Mánudagur, 30. mars 2009
Krónan hefur veikst mikið sl. 19 daga
Með veikingu krónunnar síðustu nítján daga hefur öll styrking, þeirra sjö vikna sem á undan fóru, gengið til baka. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka.
Fyrir 19 dögum eða 11. mars hafði krónan styrkst í sjö vikur meira og minna samfleytt og vísitala krónunnar var komin niður í 186 stig. Gengisvísitalan hefur hækkað hratt síðan, svo hratt að gengisvísitalan er orðin 212 stig eða jafnhá og hún var orðin undir lok janúar. Veiking krónunnar síðustu daga hefur því gert að engu styrkingu þeirra sjö vikna sem á undan fóru.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. mars 2009
Spron verður rekið áfram.Nýir eigendur
Skilanefnd SPRON samþykkti í dag tilboð MP banka í hluta útibúanets og vörumerki SPRON og Netbankann, nb.is Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka, segir að hægt verði að tryggja að minnsta kosti 45 störf með þessu. Kaupverðið er tæplega 800 milljónir króna.
Margeir ætlar að viðhalda vörumerki SPRON, en fyrirtækið nýtur mikillar velvildar almennings og hefur mælst hátt í Íslensku ánægjuvoginni, sem mælir afstöðu almennings til fyrirtækja, undanfarin ár. MP sækir nú inn á viðskiptabankamarkaðinn, en fyrirtækið fékk viðskiptabankaleyfi á síðasta ári.
Útibúin á Seltjarnarnesi, í Borgartúni og á Skólavörðustíg verða rekin áfram undir merkjum SPRON. MP banki á innlánasafn sem hann gæti fært þangað inn, en bankinn þarf fyrst að færa sparisjóðnum eigið fé.
Innlán og efnahagur SPRON og Netbankans hafa þegar flust yfir til ríkisbanka, en viðskiptavinir geta nú flutt sig til baka frá og með næsta mánudegi. Samhliða er gerður samningur um að þjónusta við lántakendur hjá SPRON og NB.is fari fram í þeim útibúum sem munu halda áfram rekstri, segir í tilkynningu frá MP banka.
Hlynur Jónsson, formaður skilanefndar SPRON, segir að niðurstaðan sé mjög jákvæð fyrir skilanefndina. Tekist hafi að bjarga verðmætum og tryggja hagsmuni þeirra starfsmanna sem halda vinnunni.
Fyrir helgi höfðu sextán aðilar lýst yfir áhuga á að kaupa einstakar einingar sem tilheyrðu SPRON. Meðal þeirra var færeyski bankinn Føroya Bank og VBS fjárfestingarbanki, auk MP banka.
Allar innstæður hafa færst til Nýja Kaupþings og hefur átt sér stað fullkomin eignayfirfærsla innstæðna. Þeir sem voru í viðskiptum við gamla SPRON eru í reynd viðskiptavinir Kaupþings í dag.(mbl.is)
Það er ánægjulegt,að Spron skuli starfa áfram undir stjórn nýrra eigenda.Talað er um að reka Spron eins og sparisjóð'ir voru reknir í gamla daga. Það væri gott,ef það tækist.Við þurfum ekki meiri græðgisvæðingu og gróðahyggju.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 30. mars 2009
Stjórnun bankanna réði mestu um hrunið
Kaarlo Jännäri, fyrrverandi forstjóri finnska Fjármálaeftirlitsins, telur að framganga bankanna hafi ráðið mestu um hrun þeirra síðasta haust. Hann hefur unnið skýrslu fyrir stjórnvöld um hvernig regluverk fjármálakerfisins var hér fyrir hrun og hvernig eftirlitinu var háttað.
Meginniðurstöður eru að íslenskur bankarekstur hafi einfaldlega verið lakur og stefna stjórnvalda röng. Þetta hafi valdið hruninu hér, en óheppni hafi einnig átt hlut að máli.
Hann leggur einnig til leiðir til úrbóta. Meðal annars að Seðlabanki og Fjármálaeftirlit verði sameinuð. Fjármálaeftirlitið fái auk þess auknar valdheimildir og beiti þeim af meiri hörku.
Jännäri segir að regluverk hér og í nágrannalöndunum hafi ekki verið svo frábrugðið. Beita hefði mátt valdheimildum stjórnvalda og eftirlitsstofnana gegn ofvexti bankanna frekar, en það sé eins og stjórnvöld hafi skort til þess hugrekki. Hann nefnir einnig að öflugir kaupsýslumenn hafi haft lögmenn í liði með sér til að túlka ákvæði laga og reglna bókstaflega. Þannig og með flóknum fyrirtækjafléttum hafi þeir komist í kringum lögin.(visir.is)
Skoðun finnska sérfræðingsins á bankahruninu er athyglisverð.Hann telur bankana bera höfuðsökina en telur einnig,að eftirlitið hefi verið slakt.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 30. mars 2009
Við þurfum félagshyggjustjórn eftir kosningar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. mars 2009
Dreifing húsnæðisskulda er mjög ójöfn
Dreifing húsnæðisskulda er afar ójöfn eftir eignahópum. Tæpur þriðjungur húseigenda er með húsnæðiseign umfram 30 milljónir króna en sá hópur er með næstum helming allra húsnæðisskulda. Því yrðu áhrif 20% niðurfellingar húsnæðisskulda misjöfn eftir mismunandi hópum húseigenda. Þetta er meðal niðurstaðna starfshóps Seðlabanka Íslands um skuldir heimilanna.
57 þúsund heimili gætu fengið að hámarki fjórar milljónir afskrifaðar með þeirri aðferð. Þrettán þúsund heimili gætu fengið fjórar til sex milljónir, sex þúsund heimili gætu fengið sex til tíu milljónir, 2.500 heimili gætu fengið 10-30 milljónir króna afskrifaðar og á annað hundrað heimila fengið meira en 30 milljónir afskrifaðar.
Stærstu afskriftirnar yrðu þó yfirleitt ekki nóg til að koma viðkomandi heimilum í jákvæða eiginfjárstöðu. Aðgerðin myndi einnig leiða til þess að 17.500 heimili með mjög góða eiginfjárstöðu, 20 milljónir króna eða meira, gætu fengið 41 milljarð króna afskrifaðan.
Sú leið að afskrifa fjórar milljónir af skuld hvers heimilis væri dýrari. Hún myndi kosta 320 milljarða en 285 milljarða með 20% afskrift. Með þessari leið færi enn stærri hluti heildarafskrifta til heimila með jákvæðustu eiginfjárstöðuna. Best setti hópurinn fengi 70 milljarða afskriftir í stað 41 milljarðs. Heimili í þröngri stöðu fengju 126 milljarða afskrifaða í stað 139 milljarða með 20% aðferðinni. Verst settu heimilin fengju hins vegar 20 milljarða í afskriftir, eða minna í heild en eignamesti hópurinn.
Heildarhúsnæðisskuldir eru nú um 1.430 milljarðar króna. (mbl.is)
Ljóst er að lækkun skulda um 20% er ófær leið og hið sama má segja um lækkun um 4 milljónir. En það mætti lækka um 2-3 millj. kr. Euitthvað verður að gera.
Björgvin Guðmundsson