Vaxtalækkun í næstu viku?

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði við utandagskrárumræður á Alþingi um efnahagsástandið í dag, að gert væri ráð fyrr að takast muni að endurfjármagna bankana í lok næsta mánaðar. Þá sagði hún að aðstæður væru að skapast fyrir lækkun vaxta.

Jóhanna sagði, að hún gerði ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni ákveða vaxtalækkun á næsta vaxtaákvörðunardegi sem er 19. mars. Allar forsendur séu fyrir lækkun.

Jóhanna sagði einnig, að starfshópur á vegum Seðlabankans, sem metið hefur áhrif fjármálakreppunnar á efnahag heimila og fyrirtækja muni væntanlega skila niðurstöðu í þessari viku. Þá mun liggja fyrir í fyrsta sinn heildaryfirlit þar sem skuldir og eignir á Íslandi hafa verið kortlagðar. ,,Þær upplýsingar munu leggja grunn að frekari aðgerðum,“sagði Jóhanna.

„Gert er ráð fyrir að samningum ljúki um miðjan maí um greiðslur til gömlu bankanna. Í kjölfar þess verði gengið til endurskipulagningar fjármálakerfisins í ljósi þarfa íslensks atvinnulífs,“ sagði hún. Jóhanna sagði að viðræður vegna Icesave væru nú komnar í formlegan farveg og þær hæfust í Reykjavík í lok þessa mánaðar. Þá kom fram í máli Jóhönnu að aðstæður gerðu enn ekki mögulegt að losa um gjaldeyrishöftin. Áður en hægt verði að losa um þau verði að draga verulega úr óvissunni og skýrari upplýsingar að liggja fyrr um skuldastöðu þjóðarbúsins.

Fram kom í máli Jóhönnu að um 22 þúsund manns hafa þegar nýtt sér greiðslujöfnun verðtryggðra fasteignaveðlána og þúsundir til viðbótar frystingu myntkörfulána(mbl.is)

Þetta eru ánægjulegqr fréttir,að vaxtalækkun sé á næstu grösum.Alger nauðsyn er að af henni verði,fyrir atvinnulífið og heimilin.

 

Björgvin Guðmundsson


Skattur á lifeyrissjóðstekjur lækki í 10%

Á aðalfundi Félags eldri borgara í Rvk. ( FEB)  var samþykkt  að lækka ætti skatt af tekjum úr lífeyrissjóði í 10% en skatturinn er nú 35,72%.Uppsafnaður lifeyrir í lífeyrissjóðum er að verulegu leyti  fjármagnstekjur.Fjármagnstekjuskattur er 10%.Þess vegna er eðlilegt að skatturinn sé ekki hærri en 10%.

 

Björgvin Guðmundsson 


Rannsóknarnefnd alþingis á villigötum.Er að rannsaka blaðamenn!

Rannsóknarnefnd alþingis kveðst vera að athuga hvort fjöllmiðlamenn hafi fengið óeðlilega mikla fyrirgreiðslu í bönkunum.Hvers vegna er nefndin að athuga þetta? Jú hún fékk ábendingu frá bankastarfsmanni um  málið..Sjallt hjá bankastarfsmanninum að beina athyglinni frá bönkunum sjálfum og að fjölmiðlamönnum. Það gæti verið,að einhver blaðamaður hefði fengið háan víxil í banka eða hátt lán í öðu formi!

Þegar rannsóknarnefnd bankanna á að vera að rannsaka bankana sjálfa og stjórnendur þeirra fyrir hrun,þar sem af nógu er að taka,er hún að athuga hvort fjölmiðlamenn hafi fengið óeðlilega há lán. Á það að útskýra orsakir  hrunsins? Vissulega þurfa fjölmiðlar að veita stjórnmálamönnum,fjármálamönnum og öðrum gott athald  en það getur ekki verið forgangsverkefni hjá  rannsóknarnefndinni að kanna hvort fjömiðlar hafi staðið sig í því efni.

Því miður finnst mér eins og starf nefndarinnar og  sérstaks saksóknara sé hálfgert kák.Erlendur fagmaðurr á þessu sviði sagði skoðun sína í gær. Hún sagði,að það þyrfti að gera húsrannsókn hjá auðmönnunum og það þyrfti að frysta eignir þeirra. En okkar rannsóknaraðilar gera ekki neitt. Jú þeir eru að rannsaka blaðamenn!

 

Björgvin Guðmundsson


Straumur hruninn.FME tók bankann yfir

Straumur, sem Fjármálaeftirlitið tók yfir í morgun, þurfti að standa skil á skuldbindingum að fjárhæð 33 milljónum evra í dag en hafði aðeins handbært fé að fjárhæð rúmlega 15 milljónum evra.

Þetta kemur fram í svarbréfi Straums við bréfi sem FME sendi bankanum í gær þar sem óskað var eftir upplýsingum um lausafjárstöðu bankans með tilliti til skuldbindinga bankans á næstu dögum. Í bréfinu upplýsti bankinn einnig að það hafi ekki verið raunhæfur kostur að afla þess fjár sem uppá vantaði og því hafi verið ákveðið að óska eftir heimild til greiðslustöðvunar.

Þar með var það mat FME að yfirvofandi og alvarlegur lausafjárskortur bankans fæli í sér „knýjandi aðstæður" í skilningi neyðarlagana sem sett voru á Alþingi og því ákvað eftirlitið að taka bankann yfir.

Skilanefnd Straums hefur þegar verið skipuð og í henni sitja: Reynir Vignir, formaður, Kristinn Freyr Kristinsson, Arna Guðrún Tryggvadóttir, Elín Árnadóttir og Ragnar Þórður Jónasson.(visir.is)

Það kemur á óvart,að Straumur sé einnig hruninn ásamt stóru bönkunum.Menn töldu hann standa betur. En eins og fram kemur íi fréttum átti Straumur ekki fyrir greiðslu sem átti að greiða í dag.

 

Björgvin Guðmundsson




Þurfum ungan foringja

Samfylkingin stendur frammi fyrir því verkefni að velja sér nýjan leiðtoga eftir,að Ingibjörg Sólrún tilkynnti í gær,að hún mundi hætta í stjórnmálum af heilsufarsástæðum.Skiljanlegt er,að Jóhanna Sigurðardóttir sé treg til þess að taka þetta verkefni að sér. Hún hafði ráðgert að hætta í stjórnmálum við næstu þingkosningar  en féllst á að vera forsætisráðherraefni í kosningunum.Hún hefur verið mjög lengi í stjórnmálum.

Við þessar aðstæður er best fyrir Samfylkinguna að velja sér ungan foringja. Þar koma margir til greina,t.d. Dagur B.Egertsson,Lúðvík Geirsson og Björgvin G.Sigurðsson.Samfylkingin mun áreiðanlega leysa þetta verkefni farsællega.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 9. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband