Tækifærið er núna

Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins er nú möguleiki á því að fá hreina jafnaðarmannastjórn til valda.Ef Samfylking og VG ná meirihluta gerist .það.Hvort tveggja eru jafnaðarmannaflokkar.Áður hafa félagshyggjustjórnir á Íslandi verið með Framsókn innanborðs en Framsókn var orðin hægri flokkur svo með réttu voru slíkar stjórnir ekki vinstri stjórnir eða félagshyggjustjórnir. En nú hefur Framsókn breytt um "kúrs" og segist hallast að félagshyggju á ný. Guð láti gott á vita.

Mikið atriði er að jafnaðarmannastjórn verði áfram undir forustu Jóhönnu Sigurðardóttur.Til þess að svo megi verða þarf Samfylkingin að fá mikið fylgi og skýrt umboð frá kjósendum um að hún eigi að leiða ríkisstjórn.Ný jafnaðarmannastjórn mun vinna að jöfnuði og auknu réttlæti í þjóðfélaginu.Hún mun slá skjaldborg um velferðarkerfið og gæta hagsmuna þeirra,sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu.

 

Björgvin Guðmundsson


Kjörsókn meiri en 2007

Kjörsókn í Reykjavík er heldur meiri núna samanborið við kosningarnar árið 2007 samkvæmt tölum frá yfirkjörstjórnum kjördæmanna tveggja. Í Reykjavíkurkjördæmi suður höfðu 12.692 kosið klukkan 14:00 í dag sem er 29,01% en á sama tíma árið 2007 höfðu 26,84% kosið.

Sveinn Sveinsson formaður yfirkjörstjórnar segir kosninguna hafa gengið vel í kjördæminu fram að þessu og greinilegt að töluvert meiri áhugi sé fyrir kosningunum nú en fyrir tveimur árum.

Í sama streng tekur Erla S. Árnadóttir formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Klukkan 14:00 höfðu 12.015 manns kosið eða 27,41%. Á sama tíma árið 2007 höfðu 25,41% kosið.

 

Björgvin Gudmundsson



228 þús. á kjörskrá

227.896 manns, 18 ára og eldri, eiga rétt á því að greiða atkvæði í alþingiskosningunum í dag, 114.295 konur og 113.601 karl.

Þeim sem mega kjósa hefur fjölgað um 6.566 frá því í kosningunum í hittiðfyrra.

Kjörfundur hefst víðast hvar klukkan 9 og verður slitið klukkan 10 í kvöld. Þá verður þess ekki langt að bíða að skýrt verði frá fyrstu tölum. Kosningavaka Sjónvarps hefst klukkan 9.

Landið skiptist í 6 kjördæmi. Suðvesturkjördæmi er fjölmennast, þar eru 58.203 á kjörskrá. Fámennast er Norðvesturkjördæmi með 21.294 kjósendur. 63 fulltrúar eiga sæti á Alþingi, 54 kjördæmakjörnir og 9 jöfnunarþingmenn.

Reykjavík skiptist í 2 kjördæmi og hafa næstum jafn margir kosningarétt í hvoru þeirra. 43.784 í Reykjavíkurkjördæmi norður og 43.748 í Reykjavíkurkjördæmi suður. Norðurkjördæmið hefur sem sé örlítið forskot, 36 kosningabærar sálir.

Ekki er víst að allir gjörþekki reglur sem gilda um útstrikanir á kjörseðlum. Auðvelt er að ógilda atkvæði sitt með því strika út nafn ef nafnið er ekki á þeim lista sem maður kýs. Aðeins má strika yfir eða breyta röð frambjóðenda á þeim lista sem maður ætlar að kjósa. Þeir sem skila auðu mega heldur ekki eiga við nöfn. Þá er atkvæðið ógilt.(ruv.is)

Kosningaarnar í dag geta orðið örlagaríkar.Það ræðst hvort núverandi stjórnarflokkar halda völdum og mynda stjórn áfram eða hvort  leiða verður íhald 0g/eða framsókn til valda á ný en það eru þeir tveir flokkar sem bera höfuðábyrgð á  bankahruninu. Best er að þeir flokkar fái frí.

Björgvin Guðmundsson

 

 


Sá Sigmundur skýrslu um bankana á undan ráðherrunum?

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, segir að skýrsla Oliver Wyman um verðmat á bönkunum hafi komið í fjármálaráðuneytið í morgun. Hvorki hann né Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafa séð skýrsluna.

Sigmundur Davið Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur vísað í minnisblað sem hann hefur séð um skýrsluna. Þar komi fram að bankarnir þurfi að afskrifa gríðarlega mikið af kröfum á íslenskt atvinnulíf sem muni fela í sér algjört hrun íslenska efnahagskerfisins. Fjármálaeftirlitið segir að staðhæfingar Sigmundar standist ekki.

Tekist var á um málið í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi á Stöð 2 í kvöld. Jóhanna sagði að ríkisstjórnin hafi ekkert að fela. „Ég skora á Sigmund Davíð að koma fram með gögn sem sanna hans málflutning því þetta er fullkomlega óábyrgt," sagði Jóhanna.

Sigmundur sagðist ekki ætla að gefa upp hvar hann fékk upplýsingarnar um skýrsluna.


Steingrímur sagði búið hafi verið að ákveða í fjármálaráðuneytinu hvernig farið yrði með umrædd gögn sem hann sagði að væru viðkvæm. „Þau eru rétt að verða til núna. Fyrsta eintakið kom held ég í morgun í fjármálaráðuneytið. Ég hef ekki séð það," sagði Steingrímur. „Það var búið að ákveða að þessi gögn yrði meðhöndluð þannig í trúnaði að þau yrðu inni í einu herbergi og menn fengju að koma þangað að skoða þau," sagði fjármálaráðherra.

Sigmundur sagði með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð umrædda skýrslu. Þá sagði hann óboðlegt að bíða fram yfir kosningar með koma fram með þessar upplýsingar. Sigmundur sagði nauðsynlegt vita hver staðan væri til að fást við vandann.



Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fullyrti að upplýsingar um heildarmynd um endurreisn bankakerfisins hafi legið fyrir í mánuði. „Það var lofað að um miðjan apríl yrði gert grein fyrir eignamati gömlu bankanna og þeirra eigna sem átti að flytja yfir."

Steingrímur sagði að það væri gríðarlegur ábyrgðarhlutur að kynda upp umræðu eins og þessa. Umræðu sem hafi haft áhrif í bönkunum í morgun.

Ragnar þór Ingólfsson, fulltrúi Borgarahreyfingarinnar í þættinum, gangrýndi umræðu stjórmálaleiðtoganna. „Þetta segir allt sem segja þarf um okkar málflutning," sagði Ragnar.

(visir.is)

Svo virðist sem Sigmundur formaður hafi fengiö upplýsingar um efni skýrslu um eignamat bankanna æáður en forsætisráðherra og fjármálaráðherra sáu skýrsluna.Einhver hefur lekið trúnaðarupplýsingum í Sigmund.

 

Björgvin Guðmundsson

.




Bloggfærslur 25. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband