Orkulindirnar geta ekki tapast

Grundvallarmisskilningur er að skuldastaða þjóðarinnar geti leitt til þess að orkulindir verði teknar upp í skuld, eða seldar með einhverjum hætti. Þetta segir utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, á vefsvæði sínu í kvöld. Til að það geti gerst þarf Alþingi að fella Orkulögin svonefndu úr gildi.

Össur tekur þetta fram vegna erinda Michael Hudson og John Perkins sem m.a. komu fram í Silfri Egils í gærdag. Þar sögðu þeir m.a. að vegna gríðarlegra skulda þjóðarinnar og ofríkis Alþjóðagjaldeyrissjóðsins blasi við að þjóðin muni missa orkuauðlindir sínar í gin erlendra auðhringa.

„Nýju orkulögin koma algerlega í veg fyrir að hægt sé að selja, eða taka upp í skuld, orkuauðlindir almennings í forsjá hins opinbera. Miðað við lætin sem urðu þegar orkulögin voru samþykkt þótti mér með ólíkindum að upplýstur fjölmiðlamógúll á borð við Egil Helgason skuli ekki hafa bent þeim Perkins og Hudson á þennan grundvallarmisskilningi og vanþekkingu, sem þessi staðhæfing þeirra byggði á,“ segir Össur Skarphéðinsson.(mbl.is)

Hér bendir Össur á mikilvægan punkt,þ.e. að orkulindirnar geta ekki tapast vegna nýju orkulaganna.Nauðsynlegt er að setja í stjórnarskrá að auðlindir þjóðarinnar séu sameign hennar.Það á m.a. við fiskimiðin.

 

Björgvin Guðmundsson


 


VG stærstir í Norðvesturkjördæmi.Frjálslyndir þurrkast út

Verulegar breytingar eru á fylgi stjórnmálaflokkanna í Norðvesturkjördæmi ef marka má nýja Capacent-Gallup könnun fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Vinstri-græn mælast stærsti flokkur kjördæmisins.

Vinstri græn bæta við sig nærri 10 prósentustigum, fara úr 16 % í kosningunum 2007 í 25,7% í þessari könnun. Samkvæmt þessu bætti flokkurinn við sig þingmanni og fengi tvo. Samfylkingin bætir einnig við sig fylgi; fengi nú 24,7%, en hafði 21,2 % 2007. Samfylking fékk tvo þingmenn kjörna síðast og það yrði óbreytt.

Sjálfstæðisflokkurinn tapar; fær nú 23,9% stuðning en hafði 29,1 % síðast. Flokkurinn tapar einum af þremur sem hann fékk 2007. Framsóknar flokkurinn bætir lítillega við sig frá kosningunum þegar hann fékk 18,8%; fær í könnuninni 19,5%. Það nægir til að flokkurinn fengi tvo menn kjörna í stað eins. Fylgi Frjálslynda flokksins hrynur, fer úr 13,6% 2007 í 3,9% í þessari könnun. Flokkurinn kæmi ekki manni á þing né Borgarfylkingin með 1,9% eða Lýðræðishreyfingin með 0,5%. Skipting jöfnunarsæta er ekki skoðuð út frá niðurstöðum þessarar könnunar en Frjálslyndir fengu jöfnunarsæti í kjördæminu 2007. Heildarúrtak var 800 manns og svarhlutfall 60,2%.(ruv.is)

Þessi fyrsta kjördæmakönnun er athyglisverð.Hún bendir til þess að miklar breytingar geti orðið á fylgi flokkanna.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Bankahrunið: Eftir hverju er beðið?

Enn hefur sérstakur saksóknari ekki kyrrsett  neina fjármuni vegna bankahrunsins? Hann er kominn með 20 starfsmenn.Hann er kominn með Evu Joly sem ráðgjafa en hún er sérfræðingur í efnahagsbrotum.Og hann er koinn með franskan aðstoðarmann Evu Joly.En ekkert gerist.Það er nóg, að sérstakur saksóknari hefji rannsókn á fjármunaflutningum einhvers bankans eða auðkýfings til útlanda. Á grundvelli slíkrar rannsóknar er unnt að haldleggja fjármuni þeirra,sem rannsóknin tekur til.Er ekki kominn tími til að láta hendur standa fram úr ermum?

Björgvin Guðmundsson


Verðtryggingin á undanhaldi.LÍ býður óverðtryggð húsnæðislán

Landbankinn ætlar að bjóða upp á óverðtryggð húsnæðislán. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag.

Þá lækka vextir á óverðtryggðum inn- og útlánum um allt að 2,5 prósentustig frá 11. apríl. Vextir á verðtryggðum lánum og reikningum lækka um eitt prósentustig.(ruv.is)

Þetta eru gleðifrétir.Þær leiða í ljós,að verðtryggingin er á undanhaldi.Það má búast við að fleiri fjármála

stofnanir bjóði upp á óverðtryggð lán.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Tæplega 1000 umsóknir um greiðsluerfiðleikalán

Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafa 942 umsóknir vegna greiðsluerfiðleika borist til Íbúðalánasjóðs. Úrræði vegna greiðsluvanda geta verið af ýmsum toga, t.d. skuldbreyting vanskila, frestun á greiðslum og lenging lána. Allt árið í fyrra voru umsóknir vegna greiðsluerfiðleika 1405, en 377 árið 2007.

Að auki er um að ræða greiðslujöfnun fasteignaveðlána, sem var lögfest í nóvember 2008. Frá því að opnað var fyrir umsóknir um greiðslujöfnun, 25. nóvember í fyrra, hafa borist 529 umsóknir. Afgreiðslu er lokið vegna 261 umsóknar um greiðslujöfnun, en hinar eru enn í vinnslu, að því er segir í fréttatilkynningu frá Íbúðalánasjóði.
 

„Haft var eftir Tryggva Þór Herbertssyni hagfræðingi á mbl.is í gær (úr þættinum Sprengisandi á Bylgjunni) að yfir eitt þúsund manns hefðu sótt um greiðsluaðlögun til Íbúðalánasjóðs fyrstu þrjá mánuði ársins. Íbúðalánasjóður telur rétt að árétta af þessu tilefni, að heimild til greiðsluaðlögunar er úrræði sem heyrir ekki undir verksvið sjóðsins.

Lög um greiðsluaðlögun voru samþykkt á Alþingi í lok mars og gengu í gildi 1. apríl, en þar um að ræða breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti o. fl. Þau lög heyra undir verksvið dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og var lagafrumvarpið til breytinga á þeim flutt af dóms- og kirkjumálaráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá Ráðgjafarstofu heimilanna hefur enginn enn nýtt sér þessa nýsamþykktu heimild til greiðsluaðlögunar.

Íbúðalánasjóður telur mikilvægt að ítreka sérstaklega að úrræðið er ekki á vegum sjóðsins að neinu leyti. Þetta réttarúrræði – greiðsluaðlögun - hefur það markmið að gera skuldara kleift að ráða bót á fjárhagsörðugleikum sínum til að koma í veg fyrir að bú hans verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Samkvæmt upplýsingum frá Ráðgjafarstofu heimilanna hefur enginn enn nýtt sér þessa nýsamþykktu heimild til greiðsluaðlögunar. Íbúðalánasjóður telur mikilvægt að ítreka sérstaklega að úrræðið er ekki á vegum sjóðsins að neinu leyti. Þetta réttarúrræði – greiðsluaðlögun - hefur það markmið að gera skuldara kleift að ráða bót á fjárhagsörðugleikum sínum til að koma í veg fyrir að bú hans verði tekið til gjaldþrotaskipta," að því er segir í tilkynningu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Össur: Samningar við Breta um hryðjuverkalögin í gangi

Utanríkisráðherra segir að samningar við Breta vegna hryðjuverkalaganna séu í góðum farvegi og vonandi þurfi Íslendingar ekki að taka á sig neinn skell vegna Icesave. Þingmaður Framsóknarflokksins segir utanríkisstefnu Samfylkingarinnar bara felast í því að mala.

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði utanríkisráðherra að því á Alþingi í morgun út í stefnu stjórnvalda og aðgerðir í tengslum við Icesave og hryðjuverkalög Breta. Hún minntist á að utanríkisráðherra væri nýkominn heim af leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins. Hún spurði hvort utanríkisstefnan réðist af því hverjum utanríkisráðherra vildi vera með á ljósmynd.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, neitaði að láta mynda sig með Gordon Brown forsætisráðherra Breta á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í gær. Á bloggsíðu sinni lýsir Össur því þegar hann gekk í flasið á Brown þar sem hann var að láta mynda sig með Sarkozy Frakklandsforseta og Steve Harper, forsætisráðherra Kanadamanna

Eygló spurði hvort að það þetta væri leiðin sem Samfylkingin ætlaði að fara til að tryggja hag og öryggis Íslands gegn þjóð sem ráðist hafi með harkalegum hætti gegn hagsmunum þjóðarinnar.

„Ég veit ekki hvort það sé skoðun háttvirts þingsmanns að það helsta sem að samningamenn og ráðherrar íslensku ríkisstjórnnar eigi að stilla sér upp í einhverjar kurteisis myndatökur með einhverjum ráðherrum úti í heimi. Það er ekki leiðin til að niðurstöðu," sagði Össur.

Össur sagði Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi utanríksráðherra, hafa staðið mjög vel að málum og harkalegum mótmælum af Íslands hálfu verið komið á framfæri við Breta. Sjálfur hafi hann í þrígang komið mótmælum Íslendinga á framfæri við bresk stjórnvöld.

Þá sagði benti Össur á að þáverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde, hafi ekki tekið upp málið í samtali við Gordon Brown.

Össur átti fund með Miliband í seinustu viku. Hann sagði að samningar við Breta vegna hryðjuverkalaganna væru í góðum farvegi og vonandi þurfi Íslendingar ekki að taka á sig neinn skell vegna Icesave-skuldbindinganna.(mbl.is)

 

Vonandi verður Ísland snarlega tekið af lista hryðjuverkalanda nú eftir að bresk þingnefnd hefur gagnrýnt það ráðslag Breta að setja okkur á þann lista.Ummæli utanríkisráðherra á alþingi benda til þess að stutt sé í það.

 

Björgvin Guðmundsson


Sjálfstæðisflokkurinn reynir að kúga alþingi!

Undanfarna daga hefur Sjálfstæðisflokkurinn haldið uppi málþófi á alþingi  og komið í veg fyrir afgreiðslu mála enda þótt stutt sé til kosninga. Sjálfstæðisflokkurinn reynir að koma í veg fyrir afgreiðslu á frv. til breytinga á stjórnarskrá enda þótt meirihluti alþingis standi að frumvarpinu. Þannig reynir Sjálfstæðisflokkurinn að kúga alþingi.Flokkurinn hefur hvað eftir annað sagt,að hann muni greiða fyrir afgreiðslu annarra mála ef ríkisstjórnin falli frá frv. um stjórnarskrá.Þetta er ekkert annað en kúgun.Ég vona,að ríkisstjórnin og meirihluti alþingis láti ekki  kúga sig. Fólkið í landinu vill aukið lýðræði.Það var krafa búsáhaldabyltingarinnar.Þess vegnas þarf að halda stjórnlagaþing og það þarf strax að samþykkja brýnar breytingar á stjórnarskrá svo sem að auðlindir landsins seu þjóðareign  og að efna eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál.Stjórnlagaþing mun fjalla um betri skil milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds  en þau skil eru alltof óljós í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að átta sig á því,að hann er ekki lengur við völd.

 

Björgvin Guðmundsson


Borgum ekki Ice save

Virtur bandarískur hagfræðingur,Hudson,var í þættinum,Silfri Egils, á RUV í gær og ræddi bankahrunið hér. Hann hefur m.a. verið efnahagsráðgjafi í Hvíta húsinu.Bandaríski hagfræðingurinn sagði,að Island ætti ekki að greiða erlendar skuldir,sem einkabankarnir hefðu stofnað til.Íslenska ríkið hefði ekki ráð á því og ætti .því ekki að borga.

Ég er sammála hagfræðingnum.Við höfum t.d. ekki ráð á því að greiða Íce save reikningana og okkur ber ekki skylda til þess að gera það.Það er ekkert í tilskipun ESB sem segir,að  ríki eigi að greiöa ef einkabankar geta ekki greitt eða innlánstryggingasjóðir duga ekki. Fyrri ríkisstjórn gugnaði fyrir hótunum Breta og ESB og í raun var fyrri ríkisstjórn beitt kúgun. Núverandi ríkisstjórn  getur hreinlega sagt við Breta og ESB,að Ísland hafi ekki efni á því að greiða Ice save enda beri okkur ekki að greiða skv. tilskipun ESB.

 

Björgvin Guðmundsson


Ekki má lækka lægstu laun

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra hefur boðað trúnaðarmenn verkalýðsfélaga innan heilbrigðisþjónustunnar til fundar í dag til að ræða stöðu heilbrigðisþjónustunnar og framtíðarhorfur.

Samkvæmt gildandi fjárlögum eru greiðslur vegna trygginga, bóta og félagslegrar aðstoðar áætlaðar um 100 milljarðar króna, eða um fimmtungur allra fjárlaganna. Útgjöld til heilbrigðismála eru áætluð um 120 milljarðar króna. Fyrir liggur að skera þarf niður um sjö milljarða á þessu ári og enn meira á því næsta. Hvar eða hvernig skorið verður liggur ekki fyrir.

Heilbrigðisráðherra segir í fundarboði til trúnaðarmanna verkalýðsfélaga innan heilbrigðisþjónustunnar að aldrei hafi verið mikilvægara að standa vörð um heilbrigðisþjónustuna og til þess þurfi samstöðu allra sem innan hennar vinna. Velferðarmál séu líka atvinnumál.

„Það þarf að svara því hvernig menn sjá fyrir sér þennan niðurskurð. Það er gríðarlega mikilvægt að þjóðarsátt náist um að ekki verði hróflað við þeim sem lægst hafa launin innan heilbrigðisþjónustunnar. Þar er einfaldlega ekki af neinu að taka,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. (mbl.is)

 

Ég tek undir með Vilhjálmi.Ekki má lækka lægstu launin.Það verður að slá skjaldborg um þau.

 

Björgvin Guðmundsson

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.


Engar viðræður við IMF um einhliða upptöku evru

Stjórnvöld hafa ekki átt í viðræðum við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um einhliða upptöku evru í stað íslensku krónunnar. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, á Alþingi í dag þegar að Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hann út í trúnaðarskýrslu sem breska dagblaðið Financial Times komst yfir.

Í skýrslunni leggur AGS til að aðildarríki Evrópusambandsins í Mið- og Austur-Evrópu, sem orðið hafa orðið hvað verst úti í fjármálakreppunni, leggi niður gjaldmiðla sína og taki þess í stað upp einhliða evru.

Sigurður spurði Steingrím hvort að rætt hafi verið við fulltrúa AGS um upptöku evru og hvort ríkisstjórnin teldi einhliða upptöku gjaldmiðils mögulega.

Steingrímur sagði að engar slíkur viðræður við fulltrúa AGS hafi átt sér stað. Hann benti á að staða Íslands samanborið við Evrópuríkin væri gjörólík. Sum ríkin væru nú þegar komin í Evrópusambandið og hefðu tengt gjaldmiðla sína við evru. Steingrímur sagði að það væri að valda þeim ríkjum miklum vanda.

Sigurður gerði einnig nýlega ræðu Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, að umfjöllunarmáli sínu. Þar lýsti Obama því yfir að upptök fjármálakreppunnar mætti rekja til vandræða á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum. Sigurður vildi vita hvort að yfirlýsing Obama gæfi tilefni til viðræðna við stjórnvöld í Washington um aðgerðir á sviði efnahagsmála. Hann taldi einbúið að taka upp slíkar viðræður t.a.m. um gjaldeyrismál.

Steingrímur sagði mikilvægt að íslensk stjórnvöld ættu gott samband við nýju ríkisstjórnina í Bandaríkjunum. Mörg athyglisverð mál væru á dagskrá ríkisstjórnar Obama. Steingrímur sagði að það skipti allan heiminn miklu máli að Obama takist vel upp.(mbl.is)

Enda þótt færa megi rök fyrir því að taka einhliða upp evru er sennilega ekki skynsamlegt,að gera það nú.Sennilega er betra fyrir okkur að hafa krónuna enn um sinn meðan við erum að komast yfir erfiðasta hjallann í efnahagsmálum.

 

Björgvin Guðmundsson



Bloggfærslur 6. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband