Svandís: Styrkurinn líklega mútugreiðsla

Styrkur FL-Group til Sjálfstæðisflokksins vekur upp spurningar um mútur að mati Svandísar Svavarsdóttur sem sat í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í REI-málinu.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að FL Group tók þátt í samningagerð Orkuveitur Reykjavíkur og Reykjavík Energy Invest um 20 ára einkarétt REI á öllum eignum Orkuveitur Reykjavíkur.

Svandís Svavarsdóttir sem þá sat í stjórn fyrir VG segir að þessi styrkur FL Group setji þessi mál í nýtt ljós.

„Við sáum strax að þarna var eitthvað óeðlilegt en á þeim tíma lá sú staðreynd ekki fyrir að FL Group hafði þá þegar afhent Sjálfstæðisflokknum mjög verulegar upphæðir. Það hlýtur að setja þessi óeðlilegu afskipti FL Group á milli REI og Orkuveitunnar áður en samruninn átti sér stað í algjörlega nýtt ljós," sagði Svandís.

Aðspurð hvort hún ætti við mútur sagði Svandís að þetta vekji spurningar um slíkt.

Við þetta má bæta að Svandís skorar á Guðlaug Þór Þórðarson og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson að upplýsa um framlög sem þeir fengu í prófkjörum fyrir kosningarnar 2006 og 2007. (visir.is)

Það er eðlileg krafa,að þeir Guðlaugur Þór og Vilhjálmur birti yfirlit yfir þá  styrki,sem þeir fengu 2006. Nú er það almenn krafa,að allir styrkir séu uppi á borðinu. Guðlaugur Þór þarf að gera hrein fyriur sínum dyrum.

 

Björgvin Guðmundsson



Hasmunasamtök heimilanna vilja,að lánveitendur beri hluta kostnaðar vegna bankahrunsins

Hagsmunasamtök heimilanna segja stjórnvöld og fjármálafyrirtæki sniðganga með öllu "sanngjarnar og hóflegar" tillögur samtakanna um leiðréttingu gengis- og verðtryggðra fasteignalána. Samtökin mótmæla því harðlega. Innan samtakanna er hópur fólks að undirbúa málssókn  til varnar heimilum þess landsins.

„Hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt það til að lánveitendur og lántakendur skipti með sér þeim kostnaði sem til hefur fallið vegna efnahagskreppunnar.  Með því að velja greiðslujöfnun og hafna almennri leiðréttingu hafa stjórnvöld eingöngu ákveðið að lengja í hengingarólinni.  Heimilin eiga að halda áfram að setja stærstan hluta tekna sinna inn í greiðslur af lánum.  Þau skulu blóðmjólkuð.  Þegar því er lokið, munu lánastofnanir geta gengið að fasteignum heimilanna.  Samtökin óttast að næsta skref stjórnvalda verði að gera lánastofnunum auðveldara að stofna eignarhaldsfélög sem taka við íbúðum eftir nauðungarsölu, í þeim tilgangi að leigja út íbúðir til að hámarka arð af eignanáminu,“ segir á vefsvæði samtakanna.

Samtökin skora á lánastofnanir að bjóða ný lán með hagkvæmari kjörum og að taka án undanbragða á sig að minnsta kosti jafnar byrðar varðandi verðtryggð lán á móti lántakendum afturvirkt til 1. janúar 2008.

„Komi lánastofnanir ekki til móts við heimilin í landinu með því að létta á skuldabyrði þeirra og heildargreiðslubyrði, þá sjá samtökin ekki að það þjóni nokkrum tilgangi að fólk haldi áfram að borga af skuldum sínum. Það er val hvers og eins hvaða ákvörðun hann tekur, en samtökin spyrja: Hve marga þarf, sem hætta að greiða, til að opna augu fjármálafyrirtækja fyrir því að þau þurfa líka að færa fórnir?“ (mbl.is)

Krafa Samtaka heimilanna er eðlileg.Lánveitendur eiga að bera hluta kostnaðarins vegna bankahrunsins. Það er ekki sanngjarnt,að kostnaðurinn lendi allur á lántakendum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka Til baka


Það er ekki unnt að treysta Sjálfstæðisflokknum

Risastyrkirnir sem Sjálfstæðisflokkurinn tók við frá Fl Group og Landsbanka,30 millj. kr. frá hvorum aðila, leiða í ljós,að ekki er unnt að treysta Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn hefur orðið uppvís að alvarlegum dómgreindarbresti og óheiðarleika.Það er óheiðarlegt að standa að lögum um að banna háa styrki til stjórnmálaflokka frá fyrirtækjum en vera á sama tíma að afla risastyrkja frá fyrirtækjum.Steingrímur J.Sigfússon   telur þetta athæfi svik við það samkomulag sem allir stjórnarmálaflokkar á alþingi gerðu um að stöðva háa styrki til stjórnmálaflokka og hækka í staðinn styrk alþingis til flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn vildi fá hvort tveggja og tók það.

Kjósendur geta ekki treyst Sjálfstæðisflokknum eftir þetta.Áður hafði fjármálakerfið hrunið vegna frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins og framkvæmdar flokksins á henni.Einkavæðing bankanna átti stærsta þáttinn í hruninu en einnig það hugarfar frjálshyggjunnar að allt ætti að vera frjálst og ekki mætti hafa mikið eftirlit.Þess vegna horfðu eftirlitsaðilar á það með lokuð augun að bankarnir steyptu sér í skuldafen erlendis og settu sig í þrot.Eftirlitsaðilar hjálpuðu til við útþensluna fremur en að halda aftur af henni.

 

Björgvin Guðmundsson


Dagur:Minnihlutinn kom í veg fyrir sameiningu REI og GGE og hindraði einkavæðingu OR að hluta til

Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, furðar sig á ummælum Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að það hafi verið Sjálfstæðisflokkurinn sem kom í veg fyrir samruna orkufyrirtækjanna Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy.

Sjálfstæðismenn hafi ekki bara haft frumkvæðið að stofnun REI heldur leitt samningsgerðina um samrunan við Geysir Green og gætt þess vandlega að leyna efnisatriðum samningsins fyrir minnihlutanum. Síðan þegar flett hafði verið ofan af málinu hafi Sjálfstæðismenn ekki viljað stöðva samrunan heldur selja REI og samninginn; einkavæða hjarta Orkuveitunnar, þekkingarhlutann, með 20 ára einkaréttarsamningi inniföldum. Þetta hafi minnihlutinn stöðvað ekki Sjálfstæðisflokkurinn. Þess vegna hafi sá meirihluti sprungið. Eitt af fyrstu verkum 100 daga meirihlutans hafi verið að vinda ofna af þessum samruna og koma í veg fyrir að Orkuveitan yrði að hluta einkavædd. Það sé því fjarri lagi að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stöðvað málið. Hann hafi þvert á móti ætlað að leiða borgina úr öskunni í eldinn í þessu máli.

Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill í tengslum við þetta undirstrika að sex af sjö borgarfulltrúum flokksins hafi frá upphafi verið á móti samruna REI og Geysis Green Energy. Báðir fulltrúar Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitunnar hafi hins vegar greitt atkvæði með samrunanum í október 2007 en fulltrúi VG setið hjá. (ruv.is)

Ekki er að vita hvernig farið hefði ef minnihluti borgarstjórnar hefði ekki hindrað samrunann. Meirihluti íhaldsins ætlaði að veita einkaaðilum 20 ára einkaréttarsamning á orkuútrás  og þekkingu Orkuveitunnar.Líklegt er að 30 millj. kr styrkurinn til íhaldsins hafi átt að  tryggja Fl Group  þessi orkuréttindi og greiða fyrir sameiningu við Geysir Green Energy.Gunnar Helgi telur líklegt,að hér hafi verið um mútur að ræða.

 

Björgvin Guðmundssion

 

 

frettir@ruv.is

Gunnar Helgi telur styrkjamálinu ekki lokið

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, hafnar því að deilunni um háa styrki FL-Group og Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins sé lokið. Kjósendur hljóti að vilja vita hvort styrkurinn tengist þeim ákvörðunum sem teknar voru um REI næstu mánuði á eftir.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í sjónvarpsfréttum RÚV í gær að með yfirlýsingu Þorsteins Jónssonar og Steinþórs Gunnarssonar hefði Sjálfstæðisflokkurinn gert hreint fyrir sínum dyrum. Þá taldi hann að sátt væri um málalokin. Gunnar Helgi er ekki sammála því að málinu sé lokið. Hópur stjórnmálamanna hafi aflað fjár fyrir Sjálfstæðisflokkinn nokkrum dögum áður en lög um fjármál flokkanna tóku gildi. Sami hópurinn, að hluta til, kom síðan næstu mánuði að stefnumótun á vegum orkuveitunnar sem varðaði hagsmuni FL-Group. (ruv..is)

´Ég tek undir með Helga.Það þarf vissulega að rannsaka hvort styrkveitingarnar tengdust orkumálunum,orkuréttindum,hvort þær höfðu áhrif  á Rei málið.Það liggur fyrir,að Fl Group reyndi að hafa áhrif á Rei málið og nú hefur verið upplýst,að sá sem hafði milligöngu um að útvega styrkinn frá Fl Group var starfsmaður þess félags.Hann var beggja megin við borðið,í Sjálfstæðisflokknum og starfsmaður Fl Group. Hið sama er að segja um þann sem aflaði styrks frá Landsbanka.Hann var sjálfstæðismaður en starfsmaður Landsbanka. Voru þessi menn að vinna á vegum Guðlaugs Þórs sem var formaður stjórnar Orkuveitunnar?

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 13. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband