Föstudagur, 3. apríl 2009
Rannsóknarnefnd Alþingis kannar lánveitingar til stærstu lántakenda
Útlán Glitnis, Kaupþings og Landsbankans til 100 stærstu lántakenda þeirra námu um helmingi af heildarútlánum bankanna þriggja. Þetta kemur fram í minnisblaði frá Rannsóknarnefnd Alþingis sem ætlað er að kanna bankahrunið. Nefndin stóð fyrir blaðamannafundi í dag þar sem þar sem Páll Hreinsson formaður og Tryggvi Gunnarsson kynntu framgang og stöðu rannsóknar nefndarinnar.
Til fundarins var boðað í framhaldi af upplýsingafundi nefndarinnar með forseta Alþingis, formönnum þingflokka og forsætisnefnd Alþingis sem haldinn var í gær í samræmi við ákvæði laga um rannsóknarnefndina.
Í ljósi þess hversu útlán til 100 stærstu lántakenda hvers banka voru stór hluti af heildarútlánum þeirra og þar sem þar var að finna útlán og önnur viðskipti sem varpað geta ljósi á allar helstu tegundir og fyrirkomulag útlána auk annarrar fyrirgreiðslu bankanna ákvað nefndin að beina sjónum sínum sérstaklega að þessum lántakendum," segir meðal annars í minnisblaðinu.
Löggiltir endurskoðendur sem starfa á vegum nefndarinnar vinna nú ásamt öðrum starfsmönnum að athugun á útlánum og annarri fyrirgreiðslu bankanna til þessara aðila, einkum á árunum 2007 og 2008," segir einnig.(visir.is)
Það er athyglisvert hvað bankarnir lánuðu mikið til 100 stærstu lántakenda.Þar á meðal eru stærstu eigendur bankanna og aðilar tengdir þeim.Þessar lánveitingar þarf að rannsaka alveg niður í kjölinn.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 3. apríl 2009
Verða 10 þús námsmenn atvinnulausir?
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að námslán til námsmanna vegna sumarkennslu í Háskóla Íslands kosti marga milljarða.
Engin ákvörðun liggur fyrir en málið var til umræðu í ríkisstjórn í morgun. Hún segir að verið sé að kanna hvað það kosti að láta námsmenn mæla göturnar en það sé ekki þjóðhagslega hagkvæmt af mörgum ástæðum.
Hópur undir forystu Iðnaðarráðuneytisins vinnur að því að skapa sumarstörf fyrir námsmenn en Menntamálaráðherra vill að bæði ráðuneytin leggi saman til að finna farsæla lausn. Niðurstaða þess verður svo lögð fyrir ríkisstjórnarfund næsta þriðjudag.
Tíu þúsund námsmenn gætu orðið án vinnu í sumar þar af sexþúsund úr Háskóla Íslands. Þetta fólk á takmarkaðan rétt til atvinnuleysisbóta en það þarf væntanlega að leita eftir aðstoð til framfærslu ef það hefur hvorki námslán eða vinnu. Katrín segir ljóst að kostnaður verði mikill hvað sem verður ákveðið, og það sé verið að skoða þann þátt málsins.(mbl.is)
Væntanlega finnst lausn á vanda námsfólks.Það yrði of mikið að fá 10 þús.námsmenn atvinnulausa til viðbótar 18000 atvinnulausum,sem þegar eru á skrá.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 3. apríl 2009
Gjaldeyrishöft neyðarúrræði en nauðsynleg
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, segist hafa haft miklar efasemdir um gjaldeyrishöft þegar þeim var komið á sl. haust. Þetta kom fram í umræðu sem nú fer fram utan dagskrár á Alþingi um áhrif gjaldeyrishafta á samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja.
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, óskaði eftir umræðinni og sagði ljóst að gjaldeyrishöft hefðu neikvæð áhrif á starfsemi ýmissa fyrirtækja auk þess sem menn væru fljótir að finna leiðir framhjá höftum. Varaði hann við því að íslensk atvinnulíf væri fest í gjaldeyrishöftum. Sagði hann haftabústap skapa svartamarkaðsbrask. Sagði hann ljóst að ekki væri hægt að styrkja gengi krónunnar meðan hér eru höft við lýði.
Gylfi Magnússon sagðist ekki geta komið með mikil andsvör, enda fari sjónarmið hans og Einars saman. Sagði hann ljóst að skaðsemi hafta væru mikil, það sýndi m.a. dæmin úr Íslandssögunni. Nær undantekningarlaust hefðu höft ekki þau jákvæðu áhrif sem til væru ætlast af þeim, heldur þvert á móti.
Gylfi minnti á að sl. haust hefði verið mjög brýnt að skapa stöðugleika um íslensku krónuna í ljósi lána í erlendri mynt. Tók hann fram að hann sennilega ekki sjálfur kosið haftaleiðina á sínum tíma, en að nú væri ljóst að Íslendingar byggju við höft og finna yrði leið út úr þeim.
Að sögn Gylfa er verið að skoða leiðir til þess að skipta óþolinmóðu fjármagni út fyrir þolinmótt fjármagn. Það myndi leiða til minni þrýstings á svartur eða tvöfaldur gengismarkaður skapist. Sagði hann umrædd eignaskipti geta verið með ýmsum hætti, t.d. með því að skipta út eignum lífeyrisjóðanna. Einnig gæti ríkið gefið út skuldabréf til nokkurra ára, sem væru þess eðlis að þegar bréfin eru á gjalddaga væri hægt að skipta þeim út fyrir evrur. Sagðist Gylfi sannfærður um að blanda ólíkra leiða væri ákjósanlegust.
Gylfi sagði, að allar slíkar leiðir myndu hjálpa til við að draga úr þeim þrýstingi sem hér er í efnahagslífinu. Minnti hann á að endurreisn bankakerfisins og það að ná tökum á ríkisfjármálum auki stöðugleika og geri það að verkum að erlendir aðilar séu líklegri til að veðja á Ísland.
Stefna Sjálfstæðisflokksins hefur skemmt og eyðilagt íslenska efnahagskerfi og varð til þess að taka varð upp gjaldeyrishöft til þess að verjast snöggu gengisfalli íslensku krónunnar, segir Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Sagði hún gjaldeyrishöftin vera í boði Sjálfstæðisflokksins vegna þeirrar efnahagsstefnu sem flokkurinn hafi leitt hérlendis sl. 18 ár.
Helga Sigrún Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagði ljóst að ekki væri hægt að afnema gjaldeyrishöft fyrr en búið væri að aflétta þeim þrýstingi í íslensku efnahagslífi vegna jöklabréfanna.
Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, minnti á að höft væru víðar, t.d. í sjávarútvegi. Sagði hann engu líkara en að Sjálfstæðisflokkurinn væri stærsti haftaflokkur Íslands sem vildi geta stýrt því hverjum væri úthlutað gæði landsins. Sagði hann kaldhæðnislegt að þeir aðilar sem fengu kvótann gefins á sínum tíma séu nú þeir sem braski hvað mest með gjaldeyri.
Einar K. Guðfinnsson sagði miður að þingmenn á Alþingi fari út um víðan völl og reyni að dreifa málinu á dreif í stað þess að ræða efnisatriði fyrirspurnar hans. Kjarni málsins sagði hann vera að gjaldeyrishöftin væru aðeins hugsuð sem tímabundin lausn og finna þyrfti lausnir sem allra fyrst til þess að afnema höftin. Annars þurfi Alþingi innan nokkurra mánaða að finna nýja leið til þess að stoppa upp í götin, því menn muni ávallt finna nýjar leiðir til þess að komast framhjá höftunum með braski. Spurði hann hvort það væri ekki forgangsatriði hjá sitjandi ríkisstjórn að finna leið út úr höftunum.
Gylfi mótmælti þeim orðum Einars að ríkistjórnin væri ekki að leita leiða til þess að vinna sig út úr höftunum. Sagði hann ríkisstjórnina vera að vinna að málinu. Sagðist hann hafa orðið hissa á því hve rólegir fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins virtust vera gagnvart gjaldeyrishöftunum í nýlegri heimsókn þeirra hingað til lands þar sem samningur IMF og íslenskra stjórnvalda var til endurskoðunar og viðræðu.
Sagði Gylfi ljóst að finna þyrfti framtíðarsýn sem leiddi þjóðina út úr gjaldeyrishöftum. Nefndi hann í því samhengi evruna.(mbl.is)
Menn eru sammála um,að' gjaldeyrishöftin eru neyðarúrræði en að ekki verði komist hjá þeim.Ljóst er að gjaldeyrishöft verða við líði um langa hríð' enn og því er spurning hvort nokkur þörf er á láninu frá IMF.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 3. apríl 2009
Viðskiptaráðherra hefur samúð með Agnesi
Fjórir blaðamenn hafa fengið bréf frá Fjármálaeftirlitinu þar sem þeim er borið á brýn að hafa brotið lög um bankaleynd og þeir beðnir um að gera grein fyrir máli sínu. Þetta eru þau Egill Helgason, Þorbjörn Þórðarson, Agnes Bragadóttir og Kristinn Hrafnsson.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra er ekki hamingjusamur með þessa framvindu mála en segir Fjármálaeftirlitið verða að framfylgja lögum í landinu. Hann taki hinsvegar ekki afstöðu til þess fyrirfram hvort þessi laga túlkun er rétt. Gylfi hefur sjálfur sagt að bankaleynd í núverandi mynd sé fráleit en unnið er að því að breyta lögum um bankaleynd.
Gylfi segir ljóst að ekki sé hægt að afnema með öllu bankaleynd fyrir hrunið en fólk eigi rétt á því að fá upplýsingar um þá viðskiptahætti sem leiddu til hrunsins.
Hann segist hafa mikla samúð með blaðamönnunum. Hann var spurður hvort ekki hefði verið hengdur bakari fyrir smið og sagðist að bragði vona að þeir yrðu ekki hengdir. Ef svo færi yrði að skera þá niður.(mbl.is)
Það er vissulega rétt,að blaðamenn þurfa að geta sagt frá misferli og málum semvarða bankahrunið.Emn þeir verða einnig að gæta þess að fara að lögum.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 3. apríl 2009
18000 atvinnulausir
Alls eru 17.944 skráðir á atvinnuleysisskrá Vinnumálastofnunar í dag. Hafa verður í huga að hluti þeirra er í hlutastörfum og fær því greiddar hlutabætur. Alls eru 11.415 karlar skráðir á atvinnuleysiskrá og 6.529 konur. Á höfuðborgarsvæðinu eru skráðir 12.055 einstaklingar á atvinnuleysisskrá.
Á vef Vinnumálastofnunar kemur fram að gera verður ráð fyrir að þar af séu nálægt 1.000 manns sem ekki eru í atvinnuleit vegna breyttra aðstæðna eftir að þeir skráðu sig, en upplýsingar um slíkt berast Vinnumálastofnun yfirleitt ekki fyrr en um eða upp úr mánaðarmótum.
Þá verður að hafa í huga að sá hópur sem ekki er að fullu atvinnulaus fer stækkandi, þ.e. þeir sem eru á hlutabótum á móti hlutastarfi. Um þessar mundir er fjöldi þeirra sem eru á hlutabótum á móti hlutastarfi yfir 3.000 manns.
Í mars bárust Vinnumálastofnun 7 tilkynningar um hópuppsagnir þar sem sagt var upp samtals 357 einstaklingum. Þrjár tilkynningar voru úr fjármálastarfsemi með samtals 84% þeirra sem sagt var upp með þessum hætti.
Skráð atvinnuleysi í febrúar var 8,2% eða að meðaltali voru 13.276 manns án atvinnu. (mbl.is)
Atvinnuleysið er ógnvænlegt.Ég sé ekki,að ríkisstjórnin sé að gera neitt raunhæft til þess að draga úr atvinnuleysinu.
Björgvin Guðmundsson