Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Ný Gallup könnun: Sjálfstæðisflokkur með 23,3%.Samfylking með30,7%.
Sjálfstæðisflokkurinn tapar enn fylgi á landsvísu í nýrri könnun Capacent-Gallup fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið sem birt er í dag. Úrtakið var tæplega 2500 og svarhlutfall 67%.
Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn eins og verið hefur síðasta mánuðinn, en tapar fylgi frá síðustu viku og fær nú 30,7% og fengi 21 þingmann, þremur fleiri en í kosningunum 2007.
Vinstri hreyfingin grænt framboð mælist með stuðning 28,2%, bætir við sig rúmum tveimur prósentustigum frá síðustu viku. Vinstri græn fengju 19 þingmenn, tíu fleiri en í kosningunum.
Framsóknarflokkurinn bætir við sig 1,3 prósentustigum frá síðustu viku og fær nú 11,1%. Flokkurinn fengi sjö þingmenn, hið sama og í kosningunum.
Aðrir flokkar kæmu ekki manni á þing.
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
VG með 28 % í NA kjördæmi
Vinstri hreyfingin grænt framboð mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn í Norðaustur-kjördæmi í nýrri Capacent Gallup könnun fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Könnunin var gerð dagana 13. - 15. apríl og úrtakið var 800 manns, svarhlutfall er tæp 63%.
Framsóknarmenn eru í öðru sæti með 25,6% og fengju tvo menn kjörna. Athygli vekur að Framsóknarmenn bæta við sig fylgi sem nemur einu prósentustigi frá kosningunum.
Samfylkingin bætir við sig hálfu prósentustigi frá kosningum og fær nú 21,3% og tvo þingmenn.
Sjálfstæðisflokkurinn tapar átta prósentustigum frá kosningum og fær nú slétt 20% og tvo þingmenn. Aðrir fá ekki menn kjörna.
Borgarahreyfingin fær 2,8%, Frjálslyndir 1,7% og Lýðræðishreyfingin 0,5%. Eins og í öðrum kjördæmakönnunum er skipting jöfnunarsæta ekki skoðuð, en síðastur inn er þriðji maður Vinstri-grænna og næstur inn væri þriðji maður Framsóknarflokks.
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
VG stærstir í Norðurlandi eystra
Vinstri hreyfingin grænt framboð mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn í Norðaustur-kjördæmi í nýrri Capacent Gallup könnun fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Könnunin var gerð dagana 13. - 15. apríl og úrtakið var 800 manns, svarhlutfall er tæp 63%.
Framsóknarmenn eru í öðru sæti með 25,6% og fengju tvo menn kjörna. Athygli vekur að Framsóknarmenn bæta við sig fylgi sem nemur einu prósentustigi frá kosningunum.
Samfylkingin bætir við sig hálfu prósentustigi frá kosningum og fær nú 21,3% og tvo þingmenn.
Sjálfstæðisflokkurinn tapar átta prósentustigum frá kosningum og fær nú slétt 20% og tvo þingmenn. Aðrir fá ekki menn kjörna.
Borgarahreyfingin fær 2,8%, Frjálslyndir 1,7% og Lýðræðishreyfingin 0,5%. Eins og í öðrum kjördæmakönnunum er skipting jöfnunarsæta ekki skoðuð, en síðastur inn er þriðji maður Vinstri-grænna og næstur inn væri þriðji maður Framsóknarflokks.(ruv.is)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Endurskoðun almannatrygginga á lokastigi
Félag eldri borgara í Reykjavík hefur boðað almennan félagsfund á morgun.Þar mun Stefán Ólafsson formaður stjórnar Tryggingastofnunar ríkisins flytja erindi um endurskoðun almannatrygginga en hann hefur verið formaður nefndar,sem endurskoðað hefur almannatryggingalögin. Nefndin átti að skila áliti 1.nóv. sl. en er fyrst nú að kynna umræðutillögur.Er ljóst,að nefndin er mikið á eftir áætlun í starfi sínu.
Nefndin átti m.a. að fjalla um einföldun almannatryggingakerfisins.Þar er um að ræða að fækka bótaflokkum með því að sameina flokka o.sfrv.Kerfi almannatrygginga hefur verið mjög flókið og það er til mikilla bóta að einfalda kerfið. En það út af fyrir sig bætir ekki hag lífeyrisþega. Það þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja,bæta skerðingu,sem bótaþegar urðu fyrir um síðustu áramót og hækka lífeyri til samræmis við hækkun neyslukostnaðar.Einnig þarf að halda áfram að draga úr tekjutengingum.Brýnt er að setja frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna,í byrjun 100 þús. kr. á mánuði.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Steingrímur ætlar að leyfa frjálsar standveiðar
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, áformar að koma á nýjum flokki veiða, "strandveiðar", þar sem heimilaðar verða frjálsar handfæraveiðar við ströndina. Ráðstafað verði 8.127 tonnum af óslægðum botnfiski til strandveiða á yfirstandandi fiskveiðiári.
Nýja kerfið komi í stað byggðakvótans, en fyrirkomulag byggðakvóta er umdeilt og hefur valdið margvíslegum þrætumálum.
Í tilkynningu um málið segir að strandveiðarnar munu þó í meginatriðum takmarkast annars vegar af þeim heildarafla sem ráðstafað er sérstaklega í þessu skyni og hins vegar af stærð báta. Gert er ráð fyrir að strandveiðum verði í fyrstu komið á til reynslu. Síðan verður metið hvernig til hafi tekist og framhald ákveðið.
Markmiðið er nýting sjávarauðlindarinnar á nýjum grunni þar sem mönnum verði gert mögulegt að stunda frjálsar veiðar með ströndinni á sjálfbæran og ábyrgan hátt.
Núverandi stjórn fiskveiða er gagnrýnd fyrir að erfitt sé fyrir nýja aðila að hefja veiðar í atvinnuskyni. Með strandveiðunum er opnað á takmarkaðar veiðar þeirra sem ekki þurfa að vera handhafar veiðiheimilda. Þannig er til að mynda ungu og áhugasömu fólki auðveldað að afla sér reynslu og þekkingar um leið og sveigjaleiki er aukinn.
Til strandveiða verði ráðstafað þeim heimildum sem nú mynda byggðakvóta, þ.e.a.s. 6.127 tonn af óslægðum botnfiski auk 2.000 tonna viðbótar sem ráðherra ákveður. Þetta magn myndi stofn strandveiðanna, en fyrirmyndin er sótt í verklag við línuívilnun, sem nokkur reynsla er komin á og þykir hafa gengið vel. Öllum verður frjálst að stunda þessar veiðar sem uppfylla þau almennu skilyrði sem sett verða.
Alls eru, í dag, skráðir um 720 haffærir bátar undir 15 brúttótonnum. Um 650 þessara báta hafa stundað fiskveiðar í atvinnuskyni á síðastliðnum árum. Varanlegar aflaheimildir eru bundnar við 350 þeirra en til viðbótar eru um 140 bátar með varanlegar aflaheimildir en eru ekki með gilt haffæri sem oftast er þá innlagt. Til viðbótar er einhver fjöldi báta sem varanlegar aflaheimildir eru ekki bundnar við og ekki hafa gilt haffæri. (visir.is)
Það er fagnaðarefni að Steingrímur sjávarútvegsráðherra leyfi frjálsar strandveiðar.Það opnar leið til veiða fyrir þá sem hafa engar veiðiheimildir í dag og menn sem eru atvinnulausir geta ef til vill dregið björg í bú með slíkum veiðum. :Þarna opnasty margvíslegir möguleikar.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Ekkert samkomulag um stjórnarskrána á þingi
Ekkert samkomulag náðist á fundi sérnefndar um stjórnarskrármál á Alþingi upp úr hádeginu. Þetta þýðir, að fram koma nefndarálit meirihluta og minnihluta nefndarinnar. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa setið á fundi í dag en ekki er ljóst hvort tekist hafi samkomulag um þinglok.
Gert er ráð fyrir að fulltrúar Samfylkingarinnar, VG, Framsóknarflokks og Frjálslynda flokksins, leggi til að frumvarpið komi óbreytt til þriðju umræðu, þar á meðal ákvæði um stjórnlagaþing.
Sjálfstæðismenn í nefndinni munu leggja fram sérálit þar sem þeir leggja til að breytingar á stjórnarskránni verði eins og stjórnarskrárnefnd, skipuð fulltrúum allra flokka, lagði til 2007. Þær tillögur lutu eingöngu að því hvernig breytingum á stjórnarskrá verði háttað.
Þingmenn Sjálfstæðismannar leggja auk þess til að skipuð verði stór nefnd um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar sem skili af sér eftir tvö ár.(mbl.is)
Það er til skammar hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur þvælst fyrir breytingum á stjórnarskránni.Íhaldið gefur almenningi,þjóðinni langt nef með þessu atferli sínu en það var ein aðalkrafa búsáhaldabygltingarinnar að gerðar yrðu lýðræðisumbætur með breytingu á stjórnarskrá.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Stokka þarf kvótakerfið upp
Samfylkingin ályktaði nokkuð ítarlega um sjávarútveg á síðasta landsfundi sínum. Efst á blaði er að þjóðareign á sjávarauðlindum verði bundin í stjórnarskrá. Lögð er þung áhersla á að Alþing leysi þann eignarhaldsvanda sem frjálst framsal aflaheimilda hafi skapað. Flokkurinn vill að aflaheimildir í núverandi kerfi verði innkallaðar á 20 árum , það er 5% á ári.
Sigmundur Ernir Rúnarsson skipar annað sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Hann segir að útgerðamönum sé boðið upp á leið til að sættast við þjóðina. Kannanir sýni að 70-80 þjóðarinnar séu ósatt við framsal á kvóta. Skuldirnar séu að vísu miklar þarna eins og annarsstaðar. Núverandi kvótakerfi muni hinsvegar ekki leika fyrirtækin betur en nýja kerfið. Samfylkingin muni beita sér fyrir þessu af kappi. Ekki sé hægt að búa í önnur 25 ár við illdeilur í þessari atvinnugrein.
Smábátasjómenn eru ekki par hrifnir af þessum tillögum Samfylkingarinnar. Ólafur Hallgrímsson er formaður félags smábátaeigenda á Austurlandi. Hann gerir út frá Borgarfirði eystra. Hann segir að hugmynd samfylkingarinnar sé ónothæf. Frjálsa framsalið sé ekki gallalaust en fyrningarleiðin sé alls ekki nein lausn á vandamálinu. Hann spyr fyrir hverja réttlætið stefnu Samfylkingarinnar sé. Hvort það sé fyrir þá sem keyptu heimildirnar dýru verði. Kvótinn yrði tekin af þeim og þeir myndu sitja í súpunni. Eða hvort réttlætið sé fyrir þá sem seldu aflaheimildirnar og spila frítt einhversstaðar. Segir að flestir hafi verið að auka sínar heimildir og yrðu jafnvel að hætta útgerð kæmist kerfi Samfylkingarinnar á.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni í Vinnslustöðinni, gagnrýnir harðlega fyrningarleiðina og segir hana jafnvel vera mun verri en auðlindaskatt. Umgengni við auðlindina myndi óhjákvæmilega versna, eigi menn að leigja til sín kvóta ár frá ári. Samhengi milli skammtímahagsmuna og langtímahagsmuna verði rofið, enginn hvati verði til að byggja upp sterkan og stóran fiskistofn. (ruv.is)
Ekki er unnt að draga það lengur að stokka upp kvótakerfið.Tillögur Samfylkingar eru raunhæfar.Andstæðingar tillagnanna reka þann hræðsluáróður að útgerðin fari á hausinn við framkvæmd tillagnanna.Það stenst ekki. Hins vegar stendur útgerðin mjög illa eftir að kvótakerfið hefur lengi verið í framkvæmd. Útgerðin skuldar 500 milljarða í ríkisbönkunum.Samfylkingin vill sátt um lausn.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Fiskaflinn hefur aukist um 14,2% á árinu
Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum marsmánuði, metinn á föstu verði, var 9,8% meiri en í mars 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 14,2% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði.
Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar í dag. Þar segir að aflinn í mars 2009 var 108.612 tonn samanborið við 169.690 tonn í sama mánuði árið áður.
Botnfiskafli jókst um rúm 6.000 tonn frá mars 2008 og nam 60.000 tonnum. Þar af var þorskaflinn 27.000 tonn og jókst um tæp 5.000 tonn og karfaaflinn rúm 11.000 sem var aukning um 1.300 tonn milli ára.
Ýsuaflinn stóð hins vegar nokkurn vegin í stað milli ára í tonnum talið og nam um 11.600 tonnum, en ufsaaflinn dróst saman um 1.100 tonn samanborið við mars 2008 og nam um 5.000 tonnum.
Afli uppsjávartegunda nam tæpum 45.000 tonnum sem er um 68.000 tonnum minni afli en í mars 2008. Samdrátt í uppsjávarafla má rekja til þess að engin loðna var veidd nú í marsmánuði, samanborið við tæplega 96.000 tonna veiði árið áður.
Hins vegar var um 22.000 tonna aukning í veiði á kolmunna á milli ára og var heildarafli kolmunna um 39.000 tonn. Auk þess veiddust í mars rúm 5.000 tonn af gulldeplu og 500 tonn af síld
Flatfiskaflinn var rúm 2.500 tonn í mars og jókst um tæp 800 tonn frá fyrra ári. Skel- og krabbadýraafli nam 444 tonnum samanborið við 728 tonna afla í mars 2008. (visir.is)
Þetta eru góðar fréttir og aukinn fiskafli bendir til þess að auka mætti þorskkvótann eins og Frjálslyndir hafa lagt til. Það hjálpar okkur út úr kreppunni.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Ómakleg árás á Evu Joly
Brynjar Nielsson hrl. hefur í grein í Mbl. dregið hæfi Evu Joly í efa sem rannsakanda í málum er varða efnahagsbrot í aðdraganda bankahrunsins. Rök Brynjars eru þau ,að þar sem hún hafi sagt,að áreiðanlega finnist sökudólgar í þessum málum þá sé hún ekki hæf til þess að rannsaka málin.Vissulega er sérhver maður saklaus þar til sekt sannast. En Eva Joly hefur aðeins talað mannamál í þessu máli.Hún hefur sagt það sem Íslendingar hugsa og það sem komið hefur fram í fjölmiðlum..Eva Joly hefur mikla reynslu á þessu sviði og veit hvað hún segir.Miðað við fréttir fjölmiðla um útlán bankanna til eigenda sinna og tengdra aðila og til fyrirtækja í skattaskjólum eru yfirgnæfandi líkur á því að brotin hafi verið lög.Bankarnir og útrásarfyritækin væru ekki að koma fjármunum sínum fyrir í skattaskjólum,ef þessir aðilar hefðu ekkert að fela.Við þurfum manneskju eins og Evu Joly til þess að rannsaka þessi mál og undirbúa ákærur á hendur þeim,sem brotið hafa lög.Ef menn eins og Brynjar ráða ferðinni gerist ekki neitt. Og við höfum séð hvernig bankarnir hafa ausið fé í stjórnmálaflokkana,þannig að stjórnmálaflokkarnir fara mjög varlega og jafnvel hægar en menn eins og Brynjar.Eva Joly hefur stuðning þjóðarinnar.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
52,6% vilja Jóhönnu áfram sem forsætisráðherra
Meirihluti þeirra sem tók afstöðu í könnun Fréttablaðsins, eða 52,6%, segist vilja Jóhönnu Sigurðardóttur áfram sem forsætisráðherra eftir þingkosningarnar, sem fara fram eftir rúma viku. 25,8% segjast viloja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og 11,5% Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstri grænna.
Fram kom að 48% kjósenda VG vilja að Jóhanna Sigurðardóttir haldi áfram sem forsætisráðherra, en 46,1% þeirra vilja að Steingrímur taki við sem forsætisráðherra eftir kosningar. Annars hafa formenn stjórnmálaflokkanna mestan stuðning meðal sinna kjósenda.
Af þeim sem ekki gefa upp stuðning við stjórnmálaflokk segjast 63,9% vilja að Jóhanna haldi áfram, 9,6% vilja Steingrím, 7,2% vilja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, verði forsætisráðherra og 6% vilja að Bjarni Benediktsson verði næsti forsætisráðherra.(mbl.is)
Þetta er mikill stuðningur við Jóhönnu og sýnir,að hún er mjög vinsæl og nýtur trausts hjá þjóðinni.Það er eðlilegt,þar eð hún hefur staðið sig mjög vel sem forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar.
Björgvin Guðmundsson