Ósannindi um skattastefnu Samfylkingarinnar

Samfylkingin gerir athugasemd við nafnlausa auglýsingu á öftustu síðu Morgunblaðsins í gær þar sem varað var við skattahækkunum vinstrimanna, kæmust þeir til valda.

Í yfirlýsingu frá Samfylkingunni segir: 

„Í Morgunblaðinu í gær, 19. apríl, birtist á bls. 63 auglýsing þar sem alvarlega er hallað réttu máli um stefnu Samfylkingarinnar í skatta- og ríkisfjármálum. Undir auglýsinguna ritar áhugahópur um endurreisn Íslands, en sá hópur er hvergi finnanlegur í skrám yfir félög né heldur á leitarvélum internetsins.  Að mati Samfylkingarinnar er auglýsingin því í raun nafnlaus.

Í henni er lýst meintum áformum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í skattamálum og því ranglega haldið fram að Samfylkingin áformi umtalsverðar og margvíslegar skattahækkanir. Hið rétta er að Samfylkingin hefur ítrekað sagt að vandinn í ríkisfjármálum verði ekki leystur með skattahækkunum heldur verði megináhersla lögð á að mæta halla ríkissjóðs með aðhaldi, niðurskurði og baráttu gegn skattsvikum.

Óábyrgt sé hins vegar að útiloka með öllu skattahækkanir við þessar aðstæður, en mikilvægt er að gæta  sanngirni og forðast margsköttun svo sem með auknum eignarsköttum sem Samfylkingin hefur útilokað. Forgangsatriði er að verja kjör og stöðu þeirra sem lakast standa að vígi og á það bæði við um verkefni stjórnvalda og mögulegar breytingar á skattkerfinu.

Þar sem Morgunblaðið birtir nafnlausa auglýsingu hlýtur innihald hennar að vera á ábyrgð blaðsins. Þess er því vinsamlegast farið á leit að blaðið leiðrétti rangfærslur þessarar auglýsingar með birtingu þessarar athugasemdar á áberandi stað.“

 

Björgvin Guðmundsson


Stjórnarmyndun mun ekki stranda á ESB

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, útilokar samstarf við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Hann segir að Samfylkingin muni ekki selja frá sér aðildarviðræður við ESB við stjórnarmyndun. Þetta kom fram í máli Björgvins á borgarafundi sem sjónvarpað var beint á Ríkissjónvarpinu í kvöld.

Árni Páll Árnason, félagi Björgvins í þingflokki Samfylkingarinnar tók í svipaðan streng í umræðum um Evrópusambandið, á Stöð 2 í kvöld. Árni Páll sagði að aðildarviðræður við Evrópusambandið væri fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum.

Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og menntamálaráðherra sagði, við sama tækifæri á Stöð 2, að enginn gæti sett ófrávíkjanlega kröfu í stjórnarmyndunarviðræðum. Hún sagði að VG hefði sett mikinn fyrirvara við inngöngu í Evrópusambandið. Benti hún á að lýðræðishalli væri í Evrópusambandinu og að sjávarútvegsstefna og landbúnaðarstefna Evrópusambandsins myndi ekki gera það fýsilegan kost fyrir Íslendinga. (mbl.is )

Þetta er skýr yfirlýsing af hálfu Björgvins en ekki ligur ljóst fyrir hvort þetta er stefna Samfylkingarinnar. ´´Eg hefi ekki trú á því að núverandi stjórnarflokkar láti stjórnarmyndun  eftir kosningar stranda á ESB málinu.Ég tel,að flokkarnir muni ná samkomulagi um það.Úrslit kosninganna munu að sjálfsögðu ráða mestu um hvernig fer. En líklegt þykir mér,að samkomulag verði um að hafa tvofalda þjóðaratkvæðagreiðslu,þ.e. fyrst um það hvort fara eigi ´

  í aðildarviðræður og síðan  um niðurstöður samninga.

 


« Fyrri síða

Bloggfærslur 21. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband