ISG:Gerðum ekki nægar kröfur við myndun stjórnar með Sjálfstæðisflokknum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði þegar hún setti landsfund flokksins  nú síðdegis, að hennar stærsta yfirsjón hafi verið að hafa ekki gert mun afdráttarlausari kröfur um breytingar á stjórnkerfinu þegar Samfylkingin efndi til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokk vorið 2007.

„Breytingar sem hefðu tryggt meiri fagmennsku, gagnrýni og gagnsæi í stjórnkerfinu. Í Sjálfstæðisflokknum fer auðvald og ríkisvald hönd í hönd. Hér ríkir kunningjakapítalismi. Sjálfstæðismenn eru ráðandi jafnt í fyrirtækjum sem stjórnkerfi og sú samtrygging sem þannig hefur komist  á leiðir til aga-  og aðhaldsleysis.  Ég hef sjálf margítrekað sett þetta fram í opinberri umræðu á liðnum árum og þessvegna átti ég og við öll í Samfylkingunni að vita þetta. Það sem sló hins vegar ryki í augu okkar voru þær mannabreytingar sem þá höfðu orðið í forystu flokksins. Nýir og geðþekkari einstaklingar höfðu tekið við stjórninni og við bundum vonir við þá. Við horfðum framhjá því  við stjórnarmyndunina að vandamálið er ekki fólkið heldur flokkurinn. Hér höfum við bara við okkur sjálf að sakast," sagði Ingibjörg Sólrún.

Hún sagði, að önnur yfirsjón væri, að hafa ekki gert kröfu um miklu fastara og ákveðnara taumhald á aðgerðum ríkisins strax og Glitnismálið kom upp.  Aðgerðir hefðu verið of fálmkenndar, upplýsingar verið af skornum skammti og framkvæmd tekið alltof langan tíma.

„Þetta vil ég endilega segja hér,  ekki vegna þess að ég telji mig þannig geta fullnægt formsatriði sem gerir mér kleift að kasta syndunum bakvið mig og hafa jafnvel af því pólitískan ávinning, heldur vegna þess að það er mín skoðun að við verðum að horfast í augu við að þarna liggi hin pólitíska ábyrgð Samfylkingarinnar gagnvart samfélaginu og mín þar með.  Við fylgdum ekki nógu fast eftir okkar eigin sannfæringu um nauðsynlegar umbætur, við fylgdum ekki orðum eftir með athöfnum, við létum gildismat Sjálfstæðisflokksins og viðskiptalífsins yfir okkur ganga og súpum nú seyðið af því ásamt með þorra þjóðarinnar," sagði Ingibjörg Sólrún. (mbl.is)

Það er rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu að Samfylkingin gerði ekki nægar kröfur við myndun stjórnar með íhaldinu.Ég nefndi þetta margoft í greinum,sem ég ritaði í dagblöð.Ég tel,að þetta hafi stafað af of miklum ákafa á að komast í stjórn. Ingibjörg Sólrún segir,að  mannabreytingar í forustu íhaldsins hafi villt Samfylkingunni sýn

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

PDF-skrá 

Fara til baka 


Góð tillaga Lilju Mósesdóttur

Lilja Mósesdóttir,hagfræðingur,hefur kynnt þá tillögu sína,að veðskuldir fólks verði lækkaðar um 4 millj. kr. hjá hverjum og einum,þ.e. miðað við eina íbúð.Fólk fengi ekki þessa lækkun nema á eina íbúð. Segja má,að þessi   tillaga komi í stað tillögu Framsóknar um 20 % lækkun allra veðskulda en sú tillaga hefur fengið dræmar viðtökur og hefur nánast verið slegin út af borðinu.Mér líst vel á þessa tillögu Lilju. Ef erfitt reynist að fjármagna þessa lækkun mætti byrja á því að frysta lækkunina í  ákveðinn tíma. Það er nauðsynlegt að gera eitthvað róttækt fyrir heimilin í landinu strax og mér virðist þessi tillaga einna best í því efni.

 

Björgvin Guðmundsson


Það þarf að herða baráttuna fyrir málefnum eldri borgara

Í kreppunni hafa lífskjör aldraðra versnað mikið Kaupmáttur hefur minnkað um a.,m.k. 10% og eldri borgarar hafa ekki fengið þær verðlagsuppbætur,sem eldri lög kváðu á um.Á sama tíma hafa lyf stórhækkað en eldri borgarar nota mikið af lyfjum,meira en þeir sem yngri eru.

Ég hefi lagt mikla áherslu á baráttu fyrir bættum kjörum aldraðra og skrifað um þau mál margar blaðagreinar.Á undanförnum mánuðum hefi ég skrifað eftirfarandi greinar:( í Mbl. og Fréttablaðið)

Verjum velferðarkerfið, 20.11.2008
Það er verið hlunnfara eldri borgara.17.9  2008
Samfylkingin lofaði öldruðum 226 þús. á mánuði í áföngum, 22.7.2008
Ríkisstjórnin hefur brugðist eldri borgurum , 6.6.2008
Neikvæð afstaða stjórnvalda til aldraðra og öryrkja, 1.6.2008
Lífeyrir aldraðra lækkað úr 100% af lágmarkslaunum í 93,74% á einu ári, 18.5.2008
Er verið að hlunnfara eldri borgara?, 5.4.2008
Þessi ríkisstjórn hefur ekkert hækkað lífeyri aldraðra, 23.3.2008
Lífeyrir aldraðra á að hækka um 15-20% vegna kjarasamninganna, 26.2.2008
Hvers vegna hækkar ekki lífeyrir eldri borgara?, 25.1.2008
Mun Samfylkingin standa sig betur í stjórn en Framsókn?, 23.1.2008
Búið að tala nóg. Tími framkvæmda er kominn, 21.1.2008
Á hverju stendur,Jóhanna!, 12.1.2008
Lífeyrir aldraðra hefur ekki verið hækkaður um eina krónu, 10.1.2008

Greinar  þessar má allar sjá á heimasíðu minni: www.gudmundsson.net

 

Björgvin Guðmundsson


VG íhugar eignarskatt á miklar eignir

Hugmyndir eru uppi innan Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs,  um að leggja á eignaskatt að nýju.  Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra  segir að ekki sé verið að tala um að leggja skatta á eignir venjulegs fólks en það sé annað mál hvort tekjuhátt stóreignafólk eigi ekki að leggja eitthvað að mörkum eins og slíkt fólki geri í nágrannalöndunum.

Hann segir skattastefnu Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um sé hluti vandans í dag. Menn hafi hegðað sér með fullkomlega óábyrgum hætti líkt og aldrei kæmi að skuldadögum. Það væri hægt að lifa af bullandi viðskiptahalla og þenslu án þess að ríkið hefði traustar tekjur til að tryggja næga þjónustu. Þeir timar séu nú liðnir og kerfið Sjálfstæðisflokksins sé hrunið í hausinn á okkur.

Það sé verkefni núverandi ríkisstjórnar að greiða úr því og það sé ærinn hausverkur.

Steingrímur segir skref í rétta átt að formaður Sjálfstæðisflokksins hafi beðist afsökunar á því horfið hafi verið frá dreifðri eignaraðild að bönkunum. Sjálfstæðisflokkurinn hafi þá kúvent í afstöðu sinni en VG hafi flutt í mörg ár frumvarp til að tryggja dreifða eignaraðild í bönkum og fjármálafyrirtækjum en framan af hafi Sjálfstæðisflokkurinn tekið undir það.

Allt í einu hafi hugtakið kjölfestufjárfestir orðið ráðandi í umræðunni og menn hafi skutlað tveimur ríkisbönkunu í hendur fárra einstaklinga eða hópa og það hafi haft skelfilegar afleiðingar í för með sér. Þetta sé síðbúin viðurkenning, síðbúið raunsæi hjá Sjálfstæðisflokknum sem beri meginábyrgð á þessu ásamt sínum samstarfsflokki.

Og um það að Geir H. Haarde velji landsfund Sjálfstæðisflokksins sem vettvang fyrir slíka afsökunarbeiðni segir ráðherrann  að sjálfsagt sé hann þá frekar að biðja Sjálfstæðismenn afsökunar en þjóðina.(mbl.is)

Hugmyndir VG um eignarskatta eru athyglisverðar.En ef þeir verða teknir upp á ný verður að gæta þess,að þeir lendi ekki á venjulegum íbúðum almennings.Það verrður að binda eignarskatt við stóreignir.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


Gallup: Samfylking stærst með 30%,VG næststærst með 26%

Samfylkingin fengi flest atkvæði eða 30% og 20 menn kjörna í Alþingiskosningum ef úrslit yrðu eins og í nýjustu fylgiskönnun Capacent Gallup fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Vinstri Grænir mælast með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn.

 

Þessi könnun var gerð dagana 18.-25. mars. Á þessum tíma lýsti Jóhanna Sigurðardóttir yfir framboði til formanns í Samfylkingunni og Vinstri Grænir héldu landsfund sinni.

Ríkisstjórnin nýtur stuðnings yfir 60% kjósenda, samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup. Stuðningur við ríkisstjórnina er mestur meðal þeirra sem eru sextíu ára og eldri - 73% þeirra styðja stjórnina. Meðal þeirra kjósenda sem eru yngri en 30 ára, er stuðningurinn 62%. Eftir kjördæmum, er stuðningur við stjórnina minnstur í Suðurkjördæmi, 54%.

58% í Suðvestur, 64% í Reykjavík norður, 69% í Norðaustur kjördæmi og 71% í reykjavík suður. Mestur er stuðningur við stjórnina í Norðvesturkjördæmi, 72%.

Rétt tæplega átta af hverjum tíu kjósendum telja miklar líkur á að þeir greiði atkvæði í kosningunum í apríl. Það hlutfall hefur nánast ekkert breyst síðustu vikurnar. Samfylkingin dalar aðeins frá síðustu könnun, var þá með rúmlega 31% - munurinn er þó vel innan skekkjumarka. Vinstri græn eru næst stærsti flokkurinn og eykur fylgi sitt síðan síðast; fengi nú rúm 26% og 18 menn kjörna. Var síðast  með 24,6%. Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar frá síðustu könnun. Hann fengi nú 24,4% og 17 menn, miðað við 26,5% fylgi síðast. (ruv.is)
Þetta er athyglisverð niðurstaða,einkum það,að VG fara upp fyrir íhaldið.
Björgvin Guðmundsson

Íhaldið vill sækja um aðild að ESB,ef þjóðin samþykkir það

Megin niðurstaða Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins er sú að ganga eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um hvort Ísland eigi að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Kristján Þór Júlíusson kynnti í dag niðurstöður nedndarinnar sem starfað hefur síðan í nóvember.

Kristján sagði að í nefndarferlinu hafi menn átt þess kost að hitta um 1500 manns og voru um 30 fundir haldnir víða um land. Síðasti fundurinn var haldinn í gærkvöldi og á máli Kristjáns mátti skilja að skilaboð þess fundar hafi verið mjög skýr. Á fundinum í gær voru komin drög að ályktun en í ljósi „mikilla og gagnlegra" athugasemda sem komu fram í gærkvöli sátu nefndarmennirnir fram á kvöld að semja nýja ályktun.

Kristján sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hingað til talið að aðiild að ESB þjóni ekki hagsmunum þjóðarinnar. Endurnýjað hagsmunamat hefur ekki leitt til breytinga á þeirri afstöðu. Hins vegar væru sterk lýðræðisrök sem mæltu fyrir því að þjóðin fái að tjá sig um málið og því hafi niðurstaðan orðið sú að almennum lögum eigi að breyta til þess að unnt verði að halda þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um það hvort Ísland eigi að sækjast eftir aðildarviðræðum.

Í lokorðum Kristjáns kom fram að niðurstaða Evrópunefndarinnar væri tilraun til þess að byggja brú á milli þeirra ólíku sjónarmiða sem uppi séu um Evrópumálið í Sjálfstæðisflokknum.(visir.is)

Framangrreind afstaða Sjálfstæðisflokksins er sú sama og forustumenn VG hafa.Þeir vilja leggja það undir þjóðaratkvæði hvort sækja eigi um aðild að ESb og fara í aðildarviðræður.Ekki er þetta mjög metnaðarfull afstaða hjá íhaldinu.

 

Björgvin Guðmundsson

Á


Geir baðst afsökunar á landsfundi

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í setningarræðu landsfundar flokksins nú síðdegis, að sjálfstæðismönnum hefði orðið á mikil mistök með því að falla frá stefnumótun um dreifða eignaraðild þegar bankarnir voru einkavæddir fyrir sex árum.

„Ég ber mína ábyrgð á því að svona var búið um hnútana á sínum tíma og á þeim mistökum er rétt að biðjast afsökunar. Geri ég það hér með. Sama er að segja um annað sem miður fór og var í okkar valdi og hefði mátt gera betur. En ég get ekki beðist afsökunar á afglöpum eða lögbrotum fyrirferðarmikilla manna í bönkum eða atvinnulífi sem fóru offari með mjög skaðlegum afleiðingum," sagði Geir.

Hann sagði, að sjálfstæðismönnum hefðu vissulega orðið á margs konar mistök við stjórn landsmála. Það  hefðu verið  mistök að fallast á kröfu framsóknarmanna um 90% húsnæðislán að loknum kosningunum 2003. Að
sama skapi megi gagnrýna tímasetningar skattalækkana á því kjörtímabili.

„En stærstu mistök okkar sjálfstæðismanna sem tengjast bankakerfinu og hruni þess voru gerð við einkavæðingu bankanna fyrir rúmlega sex árum. Með því að falla frá þeirri stefnumörkun sem ákveðin hafði verið um dreifða eignaraðild urðu okkur á mikil mistök. Þegar eigendur bankanna gerðust
umsvifamiklir í atvinnulífinu og eignatengsl milli viðskiptablokka urðu gríðarlega flókin og ógegnsæ var stöðugleika bankakerfisins ógnað. Hefðum við sjálfstæðismenn haldið fast við okkar upphaflega markmið um dreifða eignaraðild eru líkur á því að bankarnir hefðu ekki verið jafn sókndjarfir og áhættusæknir og raunin varð," sagði Geir.

Hann sagði að það breytti ekki öllu um ábyrgð sjálfstæðismanna á mistökum við einkavæðingu bankanna að eftirlit með óeðlilegum viðskiptaháttum og skaðlegum eignatengslum hefði verið á höndum annarra flokka frá árinu 1991.(mbl.is)

Það hefur vakið mikla athygli,að Geir skyldi biðjast afsökunar á landsfundi enda þótt afsökunin væri á mjög þröngu sviði.Það,sem skiptir að mínu mati mestu máli er,að eftirlit FME,Seðlabanka og stjórnvalda með bönkunum brást.Þessir aðilar allir sváfu á verðinum og því fór sem fór.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 27. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband