Kaupþing lánaði stærstu hluthöfum bankans hundruð milljarða króna!

Kaupþing lánaði stærstu eigendum sínum og tengdum aðilum hundruð milljarða króna, samkvæmt lánabók Kaupþings, en Morgunblaðið hefur hluta hennar undir höndum.

Um er að ræða stöðu útlána í lok júní 2008, þremur mánuðum fyrir hrun bankans. Stór hluti lánanna var veittur til eignarhaldsfélaga sem skráð eru í Hollandi og á Tortola-eyju, sem er ein af Bresku Jómfrúreyjunum.

Lánveitingar til Roberts Tchenguiz voru mun hærri en áður hefur komið fram. Af þrettán félögum Tchenguiz sem fengu lán eru sjö skráð á Tortola-eyju. Eitt þeirra er Oscatello Investments Ltd. Skilanefnd Kaupþings hefur sem kunnugt er höfðað mál gegn Oscatello Investments Ltd. vegna veðtryggðrar lánalínu eða „yfirdráttar í erlendum gjaldeyri á viðskiptareikningi“ eins og það er orðað í stefnu, upp á 107 milljarða króna.  

Einnig er um að ræða lánveitingar beint til eigendanna eða venslafólks þeirra. Sem dæmi má nefna lán á fjórða milljarð króna til Ágústs Guðmundssonar í Bakkavör og eiginkonu hans og smærri lánveitingar, sem hlaupa á hundruðum milljóna króna, til íslenskra eignarhaldsfélaga.(mbl.is)

Það eru alltaf að koma upp meiri og meiri upplýsingar um vafasama starfsemi Kaupþings.Er ekki kominn tími til,að sérstakur saksóknari setji sérstaka rannsókn í gang á þessari starfsemi?

 

Björgvin Guðmundsson

 


Sjálfstæðisflokkurinn á móti lýðræðisumbótum

Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt á hornum  sér í sambandi við persónukjör í væntanlegum alþingiskosningum og í sambandi við væntanlegt stjórnlagaþing. Eftir bankahrunið hefur það verið hávær krafa almennings,að gerðar væru lýðræðisumbætur.Fólk vill  fá persónukjör.Það vill ekki,að flokkarnir ráði öllu við framboð.Og það vill fá róttækar breytingar á stjórnarskránni.almenningur telur þingið of máttlaust,ráðherrarnir,framkvæmdavaldið ráði öllu.Margar hugmyndir eru um breytingar en til þess að fá að vita hvaða hugmyndir eru lifvænlegastar þarf stjórnlagaþing, Sjálfstæðisflokkurin  sagði,að tilögur um persónukjör væru of seint fram komnar.Leikurinn er hafinn sagði Geir.Ekki má breyta í miðjum leik. Og þegar rætt var um stjórnlagaþing í dag talaði Geir nær eingöngu um mikinn kostnað við stjórnarlagaþing.Hann hefur engan  áhuga á breytingum.Enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki getað komið  fram neinum breytingum á stjórnarskránni  þó það hafi verið margreynt.

Lýðræðið kostar peninga. Það getur vel verið að einræði sé ódýrara.En við viljum lýðræði og betra lýðræði  en við höfum haft.Ef við ætlum að bæta stjórnarhættina,bæta lýðræðið þá verðum við að verja til þess þeim fjármunum sem þarf,

 

Björgvin Guðmundsson


Ríkisstjórnin lofar 6000 nýjum ársverkum

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögur í atvinnumálum,sem ætlað er að skapa rúmlega 4000 ársverk á næstu misserum. Unnið verður að framgangi ellefu tillagna sem kynntar voru á fundi með blaðamönnum í dag.

,,Þegar einnig er litið til stöðu fimm verkefna sem tengjast virkjun Búðarháls og orkutengdum iðnaði, öðrum en fyrirhuguðu álveri í Helguvík, þá gæti verið um að ræða 6000 ársverk í heildina," segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Um er að ræða störf í byggingariðnaði, framkvæmdir við snjóflóðavarnir, gróðursetningu, grisjun og stígagerð, orkuviðhald og orkusparnað, minni útflutning óunnins fiskjar, hækkun endurgreiðslna vegna kvikmyndagerðar, þróunarverkefni í ferðaþjónustu, frumkvöðlasetur í Reykjavík, sérfræðinga af atvinnuleysisskrá til nýsköpunarfyrirtækja, bætta samkeppnisstöðu nýusköpunarfyrirtækja og fjölgun þeirra sem njóta listamannalauna.

,,Stærstu póstarnir eru 1700 ársverk í byggingariðnaði, 1000 ársverk í bættri samkeppnisstöðu nýsköpunarfyrirtækja, 800 ársverk á byggingatíma Búðarhálsvirkjunar, 300 ársverk í bættri nýtingu sjávarfangs og 300 ársverk vegna endurbyggingar í Straumsvík." (mbl.is)

Hér er svo sannarlega á ferðinni jákvæða frétt. Atvinnuleysið  er mesta bölið og ef unnt er að minnka það um 6000 ársverk þá er það stórkostlegt,

 

Björgvin Guðmundsson





Ákærðir fyrir markaðsmisnotkun

Fyrrverandi sjóðstjóri peningamarkaðssjóðs hjá Kaupþingi, Daníel Þórðarson hefur verið ákærður fyrir markaðsmisnotkun með því að búa til falska eftirspurn og hækka verð á skuldabréfum Exista í janúar og febrúar á síðasta ári. Þá hefur Stefnir Agnarsson, sem þá starfaði sem miðlari í skuldabréfamiðlun Kaupþings, einnig verið ákærður fyrir sama brot.

Mönnunum tveimur er gefið sök að hafa sett inn kauptilboð í skuldabréfaflokk Exista alls sex sinnum frá janúar til febrúar á síðasta ári. Um var að ræða fimm milljón króna kauptilboð í hvert skipti sem voru lögð fram í Kauphöll Íslands á mánaðartímabili. Tilboðið hafði áhrif á dagslokaverðið og þar með bjuggu þeir til falska eftirspurn auk þess sem verð bréfanna var misvísandi, eins og það er orðað í ákæruskjali.

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Daníel mætti fyrir dóm og neitaði sök en Stefnir er staddur erlendis. Af þeim sökum verður fyrirtaka ekki í málinu fyrr en í maí.

Málið er eitt fyrsta sakamálið vegna brota í aðdraganda bankahrunsins. Töluverð umræða hefur verið um að í undanfara bankahrunsins, hafi verðbréfamiðlarar reynt að halda gengi bréfa í stóru bönkunum þremur og öðrum félögum uppi, með svipuðum aðferðum og hér um ræðir. Verði Daníel og Stefnir sakfelldir þá geta þeir búist við fangelsi, allt að sex árum samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti.(visir.is)

Það eru áreiðanlega mikið fleiri,sem gerst hafa sekir um sams konar afbrot og umræddir 2 menn. Nauðsynlegt er að hraða athugun á öllum slíkum málum.Og ekki er nóg að skoða aðeins mál hjá "smáköllum." Það þarf að skoða málin hjá þeim stóru í bönkunum einnig.

 

Björgvin Guðmundssin





    Ágreiningur í ríkisstjórn um álver í Helguvík

    Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra styður ekki fjárfestingarsamning iðnaðarráðherra við Norðurál í Helguvík og segir hann arf frá fyrri ríkisstjórn. Hann á ekki von á því að neinn þingmaður VG greiði atkvæði með samningnum en vill ekki svara því hvort þeir greiði atkvæði gegn honum(mbl.is)

    Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur flutt a alþingi frumvarp um stuðning við fjárfestingarsamning fyrir álver i Helguvík. Hann treystir á stuðning stjórnarandstöðunnar og  Framsóknar við málið.

     

    Björgvin Guðmundsson


    Ný könnun: Samfylking stærst

    Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 30,5%. Þetta er veruleg aukning frá síðustu könnun í febrúar þegar fylgi flokksins mældist 24,1%. Fylgi Framsóknarflokksins dalar nokkuð og fer úr 14,9% í febrúar í 10% nú. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Markaðs- og miðlarannsókna, MMR.

    Stuðningur við Sjálfstæðisflokk og Vinstri græna breytist lítið, fylgi Sjálfstæðisflokks mælist nú 29,3% og fylgi Vinstri grænna 22,7%.

    Fjöldi þeirra sem sagðist myndu kjósa aðra stjórnmálaflokka en buðu fram síðast heldur áfram að minnka og stendur nú í 5,3%.

    Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 51,3% sem er tæpum 5% minna en var í síðustu könnun.

    Könnunin sem var síma- og netkönnun var framkvæmd dagana 3. til 5. mars. Heildarfjöldi svarenda var 891. Þeir voru á aldrinum 18 til 67 ára og valdir handahófskennt úr þjóðskrá.(visir.is)

    Þessi  könnun er nokkuð frábrugðin Gallup könnuninni,sem var verið að birta.Búast má við,að margar kannanur komi ´æa næstunni og nokkuð þétt.

     

    Björgvin Guðmundsson

     

     


    Skerðing tryggingabóta vegna tekna úr lífeyrissjóði verði afnumin

    Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir og launþegar fóru að leggja hluta af launum sínum í sjóð til efri áranna var hugsunin sú,að lífeyrissjóðirnir yrðu viðbót við lífeyri frá almannatryggingum.Það var ekki inni í myndinni við stofnun sjóðanna,að  greiðslur úr þeim mundu valda skerðingu á lífeyri Tryggingastofnunar.Þegar ríkisvaldið fór að seilast óbeint í lífeyrissjóðina með því að skerða bætur vegna tekna úr lífeyrissjóði var það brot á upphaflegu samkomulagi    um lífeyrissjóðina.Ríkið er í rauninni að taka til baka hluta af því  sem launþegar hafa lagt til hliðar í lífeyrissjóð.Þessar gripdeildir verður að stöðva.

    Fyrri ríkisstjórn setti 100 þús. kr. frítekjumark vegna atvinnutekna,þ.e. aldraðir mega vinna fyrir 100 þús. kr. á mánuði án   þess að það skerði lifeyri frá almannatryggnigum. En frítekjumark vegna tekna úr lífeyrissjóði " gleymdist".Það hefði átt að setja frítekjumark áður eða samhliða vegna tekna úr lífeyrissjóði.Ég tel,að afnema eigi með öllu skerðingu á lífeyri aldraðra vegna lífeyrissjóðstekna.Þá breytingu má framkvæmda í áföngum,t.d. byrja a því að setja 120 þús. kr. frítekjumark á mánuði vegna tekna úr lífeyrissjóði.

     

    Björgvin Guðundsson


    Bloggfærslur 6. mars 2009

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband