Laugardagur, 18. apríl 2009
Samfylkingarfólk dreifir rósum
Samfylkingarfólk í Suðurkjördæmi byrjaði í gærkvöld að dreifa jafnaðarstefnu auk íslenskra rósa og birkis. Byrjað var á Suðurnesjum en frambjóðendur munu hafa þennan háttinn á um allt Suðurkjördæmi fram til kosninga, að því er kom fram á vefnum sunnlendingi.is.
Frambjóðendur buðu Suðurnesjakonum í leiðinni á kvennakvöld í kosningamiðstöð flokksins að Bolafæti 1 í Reykjanesbæ sem haldið verður í kvöld klukkan 20.
Íslenskum rósum og birki verður síðan dreift í Hveragerði á morgun áður en kosningaskrifstofa Samfylkingarinnar að Reykjamörk 1 verður opnuð klukkan 18. Fyrr um daginn, klukkan 11, heldur Samfylkingin opinn fund á Hótel Selfossi. Fundarstjóri verður Björgvin G. Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, og heiðursgestur verður Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 18. apríl 2009
Tugir þúsunda standa höllum fæti í dag
Nú um helgina kom út myndarlegt Tímarit Öryrkjabandalags Íslands.Þetta er barátturit fyrir bættum kjörum öryrkja.Formaður Öryrkjabandalagsins,Halldór Sævar Guðbergsson,skrifar grein í blaðið undir fyrirsögninni: Verjum velferðina. Þar segir svo m.a.: Ég hef fjölmörg dæmi fyrir framan mig af fólki,sem lifir skort af ýmsu tagi,fólksem ekki getur leitað sér viðeigandi læknisþjónustu,svo sem tannlæknaþjónustu,farið í sjúkraþjálfun, og/eða leyst út dýr lyf.Fólk,sem þarf að treysta á matvælaaðstoð hjálparsamtaka og fólk,sem er ekki að standa við skuldbindingar sínar á húsnæðislánum eftir að hafa misst vinnu eða veikst alvarlega. Þá,sem standa höllum fæti í samfélaginu í dag má telja í tugum þúsunda, þegar við horfum á öryrkja,atvinnulausa og aldraða.
Þetta eru sterk ummæli.Og formaður Obi veit hvað hann segir.Hann er í sambandi við þetta fólk á hverjum degi.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 18. apríl 2009
MB banki hættir við kaup á útibúum Spron
MP Banki hefur hætt við að kaupa hluta af útibúum SPRON og Netbankann nb.is á 800 milljónír króna. Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka, segir að Nýja Kaupþingi hafi tekist að hindra kaupin með samkeppnishindrandi aðgerðum.
Fjármálaeftirlitið (FME) birti síðdegis í gær ákvörðun þess efnis að skilanefnd SPRON, sem hafði selt útibúin og nb.is, væri óheimilt að ráðstafa eignum SPRON nema með samþykki FME. Margeir segir að sú ákvörðun hafi gert útslagið.
Eftir að hún var tekin þá var ljóst að þetta mál verður tafið von úr viti og þá í sjálfu sér er vörumerkið ónýtt. Úr því sem komið er verður betra að hefja viðskiptabankaþjónustu undir eigin formerkjum.
MP banki ætlaði að ráða 45 fyrrum starfsmenn SPRON til starfa í útibúunum ef af kaupunum yrði. Margeir segir að af því verði ekki.
Við munum standa við samninga við þá starfsmenn sem þegar voru komnir til okkar. Það eru sex starfsmenn og mjög gott að fá þá. En það er sorglegt að hafa haldið 40 manns til viðbótar í óvissu. Það er hins vegar ekki við okkur að sakast í því máli. Þetta mál tefur okkar áform um einn til tvo mánuði. Við spörum okkur auðvitað heilmikla peninga á þessu, en hefðum fengið mikið í staðinn fyrir þá. Við hefðum fengið mjög þjálfað starfsfólk og staðsetningar sem viðskiptavinirnir þekkja. Þarna stendur líka búnaður fyrir milljónatugi ónotaður. Við vildum kaupa hann en fáum það ekki vegna samkeppnishindrandi aðgerða Nýja Kaupþings. Ætli við þurfum ekki að kaupa nýjan búnað til landsins frá grunni. Búnaðurinn í þessum útibúum SPRON mun þá rykfalla þar.
Ólafur Már Svavarsson, formaður Starfsmannafélags SPRON, segir þetta slæm tíðindi. Þetta hefur auðvitað gríðarleg áhrif. Reyndar fengu 60 starfsmenn SPRON frestun á uppsögn sinni þar sem ýmis störf fyrir skilanefndina eru í gangi. Svo er spurning hvort það muni ekki verða meira þegar þessi kaup eru dottin upp fyrir. En þetta setur allt í uppnám. Ég veit að margir af fyrrum starfsmönnum SPRON frestuðu því að ráða sig til annarra sparisjóða, til dæmis BYR, af því að þeir vildu halda áfram í SPRON.
Kaup MP banka á eignum SPRON voru háð samþykki FME. Það samþykki hafði dregist í marga daga vegna þess að Seðlabankinn skilaði ekki inn umsögn sinni um málið. Bankinn óttaðist að Kaupþing gæti ekki staðið af sér flótta fyrrum viðskiptavina SPRON yfir í sín gömlu útibú. (mbl.is)
Þetta eru slæm tíðindi.Það hefði verið gott fyrir bankastarfsemi,ef MP bankin hefði keypot útibú Spron og ráðið yfir 40 fyrrum starfsmenn Spron. MP banki segir,að Kaupþing hafi komið í veg fyrir þetta.
Björgvin Guðmundsson
Til baka
Laugardagur, 18. apríl 2009
Bankastjóri Landsbankans biðst afsökunar
Bankastjóri Nýja Landsbankans, Ásmundur Stefánasson, baðst afsökunar á þeim mistökum sem bankinn gerði fyrir hrun í ræðu sem hann flutti á starfsdegi bankans í morgun. Þetta kom fram á fréttavef RÚV.
Orðrrétt sagði Ásmundur: Ég leyfi mér fyrir hönd stjórnenda Landsbankans að biðja almenna starfsmenn hans afsökunar á því umhverfi sem ykkur var búið og þeim mistökum sem gerð voru við stjórnvölinn. Ég vil jafnframt nota þetta tækifæri sem bankastjóri Landsbankans og biðja fyrir bankans hönd íslenskt samfélag afsökunar á hlutdeild bankans í þeim vanda sem þjóðin stendur frammi fyrir í dag."
Þá mun hann hafa sagt það mikilvægt að stjórnendur og starfsmenn Nýja bankans væru ekki í feluleik. Þeir gætu ekki skorast undan því að axla ábyrgð á mistökum fortíðarinnar. Það væri eina leiðin til að ná sáttum við umhverfið að nýju. (mbl.is)
Þ að er virðingarvert,að bankastjóri Landsbankans skuli biðja starfsfólk bankans og þjóðina afsökunar á því,sem fór úrskeiðis hjá bankanum í aðdraganda kreppunnar.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 18. apríl 2009
Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgðarlaus!
Sjálfstæðisflokkurinn hefur valið þá leið í kosningabaráttunni að vera algerlega ábyrgðarlaus og reka vinsældapólitík. Flokkurinn segist vera á móti skattahækkunum og á móti niðurskurði í ríkiskerfinu,þannig að flokkurinn vill ekkert gera í ríkisfjármálum. Hinir flokkarnir eru allir mikið ábyrgari og taka á málum.Ég efast um að kjósendur láti blekkjast af vinsældapólitík íhaldsins. Fólk er það skynsamt,að það veit að 150-170 milljarða gati á fjárlögum verður ekki lokað án þess að það komi við einhvern.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 18. apríl 2009
Gjaldeyrishöft verða enn hert
Gjaldeyrishöft verða enn hert og sérstakt eftirlit haft með því að farið verði að settum reglum. Þetta kom fram á ársfundi Seðlabankans í dag.
Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, sagði að við stæðum andspænis stórum hópi fjárfesta sem vilji selja fjármuni í íslenskum krónum. Gjaldeyrishöft hefðu verið í gildi frá 28.nóvember og verið hert í lok mars. Seðlabankinn sé nú að herða enn frekar eftirlit sitt með því að farið sé eftir settum reglum og koma á fót nýrri eftirlitsstofnun. Verið sé að breyta reglum á þann veg að bönkum verði skylt að tilkynna um meint ólögleg viðskipti á svipaðan hátt og reglur ESB um peningaþvætti kveða á um.
Öygard fjallaði um leiðir til að ná fram verulegri lækkun stýrivaxta á næstu mánuðum. Hann vék einnig að nýlegri skýrslu finnska bankamálasérfræðingsins Karlo Jannari og kvaðst eindregið mæla með því, líkt og hann, að ábyrgð á efnahagsstjórninni verði falin einu ráðuneyti. Öygard líkt og Jannari kvaðst styðja sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, eða að minnsta kosti að þessar stofnanir verði færðar undir eina yfirstjórn. (mbl.is)
Gjaldeyrishöftin eru algert neyðarúrræði en sennilega verður ekki hjá þeim komist á meðan krónubréfin eru í umferð.Æskkilegt væri að semja um krónubréfin,t.d. á þann hátt að þau væru greidd með skuldabréfum til langs tíma.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 18. apríl 2009
Lélegar tillögur nefndar um endurskoðun almannatrygginga
Stefán Ólafsson formaður nefndar um endurskoðun almannatrygginga gerði grein fyrir umræðutillögum nefndarinnar á félagsfundi Félags eldri borgara í gær. Tillögurnar valda eldri borgurum miklum vonbrigðum.Þær eru hvorki fugl né fiskur.Að vísu hefur nefndin þá afsökun,að kreppa ríkir í landinu og nefndin hefur kosið að setja fram það sem hún kallar umræðutillögur.En eðlilegra hefði verið að nefndin hefði lagt fram sínar endanlegu tillögur eftir allan þann tíma,sem hún hefur haft til umráða.Engu er líkara en nefndin fari þessa leið til þess að þóknast stjórnvöldum en með þessari aðfeð sjást endanlegar tillögur nefndarinnar ekki fyrir kosningar.Nefndir eiga ekki að þóknast stjórnvöldum. Þær eiga að skila sínum tillögum vel og samviskusamlega þó þær gangi lengra en stjórnvöld vilja. Síðan er það stjórnvalda að nota það sem þeim hentar af slíkum tillögum.
Nefndin leggur til einföldun á kerfi almannatrygginga,aðallega með þvi að slá saman í einn flokk bóta grunlífeyri,tekjutryggingu og heimilisuppbót.Það er sjálfsagt til bóta. Síðan leggur nefndin til,að tekið verði upp 30 þús kr. frítekjumark vegna tekna úr lífeyrissjóði. Það er alltof lágt. Það ætti að vera 100 þús. kr. á mánuði eins og frítekjumark vegna atvinnutekna. En á móti þessu leggur nefndin til,að grunnlífeyrir verði skertur þannig,að það verður tekið með annarri hendinni það sem látið er með hinni.Það er lítið gagn í slíkum " kjarabótum" .Grunnlífeyrir hefur verið nánast heilagur og hann ætti að vera það áfram.Nefndin leggur til örlitla hækkun á frítekjumarki vegna fjármagnstekna. En þá er líka upptalið. Sem sagt: Lélegt álit. Lélegar tillögur.
Björgvin Guðmundssoin
Laugardagur, 18. apríl 2009
Faðmlög og kossar á alþingi
Þingfundum var frestað á níunda tímanum í kvöld eftir að samþykkt höfðu verið lög um bann við kaup á vændi, lög um álver í Helguvík og um skaðabætur. Frumvarp um stjórnskipunarlög var ekki rætt frekar og lauk því aldrei annarri umræðu um málið.
Fram kom í máli Guðbjarts Hannessonar, forseta Alþingis, að mikill fjöldi þingmála hefði verið afgreiddur undir lok þingsins og tengdust málin flest vandamálum heimila og fyrirtækja. Alls voru afgreidd 100 frumvörp og 13 þingsályktunartillögur á því þingi, sem lauk í kvöld. Þá sagði Guðbjartur, að á tímabilinu eftir að minnihlutastjórnin tók við völdum hefðu fleiri nefndar- og þingmannafrumvörp verið afgreidd að jafnaði en á fyrri þingum, eða 17 nefndarfrumvörp og 5 þingmannafrumvörp. Sagði Guðbjartur, að þetta væri vonandi vísbending um vaxandi frumkvæði Alþingis í lagasetningu.
Guðbjartur þakkaði sérstaklega Sturlu Böðvarssyni fyrrverandi forseta Alþingis, fyrir samstarfið en Sturla býður sig ekki fram aftur. Hann óskaði einnig Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi formanni, góðs bata í veikindum sínum. Einnig nefndi hann nokkra þingmenn, sem ekki verða í kjöri eftir viku, þá Árna M. Mathiesen, Björn Bjarnason og Magnús Stefánsson, sem allir hafa gegnt ráðherraembættum, Lúðvík Bergvinsson, sem hefur verið formaður þingflokks Samfylkingar, Kristinn H. Gunnarsson, Einar Már Sigurðarson og Guðfinnu S. Bjarnadóttir sem setið hafa í forsætisnefnd þingsins og Ellert B. Schram, aldursforseta þingsins.
Guðbjartur sagði að þau Geir H. Haarde, Guðni Ágústsson og Valgerður Sverrisdóttir, hefðu áður verið kvödd á Alþingi.
Alþingi verður væntanlega kallað saman að nýju þegar ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í kjölfar alþingiskosninganna 25. apríl. (mbl.is)
Það verður mjög mikil breyting á alþ.ingi við þingkosningarnar.Margir hætta og margir nýir taka við.
Björgvin Guðmundsson