Nettoskuldir ríkissjóðs í árslok 152 milljarðar

Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra, hefur upplýst skuldasstöðu ríkissjóðs.Hún er sem hér segir:

 ·         Skuldir ríkissjóðs eru að mestu gagnvart innlendum aðilum. Þótt heildarskuldir verði nærri 1.100 milljörðum krónum í árslok (73% af vergri landsframleiðslu) eru eignir á móti og hrein neikvæð staða ríkissjóðs í árslok líklega um 152 milljarðar króna eða 10% af VLF.·         Verðbólga lækkar hratt og lækkunarferli vaxta er hafið. Með traustri leiðsögn og ábyrgð skapast forsendur fyrir því að vaxtalækkunin geti orðið hröð..·         Enduruppbygging bankanna er á lokastigi og unnið er að samningum við erlenda kröfuhafa.

·         Á aðeins 70 dögum tókst ríkisstjórninni að snúa vörn í sókn.

Stefnan í ríkisfjármálum er skýr og engar kröfur eru frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um einstök verkefni. Markmiðið er einfaldlega hallalaus fjárlög árið 2012 og afgangur 2013.

Björgvin Guðmundsson

Jóhanna tilbúin að leiða næstu stjórn

Jóhanna Sigurðardóttur, forsætisráðherra, var gestur á fjölmennum fundi Samfylkingarinnar með eldri borgurum, sem haldinn var á Hótel Selfossi í morgun. Jóhanna kynnti stefnu Samfylkingarinnar í velferðarmálum og hverju hefði verið áorkað til þessa.

Að sögn fundargests lagði Jóhanna áherslu á, að máli skipti hvaða sjónarmið væru höfð að leiðarljósi þegar herða þyrfti að í ríkisfjármálum og verja velferðina.

Björgvin G. Sigurðsson, sem skipar 1. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi, ræddi um samgöngumál og efnahagsmál. Bæði Jóhanna og Anna Margrét Guðjónsdóttir, sem skipar 4. sæti listans, röktu ítarlega afstöðu Samfylkingarinnar í Evrópumálum, hvað hún þýddi fyrir efnahag landsins og alls almennings, m.a. vegna vaxta og verðlags, þjóðareign á auðlindum, landbúnað og fleira.

Jóhanna lagði áherslu á að hún væri reiðubúin að leiða næstu ríkisstjórn, væntanlega í samstarfi sömu flokka og nú, en minnti fundarmenn á að það gerði hún aðeins ef Samfylkingin næði til þess fylgi.  (mbl.is)

Það er enginn bilbugur á Jóhönnu og hún er reiðubúin til þess að leiða ríkisstjórn eftir kosningar. Miðað við skoðanakannanir treystir þjóðin henni til þess.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Leiðtogafundurinn í Höfða gerður upp

Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi Sovétleiðtogi, og George P. Shultz, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, rifjuðu upp leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 á ráðstefnu í Rómarborg fyrir helgi. Við það tilefni sagði Gorbatsjov viðleitni sína til að stuðla að afvopnun ekki hafa orðið til einskis.

Augu heimsbyggðarinnar voru á Íslandi um haustið 1986 þegar Gorbatsjov og Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, ræddu leiðir til að fækka kjarnavopnum í heiminum.

Á sínum tíma var fundurinn gerður upp á þann veg að þar hefði ekki tekist að þoka málum í höfn.

Tvímenningarnir vilja hins vegar meina að fundurinn hafi ekki mistekist, heldur hafi andi hans átt þátt í START afvopnunarsamkomulaginu um fækkun kjarnavopna árið 1991 og endalokum kalda stríðsins um líkt leyti.

„Tilraunir okkar voru ekki til einskis,“ sagði Gorbatsjov um fundinn.

Gorbatsjov og Shultz, sem báðir eru aldraðir menn, ræddu við AP-fréttastofuna um „mistökin“ sem gerð voru í Höfða í að miða afvopnunarmálum áfram.

Gorbatsjov kom þá fulltrúum Bandaríkjastjórnar í opna skjöldu þegar hann lagði til að stjórnir beggja ríkjanna beittu sér fyrir útrýmingu kjarnorkuvopnabúra þeirra en þá svaraði Shultz nær því að bragði „Gerum það“.

„Við vorum mjög nærri því 

tilbúnir til að undirrita samkomulagið,“ sagði Gorbatsjov, sem vék næst að stjörnustríðsáætlun Reagans.

„Við álitum hana [...] tilraun til að vígvæða geiminn. Við sáum mikla hættu á ferðum.“

Það var af þeim sökum sem að sovésku fulltrúarnir fóru þess á leit að áætlunin yrði takmörkuð við rannsóknarstofuna, krafa sem var hafnað.

Shultz er einnig inntur álits á afrakstri fundarins sem hann segir hafa endað í flækju.

„Ef eitthvað átti að gerast, þá varð allt að gerast,“ sagði Shultz um fundinn.

Barack Obama Bandaríkjaforseti og Dmítrí Medvedev, forseti Rússlands, vinna nú að framhaldi afvopnunarsamninga um frekari fækkun kjarnavopna.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

Frá Höfða.

Frá Höfða. mbl.is/Brynjar

 


Hvernig á að loka fjárlagagatinu?

Fjárlög yfirstandandi árs voru afgreidd með 150 milljarða gati.Við stöndum nú frammi fyrir því að loka þessu gati og ef til vill 2o milljörðum til viðbótar.Hvernig á að fara að þessu.Ég tel að það eigi að fara blandaða leið: Skera niður útgjöld og auka tekjur.Niðurskurður er mjög erfiður en það má leggja niður stofnanir og sameina stofnanair. T.d. má leggja niður varnarmálastofnun.Það má sameina Tryggingastofn8n og Vinnumálastofnun og það má fækka sendiráðum svo nokkuð sé nefnt. Þá má skera niður laun þeirra ríkisstarfsmanna sem eru með hæstu laun og það má afnema alla aukavinnu og aukasporslur.Jafnframt á tímabundið að banna kaup á verktakaþjónustu,þar eð hún tekur drjúgan pening til sín. Það er neyðarástand og við verðum að haga okkur eftir því. Varðandi tekjuaukningu má nefnda eftirfarandi: Auka  á þorskveiðikvótann um 100 þús tonn. Það gefur góða tekjuaukningu.Taka á upp hátekjuskatt og auka þannig skatttekjur.Einnig ætti að hækka fjármagnstekjuskatt,a.m.k . í 18%. Og þannig mætti áfram telja.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Styrkur til bænda lækkar

Landbúnaðarráðherra hefur samið við Bændasamtök Íslands um hvernig niðurskurði á greiðslum til bænda verður háttað. Stuðningur við bændur minnkar um 800 milljónir samkvæmt fjárlögum 2009.

Þrátt fyrir niðurskurðinn fá bændurnir tæpan níu og hálfan milljarð frá ríkinu á þessu ári. Réttaróvissa ríkti um skerðingarnar og því var nauðsynlegt að semja við bændur. Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, skrifaði undir samning við samtök sauðfjár- og kúabænda í dag. Þar kemur fram að ekki verði hróflað við skerðingu þessa árs. Framlög næsta árs verði hinsvegar tveimur prósentum hærri og vísitölutenging afnumin. Árið 2011 hækki framlög aftur um tvö prósent, en auk þess bætist við helmingur af því sem vantar upp á fullt framlag með vísitölubreytingu. Árið 2012 verði svo greitt til bænda eins og ekkert hefði í skorist. Sá fyrirvari er þó settur að framlögin hækki aldrei um meira en 5 prósent milli ára.

Í tilkynningu frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu segir að vegna efnahaghrunsins verði bændur að færa umtalsverða fórn í 2-3 ár. Í staðinn verði samningarnir framlengdir um 2 ár, að mestu á óbreyttum forsendum, þegar ætla megi að ástandið hafi batnað.

Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra segir að með þessu séu samskipti ríkisins og bænda komin í eðlilegt horf. Hann vonast til að þetta verði grunnur að nýrri þjóðarsátt og að þegar séu viðræður hafnar við heildarsamtök aðila vinnumarkaðarins. Hann segir skuldastöðu bænda enn áhyggjuefni. Ákveðið var í dag að kanna skuldir sauðfjár- og kúabænda og leita leiða til að bæta stöðuna.

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir að þó að kjaraskerðingar séu í þessum samningum séu einnig mótvægisaðgerðir í samningnum, meðal annars framlenging um tvö ár og fullgilding að nýju á þeim tíma. Hann viðurkennir þó að treyst sé á að verðbólgan minnki. Samkomulagið er undirritað með fyrirvara um nauðsynlegar lagabreytingar Alþingis og samþykki í atkvæðagreiðslu meðal bænda.

Þess má geta að ekki hefur náðst samkomulag við garðyrkjubændur en viðræður við þá standa enn yfir. ( ruv.is)

Það var skynsamlegt af landbúnaðarráðherra að ganga frá samningum við bændur. Eins og ástandið er í þjóðféklaginu í dag þurfa hlutirnir að vera á hreinu. Niðurskurðurinn til bænda virðist hóflegur,lækkun um  800 millj. á þessu ári en samt fá bændur í ár 9,5 milljarða.Mörgum mun þykja það mikið og vissulega er það mikið. En ekki er ráðlegt að ganga lengra í niðurskurði þegar þjóðin þarf mikið á íslenskum landbúnaði að halda.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Björgólfur stóð að styrknum til Sjálfstæðisflokksins

Sigurjón Árnason fyrrv. bankastjóri Landsbankans hefur nú loks upplýst,að Bjórgólfur Guðmundsson,fyrrv, formaður bankaráðs bankans hafi  staðið að styrkveitingunni til Sjálfstæðisflokksins með honum.Þetta voru 25 millj. kr. en áður hafði Landsbankinn látið Sjálfstæðisflokkinn fá 5 millj. ,þannig að alls var um 30 millj. kr. að ræða.

Það hvarflaði aldrei að mér,að Björgólfur hefði ekki einnig staðið að styrknum.Það var Björgólfur,sem fékk bankann afhentan á silfurfati frá Davíð,sennilega fyrir dygga þjónustu við Sjálfstæðiasflokkinn og var tilboði Björgólfs tekið enda þótt það væri ekki lægsta tilboð og nú hefur verið upplýst,að Björgólfur eða Samson fékk helming kaupverðsins lánaðan í Búnaðarbankanum og er það ógreitt þar enn.Venjulegt fólk kemst ekki upp með að skulda svo mikð árum saman án þess að borga.Menn héldu,að Björgólfur hefði fengið bankann vegna þess að hann hafði svo mikla peninga frá Rússlandi en svo var ekki.Hann þurfti að fá lán í Búnaðarbankanum.Greiðinn,sem Sjálfstæðisflokkurinn gerði Björgólfi með því að taka hann fram fyrir aðra bjóðendur,sem buðu hærra, var mikill.Það skýrir 30 millj.kr. styrk Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Björgvin Guðmundsson 


Bloggfærslur 19. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband