Endurskoðun á lögum um almannatryggingar að ljúka

Endurskoðun á lögum um almannatryggingar mun nú um það bil lokið.Nefndin,sem vinnur að endurskoðuninni átti að skila áliti 1.nóv. sl. en það hefur dregist mánuðum saman að nefndin skilaði áliti og fyrst nú er verkinu að ljúka.Ætlun  nefndarinnar mun sú að skila fyrst umræðutillögum.Eðlilegra hefði verið að nefndin skilaði öllu áliti sínu.Þegar slík   nefnd sem þessi vinnur  að endurskoðun umfangsmikilla laga á almenningur rétt  á því að sjá allt álit nefndarinnar og tillögur. Það er kominn tími til að hætta öllu pukri.Fróðlegt verður að sjá hvað nefndin leggur til. Sjálfsagt mun hún leggja til einföldun á almannatryggingakerfinu.Í dag er það alltof flókið.Draga þarf enn úr tekjutengingum og þá helst að setja rúmt frítekjumark fyrir lífeyrissjóðstekjur,t.d. 100 þús. kr. á mánuði og jafnhátt frítekjumark fyrir fjármagnstekjur. Einnig þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja stórlega.

 

Björgvin Guðmundsson


Það logar allt í Sjálfstæðisflokknum

„Það logar allt stafnanna á milli í flokknum“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem mbl.is ræddi við um styrkveitingar frá Landsbankanum og FL Group til Sjálfstæðisflokksins í árslok 2006.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi haft frumkvæði að framlögum frá FL Group og Landsbankanum til Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða styrkina, samtals 55 milljónir króna, til þrotabúa umræddra fyrirtækja.


Nokkrir þingmenn sem blaðamaður ræddi við segja að tímasetning þessa máls sé skelfileg fyrir flokkinn. Bjarni Benediktsson er sagður eiga krefjandi verkefni fyrir höndum, en það sé að endurreisa traust þjóðarinnar á Sjálfstæðisflokknum. Það er mikil reiði meðal flokksmanna vegna þessa máls, en svo virðist sem aðeins örfáir einstaklingar innan flokksins hafi vitað af styrkveitingunum. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, sagði í gær að bankaráð Landsbankans hefði enga vitneskju haft um styrkveitinguna til Sjálfstæðisflokksins. Svo virðist því sem ákvörðun um styrkina hafi legið hjá bankastjórunum. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að styrkveiting frá Landsbankanum hafi orðið til eftir samtöl Guðlaugs Þórs og Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra. Heimildir mbl.is staðfesta þetta, en þær herma að Halldór J. Kristjánsson hafi ekki komið nálægt umræddri styrkveitingu. 

Það að kjörinn  fulltrúi hafi hlutast til um styrkveitingar frá fyrirtækjum til flokksins er sagt brjóta gegn óskrifuðum vinnureglum sem Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hafi mótað í sinni tíð sem framkvæmdastjóri flokksins. Kjartan sagðist í gær ekki hafa vitað af umræddum styrkjum, en hann lét af störfum sem framkvæmdastjóri hinn 1. janúar 2007, nokkrum dögum eftir styrkveitingu frá FL Group. Fram að því hafði hann verið Andra Óttarssyni, nýráðnum framkvæmdastjóra  (mbl.is)

L jóst er,að styrkveitingamálið veldur miklum deilum í Sjálfstæðisflokknum og getur farið illa með flokkinn. Guðlaugur Þór neitar nú að hafa haft milligöngu um að útvega styrkinn eða styrkina.Hann segir Agnesi Bragadóttur fara með rangt mál  í Mbl. . Væntanlega verður unnt að koma því á hreint hver hefur rét fyrir  sér.

 

Björgvin Guðmundsson


 

 


Samfylking með 32,6% hjá Gallup

Samfylkingin nýtur mest fylgis allra flokka með 32,6 prósent samkvæmt könnun Capacent Gallup fyrir Ríkisútvarpið og Morgunblaðið.

Samfylkingin bætir við sig 3,2 prósentustigum frá síðustu könnun Capacent í lok mars.

Vinstri grænir mælast með 26 prósent sem er 1,7 prósentum minna en í síðustu könnun.

Sjálfstæðisflokkurinn er með 25,7 prósent, Framsókn með 9,8 og Frjálslyndi flokkurinn með 1,1 prósent.

Borgarahreyfingin bætir við sig 0,6 prósentum frá síðustu könnun og mælist nú með 3,6 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 17 þingmenn samkvæmt þessari könnun og tapaði átta þingmönnum frá síðustu kosningum.

Stjórnarflokkarnir fengju samanlagt 40 þingmenn, ef þetta yrðu úrslit kosninga. (rus.is)

Könnun Gallups og Stöðvar 2 og Fréttablaðsins eru mjög svipaðar enda þótt Samfylkingin hafi örlítið meira fylgi í könnun Stöðvar 2 en í könnun Gallups.Í stórum dráttum eru kannanirnar samhljóða.

 

Björgvin Guðmundsson


Er engin kreppa?

Í vikunni var skýrt frá því i fjölmiðlum að uppselt væri í allar páskaferðir til útlanda og miklar bókanir í  sumarferðir til sólarlanda.Forstjóri Iceland Express var mjög bjartsýnn á bókanir og lét vel af ástandinu þrátt fyrir kreppu. Ég var hálfhissa að heyra þessar fréttir.Hvernig má það vera,að þegar 18000 manns eru búnir að missa atvinnuna,allt verðlag hefur rokið upp úr öllu valdi á nauðsynjum og öllum innfluttum vörum,íbúðalán hafa stórhækkað vegna verðtryggingar og gengislækkunar að þá skuli vera jafnmikið um bókanir í skemmtiferðir til útlanda eins og áður en kreppan skall á.Ég ætla að vona, að fólk sé ekki að skuldsetja sig vegna utanferða eins og áður var gert.Ég vona,að Íslendingar séu hættir að eyða um efni fram og ruglinu sé lokið.Menn eru misjafnlega vel settir og vonandi er sá hópur sem nú geysist til útlanda um páskana í góðum málum.Ef fólk hefur ráð á skemmtiferðum til útlanda þá er það gott og flugfélög og ferðaskrifstofur geta  þá fremur haldið uppi fullri starfsemi.

Björgvin Guðmundsson


Styrmir enn að "agitera" fyrir samstarfi íhalds við VG

Styrmir Gunnarsson fyrrv, ritstjóri Mbl. skrifar mikla grein um pólitík á Eyjuna.Það sem vakti athygli mína við greinina er það,að hann er enn að  reka áróður fyrir samstarfi íhaldsins við Vinstri græna.Það er eins og maður sé að lesa gamla Moggagrein Styrmis um það efni .þegar maður les netpistilinn.Styrmir hælir Steingrími J. mikið  sem foringja og þjóðarleiðtoga og spáir  því,að Steingrímur verði forsætisráðherra eftir kosningar.Hann segir,að Framsókn muni fremur samþykkja Steingrím en Jóhönnu,gefur sér,að núverandi stjórn þurfi að taka Framsókn inn.Steingrímur J.á hólið skilið en ekki hefi ég trú á því,að hann verði forsætisráðherra.Allt bendir til þess að Samfylkingin verði stærsti flokkurinn eftir kosningar og stjórnarflokkarnir fái meirihluta.En Styrmir lifir í draumaheimi. Hann er ekki enn búinn að sætta sig við það að Ingibjörg Sólrún skyldi fella íhaldið í Reykjavík og hann var algerlega andvígur stjórnarmyndun Sjálfstæðisflokks  og Samfylkingar. Ætli hann sé enn á móti Ingibjörgu Sólrúnu þó hún sé hætt í pólitík.

 

Björgvin Guðmundssoin


Góð stefna Samfylkingar í velferðarmálum

Á nýafstöðnum landsfundi Samfylkingarinnar var eftirfarandi samþykkt um velferðarmál:

Samfylkingin leggur ríka áherslu á velferð fjölskyldunnar, að standa vörð um heimilin og heilbrigt líf.

Í ríkisstjórn hefur Samfylkingin lagt áherslu á að rétta hlut aldraðra og öryrkja gagnvart almannatryggingum, tryggja aðgengi allra að heilbrigðiskerfinu óháð efnahag og setja af stað aðgerðaáætlun um málefni barna og auka þannig stuðning samfélagsins við börn og barnafjölskyldur. Velferðarumbætur Samfylkingarinnar leiddu til þess að persónuafsláttur, barnabætur og vaxtabætur voru hækkaðar, til hagsbóta fyrir þá tekjuminni, og lífeyrisþegum tryggður verðtryggður lífeyrir. Þeir sem minnst hafa milli handanna búa nú að velferðarumbótum Samfylkingarinnar frá undanförnum árum.

Mikilvægasta verkefni velferðarkerfisins við núverandi aðstæður er að vernda hag og stöðu barna og fjölskyldna. Tryggja þarf jafnan rétt og aðgengi að lífsgæðunum sem samfélagið býður upp á. Markmiðið er að tryggja að engar fjölskyldur búi við fátækt.

Mikilvægt er að allir hafi möguleika á öruggu húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína.  Bregðast þarf við skuldavanda heimilana og tryggja þeim nauðsynlegan stuðning til að mæta þeim tímabundnu áföllum sem nú blasa við.  Velferðarbrú heimilana verður að aðlaga greiðslubyrði aðstæðum hvers og eins og afskrifa skuldir þar sem það er nauðsynlegt. Þá þarf að tryggja lágmarksframfærslu hvers einstaklings þar sem tekið er tillit til tekna, eigna og skulda.

Áhersla verði lögð á heilsueflingu sem forvörn gegn sjúkdómum og leið til að auka lífsgæði fólks. Markmið allra endurbóta á heilbrigðs- og almannatryggingakerfinu á að vera jöfnuður, gott aðgengi, gæði, öryggi og hagkvæmni.

Þetta  er góð stefna Samfylkingarinar í velferðarmálum.

 

Björgvin Guðmundsson


Tekjur úr lífeyrissjóði eiga ekki að skerða lífeyri almannatrygginga

Það er verið að brjóta á launafólki,þegar lífeyrir almannatrygginga  er skertur vegna tekna úr lífeyrissjóði.Þegar samið var um stofnun lífeyrissjóða afsöluðu launþegar sér ákveðinni kauphækkun gegn því að fá lífeyrissjóð. Lífeyrir úr lífeyrissjóði átti að vera viðbót við lífeyri frá almannatryggingum. Það var aldrei gert ráð fyrir að tekjur úr lífeyrissjóði mundi skerða lífeyri almannatrygginga.Það eru hrein svik,að svo skuli gert,. Launþegar eru ekki að greiða í lífeyrissjóð alla sína starfsævi til þess að sæta síðan skerðingu á lífeyri,þegar þeir eiga loks að njóta lífeyrisgreiðslna.Launþegar eiga þann lífeyri,sem þeir hafa greitt í lífeyrissjóð og það mótframlag,sem atvinnurekendur hafa greitt á móti í lífeyrssjó.Stjórnvöld eiga  því ekkert með að skerða þennan lífeyri,þegar kemur að útgreiðslu. Þetta ranglæti verður strax að stöðva. Krafa launþega og eftirlaunafólks er skýr:  Afnám skerðinga vegna lífeyrissjóða strax.

 

Björgvin Guðmundsson


Samfylkingin vill sátt við útgerðina

Sjálfstæðisflokkurinn reynir nú ákaft að gera tillögur Samfylkingar um uppstokkun kvótakerfisins tortryggilegar. Þó hafa málsmetandi sjálfstæðismenn eins og Sturla Böðvarsson talað um nauðsyn þess að stokka upp kvótakerfið. Samfylkingin vill innkalla kvótana á 20 árum,þ.e. 5% á ári og láta kvótana renna í auðlindasjóð sem síðan leigir kvótana út aftur.Sjálfstæðisflokkurinn segir að þetta muni setja útgerðina á hausinn.Þetta er hræðsluáróður. Samfylkingin vill ná sátt við útgerðina um uppstokkun kvótakerfisins. Það þýðir að Samfylkingin vill setjast niður með útgerðarmönnum og leita leiða,sem báðir aðilar geta sætt sig við en lokatakmarkið er fyrning eða innköllun veiðiheimilda. Gamla kerfið hefur valdið miklu braski og skuldsetningu hjá útgerðinni.Útgerðin skuldar 500 milljarða í ríkisbönkunum.Ef bankarnir ganga að útgerðinni er hún gjaldþrota nú þegar.Samfylkingin vill ganga til móts við útgerðina og skera hana niður úr snörunni.En braskið og óhófleg skuldsetning verður að hætta.

 

Björgvin Guðmundssion


Guðríðarkirkja:" Þvoið hvert annars fætur"

Mikið helgihald og starf er í Guðríðarkirkju um bænadaga og páska.Í dag er þetta á dagskrá: "Þvoið hvert annars fætur". Íhugunarstund í Guðríðarkirkju kl. 14-16.Góð stund til bænar og íhugunar. Kvöldmáltíð og Getsemanevaka á skírdagskvöld kl. 20. Prestur sr. Sigurjón´Árni Eyjólfsson.Tónlistarflutningur Þorvaldur Halldórsson. Í lok messu eru gripir og dúkar teknir af altari og sest til hljóðrar stundar,Getsemanaevöku við gluggann að garðinum fagra.

 

Björgvin Guðmundsson


Sveik Sjálfstæðisflokkurinn samkomulagið við hina flokkana um styrkveitingar frá fyrirtækjum?

Það er mjög ámælisvert,að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi taka við 3o millj. kr. styrk frá Fl.Group nokkrum dögum áður en ný lög um takmörkun á styrkjum til stjórnmálaflokka,tóku gildi.Um svipað leyti tók flokkurinn við 25 millj. kr,. styrk frá Landsbankanum.Steingrímur J. Sigfússon formaður VG telur þetta svik við það samkomulag sem gert var milli flokkanna um styrkveitingar til þeirra frá fyrirtækjum.Vegna hinna nýju laga var styrkur alþingis til flokkanna stórhækkaður og því er það siðlaust að á sama tíma skuli Sjálfstæðisflokkurinn leita eftir háum styrkjum frá fyrirtækjum,mikið hærri en nýju lögin heimiluðu.Fram hefur komið,að Guðlaugur Þór fyrrverandi formaður stjórnar Orkuveitunnar,borgarfulltrúi og þingmaður, talaði við  Sigurjón Þ.Árnason um styrk frá bankanum til Sjálfstæðisflokksins. Samt segist Geir H.Haarde fyrrverandi  formaður flokksins einn bera ábyrgð á hinum háu  styrkjum,sem flokkurinn fékk í árslok 2006. Það stenst ekki.Guðlaugur Þór var með í ráðum,svo og framkvæmdastjóri flokksins og áreiðanlega fleiri.

Það hefur oft vakið athygli hvað Sjálfstæðisflokkurinn hefur getað auglýst mikið í sjónvarpi fyrir kosningar.Hér er að hluta til komin skýring á því. Framsókn hefur einnig oft haft óeðlilega mikið fjármagn handa á milli til auglýsinga fyrir kosningar.

 

Björgvin Guðmundsson


Næsta síða »

Bloggfærslur 9. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband