Miðvikudagur, 22. apríl 2009
Össur: ESB mikilvægasta málið í kosningunum
Ég trúi því ekki að Samfylkingin ætli að láta samstarfið stranda á þessu máli," sagði Svandís Svavarsdóttir, frambjóðandi VG, á borgarafundi í kvöld. Hún sagði að það ætti ekki að vera með asa við inngöngu í Evrópusambandið. Það þyrfti að vera samstaða um málið.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sagði hins vegar að málið væri kannski það mikilvægasta sem um væri að tefla í þessum kosningum. Hann sagði að Samfylkingin myndi leggja mikla áherslu á þetta mál og að rétt væri að hefja aðildarviðræður í sumar.
Össur sagði að staðið yrði vörð um auðlindir þjóðarinnar í aðildarviðræðum við ESB.(visir.is)
Það er komið í ljós,að stjórnarflokkarnir munu báðir sýna nægjanlegan sveigjanleika til þess að samkomulag náist um ESB.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 22. apríl 2009
Samfylkingin með 35% í Reykjavík suður
Samfylkingin nýtur mest fylgis allra flokka í Reykjavíkurkjördæmi suður en fylgi flokksins mælist 34,7% í nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup sem greint var frá í síðdegisfréttum Ríkisútvarpsins. Þrír flokkar ná kjördæmakjörnum mönnum á þing samkvæmt könnuninni.
Vinstri grænir fá 27,5% fylgi í könnuninni og stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist 22,6%. Samkvæmt þessu fengi Samfylkingin fjóra þingmenn, Vinstri grænir þrjá og Sjálfstæðisflokkurinn tvo.
Framsóknarflokkurinn mælist með 6,2% stuðning í könnunni. Fylgi Borgarahreyfingarinnar er 5,2%, Lýðræðishreyfingin 3% og þá nýtur Frjálslyndi flokkurinn stuðnings 0,5% kjósenda í kjördæminu.
Níu af ellefu þingmönnum kjördæmisins eru kjördæmakjörnir. Skipting jöfnunarsæta er ekki skoðuð í könnunni. Í seinustu þingkosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn fimm þingmenn í kjördæminu, Samfylkingin þrjá, Vinstri grænir tvo og Frjálslyndi flokkurinn einn.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 22. apríl 2009
Fjármálaráðuneytið lætur til skarar skríða gegn skattsvikum vegna bankahruns
Fjármálaráðuneytið hefur í samvinnu við skattrannsóknarstjóra og ríkisskattstjóra ákveðið að hafið verði sérstakt átak til að rannsaka hugsanleg brot á skattalögum í tengslum við hrun bankanna og í aðdraganda þess.
Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir, að í viðræðum fjármálaráðuneytisins við skattrannsóknarstjóra og ríkisskattstjóra hafi komið fram að afar brýnt sé að hraða rannsókn hugsanlegra skattalagabrota í tengslum við fall bankanna og í starfsemi þeirra í aðdraganda fallsins, hvort sem er hjá eigendum, stjórnendum eða starfsmönnum bankanna og félaga sem þeim tengist. Í ljósi þess telji þessir aðilar æskilegt að aukinn þungi verði lagður í þetta verkefni hjá stofnunum skattsins og séu sammála um að gert verði sérstakt átak í þessum efnum í samvinnu þessara embætta.
Í framhaldi af þessu hefur því verið beint til skattrannsóknarstjóra og ríkisskattstjóra að hrinda þessu af stað og setja á laggirnar þann starfshóp sem rætt hafi verið um við embættin og að í honum starfi færustu sérfræðingar embættanna á þessu sviði.
Fjármálaráðuneytið segir, að í kjölfar hruns bankanna í október á síðastliðnu ári hafi stjórnvöld brugðist við með ýmsu móti í því markmiði að rannsaka hvað úrskeiðis fór í aðdraganda þess og hvort einhver þau brot hafi verið framin er varði refsingu. Þannig hafi verið sett á fót rannsóknarnefnd Alþingis og embætti sérstaks saksóknara með aðkomu erlendra sérfræðinga, auk þess sem Fjármálaeftirlitið hafi verið eflt verulega.
Auk þessa verkefnis verður á næstunni í samvinnu við skattyfirvöld unnið að breytingum á starfsemi stofnana þeirra með það að markmiði að efla skatteftirlit og skattrannsóknir einkum að því er tekur til eftirlits með skattalegum þáttum fjármálastarfsemi og alþjóðlegra viðskipta.(mbl.is)n vegna skatt
Það er ekki vonum seinna að gert sé atlaga að skattsvikum vegna bankahrunsins.Það eru áreiðanlega miklir peningar geymdir í skattaskjólum,peningar sem hefur verið komið undan vegna skatts og af öðrum ástæðum.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 22. apríl 2009
Missskipting tekna jókst meira hér en í nokkru öðru vestrænu landi
Misskipting tekna varð meiri hér en í nokkru öðru vestrænu ríki á árunum 1993 til 2007. Þetta fullyrðir Arnaldur Sölvi Kristjánsson hagfræðingur hjá Þjóðmálastofnun Háskólans. Ríkustu tíu prósent Íslendinga tóku til sín fjörutíu prósent allra tekna í hittiðfyrra.
Fram kemur í rannsókn Arnaldar Sölva Kristjánssonar og Stefáns Ólafssonar, heimur hátekjuhópanna, að misskipting tekna jókst gríðarlega mikið hér á landi, á árunum 1993 til 2007. Til dæmis tóku ríkustu tíu prósent landsmanna til sín fimmtung allra tekna fyrra árið, en fjörutíu prósent í hittiðfyrra. Ríkasta prósentið fékk fjögur prósent teknanna fyrra árið en tuttugu prósent allra tekna árið 2007.
Þeir efnameiri voru líka með stjarnfræðilega hærri tekjur en þeir efnaminnstu, munar þar milljónum króna í hverjum mánuði, í hittiðfyrra. Rakið er að stöðnun í persónuafslætti; auk mikilla fjármagnstekna þeirra ríkustu, hafi ráðið þessu mest.
Arnaldur Sölvi Kristjánsson, hagfræðingur hjá Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands, segir að í engu öðru vestrænu ríki hafi misskipting tekna aukist jafn mikið á þessum tíma.(visir.is)
Þessi skýrsla staðfestir það sem Þorvaldur Gylfason og Stefán Ólafsson hafa lengi haldið fram um misskiptingu hér á landi en Sjálfstæðisflokkurinn hefur mótmælt. Misskiptingin jókst í stjórnartíð íhalds og Framsóknar.Ljóst er að þessir flokkar komu hér á þjóðfélagi ójafnaðar og misskiptingar.Það var afrek íhalds og Framsóknar á því tímabili,sem kennt var við "góðæri" en "góðærið" var allt á lánum og engin innistæða fyrir því.Það var bóla,sem síðan sprakk við hrun bankanna.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 22. apríl 2009
Ísland á að sækja um aðild að ESB
Ég tel,að Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu og láta reyna á það í samningum hvaða samning við getum fengið.Það er ekki unnt að fá að vita hvaða samningur er í boði nema að sækja um aðild og fara í aðildarviðræðu.Síðan á að leggja samninginn undir þjóðaratkvæði.Ef VG vill láta þjóðina ákveða hvort við eigum að sækja um og fara í aðildarviðræður þá má gera það.
Viðkvæmasta málið í samningum við ESB er yfirráðin yfir fiskimðunum og úthlutun aflaheimilda.Það er krafa Íslands að Ísland haldi óskoruðum yfirráðum yfir fiskimiðunum og að Ísland geti afram úthlutað veiðiheimildum.Til þess að svo megi verða þarf undanþágu frá ESB. Við munum fara fram á hana vegna þess að fiskveiðar okkar eru á norðlægum slóðum og útgerðin á Íslandi stendur illa vegna mikillar skuldsetningar. Það verður erfitt að fá undanþágu en ég tel möguleika á að fá hana. Í öllu falli ætti að vera unnt að fá undanþágu til ákveðsins tíma,5-10 ára. Ef undanþága fæst ekki er hætt við að þjóðin felli samninginn en á þetta verður að reyna. Við munum halda yfirráðum yfir öllum oðrum auðlindum okkar.
Við eigum strax og við sækjum um aðild að óska eftir að fá að taka um evru einhliða.
Bj örgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 22. apríl 2009
Tugir mála til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara
Tugir mála eru nú til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Búið er að greina umfang og eðli málanna og yfirheyrslur hafnar. Átta manns starfa nú hjá embættinu en útlit er fyrir að tvöfalt fleiri muni hefja þar störf á árinu, þar af fjórir í maí. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu eru flest málanna á viðkvæmu stigi og því ekki hægt að greina frekar frá þeim að svo stöddu.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 22. apríl 2009
Kosningarnar þær mikilvægustu?
Kosningarnar á laugardaginn kemur kunna að verða mikilvægustu kosningar í sögu íslenska lýðveldisins, að mati Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins. Þær ráða ekki einungis því hvernig við vinnum okkur út úr kreppunni heldur einnig samfélagsgerðinni í framhaldinu.
Þetta kom m.a. fram á morgunverðarfundi Framsóknarflokksins á Grand Hóteli Reykjavík í morgun. Þar kynnti Sigmundur og útskýrði tillögur flokksins um 20% leiðréttingu lána. Hann sagði mikilvægt að aðstæðurnar eftir kosningar verði þannig að velferð allra verði tryggð í hinni nýju samfélagsgerð.
Sigmundur sagði að tillaga Framsóknarflokksins um 20% niðurfellingu skulda hafi verið unnin í samráði við innlenda og erlenda hagfræðinga. Hann sagði að til þessa hafi ekki komið fram neinar aðrar raunhæfar tillögur um lausn á efnahagsvandanum.
Þessi lausn byggi á því að afskriftir lána sem þegar hafi verið gerðar verði látnar ganga áfram til skuldara. Það sé því rangt að þessi leið muni kosta ríkið eða skattgreiðendur mikið. Sigmundur sagði að erlendar kröfur, skuldabréf kröfuhafa í bönkunum, gangi nú kaupum og sölum á eitt eða tvö prósent af upprunalegu verði. Erlendir kröfuhafar sem lánuðu hingað þúsundir milljarða króna geri því ráð fyrir að fá eina eða tvær evrur til baka af hverjum hundrað sem lánaðar voru hingað.
Nú er verið að flytja lánin úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju með a.m.k. 50% afföllum, að sögn Sigmundar. Hann sagði að skýrsla um það hafi átt að vera komin fram, en birting hennar hafi af einhverjum orsökum tafist. Maður veltir því fyrir sér hvort það kunni ekki að hafa eitthvað með það að gera að skýrslurnar staðfesta það að ástand íslenskra lántakenda er miklu alvarlegra en látið hefur verið í veðri vaka og þær aðferðir sem nefndar hafa verið duga ekki til.
Sigmundur taldi að 20% leiðrétting lána myndi skila mestu fyrir alla hópa þjóðfélagsins. Hann sagði að þessi leiðrétting myndi ekki nægja þeim sem eru verst settir og breytti því engu fyrir þá né lánveitendur þeirra. Þessu fylgdi enginn kostnaður því lánin væru töpuð og meira til.
Sá hópur sem öllu skiptir eru þeir sem eru á mörkunum að geta komist af. Þeir sem 20% skuldaleiðrétting gerir kleift að halda áfram að greiða af lánum sínum. Sigmundur sagði að við núverandi aðstæður sé ekki raunhæfur kostur að ganga að eignum þessa fólks og selja því það fáist svo lítið fyrir þær. Auk þess myndi það valda algeru hruni á fasteignaverði. Dæmi frá Bandaríkjunum séu víti til að varast en þar hafi bankar tekið svo margar eignir að fasteignaverð á sumum svæðum hafi hrunið í botn. Eignirnar séu verðlausar. Ef lánveitendur fái 80% skulda sinna endurgreiddar sé það hagnaður.
Svo eru þeir sem eru í góðri stöðu og komast af án slíkrar leiðréttingar. Sigmundur taldi að þessi leiðrétting yrði til að örva neyslu síðastnefnda hópsins. Það myndi koma atvinnulífinu og fyrirtækjunum til góða. (mbl.is)
Tillaga Framsóknar hefur þann annmarka,að þeir sem eru vel settir en skulda mikið fá mikla niðurfellingu. Sá,sem skuldar 100 millj. fær 20 millj. niðurfellingu en en sá sem skuldar 5 millj. fær 1 millj. kr. niðurfellingu. Þetta er ekki eðlilegt. Nær er að hjálpa þeom,sem eru í vanda.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 22. apríl 2009
Bæta þarf kjör eldri borgara
Það er ljóst,að enda þótt staða þeirra verst settu meðal lífeyrisþega hafi batnað nokkuð, að mikil brotalöm er enn í kerfinu og nauðsynlegt að leiðrétta helstu misfellur og bæta hag þeirra,sem hættir eru að vinna vegna aldurs eða sjúkleika. Þeir sem hafa lítinn eða hóflegan lífeyri úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir en þeir sem hafa engan liífeyrissjóð .Þessu veldur skerðing á bótum TR og skattlagning..
Brýnustu málin í dag eru þessi:
Það þarf að afnema skerðingu á lífeyrir frá almannatryggingum vegna tekna úr lífeyrissjóði.Fyrsti áfangi í þeirri leiðréttingu gæti verið 100 þús. kr. frítekjumark á mánuði.
Það þarf að stórhækka frítekjumark vegna fjármagnstekna. Ekkert gagn er í núgildandi frítekjumarki,98 þús. kr. á ári.Frítekjumarkið þyrfti að vera a.m.k. 50 þús. kr. á mánuði. Ef þetta verður ekki leiðrétt er hætt við að ellilífeyrisþegar taKi sparifé sitt út úr bönkunum.Einnig ætti að afnema fjármagnstekjuskatt á lágum sparifjárupphæðum,t.d. 3-5 millj. en hækka mætti hann á háum upphæðum.
Það þarf að hækkla lífeyri frá almannatryggingum þannig að hann dugi til framfærslu.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 22. apríl 2009
56,4% styðja ríkisstjórnina
Í annarri raðkönnun Capacent-Gallup sem birt er í dag kemur fram að 56,4% styðja ríkisstjórnina, en 43,6% eru andvíg henni.
Miðvikudagur, 22. apríl 2009
Sjálfstæðisflokkurinn vill skera niður um 30 milljarða hjá ríkinu
Sjálfstæðisflokkurinn kynnti nú síðdegis tillögur í efnahagsmálum, sem miða að því, að koma Íslandi út úr fjármálakreppunni. Þetta vilja sjálfstæðismenn gera með því að mynda skilyrði til aað 20 þúsund störf verði til en það muni bæta afkomu ríkissjóðs um 60 milljarða á ári.
Flokkurinn segir að með því að hagræða í mennta-, velferðar- og heilbrigðiskerfi um 5% sparist 20 milljarðar árlega og 10 milljarðar að auki með því að hagræða í öðrum hlutum ríkisrekstrarins um 10%. Ekki er gert ráð fyrir hækkun skatta. (mbl.is)
Niðurskurðartillögur Sjálfstæðisflokksins duga ekki til þess að loka fjárlagagatinu en það nemur 150 millörðum á yfirstandandi ári.Sjálfstæðisflokkurinn verður að gera betur.Flokkurinn segist ekki vilja hækka skatta en ekki verður séð,að flokkurinn geti lokað fjárlagagatinu án þess.
Björgvin Guðmundsson