Axlaði ábyrgð með afsögn og hlaut endurkosningu

Við stefnum á að fá fjóra menn eins og við fengum árið 2003. Svona breiður listi í góðu jafnvægi gefur færi á því,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður og fyrrverandi viðskiptaráðherra, sem mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í vor.

Björgvin, sem fékk 46,6% atkvæða í 1. sætið, segir þetta hafa verið mjög farsælt prófkjör fyrir flokkinn og gott upplegg fyrir kosningabaráttuna. „Ég er mjög ánægður og sáttur bæði með mína niðurstöðu og listann eins og hann lítur út. Við þurfum ekki að beita neinum kynjareglum, það raðar sér sjálft. Það er þægilegt að þurfa ekki að gera það.“

Aðspurður segir Björgvin það örugglega hafa skipt máli í prófkjörinu að hann axlaði pólitíska ábyrgð á störfum sínum sem viðskiptaráðherra í hildarleik síðustu mánaða og sagði af sér ráðherradómi. „Já það hefur skipt máli í þessu prófkjöri, alveg örugglega. Auðvitað er fólk að gera upp erfiðan vetur þegar það er að velja í svona prófkjöri. Fólk hefur augljóslega kunnað að meta það.“(mbl.is)

örgvin G,Sigurðsson er eini ráðherrann í fyrrverandi stjórn sem axlaði  pólistíska ábyrgð af bankahruninu.Hann sagði af sér. Í dag hlaut hann örugga kosningu í 1,sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmo.Ljóst er ,að kjósendur hafa metið afsögn hans.

 

Björgvin Guðmundsson


Kritsján Möller í efsta sæti, Sigmundur Ernir í 2.sæti

Prófkjör fór fram í Norðausturkjördæmi í dag. Kristján Möller vann  efsta sætið en Sigmundur Ernir,fyrrverandi sjónvarpsmaður, lenti í 2.sæti.Þetta verður mjög sterkur listi,sem gæti fengið mikið af atkvæðum.
 Björgvin Guðmundsson

Útifundir við Austurvöll halda áfram

Um 300 manns komu á útifund Radda fólksins á Austurvelli í Reykjavík í dag. Þetta er 22. vikan í röð sem samtökin standa fyrir útifundum og 28. mótmælafundurinn á Austurvelli undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu.

 

Kröfur Radda fólksins eru að eignir fjárglæpamanna séu frystar, verðtrygging afnumin og kvótinn færður aftur til þjóðarinnar. Ræðumaður í dag var Carlos Ferrer, guðfræðingur og kennari, og  í tilkynningu frá Röddum fólksins segir: Raddir fólksins eru óflokkspólitísk samtök sem byggja á sjálfsprottnu og ólaunuðu framtaki þjóðhollra Íslendinga sem blöskrar aðför bankastjórna, fjárglæpamanna og stjórnmálamanna að sjálfstæði þjóðarinnar. Af gefnu tilefni frábiðjum við okkur að vera bendluð við það ólýðræðislega flokksræði sem ræður ríkjum á Alþingi. Framtíð landsins byggist á því að þjóðin hreinsi til á þingi og í stjórnkerfinu. Flokkakerfið hefur brugðist og nú verður að skrifa nýja stjórnarskrá með breyttum pólitískum leikreglum. Í undanfara síðustu stjórnarskipta fóru talsmenn Radda fólksins á fund forseta Íslands með kröfu um utanþingsstjórn. Í kjölfarið fengu Íslendingar ríkisstjórn þar sem 2 af 10 ráðherrum, viðskiptaráðherra og dómsmálaráðherra, eru fulltrúar hugmynda samtakanna. Þessir umræddu ráðherrar eru óumdeildir mannkostamenn með mikla þekkingu á sínum málaflokkum.(visir.is)

Það er aðdáunarvert hvað Raddir fólksins eru þrautseigar.Enda þótt flestar kröfur samtakanna hafi náð fram að ganga og það haf fækkað mikið á fundunum halda þeir áfram.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Skattleysismörk hækki svo og lífeyrir aldraðra

Skattleysismörk verði færð til samræmis við það,sem var ákveðið 1988,þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp.Skattleysismörk yrðu þá kr. 165 þús. á mánuði nú.Leiðrétting þessi verði gerð í áföngum en komn að fullu til framkvæmda 2012.Þetta var samþykkt á aðalfundi Félags eldri borgara   2009(FEB).Einnig var samþykkt,að lífeyrir aldraðra frá TR verði hækkaður  þannig,að hann mæti framfærslu  aldraðra eins og hann mælist i neyslukönnun Hagstofu Ísands hverju sinni.Leiðréttingin verði gerð í áföngum.

 

Björgvin Guðmundsson


Fleiri vilja Ingibjörgu Sólrúnu en Jón Baldvin

45% vilja hvorki Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur né Jón Baldvin Hannibalsson sem næsta formann Samfylkingarinnar.

Þetta voru niðurstöður nýrrar könnunar MMR. Þá sýna niðurstöður að rösklega 35% vilja heldur Ingibjörgu Sólrúnu en 19% sögðust vilja Jón Baldvin. Sé eingöngu litið til þeirra sem sögðust ætla að kjósa Samfylkinguna í næstu Alþingiskosningum kemur í ljós að 68,2% sögðust heldur vilja að Ingibjörg Sólrún gegndi formannsembættinu, 12,7% sögðust heldur vilja að Jón Baldvin yrði formaður og 19,1% sögðust vilja hvorugt þeirra.

Spurt var: „Kosningar um forystu Samfylkingarinnar fara fram á landsfundi flokksins dagana 27.-29. mars næstkomandi. Tveir aðilar hafa boðið sig fram til að gegna embætti formanns Samfylkingarinnar, þau Jón Baldvin Hannibalsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hvort þeirra myndir þú heldur vilja að yrði formaður Samfylkingarinnar?" Samtals tóku 89,0% afstöðu til spurningarinnar.

Spurning um stuðning við flokka var eftirfarandi: Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú líklegast kjósa? Samtals tóku 61% afstöðu til spurningarinnar, aðrir kváðust óákveðnir (22%), myndu skila auðu (11%), myndu ekki kjósa (2%) eða vildu ekki gefa upp afstöðu sína (3%).(mbl.is)
Þessu konnun leiðir í ljós,að fleiri vilja Ingibjörgu Sólrúnu en Jón Baldvin.Það kemur ekki á óvart en það getur enn orðið breyting.
Björgvin Guðmiundsson





Er Jón Magnússon tækifærissinni?

Jón Magnússon,alþingismaður, hefur  verið duglegur að tala og skrifa í Útvarp Sögu á undanförnum árum.Hann hefur sett fram ýmis ágæt sjónarmið,sem nálgast hafa sjónarmið jafnaðarmanna en einnig hefur hann verið með öfgaskoðanir eins og að takmarka innflutning  innflytjenda.Það olli mér miklum vonsbrigðum,að hann skyldi segja sig úr flokki frjálslyndra og ganga í Sjálfstæðisflokkinn.Hann var svo fljótur að söðla um,að nú er hann á fullu að verja skoðanir Sjálfstæðisflokksins og hæla honum á hvert reipi. Það eru svona vinnubrögð stjórnmálamanna,sem rýra álit almennings a alþingi og stjórnmálum yfirleitt, Þetta bendir til þess að Jón Magnússon sé alger tækifærissinni.Maður breytir ekki um skoðun á einum degi. Og maður breytir ekki um skoðun vegna þess að maður sé óánægður með einhverja samstarfsmenn. Eðlilegra er að berjast fyrir skoðunum sínum..

 

Björgvin Guðmundsson


Svæsinn áróður RUV gegn forseta Íslands

Fyrir 2-3 kvöldum var langur kafli um forseta Íslands í kastljósi RUV.Tilefnið var,að í skoðanakönnunum hafa vinsældir forsetans minnkað verulega.Kastljós byrjaði á því að rekja ítarlega  ýmis viðtöl,sem forsetinn hafði veitt erlendum fjölmiðlum og fjallaði sérstaklega ítarlega um þau viðtöl,sem höfðu verið umdeild og skapað deilur, þ.e. reynst forsetanum erfið  eftir á. M.ö.o: Kastljós reyndi að draga fram það sem var forsetanum erfitt og  gat valdið gagnrýni á hann.Þar á meðal var viðtal við forsetahjónin,þar sem forsetafrúin  var ósammála forsetanum og ljóst,að Kastljósi fannst það efni bitastætt.Einnig má nefna viðtal við forsetann í þýsku blaði,þar sem haft var eftir honum,að Íslandingar ætluðu ekki að greiða sparifjárinnstæður í íslenskum bönkum í Þýskalandi.Utanríkisráðuneytið leiðtétti þetta viðtal, þar eð  rangt var haft eftir forsetanum.

Mér er til efs,að RUV hefði birt svipaðan áróður um einhvern forustumann stjórnmálaflokkanna,t.d. Geir Haarde á meðan hann var forsætisraðherra.RUV þykir forsetinn liggja vel við höggi og þess vegna er hann tekinn fyrir.Ég er mjög ósáttur við þennan áróður RUV gegn forseta landsins.Hafa verður í huga,að   áður er RUV búið að birta fréttir um allt .það sem rifjað var upp í kastljósi.Hér var um endurtekningu að ræða.

Forseti Íslands var fullhrifinn   af útrásinni  og  lét það í ljós.Sennilega er það ástæðan fyrir þverrandi vinsældum forsetans.En forsetinn hefur beðist afsökunar á því að hafa  hrifist um of af fjárfestingum útrásarvíkinganna.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 7. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband