Þriðjudagur, 14. apríl 2009
Stjórnlagaþing ekki afgreitt fyrir kosningar
Þótt stjórnlagaþingið hafi verið slegið af, í bili a.m.k., er ekki þar með sagt að umræðum á Alþingi um stjórnarskránna sé lokið. Ákvæðið um stjórnlagaþingið var aðeins ein af fjórum stjórnarskárbreytingum sem ríkisstjórnin með fulltingi Framsóknarflokksins hugðist gera. Málið er enn á dagskrá.
Hinar breytingatillögurnar þrjár varða yfirráð yfir auðlindum, almennar kosningar um stjórnarskrárbreytingar og um þjóðaratkvæðagreiðslu. Að sögn Guðbjarts Hannessonar, forseta Alþingis, var einungis ákveðið að fresta umræðu um stjórnarskrármálið og er það enn á dagskrá þingsins. Hugsanlegt er að umræðum um það verði haldið áfram seint í kvöld og fram á nótt. Nú er hlé á umræðum á Alþingi til 21:15 eða á meðan borgarafundur fer fram í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. (mbl.is)
það er slæmt að stjórnlagaþing skyldi slegið af í bili.Málþóf sjálfstæðismanna hefur frestað málinu fram yfir kosningar.En ennþá er íhaldið að berjast gegn öðrum breytingum á stjórnarskránni.Vonandi kemst það ekki upp með að drepa þær breytingar einnig.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 14. apríl 2009
Samfylkingin fær 34,3% í Rvík norður skv. Gallup
Sjálfstæðisflokkurinn fengi einungis tvo kjördæmakjörna þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi norður, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið. Einungis þrír flokkar fengu kjördæmakjörna þingmenn. O - listi Borgarahreyfingarinnar fær 8,1%, en það nægir samt ekki til að hreyfingin komi manni á þing.
Sjálfstæðisflokkurinn tapar 14,4 prósentustigum frá kosningunum, fer úr 36,4% í 22%. Ef þetta yrðu úrslit kosninganna myndi flokkurinn tapa tveimur þingmönnum frá kosningunum og fengi tvo, þá Illuga Gunnarsson og Pétur Blöndal, en hvorki Sigurður Kári Kristjánsson né Ásta Möller kæmust á þing sem kjördæmakjörnir þingmenn.
Samfylkingin fær stuðning 34,3% og bætir við sig 5,1 prósentustigi frá kosningunum og einum manni. Vinstri hreyfingin-grænt framboð bætir við sig heilum 12,2 prósentustigum og fær 29,1% í könnuninni. Vinstri-græn fengju þrjá þingmenn og bættu við sig einum manni.
Niðurstöðurnar eru úr net- og símakönnun sem Capacent Gallup gerði dagana 8. til 13. apríl 2009. Úrtakið í netkönnuninni var tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Capacent Gallup en úrtakið í símakönnuninni var tilviljunarúrtak úr þjóðskrá. Heildarúrtaksstærð var 800 manns 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 60,5%.
Vikmörk fyrir fylgi Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eru 4,8% en vikmörk fyrir Sjálfstæðisflokkinn 4,2%.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 14. apríl 2009
Vilhjálmur óskar rannsóknar á samningaferli REI og GGE
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík hefur óskað eftir því að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar fari yfir samningaferlið þegar Orkuveita Reykjavíkur og FL Group ásamt Geysir Green Energy ræddu fyrirhugaða sameiningu félaganna í borgarstjóratíð Vilhjálms.
Í bréfi sem Vilhjálmur afhenti innri endurskoðun borgarinnar nú skömmu fyrir hádegi segir að í ljósi þeirrar umræðu sem verið hafi í fjölmiðlum síðustu daga um fjárstyrki til Sjálfstæðisflokksins í desember 2006, og þar sem stofnun Reykjavík Energy Invest og fyrirhuguð sameining við Geysir Green Energy hefur blandast inn í þá umræðu, óski hann eftir því að innri endurskoðun borgarinnar fari yfir samningaferlið í borgarstjóratíð hans. (mbl.is)
Það er gott framtak hjá Vilhjálmi að óska rannsóknar á samningaferlinu,þegar þegar OR og Fl Group ´samt Geysir Green Energy ræddu sameiningu félaganna í borgarstjóratíð hans.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 14. apríl 2009
Lánasjóðurinn fær 600 millj. kr. í viðbót
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag, að auka eigið fé Lánasjóðs íslenskra námsmanna um 600 milljónir króna til að mæta þörfum þeirra námsmanna, sem ella hefðu séð fram á atvinnuleysi í sumar.
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, mun í dag ræða við forsvarsmenn Háskóla Íslands um hvernig hægt verður að koma á sumarnámi en krafa námsmanna hefur verið að boðið verði upp á sumarannir við skólann. (mbl.is)
Það er gott,að ríkið komi til móts við námsmenn,bæði með eflingu Lánasjóðs og einnig þyrfti að gefa kost á sumarnámskeiðum fyrir studenta.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 14. apríl 2009
Hafa stóraukið útflutning á ferskum, fullunnum fiski
Fiskvinnsla Samherja á Dalvík vann úr 25% meira hráefni á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en sömu mánuði í fyrra og það sem af er árinu hefur útflutningur fyrirtækisins á ferskum, fullunnum afurðum aukist um 67% miðað við síðasta ár.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir það lykilatriði að geta ávallt afhent vöruna á tilsettum tíma og í því magni og þeim gæðum sem óskað er eftir. Fullkomið afhendingaröryggi er það sem viðskiptavinurinn vill umfram allt og það hefur okkur tekist að tryggja.
Fiskvinnsla Samherja í Dalvíkurbyggð er langstærsti vinnustaður sveitarfélagsins, með um 160 starfsmenn. Á síðustu fimm árum eru þeir dagar teljandi á fingrum annarrar handar sem vinnsla hefur fallið niður í húsinu, að sögn forstjórans, og í fyrra féll vinnsla einungis niður í hálfan dag. Við leggjum mikinn metnað í að tryggja að þessi stóri hópur starfsmanna geti gengið að því vísu að mæta til vinnu alla mánudagsmorgna og vinna alla vikuna.
Þorsteinn Már segir Samherja hafa tekist að byggja upp þetta atvinnuöryggi og afhendingaröryggi afurða á markaði með því að nota stór skip við hráefnisöflunina. Stærri skip geta veitt í verra veðri en smærri skip og bátar. Að auki geta þau sótt aflann lengra og á skemmri tíma.
Mun fleiri koma að framleiðslunni en þessir 160 því 60 til 70 sjómenn annast hráefnisöflunina og stór hópur kemur að markaðssetningu afurðanna og flutningi á fiski og afurðum á milli landshluta og landa. Hér er því um störf hátt í 300 manns að ræða.(mbl.is)
Alltaf öðru hverju heyrast svartsýnisraddir um að erfitt sé að selja íslenskan fisk erlendis um þessar mundir vegna samdráttar erlendis. En dæmið frá Samherja sýnir,að ef rétt er staðið að málum og vel vandað til framleiðslu og markaðssetningar þá er unnt að selja íslenskan fisk erlendis. Mörg önnur íslensk fiskvinnufyrirtæki hafa einnig aukið útflutning á þessu ári ,t.d. Íslenskt sjávarfang. Það hefur stóraukið útflutning á þessu ár en fyrirtækið flytur út ferskan,fullunninn fisk,einkum flök.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 14. apríl 2009
Ábyrgðarsjóður launa greiðir 1800 millj. kr. í ár
Björgvin segir sjóðinn vera nokkurn veginn á áætlun með greiðslur og stöðugt streymi krafna sé til sjóðsins.
Þetta eru þær kröfur á fyrsta ársfjórðungi sem eru tilbúnar og eru að mestu leyti afgreiddar hjá okkur, segir hann. Hann segir að jafnframt því sem aukning hafi orðið milli 2008-2009 hafi orðið talsverð aukning frá árunum 2006 og 2007. Á árinu 2006 voru greiddar um 434 milljónir, 2007 var upphæðin 516 milljónir og 915 milljónir árið 2008.
Sjóðurinn greiðir út þær kröfur sem afgreiddar eru frá honum, þrátt fyrir að eiga ekki fyrir skuldbindingunum. Björgvin segir að áætlað sé að sjóðurinn skuldi nú þegar ríkissjóði 8-900 milljónir króna miðað við árslok 2008. Ábyrgðargjald verður áfram 0,1%. Hann segir kröfur berast frá lögmannsstofum jafnt og þétt alla mánuði. Ábyrgðin er fyrir hendi þó að við séum í skuld við ríkissjóð. Það er svo spurning hvernig þetta verður í lok þessa árs, segir hann.
Jafnvel er gert ráð fyrir minni tekjum fyrir árið 2009 vegna fjölda gjaldþrota í landinu, að sögn Björgvins.(mbl.is)
Útgreiðslur sjóðsins endurspegla fjölda gjaldþrota fyrirtækja en sjóðurinn greiðir vangreidd laun starfsmanna gjaldþrota fyritækja. 1800 millj. kr. útgjöld sjóðsins á þessu ári er há upphæð.
Björgvin Guðmundssion
Þriðjudagur, 14. apríl 2009
Mbl.: Guðlaugur Þór var í beinu sambandi við Sigurjón bankastjóra
Heimildir Morgunblaðsins herma að Guðlaugur Þór Þórðarson hafi verið í beinu sambandi við Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóra Landsbankans, eftir styrk FL Group og tilkynnt honum um upphæðina, 30 milljónir. Sigurjón hafi þá veitt 25 milljóna styrk til viðbótar við þær 5 sem þegar höfðu gengið til flokksins til að jafna styrk FL Group, eins og hann hafði áður heitið.
Guðlaugur Þór neitar þessu sjálfur alfarið í samtali við blaðið. Þetta er bara ekki rétt. Það sem er rétt í þessu er að Sigurjón, sem ég er búinn að þekkja frá Háskólanum og við tölum reglulega saman, hringdi í mig upp á spítala til að kanna hvernig ég hefði það. En þá fór ég líka yfir það með honum, af því að það var annar aðili, eins og komið hefur fram, búinn að hafa samband við hann út af styrk, að það væri eitthvað sem ég ræddi ekki og kæmi ekkert að, segir Guðlaugur.
Ég hef aldrei þrætt fyrir það að vera í sambandi við Sigurjón Þ. Árnason, en ef ég hefði haft áhuga á að gera það vegna styrks þá hefði ég bara haft samband beint við Sigurjón, það hefði verið mjög einfalt fyrir mig. Guðlaugur segist ganga lengra en nokkur íslenskur stjórnmálamaður hafi áður gert með því að óska eftir óháðri rannsókn á aðkomu Ríkisendurskoðunar á sínum málum. Þær ásakanir sem eru í gangi eru þess eðlis að það væri mjög alvarlegt ef þær væru réttar, en ég kvíði ekki niðurstöðum slíkrar skoðunar.
GUÐLAUGUR Þór Þórðarson alþingismaður hefur ákveðið að óska eftir því að Ríkisendurskoðun taki út störf hans fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur þann tíma sem hann var stjórnarformaður fyrirtækisins.
Í tilkynningu sem Guðlaugur sendi frá sér í gærkvöldi segir að beiðni hans komi að gefnu tilefni: Óvönduð umræða og dylgjur um mín störf eru óþolandi og virðast þjóna þeim eina tilgangi að koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn í aðdraganda kosninga. Ég tel mikilvægt að hið sanna komi í ljós.(mbl.is)
Það er ágætt að Guðlaugur biðji ríkisendurskoðanda að taka út störf sín sem formanns Orkuveitunar.En hann ætti líka að birta þau framlög,sem hann fékk í kosningasjóð sinn 2006.Á þann hátt og á þann hátt einan getur hann gert hreint fyrir sínum dyrum. Það þarf að vísu að skýra betur hvort hann hafði frumkvæði að styrkjunum frá Landsbanka eða ekki.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)