Mánudagur, 27. apríl 2009
Konur 43% þingmanna eftir kosningar
Kvenréttindafélag Íslands (KRFÍ) fagnar því að meirihluti stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi, eru með jafna kynjaskiptingu í þingflokkum sínum. Einnig fagnar KRFÍ því sögulega háa hlutfalli kvenna á Alþingi, en tæp 43% þeirra sem nú taka þar sæti eru konur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið hefur sent frá sér.
Undanfarin ár hefur KRFÍ ítrekað bent á að stjórnmálaflokkarnir beri ábyrgð á jöfnuði kynjanna innan eigin raða. Það er því ánægjulegt að sjá að nokkrir þeirra hafa tekið þessa ábyrgð alvarlega eins og einnig kom í ljós í jafnri kynjaskiptingu minnihlutastjórnar Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Ísland skipar sér nú í efstu sæti ríkja heims hvað varðar jafna kynjaskiptingu á þingi og gefur með því til kynna að Íslendingar taka jafnréttismálin alvarlega, segir í yfirlýsingunni.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 27. apríl 2009
Þingflokkar veita formönnum umboð til stjórnarmyndunar
Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar fékk í dag formlegt umboð þingflokksins til þess að mynda stjórn með Vinstri hreyfingunni - grænu framboði. Jóhanna fundar nú á Bessastöðum með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta þar sem hún greinir honum frá stöðu mála en búist er við því að Ólafur veiti henni formlegt umboð til stjórnarmyndunar.
Fyrsti formlegi stjórnarmyndunarfundurinn verður haldinn í Norræna húsinu klukkan fimm og verður hann undir stjórn varaformanna flokkanna, þeirra Katrínar Jakobsdóttur, varaformanns VG, og Dags B. Eggertssonar, varaformanns Samfylkingarinnar. Að sögn Jóhönnu verða Evrópumálin tekin fyrst fyrir á dagskrá.( visir.is)
Mér líst vel á,að Dagur B.Eggertsson og Katrín Júlíusdóttir,varaformenn flokkanna reyni að ná samkomulagi um ESB málin. Þau koma þá ný að þessu og geta væntanlega komið með nýjar frumlegar lausnir.
Svo virðist sem Jóhanna ætli að leita eftir umboði frá forseta Íslands til stjórnarmyndunar strax. Hún hefði getað beðið og í rauninni hefði stjórnin ekki þurft að leita til Bessastaða,ef ætlunin væri að hún sæti í nokkra mánuði óbreytt,sem vel hefði komið til greina.En vegna ágreinings um ESB er sennilega skynsamlegt að hafa þetta allt formlegt og fá strax umboð frá forseta Íslands.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 27. apríl 2009
98 fyrirtæki gjaldþrota í mars
Í mars 2009 voru 98 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 78 fyrirtæki í mars 2008, sem jafngildir tæplega 26% aukningu á milli ára. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot eða 22 í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og 15 í heild- og smásöluverslun.
Fyrstu þrjá mánuði ársins 2009 er fjöldi gjaldþrota 259 en fyrstu þrjá mánuði ársins 2008 voru gjaldþrotin 175 sem jafngildir 48% aukningu milli ára, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands.
Mánudagur, 27. apríl 2009
Vill að alþingi afgreiði aðildarumsókn að ESB
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar á Suðurlandi segir að vel mætti hugsa sér að ríkisstjórnin leggi fyrir Alþingi ályktun um aðildarumsókn að ESB. Þetta kemur fram í pistli sem hann skrifar á vefritið Sunnlendingur.is. Málið er þverpólitískt í eðli sínu og þannig á að nálgast það. Sé á Alþingi meirihluti er málið í lýðræðislegum farvegi þings og þjóðar. Við höfum viljann til samstarfs. Nú er að finna leiðina," skrifar Björgvin.
Hann segir að eigi vinstriflokkarnir að ná að starfa saman á kjörtímabilinu verði þeir að ná samstöðu um Evrópusambandið og segist hann trúa því að það sé hægt með lýðræðislegri aðkomu almennings og Alþingis að málinu. Ekki má glutra glæstum sigri niður. Okkur ber að ná saman um endurnýjað samstarf Samfylkingar og Vg," segir Björgvin einnig.(visir.is)
Þetta er góð tillaga hjá nafna. Ef til vill er hér komin málamiðlun,sem gæti leyst deilu Samfylkingar iog VG. Hin leiðin væri þjóðaratkvæði um aðildarviðræður.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 27. apríl 2009
Úrslitin ekki skýr skilaboð um aðild að ESB
Samfylkingin getur vel við unað eftir úrslit þingkosninganna. Hún er orðin stærsti flokkur landsins og hefur ásamt VG hreinan meirihluta á aþingi. Félagshyggjumenn,jafnaðarmenn. hafa í fyrsta sinn á lýðveldistímanum slikan meirihluta á alþingi.Ég tel,að Samfylkingin hafi fengið góða kosningu vegna þess að fólk treysti henni best til þess að standa vörð um velferðarkerfið og það treystir Jóhönnu til þess. Þetta eru einnig skýr skilaboð um það,að fólk vill,að þessir flokkar vinni áfram saman,Samfylking og VG. Hins vegar er ég ekki þeirrar skoðunar,að úrslit kosninganna hafi verið einhver sérsök skilaboð um það að Ísland eigi að ganga í ESB.Úrslitin fyrir Samfylkinguna nú eru svipuð og í tvennum síðustu kosningum þó var ESB ekki á dagskrða 2003 og 2007. Samfylkingin fékk 31% atkvæða 2003,hún fékk 26,8% 2007 og hún fékk 29,8% nú.Þetta eru svipuð úrslit en að vísu fær Samfylkingin nú 3 prósentustigum meira en 2007 og bætir við sig 2 þingmönnum. ESB sinnar túlka þetta sem stuðning við ESB. Ég túlka þetta sem stuðning við velferðarstefnu Samfylkingarinnar.
Ég hefi enga trú á því að Samfylkingin láti stjórnarsamstarfið með VG bresta á ESB málinu´
.Slíkt væri raunar algert glapræði.Enda er einfalt að leysa deiluna um ESB: Láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðlu um það hvort sækja eigi um aðild að ESB og fá aðildarviðræður. Svo einfalt er það.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)