Fimmtudagur, 2. apríl 2009
Ný Gallup könnun: Samfylkingin stærst
Samfylkingin er enn stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri Capacent-Gallup skoðanakönnun sem birt var í dag.
Af þeim flokkum sem ekki kæmu manni á þing vekur athygli að Borgarahreyfingin sem fram að þessu hafði bætt við sig fylgi frá einni könnun til annarrar tapar nú 0.4% og fær 3%. Fullveldissinnar mælast með 1,5% og annar ónefndur flokkur með 0.9%.
Könnunin var gerð dagana 25. - 31. mars, heildarúrtak var óvenjustórt, tæplega 2500 og svarhlutfall liðlega 61%. (ruv.is)
Fimmtudagur, 2. apríl 2009
Austurhöfn eignast Portus og Situs ( Tónlistarhúsið)
Austurhöfn-TR hefur eignast félögin Portus og Situs, sem höfðu með höndum uppbyggingu Tónlistar og ráðstefnuhússins (TR), ásamt byggingarrétti á allri lóðinni að Austurbakka 2 eftir að samningsskilmálar þar um hafa nú verið undirritaðir af Austurhöfn, NBI hf., skilanefnd Landsbanka Íslands hf., menntamálaráðherra, fjármálaráðherra, borgarstjóra og Nýsi hf.
Með samkomulaginu tekur Austurhöfn við öllum réttindum og skyldum sem fylgja samningum um byggingu og rekstur TR. Áframhaldandi fjármögnun framkvæmdanna hefur jafnframt verið tryggð og er hún hluti af samkomulaginu. Áætlaður kostnaður við að ljúka verkefninu er 14,5 milljarðar króna, að meðtöldum vöxtum á byggingartíma.
Fyrr í vikunni var gengið frá samkomulagi Austurhafnar-TR og ÍAV, Íslenskra aðalverktaka, um verkframkvæmdina allt til loka. Það byggir í aðalatriðum á fyrirliggjandi samningum en tekur á breyttum verktíma, ýmsum viðaukum, sparnaðarmöguleikum og öðrum ráðstöfunum sem nauðsynlegar eru til að tryggja farsæl verklok. Miðað er við að verkinu ljúki í febrúar 2011 og að húsið verði tekið í notkun í apríl það ár, samkvæmt tilkynningu.
Um 150 starfsmenn starfa nú við byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhússins, þeim verður nú fjölgað í 200 og í sumar er áætlað að starfsmannafjöldinn verði kominn yfir 300 manns. Gert er ráð fyrir að nú hefjist að nýju vinna við fyrsta áfanga bílakjallara og að lokið verði við hönnun lóðar á næstunni, svo unnt verði að vinna við næsta nágrenni TR sumarið 2010.
Landsbankinn hefur í dag skuldbundið sig til að veita Austurhöfn TR brúarfjármögnun í því skyni að tryggja áframhaldandi framkvæmdir við byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhússins.
Jafnframt því hafa Landsbankinn, Íslandsbanki hf. og Nýi Kaupþing banki hf. í dag komið sér saman um lánveitingu til verkefnisins að fjárhæð 14,5 milljarða króna, en sú fjárhæð mun duga til að ljúka byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhússins miðað við fyrirliggjandi áætlanir Austurhafnar TR. Hlutdeild Landsbankans í lánsfjárhæðinni nemur nærri 8 milljörðum króna, en auk þessa mun bankinn veita margvíslega fyrirgreiðslu vegna verkframkvæmdanna, að því er segir í tilkynningu.(mbl.is)
Ég er ekki sannfærður um að rétt hafi verið að opinberir aðilar,ríki og borg gæfu gænt ljós áð ljúka tónlistarhúsinu.Það kostar 14,5 milljarða að ljúka við bygginguna og það eru miklir peningar fyrir aðila sem eiga enga peninga.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 2. apríl 2009
Mótmæli við alþingi á ný
Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Alþingishúsið í dag og fram á kvöld þar sem mótmæla á málþófi og andstöðu Sjálfstæðisflokksins við frumvarpi um stjórnlagaþing. Heiða B. Heiðarsdóttir ætlar að taka þátt í mótmælunum og bendir á að 70% þjóðarinnar vilji fá stjórnlagaþing og krafan um nýja stjórnarskrá sé hávær. Heiða tilheyrir Borgarahreyfingunni sem setur markið hátt í komandi þingkosningum.
Fólk er bara hvatt til þess að mæta og búa til hávaða. Þannig ætlum við að láta í ljós hvað okkur finnst um þessa afstöðu sjálfstæðismanna. Það er búið að sýna sig að þjóðin vill stjórnlagaþing. Þessi afstaða sjálfstæðismanna sýnir okkur hver hugur þeirra er gagnvart þessari þjóð, því með stjórnlagaþingi glopra þeir úr höndum sér völdum sem þeir geta gengið að vísum í dag," segir Heiða.
Heiða er á lista Borgarahreyfingarinnar, þó mjög aftarlega, og segist vera hálfgert uppfyllignarefni.
Ég hef samt verið að vinna með þeim á fullu og það er mjög skemmtilegt að hitta fólk og ræða pólitík. Núna er það nefnilega þannig að þegar maður ræðir pólitík við fólk er maður að ræða hugsjónir, ég man ekki eftir að hafa gert það áður. Fólk er stútfullt af hugsjónum og vill vinna fyrir landið sitt."
Aðspurð hvort Borgarahreyfingin sé bjartsýn á komandi kosningar bendir Heiða á að þremur vikum eftir að tilkynnt var um framboð hafi hreyfingin mælst með 2,4% fylgi og eftir fjórar vikur var fylgið komið í 3,7% fylgi.
Það er búið að búa til svo mikið af hindrunum fyrir ný framboð og fjórflokkarnir hafa séð til þess að enginn komist þangað inn. Við finnum samt mikinn meðbyr og skoðanakannanir sýna að óákveðnir eru óvenju margir."
Heiða segist finna fyrir því að Ísland sé breytt og fólk láti ekki hræðsluáróður ráða því hvernig það kjósi. Hún bendir á byltinguna sem var í VR þar sem sitjandi stjórn var komið frá völdum.
Það er einhver bylgja í þessu samfélagi og við erum vongóð."
Hún segir fólk úr Borgarahreyfingunni ætla að fjölmenna og láta í sér heyra við Alþingi í dag og í kvöld.
Vonandi sjáum við sem flesta því þetta er hluti af kröfum búsáhaldarbyltingarinnar. Við verðum að fylgja henni eftir og sýna að okkur er alvara. Við viljum lýðræðislegra samfélag."(visir.is)
Það er full ástæða til þess að mótmæla vinnubrögðum íhaldsins í alþingi.Í rauninni er íhaldið að reyna að torvelda eðlileg þingstörf og ætlar að reyna að kúga meirihlutann.Íhaldið getur ekki sætt sig við að hafa ekki völdin.
Björgvin Guðmundssoin
Fimmtudagur, 2. apríl 2009
Gátu ekki greitt út allan séreignasparnaðinn
Almenna lífeyrissjóðnum tókst ekki að borga út fyrstu greiðslu vegna tímabundinnar útgreiðslu séreignarsparnaðar. Í tilkynningu sjóðsins segir að fjöldi umsókna hafi verið slíkur að ekki hafi tekist að vinna úr þeim. Um 2000 umsóknir bárust Almenna lífeyrissjóðnum og er stefnt að útgreiðslu fyrir páska.
Tilkynna þarf allar greiðslur til Ríkisskattstjóra sem hefur eftirlit með að einstaklingar geti ekki tekið út hærri fjárhæð en lög heimila. Hámarkið er ein milljón króna sem skiptist á níu mánaða tímabil. Einstaklingur fær því greiddar að hámarki tæpar 70 þúsund krónur á mánuði, eftir að staðgreiðsla hefur verið dregin frá.(mbl.is)
Það er alvarlegt mál,að lífeyrissjóðir geti ekki greitt út séreignasparnað eins og alþingi hefur samþykkt að greiða út til þess að létta undir með fólki í kreppunni.
Björgvin Guðmundsson