5200 ráðnir í sumarvinnu hjá Rvíkurborg

Rúmlega 5200 verða ráðnir í sumarstörf hjá Reykjavíkurborg. Þar af verði 4000 ungmenni ráðin til Vinnuskóla Reykjavíkur og hafa aldrei fleiri verið ráðnir, segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, segir þetta í samræmi við áherslu borgaryfirvalda um að tryggja eins mörg sumarstörf og kostur sé við núverandi aðstæður.  
Skráning í Vinnuskóla Reykjavíkur stendur enn yfir og er hægt að sækja um til 24. maí. Að auki munu fagsvið borgarinnar ráða í sumarafleysingar með svipuðum hætti og undanfarin ár, eða um 1.240 einstaklinga. (ruv.is)
Það er ánægjulegt,að borgin skuli ætla að ráða svio marga í vinnu í sumar.Ekki veitir af í atvinnuleysinu
Björgvin Guðmundsson
 

Atvinnuleysisbætur greiddar út á mánudag

Atvinnuleysistryggingar verða næst greiddar út 4. maí eða á mánudag. Fram kemur á vef Vinnumálastofnunar, að samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir beri að greiða atvinnuleysistryggingar út fyrsta vika dag mánaðar og verði það gert nú sem endranær.

Fram kemur á vefnum, að fjöldi fyrirspurna hafi borist um þetta en helgin er löng að þessu sinni þar sem 1. maí er á föstudag og þá er almennur frídagur. 

Á vef Vinnumálastofnunar kemur fram, að tala atvinnulausra nálgast nú 18 þúsund en 17.975 eru skráðir atvinnulausir í dag, 11.2946 karlar og 6811 konur.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Maistjórnin: Næst samkomulag 1.mai?

1.mai,hatíðisdagur verkalýðsins, er á föstudag.Það hefði verið gaman,ef ný stjórn,nýr stjórnarsáttmáli,hefði verið tilbúinn þann dag,1.mai.Steingrímur J. var spurður um þetta og hann sagði,að ekki væri víst,að þetta næðist fyrir 1.mai en í öllu falli yrði þetta maistjórn.

Ríkisstjórn Samfylkingar og VG,sem nú situr og ræðir nýjan stjórnarsáttmála, er verkalýðsstjórn,jafnaðarmannastjórn.  Það er alger einhugur um velferðarmálin milli stjórnarflokkanna en eina ágreiningsmálið er ESB. Það er þó samkomulag um það að finna leið til þess að taka ákvörðun í málinu.Flokkarnir eru sammmála um það að ákveða á lýðræðislegan hátt hvort sækja eigi um aðild að ESB eða ekki.Það er sáraeinfalt að leysa úr þessu  og á ekki að taka marga daga að ákveða það.

 

Björgvin Guðmundsson


Guðlaugur Þór hrapaði niður í annað sæti. Var það vegna styrkjamálsins?

Guðlaugur Þ Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins færist niður um eitt sæti í kosningunum um helgina. Kjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur lokið við að fara yfir útstrikanir á listum og tilfærslur. Hátt í tvö þúsund kjósendur annað hvort strikuðu yfir nafn Guðlaugs Þórs eða færðu niður um sæti.

Guðlaugur verður þarf af leiðandi annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu og Ólöf Nordal verður oddviti flokksins í kjördæminu.

Aðrar breytingar verða ekki á listum í kjördæminu en 1990 kjósendur strikuðu yfir nafn Kolbrúnar Halldórsdóttur hjá Vinstri-grænum. Kolbrún náði ekki að tryggja sér þingsæti í kosningunum.

Þá strikuðu 1284 yfir nafn Össurar Skarhéðinssonar ráðherra Samfylkingarinnar. Hátt í fimm hundruð kjósendur strikuðu yfir nafn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur þingmanns Samfylkingarinnar og rétt rúmlega fjögur hundruð yfir nafn Birgis Ármannssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. (visir.is)

Það er ljóst,að hér geldur Guðlaugur Þór styrkjamáls Sjálfstæðisflokksins.Sjálfstæðisflokkurinn fékk 30 millj. í styrk frá Landsbankanum 2006 og 25 millj. frá Fl Group.Þ essa styrki fékk flokkurinn þegar búið var að semja um það milli allra stjórnmálaflokka,að hæsti styrkur frá fyrirtæki til flokks skyldi vera 300 þús. kr. Það var siðlaust með öllu að taka við tugmilljóna styrkjum þegar búið var að ná pólitísku samkomulagi um annað. Guðlaugur Þór blandaðist mjög inn í styrkjamálið og virðist hafa sett söfnun styrkja í gang.Böndin bárust einnig að honum vegna þess að hann var formaður Orkuveitur Rvíkur og Fl Group vildi komast inn í orkuútrásina.Landsbankinn vildi einnig komast inn í hana.

 

Björgvin Guðmundsson




Verðbólgan komin ofan í 11,9%

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 11,9% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 15,6%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,4% sem jafngildir 1,4% verðbólgu á ári (9,4% fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Hagstofan hefur birt vísitölumælinguna á vefsíðu sinni. Þar segir að vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í apríl 2009 er 336,0 stig og hækkaði um 0,45% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 311,6 stig og hækkaði hún um 0,84% frá mars.

Verð á bensíni og díselolíu hækkaði um 8,2% (vísitöluáhrif 0,33%) og verð á fötum og skóm um 3,2% (0,19%).

Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 1,6% (-0,23%). Þar af voru áhrif af lækkun markaðsverðs -0,19% og -0,04% af lækkun raunvaxta. Verð á mat og drykkjarvöru lækkaði um 0,7% (-0,10%).

Vísitalan er nú birt á nýjum grunni, mars 2009 og byggist hann á niðurstöðum úr útgjaldarannsókn Hagstofunnar árin 2005-2007. Auk hennar hefur Hagstofan notað ýmsar nýrri heimildir við vinnslu grunnsins.

Má þar nefna nýskráningar á bifreiðum, umsvif flug- og pakkaferða auk gagna um veltu smásöluverslana. Búðarvogum í dagvöruverslun hefur verið breytt. Þá hefur tillit verið tekið til breytts innkaupamynsturs árið 2008 og eru áhrif þeirrar breytingar 0,12% til lækkunar á vísitölunni. Að öðru leyti veldur endurnýjun grunnsins sem slík ekki breytingum á vísitölunni milli mars og apríl.(visir.is)

Þetta leiðir í ljós,að verðbólgan er á niðurleið.Hún mun sennilega falla hatt næstu mánuði ef gengi krónunnar verður til friðs og krónan hættir að falla. Vextir munu þá einnig geta lækkað  hratt  en á því er mikil nauðsyn.

 

Björgvin Guðmundsson




Bloggfærslur 29. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband