Laugardagur, 11. apríl 2009
Versta kreppa Sjálfstæðisflokksins síðan 1987
Hremmingar Sjálfstæðisflokksins nú eru þær alvarlegastu sem hann hefur lent í í rúm 20 ár og jafnvel frá upphafi. Þetta segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Það stefni í hörmulegan kosningaósigur hjá flokknum, að hann einangrist í íslenskri pólitík og heiðarleiki hans verði dreginn í efa.
Gunnar Helgi segir að ef Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki svarað þessu með trúverðugum hætti viðist engar líkur á því að hann nái sér í kosningabaráttunni og augljóst að þá eigi hann enga leið inn í ríkisstjórn. Flokkurinn virðist nú þegar loga af innbyrðis illdeilum og upplýsingarnar sem nú eru fram komnar virðast því koma af stað stríði innan flokksins sem snúist um mismunandi arma hans - og sást glitta í í REI-málinu.
"Þetta virðist vera einhvers konar framhald af því þar sem ákveðinn hluti borgarstjórnarflokksins snérist gegn Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarstjóra og ýmsir aðilar sem hafa verið honum tengdir eða taldir tengdir honum hafa komið við sögu þessa máls, Geir Haarde, Andri Óttarsson og Guðlaugur Þór", segir Gunnar.
Aðspurður hvort að flokkurinn hafi átt í einhverjum ámóta erfiðleikum og núna segir hann þetta annars eðlis en til dæmis klofningurinn 1987 þegar flokkurinn fór lægst og fékk 27% atkvæða. Þá varð klofningur milli Alberts Guðmundssonar og Sjálfstæðisflokksins.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist tæp 26% í nýjustu könnun Gallups.
"Það er erfitt að sjá hvernig hliðstæð atburðarrás gæti átt sér stað núna. Það breytir ekki því að flokkurinn virðist vera að stefna í einhverja sína verstu útkomu frá upphafi. Það má segja að þessi kreppa Sjálfstæðisflokksins núna er sú alvarlegasta sem hann hefur lent í allavega frá 1987 þegar Albert klauf flokkinn og kannski sú alvarlegasta frá upphafi. Þetta fer eftir því hvernig flokkurinn spilar úr þessu en það virðist stefna í það að flokurinn bæði einangrist, lendi í hörmulegum kosningaósigri og að heiðarleiki hans sé dreginn í efa. Eins margir slæmir hlutir á sama tíma og hægt er að að hugsa sér fyrir stjórnmálaflokk", segir Gunnar Helgi. (ruv.is)
Sennilega er mat Gunnars Helga rétt.Að vísu koma saman áhrif bankakreppunnar og styrkjamálsins.Hvort tveggja lendir með fullum þunga á Sjálfstæðisflokknum.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 11. apríl 2009
Við þurfum félagshyggjustjórn eftir kosningar
Laugardagur, 11. apríl 2009
Á að banna fyrirtækjum að styrkja stjórnmálaflokka?
Umræðan um risastyrkina,sem Fl Group og Landsbanki veittu Sjálfstæðisflokknum 2006 leiðir hugann að því hvort banna eigi stjórnmálaflokkunum alfarið að taka við styrkjum frá fyrirtækjum ( lögaðilum).Sú hætta er vissulega fyrir hendi,að fyrirtæki séu að styrkja flokkana til þess að hafa áhrif á stefnu þeirra,þ.e. til þess að fá eitthvað í staðinn fyrir styrkina. Að vísu varð mikil framför,þegar það var lögfest að styrkir frá fyrirtækjum mættu ekki vera hærri en 300 þús frá hverju fyrirtæki..En mér finnst koma til álita að banna slíka styrki alfarið. Eftir sem áður gætu einstaklingar þá styrkt stjórnmálaflokka.En slíkir styrkir væru þá háðir hámarki og það yrði að birta yfirlit yfir þá hverju sinni, að mínu mati fyrir kosningar.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 11. apríl 2009
Óánægja í Sjálfstæðisflokknum með styrkjamálið
Þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins, sem hófst hálf sex í kvöld, lauk fyrir skemmstu. Á fundinum var rætt um styrkveitingar FL Group og Landsbankans og upp á samtals 55 milljónir og hvernig staðið var að þeim.
Fundinn sátu allir þingmenn flokksins sem voru í bænum. Engar ákvarðanir voru teknar á þeim fundi, en þingmenn flokksins samþykktu að framhald málsins yrði í höndum formanns flokksins.
Í samtali við mbl.is að fundi loknum sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að enn væri verið að fara yfir atburðarásina í málinu og vildi að svo stöddu ekki gefa upp hverjir það voru sem óskuðu eftir styrkveitingunni á sínum tíma. Í kvöldfréttum Sjónvarpsins fyrr í kvöld upplýsti Bjarni að hann vissi hverjir það væru og tók fram að hann myndi upplýsa um það síðar.
Samkvæmt heimildum mbl.is er óánægja innan þingmannahópsins með að málið skuli enn ekki hafa verið til lykta leitt. Þingmenn eru hins vegar ánægðir með þau skref sem stigin hafa verið í því að opna bókhald flokksins og gefa upplýsingar um fjármálin hjá flokknum. Menn eru þeirrar skoðunar að best sé að þessi mál séu öll uppi á borðinu, segir einn þingmaður.(mbl.is)
Þetta mál getur reynst Sjálfstæðisflokknum erfitt í þingkosningunum. Flokkurinn ber mesta ábyrgð á bankahruninu og hefur nægilega þungar byrðar að bera vegna þess. En nú bætist þetta við,sem virðist vera spillingarmál.Það er ekki komið í ljós hvaða stjórnmálamenn báðu um styrkina frá FL Group og Landsbania.Það verður að upplýsa það svo og hverjir vissu um styrkinga aðrir en Geir H,Haarde.
Björgvin Guðmundsson
Til baka
Laugardagur, 11. apríl 2009
Hefur Guðlaugur gert hreint fyrir sínum dyrum?
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali í Bylgjunni í hádeginu að hann hafi átt fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, um styrkjamál flokksins.
Þeir hafi farið yfir málið og skipst á skoðunum á hreinskiptinn hátt. Hann hafi enga ástæðu til annars en að trúa flokksbróður sínum. Hann vilji þó ekki tjá sig nánar um innihald samræðna þeirra en hvetji Guðlaug til að koma fram í fjölmiðlum og skýra sína hlið þess. Þá gagnrýnir hann að frétt Morgunblaðsins um málið skuli ekki hafa verið borin undir Guðlaug áður en hún var birt
Guðlaugur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ekki hafa beðið fyrirtæki eða einstaklinga um að styrkja Sjálfstæðisflokkinn eins og haldið var fram í frétt Morgunblaðsins um málið. (mbl.is)
Mbl. birti greinar þess efnis,að Guðlaugur Þór hafi átt stóran þátt í að fá styrkina tilk Sjálfstæðisflokksins,sem deilt er um. Þessu neitar Guðlaugur.En hann þarf að gera betur hreint fyrir sínum dyrum í málinu.
Björgvin Guðmundsson