Vilja innkalla kvótann og afnema verðtryggingu

Frjálslyndi flokkurinn leggur til að verðtrygging lána verði afnumin frá og með næstu áramótum. Flokkurinn styður ekki álver í hverri höfn en styður allt það sem getur skapað atvinnu næstu árin. Þetta sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins.

Guðjón Arnar sagði flokkinn oft hafa mælst með lítið fylgi en rifið sig upp í kosningunum. Hann trúir því að sú verði raunin í kosningunum sem framundan eru. Frjálslyndi flokkurinn vill ekki aukna skattlagningu eða niðurskurð í velferðarkerfinu. Hann vill auðlindir í þjóðareigu og aflaheimildir til baka teknar. Hann vill fara úr þröngri stöðu þjóðarbúsins með sókn í framleiðslu. (mbl.is)

Stefna Frjálslyndra´í kvótamálum er góð.Og  mér finnst hugmynd þeirra varðandi takmörkun verðtryggingar einnig athyglisverð.

 

Björgvin Guðmundsson


Jóhanna vill byggja velferðarbrú

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði nýja ríkisstjórn hafa náð miklum árangri, fyrir atvinnulífið og heimilin á undanförnum níu vikum. Á þeim tíma hafi ríkisstjórnin afgreitt 40 frumvörp til Alþingis og því öfugmæli þegar hún er sögð aðgerðarlaus. Byggð verði velferðarbrú með Vinstri grænum.

Jóhanna benti á að fimm verkefni af fimmtíu sem lagt var upp með sætu föst á Alþingi vegna málþófs Sjálfstæðisflokks, málþófs sem engan endi ætli að taka.

Jóhanna sagði vanda þjóðarinnar viðráðanlegan en það þurfi að vinna hratt og örugglega. Byggja þurfi velferðarbrú en brúarsmíðin hafi gengið hægt í samstarfi með Sjálfstæðisflokknum. Eftir nýtt og kraftmikið ríkisstjórnarsamstarf hafi gengið mun betur. (mbl.is)

Minnihlutastjórninni hefur gengið  vel.40 frumvörp afgreidd til alþingis er mikið en nauðasynlegt er að afgreiða þau 5 frv. sem sitja föst á alþingi.

 

Björgvin Guðmundsson


Dagskrártillaga felld öðru sinni á þingi

Tillaga, sem þingmenn Sjálfstæðisflokks lögðu fram á Alþingi breytingu á dagskrá þingsins var felld með 28 atkvæðum þingmanna Samfylkingar, VG, Framsóknarflokks og Frjálslynda flokksins gegn 19 atkvæðum Sjálfstæðisflokks. 

Tillagan var um að boðaður yrði nýr fundur á Alþingi þar sem frumvarp um greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði yrði fyrst á dagskránni en frumvarp um stjórnlagaþing yrði síðast. 

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að krafa væri um það í þjóðfélaginu að fulltrúar allra stjórnmálaflokka snúi bökum saman að leysa úr vanda heimilanna. Framlagning þessarar tillögu sé framlag sjálfstæðismanna til að svo megi vera. 

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að áfram héldi það fáránleikaleikhús, sem Sjálfstæðisflokkurinn efndi til í gær, en þingmenn flokksins lögðu þá einnig fram tillaga um breytta dagskrá. Árni Páll sagði, að látið væri í það skína að það skipti verulegu máli hvort frumvarp um greiðsluaðlögun verði rætt í dag eða á morgun því gildistökudagurinn í frumvarpinu væri 15. maí.

Sturla Böðvarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vísaði á bug ummælum Árna Páls um fáránleikaleikhús og einnig ummælum frá Árna Þór Sigurðssyni, sem hann kallaði úrs sal, um að verið væri að misnota málfrelsið á Alþingi. „Hvers konar tal er þetta?" spurði Sturla.

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagði sjálfstæðismenn stunda grímulaust málþóf og beittu ýmsum brögðum, m.a. að leggja fram sífelldar dagskrártillögur. Sagðist Siv telja, að þingið hefði gert mistök í gær með því að taka tillögu sjálfstæðismanna þá á dagskrá.(mbl.is

Það er nýtt í þingsögunni,að minnihluti leggi stöðugt fram dagskrártillögur til þess að fá breytt dagskrá.Þetta er ekkert annað en vantraust á forseta,þar eð forseti á að ákveða dagskrá.  Sif Friðleifsdóttir sagði,að það hefðu verið mistök að taka slíka tillögu til atkvæða í gær.Ég er sammmála því. Minnihlutinn getur endalaust flutt slíkar dagskrártillögur og gert þingið óstarfhæft.Forseti getur neitað að taka   slíkar tillögur á dagskrá og hann á að gera það.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


Krónan veiktist um 2,8% í dag!

Gengi krónunnar veiktist um 2,8% í dag og er gengisvísitalan komin í 220 stig. Bandaríkjadalur stendur í 126,70 krónum, evran 168,30 krónum, pundið er í 186,80 krónum, jenið 1,2585 krónur og danska krónan er 22,585 krónur, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka.(mbl.is)

Það er undarlegt,að  þetta skuli gerast þegar nýlega er búið að herða á gjaldeyrishöftum.Seðlabankinn hlýtur að hafa slakað eitthvað á hömlunum,ef til vill vegna yfirfærslu á vöxtum af Jöklabréfum.Það er lítið gagn í ströngum gjaldeyrishöftum ef Jöklabréfin eru alltaf látin veikja krónuna.Ef til vill ættum við að fara að ráðum Hudson,bandaríska hagfræðingsins og ákveða að greiða ekki Jöklabréfin,hvorki vexti né höfuðstól.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

Fara til baka 


Allir flokkar sammála um bresku skýrsluna

Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sagði að skýrsla fjármálanefndar breska þingsins væri lýsing á beinni árás bresku ríkisstjórnarinnar á grunnstoðir íslensks samfélags. „Þetta er móralskur sigur," sagði varaþingmaðurinn.

Þingnefndin komst að þeirri niðurstöðu að beiting hryðjuverkalaganna í haust sé mjög gagnrýniverð aðgerð. Einnig að í raun sé engin löggjöf til sem geti tekið á viðlíka vanda og kom upp í október. Skýrsla nefndarinnar var tekinn til sérstakrar umræðu á Alþingi í dag utan dagskrár og var Kristrún málshefjandi.

 

Í skýrslunni er dregið fram á skýran hátt að beiting hryðjuverkalaganna hafi verið árás ríkisstjórnar á annað ríki og innviði þess, að mati Kristrúnar. Árás sem leiddi til ómælds skaða. Kristrún segir að skýrslan sé góðar fréttir og eigi vera að hluti af sóknarstefnu stjórnvalda.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fagnaði skýrslunni og sagði hana jákvætt innlegg sem gæti nýst vel til að ná fram rétti Íslendinga. Breska ríkisstjórnin hafi gerst beinn þátttakandi í atburðunum í október og hljóti að bera ábyrgð samkvæmt því. Steingrímur sagði skýrsluna muna gagnast í samningamálum og styrkja kröfur Íslands um að frystingu verði aflétt nú þegar.

Árni Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokksing og fyrrverandi fjármálaráðherra, sagði að niðurstaðan skýrslu þingnefndarinnar muni styrkja málstað þeirra aðila sem nú reka mál fyrir breskum dómstólum. Hann sagði jafnframt að hún styrkja samningsstöðu Íslendinga varðandi Icesave-reininganna.

 

Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði að yfirskrift skýrslunnar gæti verið: „Bretar brennimerktu Íslendinga." Hún sagði mikilvægt að nýta skýrsluna til hagsbóta í samningaviðræðunum vegna Icesave-skuldbindinganna.

Karl V. Matthíasson, þingmaður Frjálslynda flokksins, fagnaði skýrslunni og sagði hana jákvæða og styrkja málflutning fyrrverandi fjármálaráðherra, Árna Mathiesen.

 

Skýrslan er mikill sigur fyrir íslensku þjóðina, sagði Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurður sagði niðurstöðu þingnefndarinnar vera áfellisdóm yfir breskum stjórnvöldum og þá sérstaklega Alistair Darling, fjármálaráðherra.

Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, þakkaði Kristrúna fyrir að koma málinu á dagskrá þingsins. Birkir sagði skýrluna vera mikinn áfellisdóm yfir ríkisstjórn Gordons Browns og sýna hvernig stjórnin misbeitti sér gegn lítilli þjóð.(mbl.is)

Það er ánægjulegt,að allir flokkar skyldu vera sammmála um skýrsluna.Nú þarf að fylgja henni vel eftir.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 



 



Kvótinn: Útgerðin á ekki rétt á neinum bótum

Mörgum finnst  það róttækt að ríkið innkalli allar veiðiheimildir og spyrja hvað á að gera fyriir útgerðina, ef það verður gert? En ríkið,þjóðin, á allar veiðiheimildirnar. Fiskimiðin,fiskurinn í sjónum, er sameign íslensku þjóðarinnar samkvæmt lögum. Útgerðarmenn hafa haft veiðiheimildirnar að  láni. En þeir hafa farið með þær eins og þeir ættu þær. Þeir hafa selt þær  öðrum og grætt marga milljarða á því braski.Þeir hafa hætt veiðum  eftir að hafa selt veiðiheimildirnar! Þeir hafa meira að segja veðsett veiðiheimildirnar. Eru skuldir útgerðarinnar  nú um 600 milljarðar í ríkisbönkunum. Ríkið á þessar skuldir.Það er með ólíkindunm,að útgerðin skuli bæði hafa selt  veiðiheimildir og veðsett þær. Þetta er svipað og maður hefði íbúð á leigu.Honum væri leyft að framleigja hana en mundi selja hana! Og aðrir,sem hefðu íbúðir á leigu mundu veðsetja þær..Þetta kerfi er komið út í hreinar ógöngur  og það verður að umbylta því strax  eða afnema með öllu.Samfylkingin lagði fyrir kosningar  2003  fram tillögur um fyrningarleið í kvótakerfinu.Samkvæmt .þeim tillögum átti að  fyrna veiðiheimildir útgerðarmanna á  ákveðnu árabili. Tillögurnar voru hugsaðar þannig,að þær mundu milda það fyrir útgerðarmenn að veiðiheimildirnar væru teknar af þeim.Því átti það .að gerast smátt og smátt.Tillögurnar mættu mikilli andstöðu  útgerðarmanna. Spurning er hvort andstaðan hefði verið nokkuð meiri þó lagt hefði verið til,að veiðiheimildirnar yrðu innkallaðar í einu lagi.Það er óvíst. Nú hefur Samfylkingin samþykkt að innkalla veiðiheimildir á 20 árum.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net

Jóhanna skrifar Gordon Brown

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, mun óska eftir viðbrögðum Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, við skýrslu fjárlaganefndar breska þingsins. Í skýrslunni er m.a. viðurkennt að aðgerðir breskra stjórnvalda hafi valdið Íslendingum tjóni og beiting hryðjuverkalaganna hafi verið harkaleg aðgerð.

Þetta kom fram á vikulegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningahúsi.(mbl.is)

Brown hefur verið sent bréf um málið og óskað viðbragða hans.Væntanlega afléttir hann hryðsjuverkalögum á Íslendinga,þegar hann sér skýrslu     fjárlaganefndar breska þingsins.

 

Björgvin Guðmundsson


Hvernig sparisjóðirnir voru lagðir í rúst

Jón G.Tómasson fyrrum formaður stjórnar Spron og borgarritari  með meiru ritar athyglisverða grein í Mbl. í dag,þar sem hann lýsir því vel hvernig Spron ( og  fleiri sparisjóðir) voru lagðir í rúst,.Hann segir,að rekja megi upphafið til frjálshyggjunnar.Menn hafi fengið augastað á peningum í varasjóðum sparisjóðanna.Pétur Blöndal hafi kallað þá fjármuni   fé án hirðis.Menn vildu koma þessu fé úr höndum sparisjóðanna í hendur fjármagnseigenda. Jón segir: "Það skyldi gert með því að greiða stofnfjáreigendum margfalt verð fyrir hluti þeirra þótt með því væru þeir að selja eitthvað ,sem þeir höfðu aldrei keypt og aldrei átt,þ.e. hlut í varasjóðnum.Og sumarið 2002 var lagt til atlögu og einskis svifist" Jón lýsir því síðan hvernig þessi fyrsta atlaga að sparisjóðunum mistókst. En gerð var önnur atlaga síðar sem tókst.Dyrnar að varasjóðum sparisjóðanna voru opnaðar og eftir það gátu fjármagnseigendur keypt 300 þús. kr. stofnfjárhluti í Sparisjóði Hafnarfjarðar á 50 millj. kr.. Þetta var upphafið að endalokunum.

Jón segir,að Jón Steinar Gunnlaugsson nú hæstaréttardómari hafi stýrt aðgerðum gegn sparisjóðunum.Hann sitji nú  í æðsta dómstóli landsins.

 

Björgvin Guðmundsson.


Enginn forstjóri Mbl.,aðeins útgefandi

Í haus Morgunblaðsins  er nú horfið nafn forstjóra en í staðinn er kominn  útgefandi.Sá heitir Óskar Magnússon.Leikmenn hefðu haldið,að útgefandi Morgunblaðsins væri félag..Alla vega var það hópur fjárfesta sem keypti blaðið.En í haus Mbl. er útgefandi aðeins einn. Þetta munu áhrif erlendis frá.Þar er algengt að blaðakóngar eru skráðir útgefendur. Íslendingar eru mjög hrifnir af öllu sem útlent er og apa það gjarnan eftir.En ég kann betur við íslensku aðferðina.Hún er sú,að sá sem stjórnar rekstri  dagblaðs er forstjóri eða framkvæmdastjóri  þess.

 

Björgvin Guðmundsson


347 fyrirtæki gjaldþrota á árinu

Alls fóru 347 fyrirtæki í greiðsluþrot fyrstu þrjá mánuði ársins, samkvæmt upplýsingum frá Creditinfo. Af þessum 347 hafa 260 verið úrskurðuð gjaldþrota eða 47 prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra. Flest urðu gjaldþrotin í mars eða 99. Tölur fyrir mars eru þó enn að berast, að sögn Rakelar Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Creditinfo.

Gert er ráð fyrir að fjöldi gjaldþrota verði mestur næsta haust og vetur þar sem ferlið er í flestum tilvikum nokkuð langt. Fyrst lenda fyrirtæki í vanskilum og fjárhagserfiðleikum. Á síðari stigum eru teknar ákvarðanir um greiðsluþrot eða lok starfsemi.

Fyrstu þrjá mánuði ársins voru 130 fyrirtæki brottfelld úr Hlutafélagaskrá án þess að hafa farið í þrot.

Alls voru 700 ný fyrirtæki stofnuð fyrstu þrjá mánuði þessa árs en 736 á sama tíma í fyrra. Í fyrra voru flest nýstofnuð í flokknum Fjármálastarfsemi en nú eru flest skilgreind sem Fasteignaviðskipti og eru þá meðal annars stofnuð utan um fasteignir og atvinnuhúsnæði.

Nú í byrjun apríl gerir Creditinfo ráð fyrir að 3.355 fyrirtæki fari í greiðsluþrot næstu 12 mánuði miðað við óbreyttar aðstæður. Með greiðsluþroti er átt við fyrirtæki sem gerð eru gjaldþrota eða fá á sig árangurslaust fjárnám. (mbl.is)

Fjöldi gjaldþrota fyrirtækja er uggvænlega mikill. Og allt útlit er fyrir,að þessi þróun gjaldþrota haldi áfram.Bankahrunipð veldur þessu og minnkandi kaupmáttur almennings.

 

Björgvin Guðmundsson

 

.

 

Fara til baka Til baka


Bloggfærslur 7. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband