Konur í meirihluta Í Útflutningsráði

Utanríkisráðherra skipaði í dag nýja stjórn Útflutningsráðs. Í fyrsta sinn í 22 ára sögu ráðsins eru konur í meirihluta stjórnarinnar.

Aðalmenn, tilnefndir af atvinnulífi, eru Valur Valsson, Hjörtur Gíslason, Anna G. Sverrisdóttir, og Ólafur Daðason. Aðalmenn skipaðir án tilnefningar eru Linda B. Gunnlaugsdóttir, Heiðrún Jónsdóttir, og Bryndís Kjartansdóttir.

Meginhlutverk Útflutningsráðs er að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að selja vörur sínar, þjónustu og þekkingu erlendis. Í síðasta mánuði lagði utanríkisráðherra lagði fram frumvarp til laga um Íslandsstofu sem leysa mun Útflutningsráð af hólmi en hlutverk hennar verður víðtækara en Útflutningsráðs. Stefnt er að því að Íslandsstofa verði að sett á stofn á árinu.(mbl.is)


Jóhanna:Aðildarviðræður við ESB í júní

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sagði í Zetunni á mbl.is í dag, að flokkurinn setji aðildarviðræður við Evrópusambandið í forgang og þær gætu hugsanlega hafist í júní.  Gangi allt að óskum kynnu Íslendingar að geta tekið upp evru eftir fjögur ár.

Jóhanna sagði mikilvægt, að Íslendingar komist úr úr krónunni eins fljótt og hægt er og þar væri aðild að Evrópusambandinu grundvallaratriði.

„Það er mikilvægt að sækja strax um aðild svo fólk sjái hvað við fáum. Við munum standa vörð um okkar auðlindir, okkar stefnu í sjávarútvegi og landbúnaði og það getum við gert," sagði Jóhanna.

Hún sagði, að ef farið yrði inn í slíkar viðræður, t.d. í júní, yrði hægt að leggja niðurstöðuna undir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Jóhanna sagði aðspurð, að Vinstri grænir viti nákvæmlega að Samfylkingin setji þetta mál í forgang í stjórnarsamstarfi.  „Ég er ekkert hrædd um að við getum ekki náð samkomulagi við Vinstri græna um þetta," sagði hún.  „Miðað við reynslu mína og samstarf við Steingrím J. Sigfússon og Vinstri græna er ég hjartanlega sannfærð  um að við munum takast að ná niðurstöðu í málinu eins og öllum öðrum málum sem við höfum þurft að fást við. Ég tel að okkur muni takast saman að leiða þjóðina inn í Evrópusambandið, sem er framtíðin fyrir íslensku þjóðina."

Jóhanna sagði að það gæti tekið 1-1½ ár að fá aðild að Evrópusambandinu og þá væru Íslendingar komnir í skjól með krónuna. Það gæti tekið 1½ ár tilviðbótar að uppfylla Maastricht skilyrðin. Ég spái því að eftir fjögur ár yrðum við búin að taka að fullu upp evru," sagði Jóhanna.  

Hún bætti við, ef það verði niðurstaðan eftir alþingiskosningarnar á laugardag að Ísland sæki um ESB-aðild og að það verði forgangsmál „þá held ég að það séu bjartir tímar framundan hjá þessari þjóð."(mbl.is)

Jóhanna hefur skýra stefnu í Evrópumálum og vill ekki  athuga þau mál frekar,heldur vill hún aðgerðir,þ.e. aðildarviðræður strax í  júní.Svona eiga sýslumenn að vera.

 

Björgvin Guðmundsson

a


Menn mega ekki eiga nema 500 þús-1 milljón í banka!

Frítekjumark vegna fjármagnstekna er 98 þús á ári,þ.e. vegna  tryggingabóta.Þetta er hlægilega lágt og þýðir að miðað við sl. ár máttu menn ekki eiga nema 500 þús.á sparifjárreikningi,ef þeir ætluðu að halda tryggingabótum óskertum.Vextir af þessari fjárhæð  voru nálægt 100 þús sl.  því svipaðar og frítekjumarkið.  Vextir fara lækkandi og ef við gefum okkur að þeir verði til jafnaðar 10% í ár þá mega menn ekki eiga nema 1 millj. á bankareikningi.Ef þeir fara fram yfir .það skerðast tryggingabætur.Það er sem sagt verið að refsa fólki fyrir að leggja nokkrar krónur í banka.

Þetta getur hæglega leitt til þess,að fólk taki peninga sína út úr bönkunum,ef það vill ekki láta skerða tryggingabætur sínar. Það sem þarf að gera er að hafa ákveðna sparifjárupphæð í banka friðhelga,t.d. 3-5 millj. kr. og. Af slíkri upphæð ætti ekki að greiða neinn fjármagnstekjuskatt en síðan mætti hækka skattinn verulega af hærri upphæðum.

 

Björgvin Guðmundsson


Dauf kosningabarátta

Kosningabaráttan er í daufara lagi.Sjálfstæðisflokkurinn rekur ómerkilegan áróður um að stjórnarflokkarnir ætli að taka upp eignarskatta og stórhækka tekjuskatt.Hafa nú einhverjir á vegum Sjálfstæðisflokksins farið út á þá braut að birta nafnlausar auglýsingar um skattahækkanir "vinstri flokkanna". Stjórnarflokkarnir hafa ekki  uppi nein áform um eignarskatta.Ekkert um það var samþykkt á flokksþingum þ.essara flokka. Hins vegar gera þessir flokkar sér það ljóst,að fjárlagagatinu verður ekki lokað nema einhverjar skattahækkanir komi til. Samfylkingin vill hækka skatta á hæstu tekjum en hlífa þeim,sem hafa lágar tekjur og meðaltekjur.VG segir,að yfir 90% mundu sleppa við skattahækkanir samkvæmt þeirra tillögum. Annað er að sjá í auglýsingum Sjálfstæðisflokksins. Það er slæmt,þegar stjórnmálamenn bera fram ósannindi til þess að reyna  að ná í atkvæði.

í kvöld verður framboðsfundur á Selfossi á vegum RUV   fyrir Suður kjördæmi og í tengslum við hann kemur ný skoðanakönnun um fylgi flokkanna í Suður kjördæmi. Fróðlegt verður að sjá þá könnun.

 

Björgvin Guðmundsson


Peningar atvinnuleysistryggingasjóðs búnir í nóvember

Útlit er fyrir að Atvinnuleysistryggingasjóður verði uppurinn um miðjan nóvember. Sjóðurinn er ríkistryggður og því þarf ríkið að tryggja honum fjármagn.

Upplýsingar um stöðu Atvinnuleysistryggingasjóðsins um síðustu áramót liggja nú fyrir. Að sögn Sigurðar P. Sigmundssonar, forstöðumanns rekstrarsviðs Vinnumálastofnunar, reyndist eiginfjárstaða hans vera 15,8 milljarðar. Tekjur þessa árs eru áætlaðar um 6 milljarðar. Sjóðurinn mun því hafa úr að spila 21,8 milljörðum á þessu ári. Áætlanir gera hins vegar ráð fyrir að útgjöld sjóðsins á þessu ári verði 25,3 milljarðar og því vantar 3,5 milljarða upp á að sjóðurinn geti staðið undir skuldbindingum sínum.

Út frá þessum tölum má áætla, að sjóðurinn verði tómur orðinn um miðjan nóvember. Þessi niðurstaða er í takt við spár, sem gerðar voru um stöðu sjóðsins í byrjun ársins. Sigurður segir að búið sé að kynna stöðu sjóðsins fyrir Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur félags- og tryggingamálaráðherra og hún sé búin að kynna hana í ríkisstjórn.

Sjóðurinn hefur tekjur af svokölluðu atvinnutryggingagjaldi. Gjaldið var áður 0,82% en var lækkað niður í 0,68% í byrjun árs 2005. Á þeim tíma var atvinnuástandið gott og ekki talin þörf á því að gjaldið væri svona hátt.

Nú er staðan orðin sú að þeir fjármunir sem safnast hafa í sjóðinn í gegnum árin hafa ekkert að segja upp í þá gríðarlegu aukningu atvinnuleysis, sem orðið hefur á þessu ári. Að sögn Sigurðar hefur sjóðurinn mest greitt út um 5 milljarða á ári en nú stefni sú tala í 25 milljarða. (mbl.sis)

Forsætisráðherra hefur lýst því yfir,að ríkissjóður muni koma til aðstoðar þegar peningar atvinnuleysistryggingasjóðs eru búnir.Hinir atvinnulausu muni áfram fá bætur.

 

Björgvin Guðmundsson

.

Fara til baka Til baka


Bloggfærslur 20. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband