Miðvikudagur, 25. mars 2009
Hvers konar kreppa er þetta?
Kreppan á Íslandi er mjög sérstæð.Venjulega kemur kreppa í kjölfar mikils samdráttar.Framleiðsla og vöruframboð hefur dregist mikið saman vegna lítillar eftirspurnar.Fyrirtækin verða af þeim sökum gjaldþrota.Verðbólga er engin.Það er jafnvel verðhjöðnun.Kreppan á Íslandi myndaðist ekki af framangreindum orsökum.Hún skall á vegna þess að íslensku bankarnir hrundu skyndilega eins og spilaborg. Þeir hrundu vegna alþjóðlegrar fjármálakreppu og vegna þess að þeir gátu ekki lengur fengið lán erlendis.Þeir höfðu skuldsett sig óvarlega og meira en þeir réðu við að borga.Fall bankanna orsakaði mikinn samdrátt og kreppu í íslensku atvinnulífi.En ´það undarlega var,að verðbólga var í hámarki,þegar kreppan skall á.
Nú er verðbólgan byrjuð að minnka og vonir standa til ,að hún minnki hratt á næstunni.Það eru góð merki svo og að vöruskiptajöfnuðurinn er orðinn hagstæður. Næsta verkefnið er að minnka atvinnuleysið.Það þarf að gerast fljótt og hratt.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 25. mars 2009
Ögmundur afsalar sér ráðherralaunum
Sjúkrahúsin í Kraganum svonefnda, sem mestur styr hefur staðið um vegna niðurskurðaráforma fyrrverandi heilbrigðisráðherra, hafa náð að spara sig inn fyrir ramma fjárlaga með því að einfalda stjórnkerfi spítalans, minnka yfirvinnu og lækka laun þó án þess að hrófla við kjarasamningum.
Þetta þýðir að hægt verður að mestu leyti að koma í veg fyrir uppsagnir þótt ekki sé ljóst hvort grípa þurfi til fleiri sársaukafullra ákvarðanna.
Þetta kom fram á blaðamannafundi með ráðherra, stjórnendum spítalanna og hollvinum.
Í samtali við MBL sjónvarp greindi Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, frá því að hann hafi afsalað sér ráðherralaunum meðan núverandi ríkisstjórn situr. Ögmundur, sem er í leyfi frá störfum sem forseti BSRB þar sem hann hefur starfað launalaust, segist þannig eiga auðveldara með að fara fram á að starfsmenn í heilbrigðiskerfinu færi þær fórnir sem þurfi til þess að vernda nauðsynleg störf og þjónustu við sjúklinga. Ögmundur þiggur því einungis þingfararkaup fyrir störf sín. (mbl.is)
Það er aðdáunarvert hjá heilbirgðisráðherra,að afsala sér ráðherralaunum.Hann heldur þingfararkaupi og segir sjálfur,að það séu þokkaleg laun.Ef allir í þjófélaginu værtu eins fórnfúsir og Ögmundur yrði asuðveldara fyrir þjóðina að vinna sig út úr kreppunni.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 25. mars 2009
Geir H.Haarde kveður alþingi
Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti við upphaf þingfundar á Alþingi í dag að þetta væri síðasti starfsdagur hans á Alþingi. Sagðist Geir myndu láta af embætti formanns Sjálfstæðisflokksins á sunnudag og yrði síðan fjarverandi í næstu viku af persónulegum ástæðum.
Fram kom hjá Guðbjarti Hannessyni, forseta Alþingis, að Geir gæti ekki sótt þingfundi á næstunni vegna þess að hann er að fara til útlanda vegna læknismeðferðar.
Geir sagðist hafa átt sæti á Alþingi í 22 ár og þar af verið þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í 7 ár og ráðherra í tæp 11 ár. Sagði Geir, að það væru forréttindi að hafa fengið að starfa svona lengi við þessa stofnun. Sér þætti afar vænt um hana og vildi að sómi hennar sé sem mestur.
Sagði Geir að ekki væri búið að ná samkomulagi um þingstörfin á Alþingi nú og sér þætti miður, að hætta væri á alvarlegum deilum um mál, þar á meðal um stjórnarskrána. Sagði Geir að það yrði nú á höndum annarra en hans að leysa þessar deilur og sagðist hann treysta mönnum til að standa þannig að málum, að heiður Alþingis verði ekki fyrir borð borinn. (mbl.is)
Geir H.Haarde hefur verið vandaður stjórnmálamaður og hefur markað spor í stjórnmálasöguna.Ég óska honum góðs bata og alls góðs í framtíðinni.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 25. mars 2009
Jóhanna:Burt með ofurlaun í verkalýðshreyfingunni
Uppræta þarf spillingu og ofurlaun innan verkalýðshreyfingarinnar. Þetta kom fram í ávarpi Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á aukaársfundi ASÍ í morgun.
Frestun umsamdra launahækkana verkafólks var þar einnig rædd; skiptar skoðanir eru um málið. Framtíðarsýn Alþýðusambandsins um endurreisn íslensks efnahags- og atvinnulífs er megin viðfangsefni fundarins. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ávarpaði fundinn og taldi ástæðu til að endurskoða meðal annars greiðslur innan Sambandsins.
Eins og kunnugt er beitti ASÍ sér fyrir frestun umsamdra launahækkana verkafólks, fram í júní vegna efnahagsástandsins. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ telur ákvörðunina hafa átt fullan rétt á sér.
Miðvikudagur, 25. mars 2009
Börn fái ókeypis tannlækningar
Tæplega 8300 Íslendingar hafa skráð sig í hóp á vefsíðunni Facebook þar sem þess er krafist að tannlækningar og tannréttingar verði ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára. Á síðunni er það gagnrýnt að tannlæknaþjónusta skuli ekki vera ókeypis hér eins og á hinum Norðurlöndunum.
Miðvikudagur, 25. mars 2009
Það borgar sig fyrir aldraða að vera í Félagi eldri borgara
Nýlega er komin ný afsláttarbók fyrir félagsmenn í Landssambandi eldri borgara,aem gildir fyrir næstu 12.mánuði. Í bókinni er að finna yfirlit yfir þær verslanir og fyrirtæki,sem veita félagsmönnum í félögum eldri borgara afslátt. Þau eru mjög mörg af öllum gerðum.Er ljóst,að það er fljótt að borga sig að vera í Félagi eldri borgara.Það fæst á stuttum tíma afsláttur fyrir félagsgjaldinu.Sem dæmi um verlanir og fyrirtæki sem veita afslátt má nefna verslunina 1928,Álfaborg,Byggt og búið,Heimilisprýði,Heimilistæki,Húsasmiðjuna,Ormsson,Parki,RB rúm,Teppabúðina Litaver,Tékk Kristall.Bakarameistarann,Mosfellsbakari,Reynir bakari,margar blómaverslanir,bóka og ritfangaverslanir,efnalaugar,fataverslanir,fiskverlanir,hárgreiðslu-og rakarastofur,heilsuræktarfyrirtæki, bifreiðaverkstæði og lyfjaverlanir. Hins vegar eru fáar matvöruverslanir. Sumar verslanir,sem veita afslátt takamarka hann við vissar vörur.Hér er aðeins um lítið sýnishorn að ræða en það margborgar sig að ganga í Félög eldri borgara og fá afsláttinn.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25. mars 2009
Bankarnir bjuggu til eigið fé á pappírnum!
Gylfi segir augljóst að í hrunadansinum hafi bankarnir búið til eigið fé á pappírnum, annars vegar með því að breyta lánsfé í eigið fé með því að lána til hlutafjárkaupa og síðan hafi menn keypt eignir á óraunhæfu verði og fært muninn sem viðskiptavild.
Ráðherrann segir að kannski hafi menn verið að blekkja sjálfan sig en þeir hafi blekkt aðra í leiðinni. Hvort þetta sé saknæmt verði til þess bærir aðilar að skera úr um. Frá hans sjónarhóli sem hagfræðings sé hinsvegar ljóst að menn hafi búið til verðmæti á pappírnum sem engin innistæða var fyrir.
Enron málið var rannsakað sem sakamál en bankahrunið er hinsvegar ekki enn rannsakað sem slíkt þótt hluti þess kunni að verða það. Ráðherrann segir að varla sé hægt að taka allt efnahagslíf Íslendinga og skoða það sem sakamál, það verði að velja og hafna. Sumt sé ámælisvert þótt það sé ekki brot á lögum. (mbl.is)
Ef bankarnir hafa búið til eigið fé á pappírnum,sem engin innstæða var fyrir eins og viðskiptaráðherra fullyrðir hafa þeir verið að blekkja Kauphöllina og viðskiptavini sína.Trúlega er það saknæmt athæfi. Sérstakur saksóknari mun væntanlega rannsaka það en nú hefur hann fengið nægan mannafla sér til aðstoðar.
Björgvin Guðmundsson