Sunnudagur, 12. apríl 2009
Borgarahreyfingin býður fram í öllum kjördæmum
Borgarahreyfingin - þjóðin á þing hefur lokað framboðslistum allra sex kjördæma landsins og mun því bjóða fram á landsvísu í komandi Alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hreyfingunni.
Þá mun Borgarahreyfingin X-O halda blaðamannafund nk. þriðjudag kl. 15. Þar verða kynntir framboðslistar allra kjördæma, krafa Borgarahreyfingarinnar um breyttar reglur um fjárveitingar/styrki
atvinnulífsins til stjórnmálaflokka og hreyfinga og rætt um sýnilegan lýðræðsihalla nýrra framboða þegar komi að opinberri kynningu.
Til svara á fundinum verða frambjóðendur af öllum listum. (mbl.is)
Það er ágætt,að Borgarahreyfingin bjóði fram í öllum kjördæmum.Frammistaða flokksins í xkoðanakönnunum bendir hins vegar ekki til þess að hreyfingin fái mikið fylgi í kosningunum.En það getur sjálfsagt breyst eitthvað.
Björgvin Guðmundssin
Sunnudagur, 12. apríl 2009
Framsókn upplýsir um styrki atvinnufyrirtækja 2006
Framsóknarflokkurinn tilkynnti í dag um þá styrki til flokksins á árinu 2006 sem námu einni milljón króna eða meira. Byggingarfélagið Eykt styrkti flokkinn um 5 milljónir og Kaupþing um 4 milljónir.
Í yfirlýsingu segir: Það var mat Framsóknarflokksins að háir styrkir fyrirtækja til stjórnmálaflokka gætu orkað tvímælis og því var flokkurinn í forystu fyrir því að lög yrðu sett um hámark á slíkar styrkveitingar og að flokkum yrði gert að birta bókhald sitt eins og nú er raunin. Yfirlit yfir þau fyrirtæki sem veittu styrki að upphæð ein milljón króna eða hærri árið 2006 er að finna hér fyrir neðan(ruv.is)
Gott er,að Framsókn hafi upplýst um, sína styrki eins og aðrir flokkar.Ljóst er,að allir flokkar hafa fengið styrki frá atvinnufyrirtækjum enda þótt risastyrkirnir,sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk séu alveg sér á parti,
Björgvin Guðmundsson.
Sunnudagur, 12. apríl 2009
Vinntími er að styttast vegna kreppunnar
Vinnutími launþega á Íslandi hefur styst mikið eftir að kreppan skall á. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands er meðalvinnuvikan 39,3 tímar, en þetta er lægsta tala sem sést hefur síðan Hagstofan fór að birta reglulegar tölur um vinnutíma árið 1991.
Á fjórða ársfjórðungi 2008 var meðalfjöldi vinnustunda 39,3 klst. hjá þeim sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni, 43,8 klst. hjá körlum en 34,2 klst. hjá konum. Meðalfjöldi vinnustunda hjá þeim sem voru í fullu starfi var 45 klst. Undanfarin ár hefur vinnuvika þeirra sem unnið hafa fulla vinnu verið á bilinu 47-48 tímar.
Því hefur löngum verið haldið fram að Íslendingar séu í hópi þjóða sem vinni lengstan vinnudag. (mbl.is)
Árið 1990 flutti ég á alþingi svofellda tillögu til þingsályktunar:Alþingi ályktar að fela félagsmálaráðherra að semja áætlun um almenna styttingu vinnutíma í landinu án skerðingar tekna.Skal ráðherra hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins um málið.
Ég var þá varaþingmaður fyrir Alþýðuflokkinn.Félagsmálaráðherra var Jóhanna Sigurðardóttir.
Á þessum tíma var vinnutími hjá ófaglærðu verkafólki 52,7 stundir á viku.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 12. apríl 2009
Aðdáunarverð barátta Ómars Ragnarssonar
Ómar Ragnarsson er á Sprengisandi núna,gestur Sigurjóns Egilssonar.Á meðan ég rakaði mig hlustaði ég á Ómar segja frá baráttu sinni,þegar hann var að undirbúa kvikmynd sína um Kárahnjúkavirkjun.Hann gekk fyrirtæki úr fyrirtæki en kom alls staðar að lokuðum dyrum.Ekkert fyrirtæki vildi styrkja hann. En hann gafst ekki upp og lauk við kvikmyndina. Ómar sagði,að hann hefði fórnað öllum eignum sinum fyrir málstaðinn.Hann væri nú eignalaus og byggi í 70 fermetra íbúð í blokkÞetta er aðdáunarvert.Hvað margir Íslendingar væru tilbúnir til þess í dag að leggja svona mikið á sig fyrir hugsjón sína,fyrir málstað sinn. Ég held,að þeir væru ekki margir.
Ég tek ofan fyrir Ómari .
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 12. apríl 2009
Lækka þarf skatt af lífeyri úr lífeyrissjóðum
Samfylkingin hefur ályktað að lækka þurfi skatt af lífeyri úr lífeyrissjóðum.Þetta er mjög brýnt hagsmnunamál eldri borgara.Það er alger óhæfa að skattleggja lífeyri til aldraðra á sama hátt og atvinnutekjur.Eðlilegra væri að skattleggja lífeyrinn eins og fjármagnstekjur.Mikið af því fjármagni,sem safnast upp í lífeyrissjóðunum eru einmitt fjármagnstekjur.
Samfylkingin hefur gagnrýnt skattastefnu undanfarinna ára og áratuga en hún hefur erinkennst af því að lækka skatta af háum tekjum ( afnám hátekjuskatts) og hækka skatta af lágum tekjum. Þessu vill Samfylkingin snúa við.Hefur Jóhanna Sigurðardóttir einmitt lagt áherslu á þetta atriði.Þó gott sé að hafa skattakerfið sem einfaldast er að mínu mati í lagi að hafa sérstakan hátekjhuskatt og lágt skattþrep fyrir þá lægst launuðu.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 12. apríl 2009
Gleðilega páska
Páskasálmurinn Nú máttu' ekki María gráta var frumfluttur í messum í Dómkirkjunni, Fella- og Hólakirkju og í Akureyrakirkju í morgun, páskadag. Sálmurinn er þýðing dr. Sigurbjörns Einarssonar á sálmi eftir sænsku skáldkonuna Ylvu Eggerhorn.
Gleðilega páska.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 12. apríl 2009
Sjálfstæðisflokkurinn tók við styrk frá fyrirtæki,sem Baugur á stóran hlut í!
Sjálfstæðisflokkurinn eða vissir fulltrúar hans hafa verið að gera því skóna í mörg ár,að Samfylkingin styddi Baug og nyti jafnvel fjárhagslegrar fyrirgreiðslu þaðan.Þetta hefur verið stanslaus áróður síðan Davíð hélt því fram,að Fréttablaðið (eign Baugs) styddi Samfylkinguna.En þetta var allt tilbúningur hjá íhaldinu enda eru eigendur Baugs íhaldsmenn. En nú kemur í ljós,að Sjálfstæðisflokkurinn þáði styrk frá fyrirtæki sem Baugur á stóran hlut í,þ.e. frá Fl Group.Þetta var 2006.Þetta voru hvorki meira né minna en 30 millj. kr. Mbl. hefur skrifað marga leiðara um að stjórnmálaflokkar ættu ekki að þiggja stuðning stórfyrirtækja og íhaldið hefur tekið undir þennan áróður en á sama tíma var íhaldið að biðja um fjárstuðning frá Fl Group og raunar frá Landsbankanum líka!
Björgvin Guðmundsson