Sunnudagur, 26. apríl 2009
Jóhanna og Steingrímur J. ræddu ESB
Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir fóru frá heimili Jóhönnu Sigurðardóttur við Hjarðarhaga fyrir stundu. Þar höfðu þau þrjú fundað ásamt Degi B. Eggertssyni varaformanni Samfylkingarinnar síðan fyrr í dag.
Þau vildu lítið gefa upp að fundi loknum en sögðu þó að viðræðum yrði haldið áfram á morgun. Þingflokksfundir verða einnig haldnir og Jóhanna mun síðan fara á fund forseta Íslands á Bessastöðum til þess að gera honum grein fyrir stöðu mála.
Jóhanna sagði að ekkert lægi á enda væru flokkarnir með meirihluta á þingi.
Varðandi Evrópumálin sagði Jóhanna að þau hefðu verið rædd og flokkarnir hefðu komist ágætlega áleiðis með þau mál. (ruv.is)
Leiðtogar allra stjórnmálaflokkanna ræddu einnig málin í sjónvarpi RUV í kvöld. Þar virtist vera svolítill ágreiningur milli stjórnarflokkanna.Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson biðluðu til Steingríms J. Vonandi næst samkomulag milli Jóhönnu og Steingríms J. en ljóst er,að það verður að jafna ágreining um ESB mál.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 26. apríl 2009