari fær 16 starfsmenn auk erlendra sérfræðinga

Endurskoðuð áætlun um umfang embættis sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins gerir ráð fyrir því að fastir starfsmenn hans verði allt að sextán talsins, en þá eru ekki taldir með þeir erlendu sérfræðingar sem reiknað er með að starfi með saksóknaranum.

Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, sagði á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í dag að starfsmannafjöldi embættisins gæti því orðið allt að tuttugu á þessu ári.

Eva Joly, franskur dómari og rannsóknardómari, sem fengin hefur verið til að ráðleggja íslenskum stjórnvöldum þegar kemur að saksókn vegna bankahrunins, er væntanleg til landsins á morgun að sögn Rögnu og verður þá fundað með henni um þessi endurskoðuðu áform.

Eva Joly hefur áður sagt í samtali við Morgunblaðið að hún telji ekki hægt að rannsaka þau mál sem embætti sérstaks saksóknara á að rannsaka, með færri en tuttugu starfsmönnum.(mbl.is)

Ég fagna þessari eflingu embætis sérstakssaksóknara.

 

Björgvin Guðmundsson 


Árslaun nokkurra forstjóra lífeyrissjóða duga fyrir 15 íbúðum fyrir aldraða

Í dag birtist í Morgunblaðinu og Frétfablaðinu opnuauglýsing  um " sukk" við stjórnun lífeyrissjóðanna.Auglýsandi er Helgi Vilhjálmsson,forstjóri Góu en hann hefur áður birt svipaðar auglýsingar.Í auglýsingunni segir,að  árslaun forstjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna séu 29,8 millj. kr.,árslaun   forstjóra Lífeyrissjóðsins Gildi   21.5 millj.kr.,árslaun forstjóra LSR 19,8 millj.kr. og árslaun forstjóra Lífeyrissjóðsins Stafir 19 millj. kr. Þetta eru ógeðfelld laun,þegar laun verkamanna eru 150 þús .á mánuði. eða 1800 þús kr. á ári Mánaðarlaun forstjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna eru 2,5 millj.Í  auglýsingunni  stendur,að árslaun nokkurrra lífeyrissjóða dugi fyrir 15 íbúðum fyrir aldraða.

Í auglýsingu Helga er texti á undirskriftaplaggi,sem hljóðar svo:Við viljum endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu strax.Það gengur ekki,að lífeyrisgreiðslurnar okkar séu notaðar til að borga sukk örfárra einstaklinga í stað þess að þær séu nýttar í okkar þágu.Við höfum fengið nóg.

Helgi í Góu hreyfir hér brýnu máli. Það verður að endurskoða lífeyrissjóðakerfið og m.a. á að breyta stjórn lífeyrissjóðanna. Stjórnarmenn eiga að vera kosnir af sjóðfélögum sjálfum og það eiga eingöngu sjóðfélagar að sitja í stjórn en ekki atvinnurekendur eða fulltrúar þeirra.

 

Björgvin Guðmundsson


17409 manns atvinnulausir

Atvinnuleysi heldur áfram að aukast hröðum skrefum og nú eru 17.409 manns atvinnulausir á landinu öllu. Á vef Vinnumálstofnunnar kemur fram að atvinnulausir karlar eru 11.043 en konurnar eru 6.366 talsins. Á höfuðborgarsvæðinu eru 11.666 án atvinnu.

Hafa verður í huga að sá hópur sem ekki er að fullu atvinnulaus fer stækkandi, það er að segja þeir sem eru á hlutabótum á móti hlutastarfi. Á vef Vinnumálastofnunnar segir að fjöldi þeirra sem eru á hlutabótum á móti hlutastarfi séu á bilinu 2000 til 2500.

Um fjórtán þúsund manns fengu greiddar atvinnuleysisbætur um seinustu mánaðamót. Heildarupphæðin nam um tveimur milljörðum króna, sem var hæsta upphæð sem atvinnuleysistryggingasjóður hafði greitt út í einu lagi frá upphafi.(visir.is)

Þetta er hörmulegt,að atvinnuleysi skuli vera orðið svona mikið.Atvinuleysistryggingasjóður greiddi 2 milljarða í atvinnuleysisbætur um sl. mánaðamót.Það mætti skapa mörg ný störf fyrir þá upphæð.Er ríkisstjórnin að gera nægilega miklar ráðstafanir til þess að auka atvinnu?

 

Björgvin Guðmundsson


Tveir ríkisbankar sameinaðir

Líklegt er að tveir af nýju bönkunum þremur verði sameinaðir á næstu vikum eða mánuðum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Hugmyndir þess efnis hafa að undanförnu verið ræddar innan viðskipta- og fjármálaráðuneytis og Fjármálaeftirlits og Seðlabanka Íslands.

Helst er talið að Íslandsbanki og NBI, sem stofnaður var utan um innlenda starfsemi gamla Landsbankans, verði sameinaðir en kröfuhafar gamla Kaupþings, með þýska bankann Deutsche Bank sem einn stærsta einstaka kröfuhafann, eignist Nýja Kaupþing að öllu leyti eða a.m.k. að stærstum hluta. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur skilanefnd Kaupþings greint stjórnvöldum frá því að það væri skynsamlegast að kröfuhafarnir eignuðust Nýja Kaupþing að fullu.

Staða NBI er verst af bönkunum þremur en fyrir liggur að ekki eru til eignir í bankanum sem duga upp í forgangskröfur. Ekki er því eftir miklu að slægjast fyrir kröfuhafa í þeim banka, miðað við hina. Þá er staða nokkurra fyrirtækja sem eru viðskiptavinir NBI erfið en bankinn hefur lítið svigrúm til þess að koma til móts við þá viðskiptavini sem eiga í mestu vandræðunum.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er talið nauðsynlegt að gefa bönkunum meira svigrúm til þess að þjónusta viðskiptavini sína sem eiga í vandræðum og það er helst gert með því að sameina tvo af bönkunum í einn stóran banka.

Þá er einnig talið óumflýjanlegt að lækka rekstrarkostnað verulega við þessar breytingar til að styrkja bankana. Það yrði helst gert með því að fækka starfsfólki og lækka laun.

Rætt hefur verið sérstaklega hvernig mögulegt verði að stíga þessi skref, með tilliti til samkeppnissjónarmiða. (mbl.is)

Sjálfsagt er að stíga þau skref,sem nauðsynleg eru til þess að efla bankana og gera þá sterkari.Engin þörf er fyrir svo lítið þjóöfélag sem Ísland að reka allar þessar fjármálastofnanir.

Björgvin Guðmundsson


Verðbólgan komin niður í 15,2%

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 15,2% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 19,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,5% sem jafngildir 1,9% verðbólgu á ári (7,6% fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Í frétt um málið á vefsíðu Hagstofunnar segir að vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í mars 2009 er 334,5 stig og lækkaði um 0,59% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 309,0 stig og hækkaði hún um 0,16% frá febrúar.

Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 5,1% (vísitöluáhrif -0,76%). Þar af voru áhrif af lækkun markaðsverðs -0,72% og -0,04% af lækkun raunvaxta.

Verð á bensíni og díselolíu lækkaði um 3,1% (-0,13%) og verð á mat og drykkjarvöru um 0,9% (-0,12%). Þá lækkaði verð á flugfargjöldum til útlanda um 8,3% (-0,11%).

Vetrarútsölum er víðast lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 5,5% (0,26%). (visir.is)

Það er ánægjulegt,að verðbólgan skuli farin að minnka.Búast má við,að hún minnki ört á næstunni  enda  verðlag farið að lækka,það lækkaði um o,5% í mars.

 

Björgvin Guðmundsspn

 




Bloggfærslur 24. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband