Þriðjudagur, 31. mars 2009
Eigum við að sækja um aðild að ESB
Samfylkingin er eini flokkurinn sem hefur skýra stefnu í Evrópumálum.Hún vill sækja um aðild að ESB.Sjálfstæðisflokkkurinn er með margar stefnur í málinu en segir,að enn sé best að vera utan ESB.Vinstri græn vilja að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sækja eigi um aðild að ESB.
Ljóst er,að Evrópumálin verða á dagskrá í kosningunum í næsta mánuði.Ég tel,að Ísland eigi að sækja um aðild að ESB og síðan eigi að leggja samningniðurstöður undir þjóðaratkvæði.Ef viðunandi samningur fæst um sjávarútvegsmál tel ég,að staðfesta eigi aðildarsamning.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 31. mars 2009
Útflutningsviðskipti í krónum bönnuð
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um aukin gjaldeyrishöft þegar að þingfundur hófst á nýjan leik klukkan hálfsjö. Hann sagði að væri að ræða afar mikilvægar og óumflýjanlegar ráðstafanir að hálfu stjórnvalda. Núverandi ástand væri óviðunandi.
Samkvæmt frumvarpinu verða útflutningsviðskipti í krónum bönnuð. Frumvarpinu er ætlað að tryggja að markmið um styrkingu gengis íslensku krónunnar verði betur náð.
Frumvarpið var afgreitt með afbrigðum við þingsköp með 58 samhljóða atkvæðum. Steingrímur sagðist vera þakklátur þingmönnum. Mikilvægt væri að búið væri að samþykja lögin þegar milliríkjaviðskipti hæfust á nýjan leik á morgun.
Af því loknu var því vísað til efnahags- og skattanefndar. Stefnt er að ljúka afgreiðslu frumvarpsins sem lög frá Alþingi í kvöld eða eftir miðnætti.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 31. mars 2009
Ný neyðarlög sett í nótt
Ný lög um gjaldeyrishöft verða sett í kvöld eða nótt. Frumvarp er væntanlegt á Alþingi innan stundar en því verður hraðað í gegnum þingið.
Þriðjudagur, 31. mars 2009
Aðgerðaráætlun vegna kreppunnar
Afleiðingar kreppunnar eru aðeins að litlu leyti komnar í ljós gagnvart einstaklingum og fjölskyldum, að því er fram kemur í áfangaskýrslu velferðarvaktarinnar, stýrihóps sem ríkisstjórnin skipaði í febrúar. Velferðaráætlun ríkisstjórnarinnar vegna efnahagsástandsins var kynnt á blaðamannfundi í dag, en hún byggir á fyrstu niðurstöðum velferðarvaktarinnar.
Ásta R. Jóhannesdóttir félags- og tryggingamálaráðherra sagði á fundinum að áætlunin fæli ekki í sér loforð um aukin fjárútgjöld eða kraftaverk heldur væri hún raunsæ áætlun sem endurspegli þau verkefni í velferðarmálum sem beina þarf sjónum að á tímum aðhalds og sparnaðar. Hún lagði áherslu á að í áætluninni væri þess gætt að sparnaður í einum hluta kerfisins leiði ekki til aukins kostnaðar annars staðar.
Í aðgerðunum er m.a. gert ráð fyrir að stofnaður verði mótvægissjóður með um 30 milljónum króna sem m.a. veiti fé til rannsókna á sviði velferðarmála og til átaksverkefna fyrir tiltekna hópa sem efnahagsástandið hefur leikið verst. Að sögn Ástu er um að ræða 30 milljónir sem höfðu verið eyrnarmerktar öðrum verkefnum sem ekki var hrundið í framkvæmd, og er því ekki um nýjan útgjaldalið að ræða.
Meðal annarra liða velferðaráætlunarinnar má nefna:
- Sérfræðingar verði fengnir til að útbúa félagsvísa/félagsbókhald þar sem fylgst verðru með ástandinnu með reglubundnum hætti.
- Tryggt verði að öll börn fái hádegisverð í skólum landsins.
- Aðstæður ungra barnafjölskylda verði kannaðar sérstaklega.
- Að aðgangaur barna og barnafjölskyldna að fagfólki sé tryggður og áhersla sé lögð á fjölskylduvinnu hjá heilsugæslu og félagsþjónustu.
- Tryggt verði að versnandi fjárhagur fólks hindri ekki aðgengi þess að heilbrigðisþjónustu.
- Ungu fólki (18-25 ára) í sérstökum aðstæðum verði gert fjárhagslega kleift að stunda nám í framhaldsskóla, að framhaldsskólar taki við öllum nemendum sem sækja um skólavist og tryggt að verknámsnemar geti lokið námi.
- Farið verði af stað með sérstök úrræði fyrir ungt atvinnulaust fólk sem er að stíga fyrstu skrefin á vinnumarkaði.
- Hugað verði að samræmdum aðgerðum sveitarfélaga, ríkis og aðila vinnnumarkaðarins með það að markmiði að koma í veg fyrir að atvinnulaust fólk festist í bótakerfinu.
- Áætlun um endurskoðun almannatrygginga verði hraðað þar sem örorkumatskerfið og fyrirkomulag örorkulífeyris verði skoðað sérstaklega. Einnig verði vinnu við endurskoðun á reglum um hámarkskostnaðar þátttöku í heilbrigðiskerfinu lokið sem fyrst.
- Í því skyni að sporna við svartri atvinnustarfsemi og gerviverktöku samhliða mikilli skuldesetningu heimila verði það hlutfall sem atvinnurekendum er skylt samkvæmt lögum að halda eftir af launum starfsmanna til greiðslu á sköttum og meðlögum lækkað tímabundið í 50%úr 75% þannig að starfsmaður haldi ávallt eftir a.m.k. helmingi launa sinna. (mbl.is)
Þessi aðgerðaráætlun er athyglisverð .Hún leiðir í ljós,að ríkisstjórnin hefur verið ötul á vaktinni.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 31. mars 2009
Vöruskiptajöfnuður hagstæður um 5,9 milljarða í febrúar
Í febrúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 32,3 milljarða króna og inn fyrir 26,4 milljarða króna. Vöruskiptin í febrúar voru því hagstæð um 5,9 milljarða króna, eftir því sem fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar. Í febrúar 2008 voru vöruskiptin óhagstæð um 18,6 milljarða króna á sama gengi.
Hagnaður á vöruskiptum fyrstu tvo mánuðina 2009 nam 6,3 milljörðum króna. Þá voru fluttar út vörur fyrir 65,9 milljarða króna en inn fyrir 59,6 milljarða króna. Á sama tíma árið áður voru vöruskiptin neikvæð um 35,9 milljarða. (visir.is)
Þetta eru góðar tölur og sýna,að þróunin er á réttri leið.Hagstæður vöruskiptajöfnuður er forsenda fyrir því að unnt verði að taka upp frjáls gjaldeyrisviðskipti og ná niður verðbólgu.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 31. mars 2009
Lög um greiðsluaðlögun samþykkt á alþingi
Alþingi samþykkti í dag með 46 atkvæðum ný lög um greiðsluaðlögun. Með lögunum verður til nýtt úrræði fyrir einstaklinga sem komnir eru í mikinn greiðsluvanda. Dómsmálaráðherra mælti fyrir þessu frumvarpi í byrjun febrúar og hefur það verið til umfjöllunar í allsherjarnefnd Alþingis.