Kjör öryrkja hafa versnað

Góð mæting var á fundi Öryrkjabandalags Íslands og Landssamtaka Þroskahjálpar sem haldinn var á Grand Hóteli í dag í tilefni af komandi Alþingiskosningum. Þetta var annar fundurinn í röðinni „Verjum velferðina!“ og þar var m.a. rætt um uppbyggingu á þjónustu við fatlað fólk og fjölskyldur þeirra, afkomutryggingu og nýtt örorkumat.

Frummælendur að þessu sinni voru Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félags- og tryggingamálráðherra, Birkir Jón Jónsson, alþingismaður og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.(mbl.is)

Fram kom á fundinum,að kjör öryrkja hafa versnað mikið að undanförnu. Ber brýna nauðsyn til þess að bæta kjör öryrkja.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


Frv. um stjórnarskrá lagt fyrir alþingi

Frumvarpi um breytingar á stjórnarskrá var dreift á Alþingi í kvöld. Þar er lagt til að bætt verði við stjórnarskrána ákvæði um að auðlindir, sem ekki eru háðar einkaeignarrétti, séu þjóðareign. Náttúruauðlindir beri að nýta á sem hagkvæmastan hátt á grundvelli sjálfbærrar þróunar til hagsældar fyrir þjóðina og komandi kynslóðir.

Jafnframt er lagt til að ekki þurfi tvö þing að samþykkja stjórnarskrárbreytingar. Stjórnarskrárbreytingar, sem Alþingi hefur samþykkt þurfi að bera undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar.

Alþingi verður skylt að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál ef 15% þjóðarinnar krefjast þess. Loks er lagt til að boðað verði til stjórnlagaþings ekki síðar en 1. september, næstkomandi.

41 þingfulltrúa verður falið að endurskoða stjórnarskrána. Frumvarp að nýrri stjórnarskrá verður lagt fyrir þjóðina til atkvæðagreiðslu, verði þessar breytingar samþykktar. Fyrsta umræða um stjórnarskrárbreytingar er áætluð á Alþingi á föstudag.(visir,is)

Hér er stórmál á ferð. Lengi hefur staðið til að endurskoða stjórnarskrán en aldrei gengið neitt. Nú er komið fram frv. um merkar breytingar og væntanlega verður alþingi fljótt að afgreiða þær.

Björgvin Guðmundsson

 


Icelandair group í gjörgæslu

RSS þjónusta 

Staða stærstu hluthafa Icelandair Group hefur versnað mikið frá því bankarnir hrundu í október, með hröðu gengisfalli krónunnar í kjölfarið. Skuldir eignarhaldsfélaga, sem eru á meðal stærstu hluthafa félagsins, hækkuðu mikið á sama tíma og botninn fór endanlega úr hlutabréfamarkaðnum. Fram að falli bankanna hafði staða félaganna versnað dag frá degi allt síðasta ár.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ráða lánveitendur Langflugs og fjárfestingafélagsins Máttar, sem eru stærstu hluthafar Icelandair með samtals 47 prósent hlut, alfarið yfir félögunum. Langflug er að 2/3 hluta í eigu FS7, félagi Finns Ingólfssonar, og 1/3 hluta í eigu fjárfestafélagsins Giftar. Landsbankinn og NIB, sem stofnaður var utan um innlenda starfsemi Landsbankans þegar hann féll, hafa raun tekið yfir Langflug vegna mikilla skulda sem fyrirsjáanlegt er að það geti ekki borgað.

 

I Fjárfestingafélaginu Mætti eru Glitnir og ríkisbankinn Íslandsbanki, sem stofnaður var utan um innlenda starfsemi Glitnis við fall bankans, stærstu lánveitendurnir og ráða þeir í raun yfir félaginu. Íslandsbanki hefur mestra hagsmuna að gæta. Máttur eru í eigu Milestone, félags bræðranna Karls og Steingríms Wernerssona, og fjárfesta sem tengdir eru Einari Sveinssyni og fjölskyldu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Íslandsbanki þegar komið þeim skilaboðum til Gunnlaugar Sigmundssonar, framkvæmdastjóra Máttar og stjórnarformanns Icelandair Group, að hann stýri félögunum áfram þrátt fyrir erfiðleika, þangað til tímabært er að taka félögin yfir og leysa úr vandamálum þeirra. Staða Milestone er í raun þannig að lánveitendur félagsins ráða yfir því vegna slæmra skuldastöðu félagsins. Þegar er byrjað að leysa upp eignasafn félagsins eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu.

Naust ehf. er einnig í eigu fjárfesta sem tengdir eru Einari og fjölskyldu hans. Staða þess félags er tvísýn en þó ekki eins slæm og Langflugs og Máttar, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Þá hefur Sparisjóðabanki Íslands, sem starfar á undanþágu frá Fjármálaeftirlitinu vegna slæmrar eiginfjárstöðu, tekið yfir hlut Urðar ehf. sem var áður í eigu Ómars Benediktssonar. Félag hans þoldi ekki höggið í október og tók stærsti lánveitandi þess yfir 9,36% hlut hans í Icelandair Group fyrir skömmu. Ómar fór úr stjórn Icelandair Group 2. mars og er nú í varastjórn félagsins. Sparisjóðabankinn starfar óbeint á ábyrgð ríkisins vegna skulda hans við íslenska ríkið, vegna svokallaðra veðlána frá Seðlabanka Íslands. Þær eru taldar nema um 100-150 milljörðum króna. Sparisjóðabankinn hefur fengið frest til greiða þessa skuld þar sem hann hefur ekki burði til þess sem stendur.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur þegar verið um það rætt á meðal lykilstarfsmanna í ríkisbönkunum og í fjármálaráðuneytinu, að Icelandair verði eitt þeirra félaga sem geti lent í eignaumsýslufélagi á vegum ríkisbankanna, komi til þess að sá háttur verði á þegar kemur að umsjá með fyrirtækjum sem teljast samfélagslega mikilvæg. Nú þegar hafa lánastofnanir umráðarétt yfir a.m.k. 67 prósent að hlutafé í félaginu. Lífeyrissjóðirnir Stafir og Almenni lífeyrissjóðurinn eiga lítinn hlut, eða samtals um 1,5 prósent.

Eins og mörg fyrirtæki hér á landi þá hefur Icelandair glímt við lausafjárerfiðleika frá því í haust. Íslandsbanki hefur aðstoðað félagið við að viðhalda lausafjárstöðu í nóvember, desember, janúar, og febrúar svo það geti greitt laun og reikninga á réttum tíma. Ekki hefur alltaf tekist að greiða launin á réttum tíma, en þau hafa þó skilað sér eftir eins eða tveggja daga seinkun.

Tap Icelandair Group á síðasta ári nam 7,5 milljörðum samanborið við 257 milljóna króna hagnað árið 2007. Rekstrartekjur og gjöld jukust til mikilla muna á milli ára. Meðal annars vegna þess að tékkneska félagið Travel Service kom inn í samstæðureikning félagsins á síðasta ári og skýrir það aukninguna að hluta. Rekstrartekjur fóru úr 63,5 milljörðum í 112,7 milljarða. Rekstrargjöldin fóru úr 158 milljörðum í 107,9 milljarða. Gunnlaugur Sigmundsson sagði á aðalfundi félagsins að hugmyndir hefðu komið fram um að félagið yrði afskráð en engar endanlegar ákvarðanir hefur verið teknar um það.

Stór hluti tapsins skýrist af afskriftum á óefnislegum eignum, einkum viðskiptavild. Afskriftirnar námu alls 10,5 milljörðum þar af voru 6,4 milljarðar vegna viðskiptavildar.

Ferðir sem eiga uppruna sinn hér á landi til útlanda á vegum Icelandair hafa minnkað mikið eftir hrun bankanna, eða um allt að 50 prósent samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Hins vegar hefur orðið mikil fjölgun á ferðum hingað til lands á móti. Samkvæmt heimildum hafa stjórnarmenn Icelandair fulla trú á því að rekstrargrundvöllur fyrirtækisins sé sterkur til framtíðar þrátt fyrir þær miklu hremmingar sem félagið er að ganga í gegnum þessa dagana(mbl.is)

Það  er aðeins tímaspursmál hvenær bankinn tekur Icelandir group yfir.Hluthafar félagsins eru mjög illa staddur fjárhagslega.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Bruðl í heilbrigðisráðuneyti

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra hefur upplýst,að fyrirrennari hans

i starfi,Guðkaugur Þór, hafi eytt  20- 30 milljónum í verktakagreiðslur.Hér var um að ræða verkefni,sem stofnað var til m.a. til þess að undirbúa breytingar í heilbrigðiskerfinu.Ég hefði nú talið,að starfsmenn ráðuneytisins ættu að undirbúa slíkar breytingar en ekki verktakar út í bæ.Það er til lítils að ræða um sparnað í ráðuneytum,aðhald í ráðningu starfsmanna,ef á sama tíma er samið við verktaka um að vinna svo og svo mörg verkefni.Þegar ég vann í viðskiptaráðuneytinu,í 17 ár,var ekki eitt einni krónu í slíkar verktakagreiðslur. Öll störf voru unnin af starfsmönnum ráðuneytisins.Ég tel hér um algert bruðl að ræða og sennilega hefði þetta bruðl aldrei verið upplýst, ef ekki hefði allt í einu og óvænt orðið ráðherraskipti.

 

Björgvin Guðmundsson 


Íslandsbanki vill Baug í gjaldþrot

Lögmenn Glitnis og Íslandsbanka mótmæltu því í Hérðadsómi Reykjavíkur í dag að Baugur fengi áframhaldandi heimild til greiðslustöðvunar. Fari dómari eftir vilja Glitnis fer Baugur í gjaldþrotameðferð.

Arngrímur Ísberg, héraðsdómari, tók ekki afstöðu til áframhaldandi greiðslustöðvunar Baugs Group í þinghaldi í dag og var þinghaldi frestað þangað til á mánudaginn.

Ragnar H. Hall, aðstoðarmaður í greiðslustöðvun Baugs Group, hefur óskað eftir því að greiðslustöðvun verði framlengd í allt að þrjá mánuði. Hann áréttaði beiðnina í dag og krafðist þess að mótmælum lögmanna Glitnis og Íslandsbanka yrði hrundið.

Lögmaður Glitnis vildi ekki tjá sig um ástæður þess að bankinn mótmælti beiðni Baugs. 

Stefán Hilmarsson, aðstoðarforstjóri Baugs, sagði eftir þinghaldið undrast þessa afstöðu Glitnis. Aðrir kröfuhafar hefðu ekki sett sig upp á móti greiðslustöðvun. Þeir áttuðu sig á því að betra væri að fá tíma til að vinna úr stöðu Baugs til að bjarga verðmætum. Staða félagsins væri enn óskýr því greiða þyrfti úr ýmsum málum eins og uppgjöri við Landsbankans vegna BG Holding. (mbl.is)

 Afstaða Íslandsbanka til beiðni um greiðslustöðvun kemur á óvart.Líklegt er,að meiri verðmæti fáist út úr Baugi með því að framlengja greiðslustðvun.Hætt er við að verðmæti eignanna rýrni við gjaldþrot.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Yfirlýsing um áframhaldandi stjórnarsamvinnu Samfylkingar og VG æskileg

Stjórnarsamvinna Samfylkingar og VG gengur vel.Leiðtogar stjórnarflokkanna vinna vel  saman og engin alvarleg ágreiningsmál hafa komið upp.Það liggur í loftinu,að flokkarnir muni halda áfram stjórnarsamvinnu eftir kosningar ef þeir fá afl atkvæða til.En það er ekki nóg,að þetta liggi í loftinu.Það þarf að vera ákveðið fyrir kosningar.Ég tel,að Samfylking og VG eigi að lýsa því yfir fyrir kosningar, að þessir flokkar ætli að mynda stjórn eftir kosningar,ef þeir fá nægilegt afl atkvæða. Það er of mikið um það,að flokkar gangi óbundnir til kosninga og kjósendur viti ekkert fyrir kosningar hvaða stjórn þeir fá eftir kosningar.Nú er tækifæri til þess að breyta þessi.Nú geta stjórnarfkokkarnir sagt kjósendum skýrt hvort þeir hyggist halda samvinnu áfram.Ef þeir gera það hafa kjósendur skýran valkost.

 

Björgvin Guðmundsson


Vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður í janúar

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar  nam útflutningur í febrúar rúmum 32,3 milljörðum króna og innflutningur rúmum 26,4 milljörðum króna. Vöruskiptin í janúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 6 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Hagstofan segir, að vísbendingar séu um minna verðmæti útflutts áls og minna verðmæti innflutts eldsneytis og hrá og rekstrarvara í febrúar 2009 miðað við janúar 2009.

Í janúar voru vöruskiptin hagstæð um 0,3 milljarða króna. Í febrúar á síðasta ári voru vöruskiptin óhagstæð um 12,5 milljarða króna.(mbl.is)

Þetta eru jákvæðar fréttir og benda til þess að efnahagsmálin fari að þróast í rétta átt. Ein aðalástæða  gengislækkunar krónunnar  og  hárra vaxta var vöruskiptahallinn Það eru batamerki ,að hallinn hverfi. 

 

Bj0rgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Sáttafundur stjórnar og Framsóknar

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir fund sem hann átti með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, hafa verið góðan. Allt bendi til þess að mikilvæg mál er varða heimilin í landinu verði samþykkt hratt og vel á næstunni.

„Við áttum ágætan fund þar sem við fórum yfir stöðu mála, og þá sérstaklega mál er varða heimili og fyrirtækin í landinu. Þau eru auðvitað fjölmörg og nú þegar hafa tugir mála verið afgreidd út úr ríkisstjórn sem þurfa að ná alla leið í gegnum þingið. Til dæmis um útgreiðslu séreignasparnaðar, það er hluta hans, til þeirra sem það kjósa,“ sagði Steingrímur J. í samtali við mbl.is að loknum fundinum.

Hann sagði engar alvarlegar deilur vera uppi um hvernig skyldi halda á málum. Hins vegar vildu allir flýta málum sem allra mest, og að því væri unnið ötullega. „Það er ekki undarlegt að menn hafi litla þolinmæði en það er nú samt þannig, að það er mikil hreyfing á málum,“ sagði Steingrímur J..

Ekki hefur náðst í Sigmund Davíð eftir að fundi lauk, en hann þurfti að fara fyrr af fundinum en reiknað hafi verið með.(mbl.is)

 

Gott er,að andrúmsloftið hefur veruð hreinsað og menn nú sammmála um að flýta afgreiðslu mála sem mest,

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Bloggfærslur 4. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband