Hvers vegna tapar Framsókn?

Framsókn tapar miklu fylgi í nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins.En hvers vegna?.Hvað hefur Framsókn gert af sér? Ég held ég viti skýringuna.Stöðugar árásir formanns Framsóknar á Samfylkinguna valda fylgistapinu.Fólki finnst það undarlegt,að flokkur sem hét ríkisstjórninni stuðningi,þ.e. að verja hana vantrausti,skuli alltaf vera að ráðast á hana.Ef Framsókn hefði verið "loyal" við stjórnina væri hún með mikið meira fylgi í dag,sennilega tvöfalt meira.Formaður Framsóknar segir,að ríkisstjórnin hafi ekkert gert í málefnum heimilanna en á sama tíma er verið fjalla um fjölmörg mál á alþingi,sem varða það mál. Síðast í gær voru afgreidd lög um frestun nauðungaruppboða vegna fjárhagserfiðleika heimila og um frestun gjaldþrota. Frumvarp um greiðsluaðlögun er á lokastigi.Búið er að afgreiða  lög,sem veita sérsökum saksóknara auknar heimildar og aflétta bankaleynd að verulegu leyti.Frv, um sérstakt stjórnlagaþing liggur fyrir þinginu o.s.frv o.s.frv. Hvað er formaður Framsóknar að fara?

 

Björgvin Guðmundsson


Eldri starfsmenn stjórnarráðsins gera sér glaðan dag

I gær var eldri starfsmönnum stjórnarráðsins ( 65 ára og eldri) boðið til kaffisamsætis á Grand Hótel.Það voru Félag starfsmanna stjórnarráðsins og Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins,sem stóðu fyrir samsætinu.Þarna hittust gamlir vinnufélagar úr stjórnarráðinu og rifjuðu upp gömul kynni.Ég settist fyrst við borð hjá nokkrum fyrrverandi bílstjórum og dyravörðum í stjórnarráðinu en þar sat m. a.frændi minn Bjarni J. Gottskálksson.En síðan settist ég  hjá fyrrum starfsfélögum úr viðskiptaráðuneytinu en þar vann ég í 18 ár.Var þar glatt á hjalla.

 

Björgvin Guðmundsson


Íhaldið vill evru í stað krónu

skipta þarf krónunni út fyrir evruna og eru tvær leiðir til þess; einhliða upptaka eða aðild að ESB. Þetta er niðurstaða þess hóps er fjallaði um peningamál í skýrslu Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins, sem kemur út í dag. Engin niðurstaða er í sjálfri skýrslunni um hvort sækja beri um aðild að sambandinu eða ekki. Kristján Þór Júlíusson, formaður nefndarinnar, segir að bæði skýrslunni og ályktunardrögum verði dreift á landsfundinum, sem hefst í dag.

Peningamálahópurinn segir tvennt í stöðunni vilji menn halda í krónuna. Annars vegar gjaldeyrishöft, sem séu ekki réttlætanleg, og hins vegar að eignir landsins erlendis séu töluvert umfram erlendar skuldir, sem sé ekki raunhæft. Niðurstaðan er sú að taka upp evru, en hópurinn klofnar í afstöðu til þess hvort mögulegt sé að gera það í gegnum ESB-aðild eða með einhliða upptöku. Síðari leiðina telur formaður hópsins engan veginn færa.

Athygli vekur að formaður og varaformaður auðlindahóps nefndarinnar telja að flokkurinn eigi að fá rúmar heimildir til að ræða við aðra flokka um hvernig standa skuli að aðildarviðræðum. Koma í niðurstöðum hópsins fram þrjú sjónarmið. Hluti hópsins telur að Ísland eigi alls ekki að ganga í ESB svo það missi ekki fullveldisrétt yfir auðlindum. Aðrir vilja eingöngu semja um aðild á þeim forsendum að Ísland haldi forræði yfir auðlindum. Í þriðja lagi er bent á að ekki sé nauðsynlegt að fá allsherjarundanþágu frá sjávarútvegsstefnu ESB þar sem meginreglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggi að íslenska ríkið fái úthlutunarrétt á hérlendum kvóta.(mbl.is)

Það er út af fyrir sig athyglisverð breyting á stefnu Sjálfstæðisflokksins,að flokkurinn skuli nú vilja taka upp evru.Að vísu vekur það einnig athygli,að flokkurinn taki ekki afstöðu til þess hvort sækja eigi um aðild aö ESB.

Björgvin Guðmundsson

 


Bankahrunið: Hvers vegna var ekkert gert?

Úrskurðað var að Seðlabankanum bæri að afhenda fjölmiðli minnisblað frá febrúar 2008 um fund embættismanna bankans með fjármálamönnum í London. Í þessu minnisblaði kemur fram það álit erlendra fjármálamanna,að íslensku bankarnir standi mjög illa og að hætta kunni að vera framundan.Þetta minnisblað skiptir miklu máli.Jóhanna Siguröardóttir,forsætisráðherra,,sagði á fundi með blaðamönnum sl. þriðjudag,að  í kjölfar  umrædds fundar Seðlabankans í London hefði bankinn átt að leggja fyrir ríkisstjórnina aðgerðaráætlun,þ.e. tillögu um það hvað ætti að gera.En ekkert var gert.Og það sem vekur enn meiri undrun er það,að Seðlabankinn gerði .þveröfugt við það sem hann hefði átt að gera miðað við minnisblaðið: Bankinn afnam bindiskyldu bankanna og gaf út skýrslu í mai 2008 um að allt væri í lagi með bankana.Þeir stæðu traustum fótum.Það er ekki heil brú í þessu.

Ljóst er,að Fjármálaeftirlit og Seðlabanki brugðust gersamlega í eftirliti sínu með bönkunum. Fjármálaeftirlitið veitti frekari heimildir fyrir stofnun Ice save reikninga erlendis eftir að minnisblað Seðlabankans var gefið út en FME hefði átt að stöðva Ice save reikningana,þ.e. svipta Landsbankann leyfi til þess að reka þá.En það var ekki gert.  Ekkert var gert.

 

Björgvin Guðmundsson


Áróður fyrir skerðingu lífeyrisréttinda heldur áfram

Á forsíðu Mbl. í dag er mikill uppsláttur um að lífeyrisréttindi skerðist til framtíðar vegna bankahrunsins.Við lestur fréttarinnar kemur í ljós,að þetta er haft eftir Pétri Blöndal alþingismanni Sjálfstæðisflokksins.Lífeyrissjóðirnir hafa undanfarið verið að birta ársuppgjör sín.Útkoma sjóðanna er mjög misjöfn.Hjá sumum er útkoman viðunandi en hjá öðrum er hún slæm. Mjög fáir sjóðir hafa ákveðið að skerða réttindi sjóðfélaga. Ég hefi bent á það áður  og geri  það enn,að þegar sjóðirnir græddu sem mest létu þeir sjóðfélaga ekki njóta þess með .því að auka lífeyrisréttindi þeirra. Í stað þess söfnuðu þeir upp sjóðum. Þess vegna á ekki fremur nú að skerða réttindi sjóðsfélaga þó afkoma hafi versnað vegna hrunsins. Sjóðfélagar mega ekki við neinni skerðingu í dag.

 

Björgvin Guðmundsson


Ný könnun:Stjórnarflokkar með traustan meirihluta.Samfylking með 32%

Ríkisstjórnarflokkarnir tveir fengju traustan meirihluta á þingi, ef kosið yrði nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö, en fylgið hrynur af Framsóknarflokknum.

Samfylkingin mælist stærsti flokkkurinn með tæplega 32 prósenta fylgi og 21 þingmann, Sjálfstæðisflokkurinn fær rúm 29 prósent og 20 þingmenn, Vinstri grænir mælast með tæplega 26 prósenta fylgi og fengju 17 þingmenn, en Framsóknarflokkurinn fær aðeins sjö og hálft prósent og fimm þingmenn.

Önnur framboð fá langt innan við fimm prósenta fylgi. Samkvæmt þessum niðurstöðum fengju ríkisstjórnarflokkarnir samtals 38 þingmenn og öruggan meirihluta. Þeir myndu bæta við sig ellefu þingsætum frá síðustu kosningum.( visir.is)

Það,sem vekur mesta athygli í þessari könnun er fylgistap Framsóknar en flokkurinn fær aðeins 7,5%.Sennilega stafar tapið af árásum Framsóknar á Samfylkinguna.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 26. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband