Miðvikudagur, 15. apríl 2009
Fjölmenni á fundi Öryrkjabandalagsins
Afar góð mæting er á lokafundi ÖBÍ og Þroskahjálpar í fundarröðinni Verjum velferðina sem nú fer fram á Grand hóteli. Þar flytja erindi og sitja fyrir svörum fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til alþingis nema frá Lýðræðishreyfingunni. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar gagnrýndu ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fyrir að hafa ekki nýtt góðærið til að styrkja velferðarkerfið. Þessu mótmælti formaður Sjálfstæðisflokks harðlega.
Við núverandi aðstæður þarf að styrkja velferðina, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Sagði hún ámælisvert að ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefði ekki nýtt góðærið til þess að byggja upp og huga að velferðarkerfinu heldur hafi það verið veikt.
Þetta var meðal þess sem fram kom á lokafundi ÖBÍ og Þroskahjálpar í fundarröðinni Verjum velferðina sem haldinn var á Grand hóteli fyrr í kvöld fyrir fullum sal. Spurning fundarins til fulltrúa flokkanna var: Hvernig ætlar þinn flokkur að verja velferðina?
Orðum Jóhönnu mótmælti Bjarni Benediktsson, alþingismaður og formaður Sjálfstæðisflokksins, harðlega og sagði útgjöld til velferðarmála hafa vaxið í valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði rangt að valið standi milli þess að skera niður eða hækka skatta.
Aðrir framsögumenn á fundinum eru:
Ögmundur Jónason, heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs
Guðjón Arnar Kristinsson, alþingismaður og formaður Frjálslynda flokksins
Sigmundir Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins
Þráinn Bertelsson, rithöfundur og frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar
Fram kom í máli fundarstjóra að Lýðræðishreyfingunni hefði verið boðið að senda fulltrúa, en enginn mætti fyrir þeirra hönd.
Fundargestum gafst kostur á að koma skriflegum spurningum til frambjóðenda og bárust ógrýnni spurninga til fundarstjóra sem bar upp spurningarnar. Meðal þess sem spurt var að var hvernig fulltrúar flokkanna hygðust standa að hækkun örorku- og ellilífeyrisbóta og hvort staðið yrði við lög.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 15. apríl 2009
Atvinnuleysi 8,9%
Hægt hefur á aukningu atvinnuleysis síðustu vikur og mældist það 8,9% í mars og hafði þá aukist úr 8,2% í febrúar, eða um rúm 9% milli mánaða. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi aukist lítið í apríl og verði á bilinu 8,8-9,3%.
Atvinnuleysi jókst meira á höfuðborgarsvæðinu í mars heldur en á landsbyggðinni, en svipað meðal karla og kvenna.
Í skýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að meðaltali voru 14.546 manns án atvinnu í mars og eykst atvinnuleysi um 9,6% að meðaltali frá febrúar eða um 1.270 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1%, eða 1.674 manns.
Atvinnuleysi er nú mest á Suðurnesjum 14,3% en minnst á Vestfjörðum 2,3%. Atvinnuleysi eykst um 12% á höfuðborgarsvæðinu en um 5,7% á landsbyggðinni. Atvinnuleysi eykst jafnt meðal karla og kvenna eða um 9,6%. Atvinnuleysið er 10,3% meðal karla og 7,2% meðal kvenna.
Þeir sem verið hafa á skrá lengur en 6 mánuði voru 1.749 í lok mars en 1.205 í lok febrúar. Alls höfðu 333 verið atvinnulausir lengur en eitt ár í mars en 296 í lok febrúar.
Atvinnulausum 16‐24 ára hefur fjölgað úr 3.308 í lok febrúar í 3.631 í lok mars og eru þeir um 22% allra atvinnulausra í mars eða svipað og í lok febrúar.
Alls voru 2.146 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok mars, þar af 1.397 Pólverjar eða um 65% þeirra útlendinga sem voru á skrá í lok mars. Langflestir þeirra voru starfandi í byggingariðnaði eða 872 (um 40% allra erlendra ríkisborgara á skrá).
Samtals voru 3.275 af þeim sem voru skráðir atvinnulausir í lok mars í hlutastörfum, þ.e. þeir sem eru í reglubundnum hlutastörfum eða með tilfallandi eða tímabundið starf á síðasta skráningardegi í mars. Þetta eru um 19,5% af þeim sem voru skráðir atvinnulausir í lok mars.
Einstaklingum sem fá greiddar hlutabætur hefur fjölgað eftir að samþykkt voru lög um hlutabætur á móti minnkuðu starfshlutfalli um miðjan nóvember. Af þeim 3.274 sem voru í hlutastörfum í lok mars eru 2.202 einstaklingar sem sóttu um atvinnuleysisbætur skv. áður nefndum lögum, en þeir voru 2.105 í lok febrúar og 1.279 í lok janúar.
Í mars voru 1.274 sjálfstætt starfandi skráðir á atvinnuleysisskrá vegna samdráttar í rekstri skv. áður nefndum lögum. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt, voru 1.017 í lok febrúar og 586 í lok janúar.
Yfirleitt batnar atvinnuástandið frá mars til apríl, m.a. vegna upphafs árstíðasveiflu. Í fyrra var atvinnuleysið svipað í báðum mánuðum og mældist 1%. Nú er hins vegar mun meiri samdráttur í hagkerfinu, gera má ráð fyrir litlum breytingum milli mánaða en vöxtur atvinnuleysis hefur minnkað talsvert undanfarnar vikur.
Atvinnulausum í lok mars fjölgaði frá lokum febrúar um 1.337 en um 14.931 frá sama tíma árið 2008.
Gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í mörgum atvinnugreinum einkum verslun og þjónustugreinum á næstu mánuðum, hins vegar mun væntanlega draga úr atvinnuleysi í mannvirkjagreinum svo og ferðaþjónustu vegna árstíðasveiflu. Erfitt er að áætla atvinnuleysi um þessar mundir vegna mikillar óvissu í efnahagslífinu, en líklegt er að atvinnuleysið í apríl 2009 muni breytast lítið og verða á bilinu 8,8%‐9,3%.(mbl.is)
Atvinnuleysið er óásættanlegt.Allir flokkar lofa aðgerðum í atvinnumálum.Vonandi komast einhverjar af þessum fyrirhuguðu aðgerðum í framkvæmd.M.a. hefur verið ákveðið að fara í auknar viðhaldsframkvæmdir.Munu þær komast til framkvæmda nú með hækkandi sól.
Björgvin Guðmundsson
Til baka
Miðvikudagur, 15. apríl 2009
Gengið hefur styrkst í morgun
Gengi krónunnar hefur styrkst um 1,34% það sem af er degi og er gengisvísitalan nú 220 stig en var 223 stig við upphaf viðskipta í morgun. Bandaríkjadalur stendur nú í 126,87 krónum, evran 167,42 krónur, pundið 189,83 krónur og danska krónan er 22,472 krónur, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka.(mbl.is)
Sagt var á alþingi í gær,að gengið hefði fallið um 16% frá 1.febrúar. Fjármálaráðherra sagði af því tilefni,að gengið hefði fallið um 100% sl. 12 mánuði,sem þýddi,að krónan hefði fallið um 84% í tíð fyrri stjórnar.Vonandi heldur krónan áfram að styrkjast.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 15. apríl 2009
Hvers vegna er tekið með vettlingatökum á bönkum og eigendum bankanna?
Almenningur hefur undrast hvers vegna yfirvöld hafa tekið með vettlingatökum á bönkunum og eigendum og stjórnendum bankanna,sem settu fjármálakerfið á hausinn.Fjármálaeftirlit og Seðlabanki,sem áttu að hafa eftirlit með bönkunum gerðu ekki neitt. Stjórnvöld gerðu ekkert. Hvers vegna? Var það vegna þess að bankarnir styrktu stjórnmálaflokkana með stórum fjárframlögum?Upplýst hefur verið að Landsbankinn styrkti Sjálfstæðisflokkinn með 30 millj. kr. framlagi 2006.Þetta er hærra framlag en nokkru sinni hefur heyrst um áður. En ekkert hefur verið upplýst um það hvað Sjálfstæðiflokkurinn fékk frá bönkunum árin á undan eða frá einkavæðingu bsnkanna. Búast má við að Landsbankinn hafi farið að styrkja Sjálfstæðisflokkinn strax eftir einkavæðingu hans enda fengu eigendur bankans hann afhentan fyrir slikk og voru valdir af því þeir voru góðir Sjálfstæðismenn.Aðrir flokkar hafa einnig fengið styrki frá bönkunum og er alveg ljóst,að styrkveitingar bankanna til stjórnmálaflokkanna hafa dregið úr þeim tennurnar og slævt eftirlit þeirra með bönkunum.Bankarnir voru eins og ríki í ríkinu.Þeim leyfðist allt og þeir gerðu allt sem þeim sýndist.Eftir hrunið er tekið á bönkunum og fyrrum eigendum þeirra með silkihönkskum.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 15. apríl 2009
Könnun Fréttablaðsins: Samfylking með 32 %
Sjálfstæðisflokkurinn er með rúmlega 27% fylgi í skoðanakönnun sem Fréttblaðið gerði í gær. Samfylkingin er sem fyrr með mest fylgi, rúm 32%, Vinstri græn með tæp 26%.
Framsókn er með tæp 7% en Borgarahreyfingin mælist með rétt tæplega 5% fylgi. Innan við 1% segist styðja Frjálslynda flokkinn. Tæp 15% í úrtakinu sögðust ekki ætla að kjósa, rúm 12% voru óákveðin og tæp 8% neituðu að svara. Ef þetta yrði niðurstaðan fengju núverandi stjórnarflokkar 40 þingmenn af 63.( ruv.is)
Ætla hefði mátt miðað við könnun um fylgi flokka í Rvk norður að fylgið væri að hynja af Sjálfstæðisflokknum vegna styrkjamálsins.En það ert ekki staðfest í könnun Fréttablaðsins. Þar eykst fylgi Sjálfstæðisflokksins frá næstu könnun á undan.
Björgvin Guðmundsson