Ríkisskattstjóri skoðar 300 félög í skattakjóli

Ríkisskattstjóri hefur nú á þriðja hundrað félaga til skoðunar sem stofnuð hafa verið á Bresku Jómfrúareyjunum. Búið er að greina eignartengsl á mörgum þeirra en félögin tengjast í mörgum tilvikum áberandi mönnum í viðskiptalífinu.

Ríkisskattstjóri hefur undanfarið unnið að því að greina eignarhald á íslenskum fyrirtækjum og tengsl íslenskra aðila, einstaklinga sem fyrirtækja, við erlend félög í skattaskjólum. Félögin sem um ræðir skipta hundruðum. Til þess að greina tengslin við Ísland hefur ríkisskattstjóri farið yfir opinberar skráningar hérlendis og erlendis.

Þá hefur verið litið til þess hvort félögin beri íslenskt nafn eða nafn sem er þekkt hér á landi, hvort hlutaféð sé skráð í íslenskum krónum, hvort stjórnarmenn eða prókúruhafar séu Íslendingar, hvort heimilisfang félaganna sé skráð hjá t.d. erlendum dótturfélögum íslensku bankanna eða hvort íslenskir aðilar hafi komið að því að skrá erlendu félögin hér á landi vegna bankaviðskipta.

Samkvæmt heimildum fréttastofu skoðar Ríkisskattstjóri nú á þriðja hundrað félög sem flest eru með heimilisfesti á Bresku jómfrúareyjunum. Leiðin þangað lá í flestum tilvikum í gegnum íslensku bankanna í Lúxemborg.(visir.is)

Það er gott að ríkisskattstjóri skuli komin á skrið í þessum málum.Væntanlega verður unnt að hafa hendur í þeirri þeirra,sem komið hafa fé undan.i 

 

Björgvin Guðmundsson


Eigum að bakka út úr Ice save

Það voru mikil mistök hjá fyrri ríkisstjórn,þegar hún gaf undir fótinn með það að hún ætlaði að greiða Ice save reikningana í Bretlandi,ef eignir Landsbankans  og tryggingasjóður spariinnlána dygði ekki.Þetta voru alger mistök og okkuri ber engin skylda til þess að greiða þetta.Samkvæmt tilskipun ESB á ríki ekki að greiða ef tryggingasjóður innlána  dugar ekki ásamt eignum viðkomandi banka.Fyrri ríkisstjórn missti kjarkinn í þessu máli og gugnaði fyrir hótunum einhverra embættismanna hjá ESB og fyrir Bretum.Látið var í veðri vaka,að EES samningurinn væri í uppnámi og að Ísland fengi ekki lánið hjá IMF,ef íslenska ríkið greiddi ekki Ice save. Ég tel,að hvort tveggja hafi verið hræðsluáróður.Við áttum rétt á láni hjá IMF sem aðildarríki og IMF hefði ekki geta staðið á því að neita okkur um lánið út af alls óskyldu máli. Sama er að segja um EES. ESB hefði ekki getað staðið á því að torvelda framkvæmd EES samningsins vegna  sparireikninga í Bretlandi,sem einkabanki hafði stofnað til. Það er ekki stafur í tilskipun ESB um ábyrgðartryggingar spariinnlána,sem segir,að ríki eigi að greiða ef einkabanki eða ábyrgðarsjóður getur ekki greitt.

Nú er komin ný ríkisstjórn til valda hér og hún á að segja við Breta,að þetta verði ekki greitt.Ísland geti ekki greitt þetta enda ráðum við ekki við þessar greiðslur.Það voru mistök að gera Svavar Gestsson að formanni í samninganefnd um þetta mál. Hann ræður ekkert við þetta og hefur engan bakgrunn til samninga um erfið fjárhagsmálefni sem þessi.

 

Björgvin Guðmundsson


Ólafur Arnarson: Ábyrgðin liggur hjá formönnum stjórnarflokkanna,sem skiptu bönkunum milli pólitískra vina

Ólafur Arnarson,góður og gegn sjálfstæðismaður,sem skrifaði bókina Sofandi að feigðarósi segir svo um það hverjir beri ábyrgð á bankahruninu:

"Sökina eiga þeir.sem ákváðu að selja bankana aðilum,sem engan bakgrunn höfðu í bankarekstri.Sú ábyrgð liggur hjá formönnum stjórnarflokkanna,sem skiptu ríkisbönkunum milli pólitískra vina í jöfnum helmingaskiptum.Hinir nýju eigendur hegðuðu sér nákvæmlega eins og við var að búast.Þeir beittu bönkunum sem fjármögnunartæki fyrir sig og fyrirtæki sín.Margar fjárfestingar voru góðar en mikill vill meira. Vöxturinn varð of hraður og of mikill og fyrr en varði var bankakerfið íslenska orðið allt of stórt fyrir hagkerfið íslenska. Þ ar hefðu Seðlabanki,Fjármálaftirlit og stjórnvöld átt að sporna við en gerðu ekki."

Margir aðrir hafa bent á þetta sama og Ólafur áður,m.a. Þorvaldur Gylfason,prófessor,sem margoft hefur bent á ,að bankarnir hafi verið afhentir mönnum sem höfðu enga þekkingu í bankarekstri.Einnig benti Þorvaldur manna mest á,að skuldsetning bankanna erlendis hafi verið alltof mikil og að Seðlabankinn hefði getað stöðvað hana. En ekki hefur áður komið fram eins beinskeytt gagnrýni  frá " innanbúðarmanni" í Sjálfstæðisflokknum eins og felst í bók Ólafs Arnarsonar.

 

Björgvin Guðmundsson


Hert eftlit gegn misnotkun atvinnuleysisbóta

Vinnumálastofnun hyggst á næstunni herða eftirlit með misnotkun atvinnuleysisbóta. Að sögn Gissurar Péturssonar forstjóra hefur stofnunin fengið fjölmargar ábendingar um misnotkun að undanförnu.

Nú eru um 18 þúsund manns á atvinnuleysisskrá og margir þeirra hafa freistast til að misnota kerfið en til þess eru margar leiðir.

Ein leiðin er að senda einhvern annan fyrir sig þegar viðkomandi er boðaður á fund til þess að staðfesta að hann sé atvinnulaus. Mörg dæmi eru um slíkt, að sögn Gissurar. Nokkrir útlendingar, sem farnir eru til síns heimalands, hafa reynt að blekkja Vinnumálastofnun með þessum hætti. Hafa þeir sent vini sína, sem staddir eru á Íslandi, í sinn stað. Til að sporna við þessum svikum er farið að krefja fólk um persónuskilríki þegar það kemur í viðtöl.

Þá hafa 50-60 manns verið sviptir atvinnuleysisbótum á síðustu vikum vegna þess að þeir mættu ekki í atvinnuviðtöl.

Í kjölfar þess að atvinnuleyisskráin var samkeyrð við nemendaskrár háskólanna voru 20 manns sviptir bótum. Þá hafa fjölmargar ábendingar borist um að atvinnulausir stundi svarta vinnu og hefur slíkum málum verið vísað til skattyfirvalda.(mbl.is)

Það er grafalvarlegt mál,ef atvinnuleysisbætur eru misnotaðar.Svo virðist sem framkvæmdirn sé ekki nægilega ströng, Auðvitað á alltaf að krefjast persónuskilríkja og ekki á að láta menn komast upp með það að neita vinnu sem er í boði.Peningar atvinnuleysistryggingasjóðs verða búnir í nóvember svo það er eins gott að herða framkvæmdina strax.

 

Björgvin Guðmundsson

.

Fara til baka 


Baráttudagur verkalýðsins,1.mai

Í dag er 1.mai, baráttudagur verkalýðsins hér og um allan heim. Launþegar minnast í dag unninna sigra í kjarabaráttunnni og undirbúa  kröfur framtíðarinnar. Aðstæður eru í dag sérstæðar hér á Íslandi,þar eð fjármálakerfi landsins hrundi allt sl. haust og 18000 manns eru atvinnulausir í landinu.Kaupmáttur launa hefur minnkað um tæp 10 % sl. 12 mánuði.Það er því erfitt hjá lægst launuðu launþegum en verst er ástandið hjá þeim sem misst hafa vinnuna. Ljóst er að við .þessar  aðstæður er barátta verkalýðsins fyrst iog fremst varnarbarátta. Baráttan snýst um að standa vörð um það sem áunnist hefur og hún snýst um félagsleg  réttindi og að auka atvinnu í landinu.En verkalýðshreyfingin getur ekki sætt sig við hvað sem er í kjaramálum.Hún hlýtur að krerfjast þess að kaupmáttur verði aukinn smátt og smátt á ný.
Björgvin Guðmundsson

Bloggfærslur 1. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband