Föstudagur, 24. apríl 2009
Ávarp formanns Samfylkingarinnar
Sumarið er gengið í garð. Harður vetur er að baki og ég hygg að sjaldan eða aldrei hafi landsmenn þráð sólrisuna og vorilminn meira en um þessar mundir. Erfiðleikar undanfarinna mánaða hafa snert okkur öll og þeir hafa reynt á stoðir samfélagsins. Þjóðin þráir uppgjör, endurmat gilda og umfram allt von um réttláta leið endurreisnar úr úr erfiðleikunum. Kosningarnar á laugardaginn munu marka mikilvæg tímamót. Kosningarnar eru farvegur fyrir þjóðina til að gera upp við þá hugmyndafræði sem kallaði yfir okkur hremmingar vetrarins en ekki síður ögurstund varðandi þá vegferð sem þjóðin velur sér í uppbyggingunni eftir hrunið. Í öllu tilliti eigum við Samfylkingarfólk, nestuð með hinum klassísku gildum jafnaðarstefnunnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag, brýnt erindi við þjóðina við þessar aðstæður.
Við getum verið stolt af verkum okkar í ríkisstjórn síðustu tvö árin. Áherslur okkar í velferðarmálum, ekki síst í málefnum barna, lífeyrisþega og fatlaðra, sem og viðsnúningur ríkisins í húsnæðismálum, skattamálum, jafnréttismálum, umhverfismálum, lýðræðismálum og stórhækkaðar barna- og vaxtabætur segja í raun allt sem segja þarf um mikilvægi þess að Samfylkingin sé við stjórnvölin. Á tveimur árum hefur okkur tekist að sýna svart á hvítu að það skiptir máli hverjir stjórna í þessum efnum.
Við getum ekki síður verði stolt af þeirri ábyrgu og árangursríku forystu sem Samfylkingin hefur tekið í björgunaraðgerðum og endurreisnarstarfinu eftir bankahrunið. Þar hefur Samfylkingin verið sú kjölfesta sem þjóðin þurfti og ein flokka verið staðföst og einhuga um að marka þjóðinni raunhæfa leið út úr erfiðleikunum. Þrátt fyrir úrtöluraddir og erfið boðaföll hefur Samfylkigin ein flokka staðið í lappirnar og frá fyrsta degi mótað, komið á og fylgt eftir þeirri endurreisnaráætlun sem nú er unnið eftir í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og alþjóðasamfélagið. Það þarf oft á tíðum sterk bein til að verja slíka áætlun í ólgusjó stjórnmálanna í aðdraganda kosninga, en þá staðfestu höfum við sannarlega sýnt á undanförnum dögum og vikum. Af þeirri staðfestu okkar er ég afar stolt.
Síðast en ekki síst getum við verið afar stolt af málefnalegu og skýru framlagi okkar til kosningabaráttunnar með því að leggja fram, ein flokka, heildstæða áætlun um hvernig við sjáum fyrir okkur að íslenskt efnahagslíf verði endurreist og stöðugleiki og velsæld tryggð til framtíðar. Í þeim efnum eru aðildarviðræður við ESB og í kjölfarið þjóðaratkvæðagreiðsla um niðurstöðu þeirra samninga lykilatriði. Aðeins með slíkum formlegum aðildarviðræðum fæst úr því skorið hvort ekki tekst með aðstoð ESB að tryggja stöguleika krónunnar þar til Evran yrði tekin upp, tryggja full yfirráð okkar yfir auðlindum okkar og lífvænleg vaxtarskilyrði fyrir atvinnulífið, ekki síst sjávarútveg og landbúnað. Í mínum huga er þetta eitt af brýnustu verkefnum næstu ríkisstjórnar og verði ég í forystu þeirrar ríkisstjórnar mun það leitt til lykta með farsælum hætti.
Kæru félagar ! Kosningarnar á laugardaginn verða sögulegar. Valdakerfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er hrunið og í fyrsta sinn á Íslandi eygjum við möguleikann á að jafnaðarmannaflokkur verði leiddur til forystu, sem stærsti flokkur landsins. Verði það raunin bíður okkar það mikilvæga verkefni að leiða endurreisnina næstu árin og byggja upp samfélag jöfnuðar, réttlætis og samheldin að norrænni fyrirmynd. Við fáum tækifæri til að tryggja íslenskum heimilum og fyrirtækjum efnahagslegar aðstæður eins og þær gerast bestar í Evrópu með aðildarviðræðum við ESB og upptökum Evru og forða Íslandi þannig frá einangrun og afturför í efnahagslegu tilliti.
Við höfum tvo daga til að láta þennan draum rætast. Tvo daga til að gera öllum ljóst sem enn eru í vafa, ekki síst í okkar nánasta umhverfi, að framtíðin mun ráðast næsta laugardag. Sigur okkar er fjarri því að vera sjálfgefinn eins og skoðanakannanir sýna, en hann er vel mögulegur ef við leggjumst öll á eitt. Við höfum allt sem til þarf og getum gengið stolt til verka næstu 48 klukkustundirnar.
Um leið og ég þakka fyrir mikilvægt framlag ykkar síðustu daga óska ég öllu Samfylkingarfólki gleðilegs sumars og glæsilegs sigurs í komandi kosningum.
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar
Jóhanna stendur sig vel. Samfylkingarfólk er stolt af henni.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 24. apríl 2009
Eldri borgarar kjósi þá,sem gæta þeirra hagsmuna
Á morgun hefur kjósandinn valdið.Hvert atkvæði skiptir máli.Eitt atkvæði getur ráðið úrslitum um það hvers konar ríkisstjórn verður skipuð eftir kosningar. Ég vil beina því til eldri borgara að hugsa vel um það hverjir gæta þeirra hagsmuna best og hverjir eru líklegasdtir til þess að varðveita og bæta kjör aldraðra.Það er sótt að velferðarkerfinu. Hverjir eru líklegastir til þess að slá skjaldborg um velferðarkerfið og hindra að lífeyrir aldraðra verði skertur? Hverjir eru líklegastir til þess að bæta kjör eldri borgara.
Athugum þetta og kjósum eftir því.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 24. apríl 2009
Tekjubil hefur aukist hér
Tekjubil á Íslandi virðist hafa breikkað árin 2003 til 2006 ef tekið er mið af þróun svokallaðra Ginistuðuls og fimmtungastuðls. Hlutfall Íslendinga undir lágtekjumörkum hefur hins vegar haldist nær óbreytt á umræddu tímabili.
Samkvæmt því sem fram kemur í Hagtíðindum Hagstofu Íslands virðist þróunin vera á þann veg að þeir tekjulægstu séu í svipaðri stöðu samanborið við miðgildið, eða meðalmanninn, en þeir tekjuhæstu séu á sama tímabili að hækka hlutfallslega meira en aðrir.
Í Hagtíðindum Hagstofu Íslands er að þessu sinni greint frá niðurstöðum um lágtekjumörk og tekjudreifingu árin 2003 til 2006. Niðurstöðurnar eru fengnar úr lífskjararannsókn Hagstofunnar en hún er liður í samræmdri lífskjararannsókn Evrópusambandsins (EU-SILC).
Það kemur fram að Gini-stuðullinn, sem sýnir dreifingu ráðstöfunartekna meðal landsmanna á einkaheimilum, var 28 árið 2006. Stuðullinn er 100 ef einn maður er með allar tekjurnar en 0 ef allir hafa jafnar tekjur. Gini-stuðullinn hefur farið hækkandi með hverju árinu frá 2003 en þá var hann 24.
Þegar þau 20% landsmanna sem höfðu hæstar ráðstöfunartekjur eru borin saman við þau 20% sem höfðu lægstar ráðstöfunartekjur (fimmtungastuðull) árið 2006 kemur í ljós að tekjuhæsti hópurinn var með 3,9 sinnum hærri tekjur en sá tekjulægsti.
Þegar litið er yfir tímabilið 2003 til 2006 er þróun fimmtunga¬stuðulsins á sama veg og þróun Gini-stuðulsins. Fimmtungastuðullinn hefur hækkað úr 3,4 árið 2003 í 3,9 árið 2006.
Af 29 Evrópuþjóðum var Ísland í 15 til 16 sæti þegar þjóðunum er raðað frá þeirri sem er með lægsta Gini-stuðulinn til þeirrar sem hefur hæsta stuðulinn árið 2006. Ísland var í 13. til 14. sæti yfir Evrópuþjóðirnar 29 þegar fimmtungastuðlinum er raðað frá þeim lægsta til þess hæsta. Gini-stuðullinn og fimmtungastuðullinn hafa hækkað meira hjá Íslandi en flestum öðrum Evrópuþjóðum.
Af 29 Evrópuþjóðum árið 2006 var Ísland ein þriggja þjóða sem var með lægsta lágtekjuhlutfallið. Þróun lágtekjuhlutfalls er ekki á sama veg og þróun fimmtunga- og Gini-stuðulsins þar sem Ísland hefur stöðugt verið ein þeirra þjóða sem eru með lægsta lágtekjuhlutfallið. Þessi þróun gæti bent til þess að á tímabilinu 2003 til 2006 hafi tekjubilið á Íslandi breikkað á þann veg að hátekjufólk hafi hækkað samanborið við meðalmanninn á meðan þeir tekjulægri eru í svipaðri stöðu.
Árin 2003 til 2006 voru tæplega 10% þeirra sem bjuggu á einkaheimilum fyrir neðan lágtekjumörk (at-risk-of-poverty) eins og þau eru skilgreind í lífskjararannsókn Evrópusambandsins. Lágtekjumörkin voru 126.000 kr. í ráðstöfunartekjur á mánuði fyrir einstakling sem bjó einn árið 2006 en 264.500 kr. fyrir tvo fullorðna með tvö börn.
Hlutfall þeirra sem voru undir lágtekjumörkum árið 2006, var hæst hjá konum í aldurshópnum 18-24 ára, rúm 15% og hjá konum 65 ára og eldri, tæp 19%. Hlutfall þeirra sem voru undir lágtekjumörkum var lægst hjá fólki í aldurshópnum 50-64 ára eða 5% til 6%.
Þeir sem eru með háskólapróf eru í minni hættu á að lenda undir lágtekju-mörkum eða 4,3% en þeir sem lokið hafa grunnskóla, 7,5% eða framhaldsskóla, 8%. Lítill munur er á þeim sem hafa grunnskólapróf sem hæstu gráðu og þeim sem hafa lokið framhaldsskóla hvað varðar tilhneigingu til að lenda fyrir neðan lágtekju¬mörk.
Hlutfallslega fleiri sem bjuggu einir eða voru einir með börn voru undir lágtekju¬mörkum en þeir sem bjuggu á annars konar heimilum. Það sama gildir um þá sem bjuggu í leiguhúsnæði samanborið við þá sem bjuggu í eigin húsnæði. (mbl.is)
Þetta staðfestir það,sem Þorvaldur Gylfason,prófessor,hefur oft haldið fram.Ýmsir hafa þó maldað í móinn,m.a. Hannes Hólmsteinn Gisurason,prófessor.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 24. apríl 2009
Vill að gögn um Icesave verði gerð opinber
Siv Friðleifsdóttir alþingismaður segir trúnaðargögn um Icesave deiluna sem kynnt voru á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í morgun leiða í ljós að hún hafi haft ranga mynd af gangi mála. Hún skorar á Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að gera gögnin opinber. Nefndarmenn mega ekki tjá sig um gögnin. Atburðarrás bankahrunsins sé ævintýralegri en hún hafi nokkurn tímann ímyndað sér og hún sé slegin yfir þeim upplýsingum sem hafi komið fram. Málið hafi þó ekki skýrst mikið. Það standi enn orð á móti orði um Icesaveábyrgðirnar.
Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra var gestur á fundinum. Hann segir ekkert þar hafa komið sér á óvart en taldi að gögnin gætu skýrt ýmislegt fyrir þingmönnum sem þeir vissu ekki áður.
Árni Þór Sigurðsson formaður Utanríkismálanefndar sagði gögnin komin frá rannsóknarnefnd um bankahrunið og efni þeirra yrði sjálfsagt opinbert þegar nefndin lyki störfum. (mbl.is)
Vissulega á að gera gögnin um Ice save opinber. Það á að hætta þessu pukri um alla hluti.Almenningur ´æa heimtingu á að vita hvað raunverulega gerðist.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 24. apríl 2009
Hvað munu kosningarnar færa okkur ?
Búsáhaldabyltingin krafðist þess að stjórnmálamenn mundu axla ábyrgð vegna bankahrunsins,hún krafðist afsagnar yfirstjórnar Fjármálaeftirlits og Seðlabanka og hún kraftist kosninga.Segja má,að með einum eða öðrum hætti hafi verið orðið við öllum þessum kröfum.Forstjóri og stjórn Fjármálaeftirlits fór frá,bankastjórn Seðlabanka fór frá og nýr seðlabankastjóri var ráðinn.Kosningar til alþingis voru ákveðnar á morgun og stjórnarskipti urðu 1. febrúar. En hvernig axla stjórnmálamenn ábyrgð. Bankamálaráðherra sagði af sér. Fjármálaráðherrann ákvað að bjóða sig ekki aftur fram til alþingis.Formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar drógu sig í hlé vegna veikinda. Margir þingmenn ákváðu að bjóða sig ekki fram á ný. Er þetta nóg?Vissulega hafa margir axlað ábyrgð af þeim sem ég hefi hér talið upp. En einhvern veginn hefi ég á tilfinningunni að almenningi finnist þetta ekki nóg. Fólkið vill meiri breytingar. En þær láta á sér standa. Ein aðalkjrafa almennings var lýðræðisumbætur. Ríkisstjórnin lagði fram breytingar á stjórnarskrá og tillögur um stjórnlagaþing. En Sjálfstæðisflokknum tókst að stöðva hvort tveggja með málþófi.Flokkurinn var á móti lýðræðisumbótum. Flokkurinn vildi óbreytt kerfi.Margir telja,að kosningarnar á morgun muni ekki færa okkur nægilegar breytingar.En þær munu færa okkur breytingar.
.Vonandi getur ny ríkisstjórn ei að síður knúið fram lýðræðisumbætur á nýju alþingi.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 24. apríl 2009
Vilja útrýma fátækt barnafjölskyldna
Endurskoðun barnalaga, rýmri heimildir sýslumanna og aukinn réttur forsjárlausra foreldra voru meðal þeirra tillagna sem nefnd félags- og tryggingarmálaráðherra um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum kynnti í morgun.
Tillögurnar vörðuðu sifjamál og félagslega stöðu barna, fjárhagslega stöðu barnafjölskyldna og fræðslumál.
Helstu tillögur varðandi sifjamál og félagslega stöðu barna voru að dómurum verði veitt heimild til að dæma foreldrum sameiginlega forsjá barns gegn vilja annars foreldris sé það talið þjóna hagsmunum barnsins. Einnig er lagt til að maður sem telji sig vera föður barns geti höfðað ógildingar-/véfengingarmál þegar um feðrað barn er að ræða, afnumið verði gildandi fyrirkomulag um að taki fráskilið foreldri með barn upp sambúð á nýjan leik fái makinn sjálfkrafa forsjá yfir barninu. Þess í stað þurfi að sækja um forsjá. Þá er lagt til að sýslumenn fái rýmri heimild til að úrskurða um umgengni barna við afa sína og ömmur til að börn njóti aukinna möguleika til umgengni við þau. Einnig að barn eigi rétt á umgengni við stjúpforeldri og sýslumenn fái heimild til að úrskurða um umgengni við stjúpforeldri eftir skilnað eða sambúðarslit við foreldri.
Þá leggur nefndin til að tekið verði upp nýtt kerfi barnatrygginga sem komi í stað barnabóta, mæðra- og feðralauna, barnalífeyris og viðbótar við atvinnuleysisbætur vegna barna. Samkvæmt útreikningum myndi nýja kerfið ekki auka útgjöld ríkisins en árlegur kostnaður þess er um 14 milljarðar króna. Að sögn Ágústs Ólafs Ágústssonar, formanns nefndarinnar, er markmiðið nýja kerfisins að útrýma fátækt barnafjölskyldna. Miðað sé við að öllum barnafjölskyldum verði tryggð ákveðin fjárhæð til lágmarksframfærslu óháð því hvaðan tekjur fjölskyldunnar koma. Barnatryggingar yrðu tekjutengdar og myndu skerðast hjá fólki með tekjur umfram meðalráðstöfunartekjur. Hagur tekjulágra hópa myndi barna og kerfið nýast vel barnmörgum fjölskyldum.
Að lokum er lagt til að gott aðgengi að fjölskylduráðgjöf verði tryggt. Þeir sem hyggist slíta sambúð eða hjúskap með börn verði skyldaðir til að fara í viðtöl til að fá fræðslu og ráðgjöf hjá fagaðila um samskipti eftir skilnað, óháð því hvort þeir séu sammála eða ekki. Þá verði sjúfjölskyldum veitt sérstök fræðsla og stuðningur.
Björg Vilhelmsdóttir sat í fjárhagshóp nefndarinnar, sem sá um barnatryggingakerfið, fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún benti á að í barnatryggingakerfinu myndu greiðslur til einstæðra öryrkja lækka. Þegar um er að ræða nýjungar er alltaf viðkvæmt þegar eitthvað skerðist, sagði hún. Hún sagði að í núverandi kerfi væru öryrkjar mjög vel settir, fengju bæði óskertar barnabætur og barnalífeyri. Nefndin tekur sérstaklega fram að hún telur að lífeyrisþegum verði bætt upp þessi lækkun á annan hátt en í formi sérstakra barnagreiðslna. Við teljum að það eigi ekki að flokka börn eftir því í hvaða stöðu foreldrarnir eru. Í skýrslunni segir að nefndin telji mikilvægt að hverfa ekki frá því sjónarmiði að tryggja öllum barnafjölskyldum lágmarksframfærslu og að sá stuðningur verði veittur óháð stöðu foreldranna eða hvaðan tekjur þeirra eru fengnar.( mbl.is)
TYillögur nefndarinnar eru hinar athyglisverðustu.Vonandi komast þær í framkvæmd.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 24. apríl 2009
Ráðgjafi IMF: Ísland getur tekið upp evru einhliða
Manuel Hinds fyrrverandi fjármálaráðherra El Salvador og ráðgjafi IMF skrifar grein í Fréttablaðið í dag um gjaldmiðilsmál Íslands. Þar segir hann,að Ísland þurfi ekki leyfi frá ESB til þess að taka upp evru einhliða.
Ég tel,að Ísland eigi að gera þetta. Samhliða getur Ísland sótt um aðild að ESB en það tekur svo langan tíma að fá aðild og enn lengri tíma að taka upp evru sem aðildarríki ESB,að Ísland verður að leika einhvern millileik í þessu efnii. Nærtækast er að taka upp evru einhliða.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 24. apríl 2009
Ný könnun Gallups: Samfylking með 29%
Samfylkingin er samkvæmt nýrri könnun stærsti stjórnmálaflokkur landsins með rúmlega 29% fylgi. Vinstri hreyfinguna grænt framboð styðja rúmlega 27%, tæplega 24% styðja Sjálfstæðisflokkinn. Síðasta raðkönnun Capacent - Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið verður birt í kvöld.
Föstudagur, 24. apríl 2009
Kaupmáttur hefur minnkað um 8,4% sl. 12 mánuði
Kaupmáttur launa jókst um 0,7% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hinsvegar lækkað um 8,4%, eftir því sem fram kemur í tölum frá Hagstofunni.
Kaupmáttarþróunina í mars má að hluta til skýra með því að samkvæmt kjarasamningum aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka Atvinnulífsins sem undirritaður var þann 17. febrúar 2008 átti 13.500 króna hækkun launataxta að koma til framkvæmda þann 1. mars 2009. Þrátt fyrir að fyrir lægi samkomulag á milli aðila vinnumarkaðarins um frestun launahækkana komu þær til framkvæmda hjá hluta þeirra fyrirtækja sem aðild eiga að Samtökum atvinnulífsins.(visir.is)
Það er athyglisvertt,að kaupmáttur skuli hafa aukist
i mars.Væntanlega er .það vísbending um viðsnúning. En minnkun kaupmáttar sl. 12 mánuði er gífurleg og leiðir í ljós, hva'ð launþegar hafa orðið að taka á sig mikla kjaraskerðingu.
Björgvin Guðmundsson