Jóhanna og Steingrímur J. ræddu ESB

Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir fóru frá heimili Jóhönnu Sigurðardóttur við Hjarðarhaga fyrir stundu. Þar höfðu þau þrjú fundað ásamt Degi B. Eggertssyni varaformanni Samfylkingarinnar síðan fyrr í dag.

Þau vildu lítið gefa upp að fundi loknum en sögðu þó að viðræðum yrði haldið áfram á morgun. Þingflokksfundir verða einnig haldnir og Jóhanna mun síðan fara á fund forseta Íslands á Bessastöðum til þess að gera honum grein fyrir stöðu mála.

Jóhanna sagði að ekkert lægi á enda væru flokkarnir með meirihluta á þingi.

Varðandi Evrópumálin sagði Jóhanna að þau hefðu verið rædd og flokkarnir hefðu komist ágætlega áleiðis með þau mál. (ruv.is)

Leiðtogar allra stjórnmálaflokkanna ræddu einnig málin í sjónvarpi RUV í kvöld. Þar virtist vera svolítill ágreiningur milli stjórnarflokkanna.Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson biðluðu til Steingríms J. Vonandi næst samkomulag milli Jóhönnu og Steingríms J. en ljóst er,að það verður að jafna ágreining um ESB mál.

 

Björgvin Guðmundsson




 

 

Mikill sigur Samfylkingar.Hrun íhaldsins

Úrslit þingkosninganna í gær eru mikill sigur fyrir Samfylkinguna. Hún fékk 20 þingmenn og bætti  við sig 2.Í  morgun kl. 9 segir vísir.is,að fylgi Samfylking hafi reynst 28,8% en ruv.is segir,að fylgið hafi verið 29,8%. Það mun skýrast. VG vann einnig góðan sigur,fekk 14 þingmenn ,bætti við sig 6 þingmönnum,sem er mjög glæsilegt..Fylgi VG reyndist 20,9%,nokkru minna en í skoðanankönunum en   þó mjög gott.Alls fengu stjórnarflokkarnir 34 þingmenn ,sem er góður meirihluti fyrir nýja ríkisstjórn.Sjálfstæðisflokkurinn fékk aðeins 16 þingmenn,tapaði 9 og fylgið reyndist 22,9%. Er það  lægsta fylgi sem flokkurinn hefur fengið  frá stofnun flokksins. 1978 fekk flokkurinn 32,7 % sem þótti lítið.Framsókn fékk  9 þingmenn,bætti við sig 2 og atkvæðaprósentan var 14,3%.,mun betra en í ´síðustu kosningum en ekkert nálægt því sem fylgi Framsóknar hefur lengst af verið.Frjálslyndir þurrkast út,. Fengu aðeins  1,8% og engan þingmann. Borgarahreyfinfin vann hins vegar mikinn sigur,fékk 4 þingmenn og 9,8%. 
Í þingkosningunum 2007 fekk Samfylkingin 26,8% . en í þingkosningunum 2003 fekk Samfylkingin 31%. Það sem er sögulegt við kosningarnar nú er að Samfylkingin er orðin stærsti flokkur landsins.Hún hefur tekið við forustuhlutverkinu af Sjálfstæðisflokknum. Jafnaðarmannaflokkar hafa í fyrsta sinni meirihluta frá stofnun lýðveldisins.,
Björgvin Guðmundsson

Bloggfærslur 26. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband