Fyrsta meirihlutastjórn jafnaðarmanna mynduð

Þau sögulegu tíðindi urðu  í dag,að mynduð var fyrsta meirihlutastjórn jafnaðar-og félagshyggjumanna undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur formanns Samfylkingarinnar.Samfylking og VG mynda stjórnina.Tók þessi stjórn við minnihlutastjórn  sömu flokka..Miklar vonir eru bundnar við þessa fyrstu  meirihlutastjórn jafnaðarmanna. Stjórnin hefur sett sér að endureisa velferðarkerfið að norrænni fyrirmynd. Sótt verður um aðild að Evrópusambandinu,ef alþingi samþykkir þál. þar um.Veiðiheimildir verða innkallaðar í áföngum og bankakerfið og efnahagslífið endurreist. Ég óska Samfylkingunni til hamingju með þess fyrstu meirihlutastjórn jafnaðarmanna.

 

Björgvin Guðmundsson


Leið til þess að losna við Jöklabréfin

Nokkur fyrirtæki hafa sýnt áhuga á að taka erlend lán í íslenskum krónum og endurgreiða þau svo í erlendum gjaldeyri. Þessi leið er fyrsti og fremst ætluð fyrirtækjum sem hafa tekjur í erlendri mynt en er einnig leið fyrir jöklabréfaeigendur að leysa þau út á nokkrum árum.

Seðlabankinn óskaði eftir áhugasömum fyrirtækjum í síðustu viku og gaf frest til morgundagsins. Fyrirtækin Marel og Norðurál hafa sýnt áhuga á að fara þessa leið.(ruv.is)

Jöklabréfin,skuldabréf í íslenskum krónum,eru til mikilla vandræða í íslensku efnahagslífi.Tilvist þeirra er aðalástæða þess,að við verðum að halda ströngum gjaldeyrishöftum,þar eð eigendur Jöklabréfanna vilja innleysa þau öll sem fyrst  og  í einu sem þýðir svo mikla sölu á krónum,að krónan fellur.Framangreind leið gæti leyst málið.

 

Björgvin Guðmundsson


Hafa grætt milljarða á kvótabraski

Kristinn H.Gunnarsson,fyrrverandi alþingismaður,var á Sprengisandi hjá Sigurjóni Egilssyni á Bylgunni í morgun.Þeir ræddu m.a. kvótakerfið og tillögur stjórnarflokkanna um að innkalla kvótann á 20 árum.Kristinn taldi það ekkert mál að innkalla kvótann.Hann sagði,að útgerðarmenn hefðu braskað mikið með kvótann og flutt hann af landsbyggðinni á suðvesturhornið. Þeir ættu að skila kvótanum aftur.Kristinn tók sem dæmi Þorbjörn í Grindavík sem hefðu keypt skip og kvóta  frá Bolungarvík á góðu verði.Þorbjörn hefði lofað að reka skipin áfram á Bolungarvík,þ.e. nýta kvótann áfram fyrir Bolvíkinga.En þetta hefði verið svikið.Þorbjörn hefði farið með kvótann burt frá Bolungarvík og grætt um 1 milljarð á þessum viðskiptum.Þeir ættu að skila kvótanum aftur til Bolungarvíkur.

Þetta er aðeins eitt af mörgum dæmum.Hið sama gerðist þegar Samherji keypti Guðbjörgina  frá Ísafirði.Því var lofað að Guðbjörgin yrði áfram gerð út frá Ísafirði það var svikið. Farið var með kvótann burt frá Ísafirði til Akureyrar. Og hið sama gerðist þegar HB á Akranesi keypti skip og kvóta frá Miðnesi í Sandgerði og þegar Meitillinn keypti skip og kvóta frá frystihúsinu á Stokkseyri.Í öllum tilvikum var lofað að útgerð og kvóti héldist áfram í sjávarplássunum,sem skipin höfðu verið  í en  í öllum tilvikum var það svikið. Útgerðirnar,sem keyptu kvótana græddu milljarða á þeim en nú væla þær um að geta ekki skilað 5% á ári af kvótum,sem þjóðin á og síðan fái þeir að kaupa kvóta til baka.Þetta er ekkert annað en hræðsluáróður.

 

Björgvin Guðmundsson


Ný stjórn í dag

Búist er við,að ný ríkisstjórn verði mynduð í dag á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.Flokkarnir munu fjalla um stjórnarsáttmála og ráðherraskipan og gangi það að óskum verður stjórnin mynduð síðar í dag. Það,sem menn bíða helst eftir er stjórnarsáttmálinn og það hvernig stjórnin ætlar að taka á vandamálunum,svo sem ríkisfjármálum.Ætlar stjórnin að leggja á nýja skatta og þá hvernig skatta og á hverja og hvað ætlar stjórnin að skera niður?Þetta eru stóru spurningarnar.Stjórnarflokkarnir hafa sagt,að þeir vilji hlífa lágtekjufólki og meðaltekjufólki og að þeir vilji hlífa velferðarkerfinu við niðurskurði.Margir draga í efa að þetta sé kleift.Aðgerðir muni koma við alla. Væntanlega kemur það í ljós í stjórnarsáttmálanum hvernig á að ráðast í þetta.Þó er hugsanlegt að sáttmálinn verði almenns eðlis og ekki útlistað nákvæmlega hvernig fara á í hlutina. Þá er lítið gagn í honum. Við bíðum og sjáum.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 10. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband