Sunnudagur, 8. mars 2009
"Rökrétt,að Jóhanna verði formaður"
Aðspurður hvort hann muni gefa kost á sér í embætti formanns flokksins segist Dagur ekki tímabært að gefa slíkt út.
Í mínum huga er þetta ekki dagur stórra yfirlýsinga. Ég hef ekkert verið á þeim buxunum að sækjast eftir því að verða formaður flokksins, en bauð mig hins vegar fram til varaformanns og hef fengið mjög góð viðbrögð við því. Þetta er fyrst og fremst algjörlega ný staða. Ég held að Samfylkingarfólk og forystan eigi að gefa sér þann tíma sem þarf til að meta stöðuna. Mestu skiptir að greiða úr þessu farsællega, af yfirvegun og á lýðræðislegan hátt. Að finna lausn sem sameinar flokkinn því að okkar bíður síðan það verkefni að sameina þjóðina um þær leiðir sem við trúum á út úr þessari kreppu.(mbl.is)
Dagur mælir áreiðanlega fyrir munn margra flokksmanna þegar hann segir rökrétt,að Jóhanna verði formaður.En Dagur gæti áreiðanlega tekið við af Jóhönnu.Hann er mikið foringjaefni.
Björgvin Guðmundsson
T
Sunnudagur, 8. mars 2009
Ingibjörg Sólrún hætt í stjórnmálum
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar og alþingismaður, er hætt í stjórnmálum. Ingibjörg tilkynnti þetta á fundi með fjölmiðlamönnum laust fyrir klukkan fimm í dag.
Hún sagði að frá því að hún og Jóhanna Sigurðardóttir héldu blaðamannafund fyrir viku síðan hefði hún komist að því að veikindi hennar gerðu henni það ókleift að taka af fullum krafti þátt í þeim verkefnum sem framundan væru.
Ingibjörg mun því hvorki gefa kost á sér áfram til þingsetu né sem formaður Samfylkingarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson segjast hvorug ætla að bjóða sig fram til formanns flokksins.
Þakklæti var Ingibjörgu ofarlega í huga þegar að hún tilkynnti ákvörðun sína. Sá tími sem ég ef helgað stjórnmálaþáttttöku, ekki síst formennsku í Samfylkingunni, hefur verið mér afar dýrmætur og lærdómsríkur. Ég er þakklát fyrir það traust sem ég hef notið í störfum mínum og vil á þessum tímamótum þakka samherjum mínum og öðrum samferðarmönnum í stjórnmálum fyrir samstarfið á undanförnum árum. Sömuleiðis þakka ég stuðningsmönnum Samfylkingarinnar fyrir það mikla traust sem þeir hafa sýnt mér um leið og ég óska flokknum og forystufólki hans velfarnaðar í störfum sínum fyrir land og þjóð," sagði Ingibjörg Sólrún á fréttamannafundinum.(visir,is)
Það er mikill skaði af því að missa Ingibjörgu Sólrúnu úr stjórnmálunum.Hún hefur reynst öflugur stjórnmálamaður og staðið sig vel sem formaður Samfylkingarinnar.Nú þarf Samfylkingin að velja sér nýjan leiðtoga.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 8. mars 2009
Konur sigruðu í forvali VG i Rvk
Aðeins 3 karlar lentu í 10 efstu sætunum í forvali VG í Reykjavík. Tveir karlar voru færðir upp á lista Framsóknar í suðvesturkjördæmi svo jafnræðis væri gætt milli kynja í 5 efstu sætum listans. Siv Friðleifsdóttir skipar fyrsta sæti á lista framsóknarmanna í SV-kjördæmi og Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir verða í efstu sætunum hjá VG í Reykjavíkur kjördæmunum tveimur.
Í 4. sæti varð Árni Þór Sigurðssson, í 5. sæti Álfheiður Ingadóttir og umhverfisráðherrann Kolbrún Halldórsdóttir féll niður í 6. sæti með 446 atkvæði og skipar því 3 sæti á lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Ari Matthíasson hafnaði í sjöunda sæti.
Þótt niðurstaða prófkjörsins sé leiðbeinandi fyrir kjörnefnd sem tekur lokaákvörðun um röðun listann þá er ekki búist við að miklar breytingar verði gerðar. Vinstri græn ákváðu fyrir prófkjörið og þegar framboðin lágu fyrir að afnema reglur um kynjahlutföll þar sem líklegt þótti að reglurnar myndu verða á kostnað framgöngu kvenna.Annað er uppi á teningnum hjá Framsóknarkonum í suðvesturkjördæmi því þar kemur kynjakvóti í veg fyrir að atkvæði sem tvær konur fengu nýtist að fullu. Siv Friðleifsdóttir fékk flest atkvæði, 498 talsins og skipar fyrsta sætið. Helga Sigrún Harðardóttir hlaut 433 atkvæði og skipar annað sætið, kosningu í þriðja sætið fékk Una María Óskarsdóttir og í fjórða sætið Bryndís Bjarnarson. Svala Rún Sigurðardóttir var kosin í fimmta sætið.
Sunnudagur, 8. mars 2009
Gott viðtal Egils Helgasonar við Evu Joly
Stjórnvöld þurfa að beita fullri hörku í rannsókn á efnahagshruninu með því að gefa út húsleitarrannsóknir strax. Þetta sagði Eva Joly rannsóknardómari í Silfri Egils í dag. Joly sagði að þetta væri eina leiðin fyrir yfirvöld til að kanna hvort aðilar sem lægju undir grun um að hafa skotið undan fjármunum ættu leynilega bankareikninga eða ekki. Joly sagði að það væri grundvallaratriði að notuð væru öll meðöl sem eru notuð í sakamálum. Það þyrfti að gera húsleitir því að það nægði ekki að kalla grunaða í viðtöl.
Þá sagði Joly að það væri nauðsynlegt að hefja rannsókn mála á Íslandi. Íslendingar gætu ekki fengið alþjóðahjálp án þess að vera með sannanir héðan frá. Joly sagði að tuttugu til þrjátíu manna hópur hæfra einstaklinga ætti vel að geta rannsakað málið. Þá sagði hún að það væru fullar forsendur fyrir rannsókn jafnvel þótt næstum sex mánuðir væru liðnir frá hruninu. Það væri ekki langur tími. (visir.is)
Viðtal Egils Helgasonar við Evu Joly var mjög gott og athyglisvert.Egill spurði réttra spurninga í viðtalinu. M.a. spurði hann Evu hvort hún gæti hjálpað okkur í leit okkar að sökudólgum bankahrunsins. Hún kvaðst geta verið til ráðgjafar en ekki unnið að rannsókn í fullu starfi.Viðtalið var mjög athyglisvert.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 8. mars 2009
Það á að haldleggja eignir þessara manna strax
Skýrt hefur verið frá því í Mbl.,að 3 mánuðum fyrir hrun Kaupþings og annarra íslenskra banka hafi Kaupþing lánað nokkrum stórum eigendum sínum tæpa 500 milljarða.En þegar bankinn var hruninn voru eiginlega engir peingar í bankanum.Ekki liggur fyrir hvort tekin voru eðlileg veð fyrir þessum lánum en miðað við aðrar lánveitingar Kaupþings til hluthafa ( 50 milljarðana) er alls óvíst,að svo hafi verið.Hér getur því hafa verið um lögbrot að ræða. Sérstakur saksóknari á strax að hefja rannsókn á þessu máli og um leið og hann hefur rannsókn á að haldleggja eignir allra þessara manna.Það kann að vera að peningarnir finnist í skattaskjólunum.
Það gengur ekki að sitja með hendur skauti og bíða a meðan þeir,sem komu bönkunum í þrot hylja slóðina og eyða sönnunargögnum.
Þeir hluthafar Kaupþings,sem fengu framangreind lán eru þessir:Ágúst og Lýður Guðmundssynir ( Exista samstæðan) 169 milljarðar,Robert Schenguiz ( situr í stjórn Exista) 230 milljarðar og Ólafur Ólafsson og tengd félög 78,9 milljarðar.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)