Versta kreppa Sjálfstæðisflokksins síðan 1987

Hremmingar Sjálfstæðisflokksins nú eru þær alvarlegastu sem hann hefur lent í í rúm 20 ár og jafnvel frá upphafi. Þetta segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Það stefni í hörmulegan kosningaósigur hjá flokknum, að hann einangrist í íslenskri pólitík og heiðarleiki hans verði dreginn í efa.

Gunnar Helgi segir að Sjálfstæðisflokkurinn neyðist til að svara spurningunni um það hvað peningarnir voru að gera til Sjálfstæðisflokksins nokkrum dögum áður en lög um fjármál stjórnmálaflokkanna tóku gildi, og nokkrum mánuðum áður en að fulltrúar flokksins komu að fyrirtækinu REI sem var ábatasamt  fyrir þá aðila sem voru að gefa flokknum þessa fjármuni. Það er spurning sem engin leið að flokkurinn komist hjá að svara.

Gunnar Helgi segir að ef Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki svarað þessu með trúverðugum hætti viðist engar líkur á því að hann nái sér í kosningabaráttunni og augljóst að þá eigi hann enga leið inn í ríkisstjórn. Flokkurinn virðist nú þegar loga af innbyrðis illdeilum og upplýsingarnar sem nú eru fram komnar virðast því koma af stað stríði innan flokksins sem snúist um mismunandi arma hans - og sást glitta í í REI-málinu.

"Þetta virðist vera einhvers konar framhald af því þar sem ákveðinn hluti borgarstjórnarflokksins snérist gegn Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarstjóra og ýmsir aðilar sem hafa verið honum tengdir eða taldir tengdir honum hafa komið við sögu þessa máls, Geir Haarde, Andri Óttarsson og Guðlaugur Þór", segir Gunnar.

Aðspurður hvort að flokkurinn hafi átt í einhverjum ámóta erfiðleikum og núna segir hann þetta annars eðlis en til dæmis klofningurinn 1987 þegar flokkurinn fór lægst og fékk 27% atkvæða. Þá varð klofningur milli Alberts Guðmundssonar og Sjálfstæðisflokksins.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist tæp 26% í nýjustu könnun Gallups.

"Það er erfitt að sjá hvernig hliðstæð atburðarrás gæti átt sér stað núna. Það breytir ekki því að flokkurinn virðist vera að stefna í einhverja sína verstu útkomu frá upphafi. Það má segja að þessi kreppa Sjálfstæðisflokksins núna er sú alvarlegasta sem hann hefur lent í allavega frá 1987 þegar Albert klauf flokkinn og kannski sú alvarlegasta frá upphafi. Þetta fer eftir því hvernig flokkurinn spilar úr þessu en það virðist stefna í það að flokurinn bæði einangrist, lendi í hörmulegum kosningaósigri og að heiðarleiki hans sé dreginn í efa. Eins margir slæmir hlutir á sama tíma og hægt er að að hugsa sér fyrir stjórnmálaflokk", segir Gunnar Helgi. (ruv.is)

Sennilega er mat Gunnars  Helga  rétt.Að vísu koma saman áhrif bankakreppunnar og styrkjamálsins.Hvort tveggja lendir með fullum þunga á Sjálfstæðisflokknum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Við þurfum félagshyggjustjórn eftir kosningar

Það urðu merk umskipti í íslenskum  stjórnmálum, þegar minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna var mynduð með hlutleysi Framsóknar og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fór frá. Sjálfstæðisflokkurinn  hafði verið við völd óslitið í 18 ár.Mörgum þótti það  meira en nóg.
Ég tel mikilvægt, að félagshyggjuflokkarnir verði áfram við völd eftir kosningar.Samfylking og VG eru félagshyggjuflokkar. Framsókn hefur breytt um stefnu með nýrri forustu   og er nú á ný félagshyggjuflokkur einnig. Ég fagna breyttri stefnu Framsóknar og vænti þess,að sá flokkur geti starfað með félagshyggjuöflunum í landinu að framkvæmd félagslegra úrræða til þess að auka jöfnuð og réttlæti í þjóðfélaginu.Eftir bankahrunið er mjög mikilvægt að standa vörð um velferðarkrefið og styrkja það eftir því sem kostur er á til þess að auðvelda fólki að takast á við versnandi lífskjör í kjölfar fjármálakreppunnar.
Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hafði byrjað að  efla velferðarkerfið,m.a. með því að bæta kjör aldraðra og öryrkja lítillega.Byrjað var á því að bæta kjör þeirra,sem voru úti á vinnumarkaði með því að draga úr tekjutengingum.Það kom sér mjög vel fyrir þá sem voru úti að vinna.Þeir þurftu  þá ekki að sæta eins miklum skerðingum á tryggingabótum vegna atvinnutekna og áður hafði verið .Einnig var mjög mikils virði, að  afnumin var skerðing vegna tekna maka. Það var  mannréttindamál að koma þeirri lagfæringu í framkvæmd. En það var lítið  sem ekkert byrjað að bæta kjör þeirra aldraðra og öryrkja sem ekki voru á vinnumarkaði.Jóhanna Sigurðardóttir setti að vísu sem félagsmálaráðherra reglugerð um lágmarksframfærslu  lífeyrisþega. Var þessi lágmarksframfærsla í fyrstu ákveðin 150 þús. á mánuði fyrir skatta hjá eintaklingum  og síðan var hún ákveðin 180 þús.kr. fyrir skatta  eða  150 þús kr. eftir skatta.Þetta var dágott fyrsta  skref en alltof lágt ákveðið.Samfylkingin  boðaði fyrir alþingiskosningar 2007,að lífeyrir aldraðra ætti að vera sá sami og meðaltals neysluútgjöld   einstaklinga samkvæmt könnun Hagstofunnar. Í desember sl. nam sá kostnaður 282 þús kr.  á mánuði á  einstakling  án skatta   miðað við 150 þús. kr. lágmarksframfærslutryggingu félagsmálaraðuneytis.Það vantar .því  132 þús. kr. á mánuði upp á að marki Samfylkingar frá 2007 sé náð. Að visu ætlaði Samfylkingin að ná þessu mark i  áföngum. Aðstæður eru breyttar vegna fjármálakreppunnar,Það er strax byrjað að skerða kjör aldraðra að raungildi til.En finna verður leiðir til þess að bæta kjör aldraðra.Þeir lifa ekki af þeim lífeyri sem skammtaður er í dag. Ef til vill má draga úr skerðingu tryggingabóta vegna tekna úr lífeyrissjóði. Einnig má draga úr skattlagningu lífeyrissjóðstekna  og síðast en ekki síst má hækka skattleysismörkin en þau bæta verulega kjör láglaunafólks  og lífeyrisþega.Hækkun skattleysismarka,sem fyrri stjórn ákvað,var of lítil.
Ef félagshyggjuflokkarnir verða áfram við völd verður væntanlega unnt að auka jöfnuð í þjóðfélaginu,m.a. með auknu réttlæti í skattamálum. Það á að hækka skatta á þeim sem hafa góðar og háar tekjur en lækka þá á þeim sem hafa lágar tekjur.Það mætti taka hátekjuskatt upp á ný. Samfylking og VG geta væntanlega orðið  sammmála um það að innkalla allar veiðiheimildir. Báðir flokkarnir hafa sett fram hugmyndir í þá veru. Nú er komið að framkvæmd þeirra hugmynda.Samfylkingin getur ekki lengur ítt þessu stóra hagsmunamáli fólksins í landinu á undan sér.Það er orðin almenn krafa í landinu að  kvótakerfinu verði umbylt og réttlátt kerfi reist á grunni þess  gamla.Mannréttindanefnd Sþ. kvað upp úr um það, að  kerfið væri ósanngjarnt og framkvæmd þess fæli í sér mannréttindabrot. Þetta er blettur á þjóðinni. Þann blettt verður af þvo af okkur.
Ef Samfylking og Vinstri græn ætla að halda áfram stjórnarsamstarfi eftir kosningar, hugsanlega með aðild Framsóknar að slíkri stjórn verður  stjórnin að marka  róttæka stefnu  til hagsbóta fyrir vinnandi fólk í landinu og allan almenning.Það verður erfitt að vinna að umbótum á meðan þjóðin er að vinna sig út úr kreppunni en það er unnt að dreifa byrðunum réttlátlega og  bæta kjör þeirra,sem höllustum fæti standa,láglaunafólks,aldraðra og öryrkja.
Björgvin Guðmundsson

Á að banna fyrirtækjum að styrkja stjórnmálaflokka?

Umræðan um risastyrkina,sem Fl Group og Landsbanki veittu Sjálfstæðisflokknum 2006 leiðir hugann að því hvort banna eigi stjórnmálaflokkunum alfarið að taka við styrkjum frá fyrirtækjum ( lögaðilum).Sú hætta er vissulega fyrir hendi,að fyrirtæki séu að styrkja flokkana til þess að hafa áhrif á stefnu þeirra,þ.e. til þess að fá eitthvað í staðinn fyrir styrkina. Að vísu varð mikil framför,þegar það var lögfest að styrkir frá fyrirtækjum mættu ekki vera hærri en 300 þús frá hverju fyrirtæki..En mér finnst koma til álita að banna slíka styrki alfarið. Eftir sem áður gætu einstaklingar þá styrkt stjórnmálaflokka.En slíkir styrkir væru þá háðir hámarki og það yrði að birta yfirlit yfir þá hverju sinni, að mínu mati fyrir kosningar.

 

Björgvin Guðmundsson


Óánægja í Sjálfstæðisflokknum með styrkjamálið

Þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins, sem hófst hálf sex í kvöld, lauk fyrir skemmstu. Á fundinum var rætt um styrkveitingar FL Group og Landsbankans og upp á samtals 55 milljónir og hvernig staðið var að þeim.

Fundinn sátu allir þingmenn flokksins sem voru í bænum. Engar ákvarðanir voru teknar á þeim fundi, en þingmenn flokksins samþykktu að framhald málsins yrði í höndum formanns flokksins.

Í samtali við mbl.is að fundi loknum sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að enn væri verið að fara yfir atburðarásina í málinu og vildi að svo stöddu ekki gefa upp hverjir það voru sem óskuðu eftir styrkveitingunni á sínum tíma. Í kvöldfréttum Sjónvarpsins fyrr í kvöld upplýsti Bjarni að hann vissi hverjir það væru og tók fram að hann myndi upplýsa um það síðar. 

Samkvæmt heimildum mbl.is er óánægja innan þingmannahópsins með að málið skuli enn ekki hafa verið til lykta leitt. Þingmenn eru hins vegar ánægðir með þau skref sem stigin hafa verið í því að opna bókhald flokksins og gefa upplýsingar um fjármálin hjá flokknum.  „Menn eru þeirrar skoðunar að best sé að þessi mál séu öll uppi á borðinu,“ segir einn þingmaður.(mbl.is)

Þetta mál getur reynst Sjálfstæðisflokknum erfitt í þingkosningunum. Flokkurinn ber mesta ábyrgð á bankahruninu og hefur nægilega þungar byrðar að bera vegna þess. En nú bætist þetta við,sem virðist vera spillingarmál.Það er ekki komið í ljós hvaða stjórnmálamenn báðu um styrkina frá FL Group og Landsbania.Það verður að upplýsa það svo og hverjir vissu um styrkinga aðrir en Geir H,Haarde.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

Fara til baka Til baka


Hefur Guðlaugur gert hreint fyrir sínum dyrum?

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali í Bylgjunni í hádeginu að hann hafi átt fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, um styrkjamál flokksins.

Þeir hafi farið yfir málið og skipst á skoðunum á hreinskiptinn hátt. Hann hafi enga ástæðu til annars en að trúa flokksbróður sínum. Hann vilji þó ekki tjá sig nánar um innihald samræðna þeirra en hvetji Guðlaug til að koma fram í fjölmiðlum og skýra sína hlið þess. Þá gagnrýnir hann að frétt Morgunblaðsins um málið skuli ekki hafa verið borin undir Guðlaug áður en hún var birt

Guðlaugur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ekki hafa beðið fyrirtæki eða einstaklinga um að styrkja Sjálfstæðisflokkinn eins og haldið var fram í frétt Morgunblaðsins um málið. (mbl.is)

Mbl. birti greinar þess efnis,að Guðlaugur Þór hafi átt stóran þátt í að fá styrkina tilk Sjálfstæðisflokksins,sem deilt er um. Þessu neitar Guðlaugur.En hann þarf að gera betur hreint fyrir sínum dyrum í málinu.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Bloggfærslur 11. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband