Fimmtudagur, 5. mars 2009
Stjórnarflokkarnir með meirihluta í nýrri Gallup könnun
Sjálfstæðisflokkurinn hefur mest fylgi á landsvísu, 29%, samkvæmt nýrri könnun Capacent sem gerð var fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Samfylkingin mælist með næstmest fylgi, 27,5% og Vinstri grænir eru í þriðja sæti með 25,9% fylgi. Ríkisstjórnarflokkarnir halda meirihluta miðað við þessar tölur.
Bæði Sjálfstæðisflokkur og Vinstri Grænir hafa bætt við fylgi sitt frá síðustu könnun í febrúar, Sjálfstæðisflokkur um tæp þrjú prósetnustig og VG um 1,3 prósentustig. Fylgi Samfylkingar hefur hinsvegar dregist töluvert saman, úr 31,1% niður í 27,5% og tapar þar með 3,5 prósentustigum. Lægst mældist fylgi Sjálfstæðisflokks í nóvember 2008, þá 20,6%, og hefur hann jafnt og þétt bætt við sig fylgi síðan miðað við kannanir Gallup.
Könnunin var framkvæmd dagana 25. febrúar - 3. mars og var úrtakið 1513 manns 18 ára og eldri. Spurt var: Ef kosið væri til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa? Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir hvaða flokkur eða listi yrði líklegast fyrir valinu og þeir sem voru þá enn óákveðnir voru spurðir: Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna? (mbl.is)
Samkvæmt þessari könnun fengju stjórnarflokkarnir 35 þingsæti eða meirihluta.Ljóst er,að það er mikil hreyfing á atkvæðunum um þessar mundir.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Fimmtudagur, 5. mars 2009
Skuldir útvegs 3-4 sinnum árstekjurnar
Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sagði á Alþingi í morgun að fallandi afurðaverð og birgðasöfnun hefði mjög neikvæð áhrif á afkomu sjávarútvegsins um þessar mundir. Endurskoðunarskýrsla sem hann hefði undir höndum um afkomu stórra fyrirtækja í sjávarútvegi sýndi mjög alvarlega stöðu. Auk þessa ætti sjávarútvegurinn tugi milljarða í uppgjörðum gjaldeyrisvarnasamningum.
Steingrímur sagði að ætla mætti að skuldir sjávarútvegsins væru þrefaldar til fjórfaldar árstekjur en þær hafi lækkað um 15% frá áramótum ef reiknað er með að þær séu að uppistöðu til í erlendri mynt.
Sú gengisþróun er að sjálfsögðu jákvæð fyrir efnahagsreikninginn og skuldabyrðina en er að sama skapi neikvæð fyrir tekjuhliðina þar sem færri krónur koma inn fyrir útflutninginn, sagði ráðherrann er hann svaraði fyrirspurn frá Grétari Mar Jónssyni Frjálslynda flokknum. Grétar Mar sagði að lækkun afurðaverðs væri sennilega á bilinu 30-40% víðast hvar á mörkuðum erlendis.( mbl.is)
Ástand útvegsins er vissulega alvarlegt. Hætt er við,að það verði erfitt um langan tíma,þar eð markaðuyr erlendis eru lágir og þar er samdráttur ekki síður en hér.
Björgvin Guðmundsson

Fimmtudagur, 5. mars 2009
Framsókn vill vera í vinstri stjórn en útilokar ekki íhaldið
Fimmtudagur, 5. mars 2009
Eftirlaunalögin frægu (að endemum ) afnumin
Þrjátíu og fjórir þingmenn samþykktu afnám laga um eftirlaun forseta, þingmanna, hæstaréttardómara og ráðherra á Alþingi í dag. Engin greiddi atkvæði gegn frumvarpinu en tuttugu og sex þingmenn voru fjarverandi.
Eftirlaunalögin umdeildu sem sett voru árið 2003 hafa því verið afnumin en það var Steingrímur J. Sigfússon sem lagði frumvarpið fram.
Þingmenn úr öllum flokkum greiddu frumvarpinu atkvæði sitt en í umræðum á Alþingi var talað um hversu góð samstaða hefði náðst um að afnema þessi umdeildu lög.(visir.is)
Með lögunum nýju hafa lögin sem samþykkt voru 2003 verið afnumin. þau virka þó ekki til baka,þannig að þau réttindi,sem menn voru búnir að fá þau haldast.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 5. mars 2009
Stofnunum fyrir aldraða verði breytt í íbúðir fyrir eldri borgara
Á nýafstöðnum aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík var samþykkt að breyta eigi stofnunum fyrir aldraða í hjúkrunaríbúðir, þar sem íbúar haldi fjárforræð sínu, sjálfræði og íbúar hafi sitt einkarými.Núverandi fyrirkomulag með fjölbýli standist hvorki stjórnarskrá,lög né nútímakröfur.
Hér er fjallað um stórmál Það er algert mannréttindabrot að rífa peningana,lífeyri almannatrygginga,af eldri borgurum og greiða af því vistunarkostnað. Aldraðir eiga að fá sinn lífeyri og greiða sjálfir af honum það sem þarf að greiða.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 5. mars 2009
Unnt að haldleggja eignir auðmanna
Dómsmálaráðherra,Ragna Árnadóttir,sagði á alþingi í morgun,að það væri unnt að haldleggja eignir
auðmanna að undangenginni rannsókn eða eftir að rannsókn hefði hafist.Það hefur verið útbreiddur misskilningur,að ekki væri unnt að frysta eignir auðmanna nema dómur hefði áður verið kveðinn upp en svo er ekki.
Grunur leikur á því,að auðmenn hafi komið miklum fjármunum undan til útlanda í skattaskjól.Það þarf strax að rannsaka hvort þetta er rétt.Alþjóðasamfélagið hefur sett strangar reglur um peningaþvætti og á grundvelli þeirra er unnt að rekja allar peningasendingar. Það á því að vera unnt að rannsaka peningasendingar gömlu bankanna og auðmannanna í skattaskjólin.En það þarf strax að hefjast handa við þessa vinnu.Hún þolir enga bið.Kanslari Þýskalands bað auðmenn að koma heim með peningana úr skattaskjólunum. Hún sagði,að ef þeir gerðu það ekki yrðu allar eignir þeirra frystar. Þeir komu með peningana. Hvað gerum við?
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 5. mars 2009
Einkavæðingin orsök bankahrunsins
Alger umskipti urðu í rekstri bankanna á Íslandi við einkavæðingu þeirra,Meðan bankarnir voru ríkisbankar voru þeir reknir sem hefðbundnir viðskiptamannabankar.En eftir,að þeir voru komnir í hendur einkaðila var þeim breytt í fjárfestingarbanka ög braskstofnanir.Sem ríkisbankar voru þeir varfærnir en sem einkabankar áhættusæknir og fóru óvarlega.Í stað þess að sinna lánveitingum til fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi varð nú aðalatriðið að braska sem mest,kaupa og selja fyrirtæki hér heima og erlendis og reyna að græða sem mest á því.Gróða- og græðgishyggjan varð allsráðandi. Tekin voru stór lán erlendis til þess að kaupa banka og önnur fyrirtæki erlendis.Skuldsetning erlendis jókst stöðugt og ekkert var hugsað um það hvernig ætti að greiða þessi erlendu lán til baka.Þetta varð bönkunum að falli. Fullyrða má,að ef bankarnur hefðu áfram verið í höndum ríkisins þá hefðu þeir ekki hrunið. Einkavæðingin var því orsök bankahrunsins.
Björgvin Guðmundsson