Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir af sér vegna styrkjamálsins

Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, ætlar að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Andri sendi fjölmiðlum fyrir stundu. Andri hverfur á brott í kjölfar mikilla umræðna um styrkveitingar upp á 55 milljónir króna frá tveimur fyrirtækjum í árslok 2006. Andri tekur þó skýrt fram að hann hafi ekki átt frumkvæði að því að haft var samband við FL Group eða Landsbankann um styrkveitingu. Þá hafi hann ekki tekið ákvörðun um að veita styrkjunum viðtöku. (´visir.is)

Mér segir svo hugur,að ekki séu öll kurl kominn til grafar enn. Áreiðanlega eiga einhverjir fleiri eftir að segja af´ sér áður en yfir lýkur.

 

Björgvin Guðmundsson


Á Golgata

Í biblíunni stendur: Þeir tóku þá við Jesú og báru hann til  svokallaðs Hauskúpustaðar,sem nefnist á Hebresku Golgata.Þar krossfestu þeir hann og  með honum tvo aðra,sinn til hvorrar handar,en  Jesúm í miðið. Þetta var á föstudaginn langa.

Kristnir menn minnast þessa í dag og í hönd fer upprisuhátíðin ,páskarnir.

Fyrir 35 árum átti eg þess kost að fara til Ísraels og  ferðast um landið.Var ég  í Jerusalem á föstudaginn landa og gekk þann dag upp á Golgata. leiðina,sem Jesú gekk með krossinn. Mikill fjöldi fólks gekk upp á Golgata  þennan dag og slóst ég í för með þeim.Margir báru krossa.Þarna voru margir ólíkir trúflokkar. Þetta var mjög tilkomumikið.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Dögg: Of mikill vandræðagangur hjá Sjálfstæðisflokknum

Dögg Pálsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að enn sé of mikill vandræðagangur af hálfu Sjálfstæðisflokksins vegna ofurstyrkjanna, sem flokkurinn fékk kortéri áður en löggjöf um fjármál stjórnmálaflokka tók gildi.  Þeim vandræðagangi þurfi að linna og upplýsa alla atburðarásina vegna þessara ofurstyrkja. 

Dögg segir á bloggsíðu sinni, að í því felist að upplýsa þurfi:

  • Hverjir ákváðu að óska ætti eftir þessum styrkjum.
  • Hverjir vissu um þá ákvörðun.
  • Hverjir óskuðu eftir styrkjunum í nafni Sjálfstæðisflokksins.
  • Við hvaða einstaklinga var talað hjá þeim fyrirtækjunum sem styrkina veittu.
  • Hverjir vissu um móttöku flokksins á þessum styrkjum.

 

Þegar þessi atburðarás liggi skýr fyrir verði unnt að meta hvort einhverjir þurfi að axla ábyrgð vegna málsins. (mbl.is)

Spurningar Daggar eru allar eðlilegar.Það hefur t.d. verið mjög óljóst fram að þessu hverjir óskuðu eftir styrkjunum og hverjir vissu um móttöku þeirra.Hver var hlutur Guðlaugs Þórs í málinu?

 

Björgvin Guðmundsson


 


Voru styrktaraðilar að tryggja sér orkuréttindi?

Það vekur athygli,að FL Group og Landsbankinn voru að veita Sjálfstæðisflokknum stóra styrki ( 30 millj. hvor aðili) einmitt þegar á dagskrá var að FL Group og Landsbankinn mundu hasla sér völl í orkugeiranum.Fl Group ( Hannes Smárason) var aðili að Geysir Green Energy,sem var að reyna að sölsa algerlega undir sig Hitaveitu Suðurnesja. Áhuginn á orkuréttindum og orkuútrás teygði anga sína inn í Orkuveitu Reykjavíkur og það var rætt um að sameina  orkuútrásarfyrirtæki Reykjavíkur (REI) og Geysis Green Energy.Það er áreiðanlega engin tilviljun,að FL Grpup og Landsbankinn veittu Sjálfstæðisflokknum þetta stóra styrki,sem aldrei hafa þekkst hér áður. Þessir aðilar hafa áreiðanlegas ætlast til þess að þeir fengju einhverja fyrirgreiðslu  í staðinn. Hér hefur verið á ferðinni spillingarmál og það þarf að upplýsa það til fulls.

 

Björgvin Guðmundsson 


Sjálfstæðisflokkurinn hefur birt alla styrki til sín frá fyrirtækjum yfir 1 millj. árið 2006

Sjálfstæðismenn birtu í dag á heimasíðu sinni lista yfir þau fyrirtæki sem styrktu flokkinn um meira en eina milljón á árinu 2006. Um er að ræða átta fyrirtæki sem greiddu samtals rétt tæpa 81 milljón í styrki.

Athygli vekur að Landsbankinn styrkti Sjálfstæðisflokkinn með tveimur framlögum, fyrst fimm milljóna króna framlagi og síðan risastyrknum upp á 25 milljónir.



Þessi fyrirtæki styrktu Sjálfstæðisflokkinn um meira en milljón árið 2006

FL Group 30 milljónir
Landsbankinn 30 milljónir (tvö framlög - 5 og 25 milljónir)
Glitnir 5 milljónir
KB Banki 4 milljónir
Exista 3 milljónir
MP-Fjarfestingabanki 2,5 milljónir
Þorbjörn hf. 2,4 milljónir
Tryggingamiðstöðin 2 milljónir  (vísir.is)

Það er ágætt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi birt yfirlit yfir þessa styrki.Það hrerisar andrúmsloftið.

 

Björgvin Guðmundssoin

 


Landsbankinn styrkti Samfylkinguna um 5 millj. kr. 2006

Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing styrktu Samfylkinguna um samtals þrettán milljónir á árinu 2006 eftir því heimildir Vísis herma.

Landsbankinn var ásamt Kaupþingi stærsti styrktaraðili Samfylkingarinnar en bankanrir greiddu flokknum hvor um sig tæpar fimm milljónir á árinu 2006. Landsbankinn greiddi eins og frægt er orðið Sjálfstæðisflokknum 25 milljónir á sama ári. Glitnir styrkti Samfylkinguna um þrjár milljónir.(visir.is)

Það er gott að það sé búið að upplýsa um þessa styrki til Samfylkingarinnar  2006. Sem sjá má eru þeir apðeins brot af því sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk eða 1/5.Jóhanna Sigurðardóttir hefur sagt,að hún vilji birta yfirlit yfir alla styrki,sem Samfylkingin fékk 2006 en áður þarf að fá  samþykki styrkveitenda fyrir þeirri upplýsingagjöf,þar eð þetta var bundið trúnaði.Í dag er þetta allt uppi á boirðinu og þannig á það að vera.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Dagur:Njótum góðra verka ríkisstjórnarinnar

Þetta er auðvitað mjög ánægjuleg vísbending þó að þetta sé vissulega bara skoðanakönnun. Reynslan kennir manni að það þurfi að hafa fyrir hlutunum og heyja kosningabaráttuna af krafti fram á síðasta dag,“ segir Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar um fylgi flokksins á landsvísu. Samfylkingin mælist nú með 32,6 prósenta fylgi, bætir við sig 3,2 prósentustigum frá síðustu könnun Capacent.

Dagur segir að Samfylkingin sé að njóta þess að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi látið hendur standa fram úr ermum á sínum stutta starfstíma. Það sé ákall eftir áframhaldandi ábyrgð og festu við landsstjórnina. Síðan skipti máli að Samfylkingin er búin að leggja fram skýra sýn á það hvernig hægt sé að ráða fram úr málum og komast sem þjóð út úr kreppunni.

„Við höfum með öðrum orðum framtíðarsýn og kosningar snúast ekki síst um framtíðina. Það er það erindi sem við eigum núna við óákveðna kjósendur og fólkið í landinu, að tala fyrir þessari sýn. Við vorum að gefa hana út á bók í gær, efnahagsáætlunina okkar og þó að þetta séu fínar tölur þá held ég að við eigum ennþá eftir að ræða við ýmsa sem ég vona að muni slást í för með okkur fram að kosningum,“ segir Dagur B. Eggertsson. (mbl.is)

Ég er sammála   Degi.Samfylkingin er að njóta góðra verka ríkisstjórnarinnar og stefnu Samfylkingarinnar.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


Bloggfærslur 10. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband